Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Nýleg og kær minning um
frænku er þegar ég, Elfa og
Skírnir komum í heimsókn í Ás-
búð. Frænka bað Sigga að
kaupa uppáhaldskökuna mína og
gaf Elfu nýja ævintýrabók.
Svona stjanaði hún alltaf við
okkur. Elfa knúsaði frænku í
bak og fyrir og vildi bara kúra
hjá henni í sófanum sem frænka
kunni vel að meta. Bókina höfum
við lesið hvert einasta kvöld síð-
an og þá verður manni hugsað
til frænku.
Söknuðurinn er sár, elsku
frænka, en ég er þakklát fyrir
allar góðu minningarnar sem við
eigum um þig
Kveðja,
Arna.
Þegar mikilvægar manneskj-
ur hverfa á vit feðra sinna og
mæðra virðist mér lífið sjálft
tapa svolitlu af litadýrð sinni og
fegurð. Frænka var ein af þess-
um manneskjum sem lituðu
mína veröld með skærum fal-
legum litum.
Frænka var ríkulega gædd
hæfileikum og eiginleikum sem
fjölskylda hennar öll fékk að
njóta. Hún var glaðlynd, góð-
hjörtuð og hafði alltaf tíma fyrir
fólkið sitt. Hún sýndi mér ávallt
einlæga væntumþykju og hafði
áhuga á öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur.
Frænka var höfðingi heim að
sækja, bauð alltaf upp á eitthvað
gott með kaffinu – oft nýbakaða
jólaköku eða hjónabandssælu.
Heimsóknirnar urðu líka oftast
langar því við höfðum svo margt
að ræða.
Eitt er víst, að við fáum mis-
mikinn tíma á þessari jörð.
Elsku frænka mín hefur kvatt
þetta jarðlíf nú þegar farfugl-
arnir tínast til landsins með boð
um bjartari daga. Ég bið því
vorboðann ljúfa fyrir kveðju til
frænku.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal, að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og rauðan skúf, í
peysu;
þröstur minn góður, það er stúlkan
mín.
(Jónas Hallgrímsson)
Elsku frænka, takk fyrir allt
og allt – ég mun sakna þín alltaf.
Þín bróðurdóttir,
Margrét Soffía Einarsdóttir.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu, Steinunni Marinósdóttur,
eða Steinu eins og við kölluðum
hana. Við fimm kynntumst og
unnum saman á innanlandsflugi
Flugleiða fyrir rúmum 30 árum
og höfum haldið hópinn síðan.
Við unnum mislengi saman og
engin okkar vinnur þar nú, en
þar myndaðist vinátta okkar
sem hefur haldist síðan.
Okkur finnst skemmtilegt að
fara í ferðalög saman og við höf-
um ekki tölu á því hvað við höf-
um farið í margar utanlands-
ferðir. Að vinna fyrir flugfélag
gerði okkur kleift að komast í
ferðalög á góðum kjörum og það
nýttum við okkur óspart. Eftir
að því tímabili lauk fundum við
aðrar leiðir til að komast út í
heim á hagstæðum kjörum.
Við lentum í ótrúlegustu æv-
intýrum á þessum ferðalögum
okkar og þreyttumst ekki á að
hittast á milli ferða og rifja þau
upp og hlæja út í eitt. Það var af
nógu að taka. Stundum gátu lið-
ið mánuðir og einstaka ár á milli
þess að við hittumst en það
skipti engu máli því það var allt-
af eins og við hefðum hist í gær.
Vinátta okkar hefur verið góð og
samskipti einkennst af væntum-
þykju og gleði.
Steina var skemmtilegur fé-
lagi og hafði smitandi hlátur.
Hún hafði ríka frásagnargáfu og
átti til að krydda örlítið frásagn-
ir sínar til að gera þær meira
spennandi. Hún hafði líka gam-
an af að segja frá og hló þá
gjarnan svo mikið sjálf að hún
mátti vart mæla. Hún hafði
notalega nærveru, var létt í lund
og alltaf til í ný ævintýri. Hún
vann lengst af í fjölbreyttum
störfum tengdum ferðaþjónustu
þar sem hæfileikar hennar nýtt-
ust vel.
Steina var mikil fjölskyldu-
kona. Henni var annt um allt sitt
fólk, lagði sig fram um að hlúa
að þeim og gera þeim gott. Hún
átti stóra fjölskyldu, eiginmann,
syni og barnabörn og eitt lang-
ömmubarn. Við vottum þeim öll-
um, systkinum hennar og móður
dýpstu samúð.
Nú hefur Steina kvatt eftir
erfið veikindi. Það eru ekki
nema rúmir fjórir mánuðir síðan
við vinkonurnar vorum í síðustu
ferðinni okkar saman. Steina var
þá orðin veik, en ekki vonlaus
um að sigrast á þessum ófögn-
uði. Við fórum til Chicago en
þangað höfðum við ekki farið
saman áður. Hún stóð sig eins
og hetja, tók þátt í öllu og kvart-
aði aldrei þó svo að engum hefði
dulist að hún væri að heyja erf-
iða baráttu. Við vinkonur hennar
í frúarfélaginu eigum eftir að
sakna hennar sárt; glettna bliks-
ins í fallegu augunum hennar,
dillandi hlátursins, velviljans og
væntumþykjunnar sem hún bar
til okkar.
Við kveðjum hana með mikl-
um trega í dag en við geymum
minningarnar um hana í hjarta
okkar því hún var, er og verður í
okkar liði.
Anna Jóna, Bára,
Halla og Gréta.
Það leita á hugann leiftur-
myndir liðins tíma þar sem þær
ljúfustu ljóma skærast. Svo fór
mér er ég fregnaði andlát mann-
kostakonunnar Steinunnar Mar-
inósdóttur. Andlát hennar kom
ekki á óvart, en aðdáunarrík
barátta hennar var slík allt fram
til hinztu stundar að enn vonaði
maður að sláttumaðurinn slyngi
hikaði um stund við. En vágest-
urinn grimmi hrifsaði bróður
hennar fyrir skömmu og mikið
er á Margréti móður þeirra lagt
að horfa þannig upp á sína kæru
afkomendur hverfa yfir móðuna
miklu. Henni eru einlægar sam-
úðarkveðjur sendar. En að svo
mörgum er sannur harmur
kveðinn við fráfall hennar Stein-
unnar, svo dýrmæt sem hún var
sínum nánustu.
Minningamynd ein verður
þetta, svo mæt sem hún þó er.
Þegar ég kom til kennslu heima
á Reyðarfirði voru þau yngstu
mér hugstæðust allra. Þar var
að hefja nám lítil hnyðra, ein-
staklega falleg og prúð og fljótt
kom hennar gjöfula greind og
hinar góðu námsgáfur í ljós. En
ofar öllu í minningunni er bjart
bros hennar og smitandi hlátur,
öll hennar framkoma sýndi vel
hennar ljúflyndu eiginleika,
enda varð námsdvölin hennar
heima gjöful henni, samnemend-
unum og ekki sízt kennaranum
unga sem naut kennslunnar bezt
þegar slíkir afbragðsnemendur
áttu í hlut. Eðliskostina átti hún
ekki langt að sækja, foreldrar
hennar mikið ágætisfólk góðra
og traustra eiginleika.
Hún reyndist enda traust í
öllum sínum lífsferli og mikilli
önn, heimili hennar mun hafa
borið þess fallegt vitni hversu
góð húsmóðir hún var og hversu
hún var góður og fórnfús uppal-
andi í hvívetna.
Gamli kennarinn hennar
fyrstu árin man vel þetta hlýja
bros hennar, kurteisina og
námsgáfuna, að allt sem hún
gerði var einlægni vafið og hik-
laust segi ég að hún hafi verið
slíkur nemandi sem allir kenn-
arar óska sér allra helzt.
Sigurði manni hennar og son-
um svo og öllu hennar góða fólki
sendum við Hanna samúðar-
kveðjur. Þau öll hafa svo mikils
misst. Megi minningin um sanna
sæmdarkonu verma og veita
birtu á veginn fram á við. Bless-
uð sé hin kæra minning Stein-
unnar Marinósdóttur.
Helgi Seljan.
✝ Guðný HarpaKristinsdóttir
húsfreyja fæddist á
Akureyri 21. jan-
úar 1947. Hún and-
aðist á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 29.
mars 2018.
Foreldrar Guð-
nýjar voru Hulda
Ingibjörg Péturs-
dóttir, f. 7. júní
1917, d. 15. maí
1994, og Kristinn Karlsson, f.
22. október 1919, d. 22. nóv-
ember 1992.
Systkini Guðnýjar eru Geir
Ómar Kristinsson, f. 30. ágúst
1973, hann er kvæntur Maríu
Höbbý Sæmundsdóttur, börn
þeirra eru Andri Páll, Arnar Ási
og Guðni Sigurður.
Guðný og Páll bjuggu lengst
af sinni hjúskapartíð á Auðs-
stöðum við Brekastíg 15b í Vest-
mannaeyjum. Í Eyjagosinu
bjuggu þau tímabundið í Hafn-
arfirði.
Guðný vann í ýmsum þjón-
ustustörfum á yngri árum en
Smárakaffi var alltaf efst í huga
hennar. Eftir að hún flutti til
Vestmannaeyja vann hún lengst
í Vinnslustöðinni og Lifrar-
samlaginu.
Guðný var virkur meðlimur í
Hvítasunnukirkjunni í Vest-
mannaeyjum og á Aglow-
fundum í safnaðarheimili
Landakirkju.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 13. apríl 2018, klukkan 11.
1950, Ásdís Petra
Kristinsdóttir, f. 18.
nóvember 1951,
Kristinn Birgir
Kristinsson, f. 12.
júlí 1955, og Yngvi
Örn Kristinsson, f.
16. október 1956.
Eftirlifandi eig-
inmaður Guðnýjar
er Páll Árnason, f.
21. júlí 1945. Frá
fyrra sambandi átti
Guðný með Bjarna Ragnari
Haraldssyni soninn Kristin Karl
Bjarnason, f. 9. mars 1966.
Guðný og Páll áttu soninn Guð-
mund Árna Pálsson, f. 29. júlí
Guðný er flestum Eyjamönn-
um minnisstæð, hún fluttist til
Eyja og hóf búskap með Páli
Árnasyni múrara. Ég sé ljóslif-
andi myndina þegar hún trítlar
niður Skólaveginn og það small í
hælunum í stuttum hröðum
skrefunum og hún hélt báðum
höndum fast um verskið í fangi
sér. Hún fór hratt yfir þótt hún
væri ekki há í loftinu eða skre-
flöng. Stoppaði við vegginn á
Hlíðarenda og kastaði mæðinni,
leit snöggt til hvorrar handar
svona rétt til að kanna hvort
einhver væri til að spjalla við.
Þegar hún hafði náð andanum
tók hún aftur sprettinn og leit
inn í nokkrar búðir. Hún elskaði
búðir, alls konar glingur og
smáhluti og safnaði þeim á
heimili sitt. Af smekkvísi valdi
hún hvern hlut áður en hún
gerði kaupin. Hún vildi mikið af
fallegum hlutum í kringum sig
og bjó fjölskyldunni heimili að
hennar hætti.
Guðný var trúuð kona sem
sótti árum saman samkomur í
Betel í Eyjum. Það gaf henni
hugarró að hafa Drottin að leið-
toga lífs síns og varð henni til
hjálpar þegar dökk skýin hrönn-
uðust upp í lífi hennar og sál.
En myrkrið varð aldrei svo mik-
ið að það birti ekki til og stóð
fjölskyldan við bak hennar þótt
gæfi á bátinn.
Það var mikil gleði þegar son-
ur hennar Guðmundur Árni og
María Höbbý dóttir okkar hét-
ust hvort öðru, giftu sig og eign-
uðust drengina, barnabörnin
okkar Guðnýjar. Þeir voru lífs-
neistar hennar og sólargeislar.
Stutt símtöl í Frostaþingið þar
sem glaðlegar raddir bræðranna
bræddu hjarta ömmunnar sem
átti ekki meiri gleði til en líf
ömmustrákanna sinna. Þeir
komu líka reglulega í heimsókn
til ömmu og afa í Eyjum og þá
var kátt á Auðsstöðum. Ég man
þegar ég sótti þá snemma morg-
uns fyrir Herjólfsferð. Þeir
höfðu komið sér fyrir í stofunni
innan um alla fínu munina henn-
ar ömmu. Þeir höfðu tekið með
sér gesti og stofan var smekk-
full af peyjum og allt dótið
hennar ömmu var eins og með-
alkjarnorkubomba hefði hitt
stofuna í Auðsstöðum. Guðný
var æðruleysið uppmálað og ég
held að henni hafi verið alveg
sama hvernig umgengnin var
eftir peyjana. Það giltu aðrar
reglur á heimilinu þegar svona
kraftapeyjar voru á staðnum og
minni- eða meiriháttar
sprengjuárásir ekki mál til að
æsa sig yfir. Og litli putti spila-
mann, nafni ömmu sinnar, Guðni
Sigurður, hafði ótakmarkaðar
heimildir til að láta að sér kveða
á hvern þann hátt sem hann
kaus. Hún hló skærum hlátri
þegar hann lét til sín taka og
söng af lyst. Tónlistina og list-
hneigðina sækja drengirnir til
Guðnýjar og Palla og sú náð-
argjöf mun fylgja þeim alla ævi
og minna þá á ömmuna góðu
sem leyfði þeim allt.
Í dag eru það þessar stundir
sem standa upp úr og fjölskyld-
an minnist þegar við kveðjum
góða konu sem þurfti oft að tak-
ast á við lífið sem ekki var henni
alltaf létt. Guðný hefur mætt
skapara sínum og mun vaka yfir
Palla, drengjunum sínum tveim-
ur og ömmustrákunum sem
kveðja góða ömmu sem var
þeim kær.
Við fjölskyldan erum þakklát
fyrir samfélagið sem við áttum
saman, fyrir tengdasoninn sem
Guðný gaf dóttur okkar, dreng-
ina þeirra og stundirnar góðu
sem við áttum öll saman. Við
vottum fjölskyldu Guðnýjar
samúð á kveðjustund.
Ásmundur Friðriksson og
fjölskylda.
Elsku vinkona mín Guðný
Harpa hefur kvatt þennan heim.
Ég er svo þakklát fyrir allar
þær góðu minningar sem ég á
frá því að ég kynntist henni sem
er orðnir nokkrir tugir ára.
Guðný Harpa var einlæg per-
sóna og vildi alltaf gleðja mann.
Þegar við hittumst var eins og
hún hafi ekki séð mig í langan
tíma. Þannig var hún, mat vin-
áttu mikils.
Við áttum margt sameigin-
legt. Báðar mjög trúaðar og
settum traust okkar á Drottin
Jesúm.
Söngur átti stóran sess í lífi
Guðnýjar og oft þegar komið
var saman var sungið „Er frels-
arann sá ég við vatnið“, uppá-
haldslag Guðnýjar. Þegar ég leit
við í heimsókn til hennar var
alltaf eins og þjóðhöfðingjar
væru á ferð. Allt sem hún gerði
bar með sér einstaka smekkvísi:
hvernig hún lagði á borð og
veisluföngin sem báru með sér
að fagurkeri var þar á ferð.
Og hvað hún elskaði barna-
börnin sín. Alltaf ljómaði hún
þegar hún talaði um „hjörtun
hennar ömmu sinnar“. Hún bar
fjölskyldu sína fyrir brjósti.
Við Simmi höfum átt góðar
stundir með Guðnýju og Palla.
Fastur liður til margra ára var
að fá þau bæði á jólum og pásk-
um í mat til okkar. Gleðistundir
þegar Palli greip í píanóið og
Guðný gædd skemmtilegri frá-
sagnargáfu með tilheyrandi bak-
föllum og hlátri. Guðný var litrík
persóna og stóð fast á sínu.
Sterkur karakter. Hún var
sannur vinur og bera margar
gjafir sem hún gaf mér vitni um
smekkvísi og vináttu. Hún hitti
alltaf í mark með sínum gjöfum.
Það var sárt að sjá þessa
elsku veikjast á haustdögum
2017. Hún sem alltaf var svo
duglega að ganga og fara út á
meðal fólks, sækja allskonar við-
burði og samkomur, gat nú allt í
einu ekki komist úr rúmi.
Það gerðu ekki margir sér
grein fyrir hversu veik Guðný
Harpa var. Hún bar það ekki á
torg og var ekki að kvarta í sína
nánustu og vini. Hún var ótrú-
lega dugleg og æðrulaus þessa
síðustu mánuði sem hún var að
berjast við þennan sjúkdóm sem
leiddi hana til dauða. Krabba-
meinið tók hana á stuttum tíma.
Guðný Harpa átti trúarfull-
vissu. Hún hlakkaði til þess
dags þegar allar þrautir enda og
hún mætti frelsara sínum. Ég
trúi því að nú sé hún á þeim
afangastað sem hún hlakkaði til
að komast á.
Ég kveð þessa einstöku og
yndislegu vinkonu mína með
söknuði og bið Guð um að
hugga, blessa og styrkja Palla,
Kidda, Gumma, Maríu, Andra
Pál, Arnar Ása og Guðna Sig-
urð.
Þin vinkona að eilífu,
Unnur Ólafsdóttir.
Guðný Harpa
Kristinsdóttir
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA HAFSTEINSDÓTTIR,
Gili, Svartárdal,
lést á Landspítalanum að morgni
sunnudagsins 8. apríl.
Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn
14. apríl klukkan 16.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Örn Friðriksson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir
Guðríður Erla Friðriksdóttir Jón Hallur Pétursson
Hafrún Friðriksdóttir Gauti Höskuldsson
Sigþrúður Friðriksdóttir Guðmundur Guðbrandsson
Björn Grétar Friðriksson Harpa Hrund Hafsteinsdóttir
Stefán Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR
frá Reynisvatni,
Suðurlandsbraut 60,
lést á líknardeildinni í Kópavogi 8. apríl í
faðmi fjölskyldu sinnar.
Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
16. apríl klukkan 14.
Þorgeir Þorkelsson
Þóra Ólöf Þorgeirsdóttir Magnús Smári Þorvaldsson
Ástríður Þorgeirsdóttir Guðni Haukur Sigurðsson
Jón Þorgeir Þorgeirsson Elín Guðrún Pálsdóttir
Halldóra Þorgeirsdóttir Björn Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HEIÐBJÖRT BJÖRNSDÓTTIR,
Vopnafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð
þriðjudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram
frá Vopnfjarðarkirkju miðvikudaginn
18. apríl klukkan 14.
Þeir sem vilja minnast hennar láti Slysavarnadeildina
Sjöfn - Landsbjörg njóta þess.
Fyrir hönd afkomenda hennar.
Þorgerður Tryggvadóttir Gylfi Ingimundarson
Hulda Tryggvadóttir Jóhann Jakobsson
Gunnar Björn Tryggvason Birna Einarsdóttir
Emma Tryggvadóttir Steindór Sveinsson
Aðalbjörn Björnsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar