Morgunblaðið - 13.04.2018, Síða 33
einstaka handverk sem var fyr-
ir augunum á mér öll þessi ár
og sé hve fögur listaverk þetta
eru.
Amma hélt sig nokkuð til
hlés síðustu árin en kjarninn
hennar hélt sér. Hún dáði
barnabörnin og barnabarna-
börnin sín og alltaf þegar ég
kom með Huldar son minn í
heimsókn í Sóltún til langömmu
og langafa þá ljómaði amma
Dollý og tók ekki augun af hon-
um. Þó hún gleymdi ýmsu þá
mundi hún alltaf afmælisdaginn
minn, hún hafði enn sitt ein-
staka bros, sinn fallega hlátur
og sína friðsælu nærveru.
Í dag kveðjum við ömmu
Dollý, að mér finnst allt of
snemma þó hún hafi verið orðin
88 ára. Ég kveð elsku ömmu
með söknuði, virðingu og þakk-
læti fyrir allt.
Kristín Anna
Hermannsdóttir.
Þegar ég sá ömmu Dollý og
afa Sveinbjörn síðast vorum við
að dást að útsaumsverkinu sem
amma saumaði þegar hún var
ung. Ég hafði auðvitað séð það
svo oft, það hafði hangið uppi á
vegg í Hvassaleitinu alla mína
ævi. En í þetta skipti talaði afi
sérstaklega um hvað amma
hefði alltaf verið flink að sauma.
Amma brosti bara og kinkaði
kolli. Þó að ég hafi verið í burtu
síðustu árin þá á ég svo margar
fallegar minningar um ömmu
Dollý. Ég man svo vel eftir
sumrunum á Þingvöllum, og
bátsferðum yfir Þingvallavatnið.
Amma var alltaf svo róleg, og
það var svo afslappandi að vera
með henni. Hún svaraði öllum
spurningum með ró, og þegar
ég var fjögurra ára og spurði
hana hvort pylsur lifðu í sjó, þá
svaraði hún mér bara: „Nei,
þær gera það nú ekki.“
Nú hefur amma Dollý fengið
hvíldina og það er kominn tími
til að kveðja. Takk, amma mín,
fyrir allt. Þitt barnabarn,
Vigdís María Her-
mannsdóttir.
Dollý frænka var ein af föstu
stærðunum í tilverunni. Systir
pabba í Hvassaleitinu. Mamma
Daffa frænda, sem hún kallaði
Danna. Það er merkilegt hvað
maður freistast til að halda að
manneskja í lífi manns, eins og
Dollý frænka, muni alltaf vera
til. Að maður muni alltaf setjast
niður einstaka sinnum tilviljun-
arkennt út af einhverju stússi
með Daffa yfir fyrirvaralausum
kaffibolla í Hvassaleiti með
henni og Sveinbirni og ræða
hvernig maður hafi það, hvernig
fólkið í fjölskyldunni hafi það,
hvernig pólitíkin sé og hvað allt
sé nú þrátt fyrir allt bara ágætt
í lífinu.
En svona tifar tíminn. Dollý
frænka er farin. Ég veit ekki
hvort það er hægt að óska sér
það fallegra, en að kveðja þessa
tilvist á háum aldri umvafin ást
stórrar fjölskyldu. Hvernig get-
ur það verið annað en fallegt
þegar 70 ára ástarsamband,
eins og þeirra hjóna Dollýar og
Sveinbjörns, endar svona. Hún
kveður. Hún bíður hinum meg-
in.
Jafnvel þótt allir viti í hvað
stefni og allir viti hvernig lífið
alltaf endar, er sorgin samt svo
mikil. Í ljós kemur, kannski
sterkar en nokkru sinni, hvað
böndin voru alltaf sterk, móð-
urástin mikil, kærleikurinn
djúpur og hvað minningarnar
eru margar og fallegar. Ég
samhryggist innilega, Svein-
björn og þið öll. Farsælli ævi er
lokið. Í mínum huga er þessi
mynd sterkust: Dollý stendur í
dyragættinni í Hvassaleiti. Það
er sumar. Ég er að stússast
eitthvað með honum Danna.
Kannski að fara í Kusukot. Hún
heilsar mér brosandi og býður
mér að koma aðeins inn og
spjalla. Það er þetta bros og
blikið í augunum sem er mynd-
in í huga mér. Hæverskt bros
og í augunum er hlýja. Mikil
hlýja. Kannski smá glettni.
Guðmundur Steingrímsson.
Þrjátíu ár eru í senn langur
eða stuttur tími eftir því hver
viðmiðunin er. Okkur hjónum
finnst stutt síðan við kynntumst
Pálínu, eiginkonu Sveinbjörns,
ráðuneytisstjóra landbúnaðar-
ráðuneytisins, er undirritaður
hóf þar störf 1987. Frá upphafi
tókust með okkur góð kynni
sem þróuðust í kæran vinskap.
Ráðuneytið var þá vel búið mál-
efnum sem og starfsfólki og
lögð áhersla á að efla góðan
starfsanda, m.a. með samkom-
um starfsfólks þar sem makar
voru ekki aðeins velkomnir
heldur hluti af heildinni. Það
leið því ekki á löngu uns leiðir
okkar og Pálínu lágu saman.
Pálína var trúlega hlédræg í
eðli sínu en framkoma hennar
öll bar með sér að hún hafði frá
barnæsku umgengist helstu fyr-
irmenn landsins, setið virðuleg
samkvæmi sem og staðið fyrir
þeim sjálf. Best þekkti hún
samt hið daglega líf húsmóð-
urinnar; að annast sitt heimili
og skapa fjölskyldu sinni traust
og fallegt athvarf. Þessu feng-
um við hjónin að kynnast; að
vera boðin heim til þeirra hjóna
ásamt öðrum vinum þeirra og
njóta þar glæsilegra veitinga,
lagaðra og framreiddra af hús-
móðurinni af mikilli smekkvísi.
Það var upphefð fyrir okkur að
fá að sitja svo fallegt kvöldverð-
arboð, þar sem virðuleg og fal-
leg húsgögn ásamt listaverkum
prýddu stofur. Við minnumst
einnig heimsóknar þeirra til
okkar. Eftir kvöldverð var setið
fram á nótt og spjallað um svo
margt sem þau höfðu upplifað
og inn á milli tókum við lagið og
sungum saman þjóðleg sönglög
sem við öll kunnum að meta;
dásamleg stund. Þá koma upp í
hugann stutt innlit í Hvassaleit-
ið – kannski komið með einn
eða tvo blóðmörskeppi með rús-
ínum sem við vissum að húsráð-
endur kunnu að meta, eða lítil
erindi til þeirra sem leiddu af
sér kaffisopa og spjall um menn
og málefni og rifjaðar upp
skemmtilegar minningar. En
þótt heimili þeirra í Hvassaleit-
inu hefði sinn virðulega blæ,
mátti glöggt sjá að þar höfðu
börn og unglingar alist upp í
sínu frjálsræði og síðar barna-
börnin sem skipuðu ríkulegan
sess í huga þeirra beggja. Sum-
arbústaður hjónanna við Þing-
vallavatn, Kusukot, var athvarf
sem þeim þótti vænt um og þar
sem annars staðar kom smekk-
vísi og myndarskapur Pálínu
vel fram.
Pálína og Sveinbjörn höfðu
ferðast mikið, ekki aðeins ekið
um landið heldur var hesta-
mennska með tilheyrandi ferða-
lögum vinsæl skemmtun þeirra
áður fyrr og þá farið um fjall-
vegi sem áttu sínar sögur. Þau
þekktu Ísland – fjölda fólks og
áttu góða vini.
Fyrir nokkru fór Alzheimer-
sjúkdómurinn að gera vart við
sig hjá Pálínu og ágerðist eftir
því sem tímar liðu. Meðan stætt
var bjuggu þau heima í Hvassa-
leitinu en að því kom að Pálína
varð að fá meiri umönnun en
Sveinbjörn – sem allt vildi þó
gera – gat veitt henni heima.
Einbeittur vildi hann vera hjá
konu sinni og saman áttu þau
dvalarstað í hjúkrunarheimilinu
í Sóltúni þar til Pálína kvaddi
þennan heim.
Á útfarardegi Pálínu erum
við norður í landi.
Kæri vinur Sveinbjörn og
aðrir aðstandendur. Við sendum
ykkur okkar einlægustu sam-
úðarkveðjur á erfiðum tímum
og biðjum algóðan guð að
blessa og varðveita Pálínu Her-
mannsdóttur.
Níels Árni Lund og
Kristjana Benediktsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Atvinnuauglýsingar
Starfskraftur
Veiðifélag Ytri rangár óskar eftir að ráða
starfskraft í fiskeldisstöð sýna í Húsafelli
Stöðinn sér um seiðaeldi fyrir Ytri rangá
umsóknir skulu sendar á laxeyri@emax.is
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Fálkagata 20, Reykjavík, fnr. 202-8520 , þingl. eig. Anika Laufey
Baldursdóttir og Guðmundur Jörundsson, gerðarbeiðendur Lands-
bankinn hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Borgun hf., þriðjudag-
inn 17. apríl nk. kl. 11:30.
Óðinsgata 8A, Reykjavík, fnr. 200-5798 , þingl. eig. Volcanic Property
Fund III slhf, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Tollstjóri, Reykja-
víkurborg og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., þriðjudaginn 17. apríl
nk. kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
12. apríl 2018
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður haldið á skrif-
stofu embættisins að Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi , sem hér
segir:
GÍSLI, KÓ, Kópavogur, (FISKISKIP), fnr. 1909 , þingl. eig. Sælind ehf,
gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn 17. apríl nk. kl. 10:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
12. apríl 2018
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Torfastaðaskóli, Vopnafjarðarhreppur, fnr. 217-1620 , þingl. eig. GSV
ehf., gerðarbeiðendur Tollstjóri og Arion banki hf. og Vopna-
fjarðarhreppur, þriðjudaginn 17. apríl nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Austurlandi
12 apríl 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið vinsæla kl. 13:30,
verið velkomin!
Árskógum Smíðastofan er lokuð. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn
kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur
kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9.10. Vöflukaffi kl. 13.30. Línudans fyrir byrj-
endur og lengra komna kl. 15.15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Heimsókn frá ungling-
um í Háteigsskóla kl. 10-11. Morgunkaffi 10-10:30. Leikfimi kl. 12:50-
13:30. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13:40, Borgarfjörður Eystri
og nágrenni. Opið kaffihús 14:30-15:15.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum
9:30-10:30, föstudagshópurinn 10-12, fjjáls spilamennska 13-16:30,
bingó í sal 13:30-14:30, Handaband - ókeypis vinnustofa í handverki
sem er öllum opin 13:30-16, vöfflukaffi 14:30-15:30. Verið öll velkomin
til okkar á Vitatorg. Síminn okkar er 411-9450
Furugerði 1 Útskurður fyrir hádegi. Leikfimi kl. 11:00 og ganga kl.
13:00. Föstudagsfjör kl. 14:00. Að þessu sinni mun Bryndís virkniþjálfi
segja frá ferð sinni til Suður-Afríku til þess að heimsækja eldriborgara
af Zulu ættbálknum.
Garðabæ Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Félagsvist FEBG í
Jónshúsi kl. 13:00. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12:20, Hleinum kl. 12:30, og
frá Garðatorgi 7. kl. 12:40 og til baka að loknu félagsvist ef óskað er.
Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13-16. Allir velkomnir. Kaffiteria í
Jónshúsi lokar í dag kl. 14:30.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Glervinnustofa
m/leiðb. kl 09:00-12:00. Prjónakaffi kl. 10:00-12:00. Leikfimi göngu-
hóps kl. 10:00-10:20. Gönguhópur um hverfið kl.10:30. Bókband
m/leiðb. kl. 13:00-16:00. Kóræfing kl.13:00-15:00. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.10 boccia, kl. 9.30 Postulíns-
málun, kl. 13.00 tréskurður, kl. 13.00 léttgönguhópur (frjáls mæting).
Gullsmári Handavinna kl 9.00. Leikfimi kl. 10.00. Fluguhnýtingar kl.
13.00. Gleðigjafarnir kl. 14.00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Boccia kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl 13,
kostar ekkert að horfa, allir velkomnir.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl og liggja frammi, morgunleikfimi
kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Spilað bridge
kl. 13, bingó kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrt-
ing 517-3005.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, Thai Chi með Guðnýju kl.9, boccia kl.10.15, listasmiðjan er
opin fyrir alla frá 9-16, Zumba dans leikfimi með Auði kl.13, síðdegis-
kaffi kl.14.-15.30, Hæðargarðs bíó kl.14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga í Borgum kl. 9, Bridgehópur kl.
12:30 í Borgum, hin vinsæli hannyrðahópur kl. 12:30 í Borgum. Tréút-
skurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00 í dag og sundleikfimi í Grafar-
vogssundlaug kl. 15:00 í dag. Vöfflukaffi í Borgum kl. 14:30 til 15:30.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr 10 er boð-
ið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin. Ganga kl.
10.00. Hádegisverður kl. 11.30-12.15. Framhaldssaga kl. 13.00. Allir eru
hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma
568-2586.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl.10.30. Syngjum saman í saln-
um á Skólabraut kl.13. Spilað í króknum á Skólabraut kl.13.30 og
bridge í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Skráning er hafin í sameiginlega ferð
félagsstarfsins og kirkjunnar þann 8. maí. Stykkishólmur og Breiða-
fjarðareyjar. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut, Eiðismýri og
í kirkjunni. Einnig er skráning og upplýsingar hjá Kristínu í síma
8939800.
Stangarhylur 4 Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20.00, hljómsveit
hússins leikur. Allir velkomnir.
Vesturgata 7 Enska leiðb. frá kl. 10:00-12:00 Peter R.K.Vosicky.
Sungið við flygilinn kl. 13:00-14:00. Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar
kl.14:00-14:30.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
HÆTTUM MEÐ GÖTUSKÓ -
AÐEINS EITT VERÐ 7.990,-
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Jessenius Faculty of Medicine
Martin, Slóvakíu
Inntökupróf verða haldin í læknis-
fræði í Reykjavík 25. apríl og
1. júní. Á Akureyri 26 apríl.
Margir íslendingar stunda nám við
skólann.
Uppl. fs. 8201071
kaldasel@islandia.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar