Morgunblaðið - 13.04.2018, Síða 34
Guðni Sigurður Sigurðsson fæddist 24. mars kl. 19.39. Hann vó 4128 g og var
53 cm langur. Foreldrar hans eru Steinunn Helga Ómarsdóttir og Sigurður Karl
Guðnason.
Nýr borgari
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Árin hafa fært mér skemmtilegar minningar og framundan eruspennandi tímar. Ég á góða fjölskyldu og er í starfi sem líka eráhugamál svo ég get í raun ekki beðið um meira. Við ætlum út
að borða í tilefni af afmælinu, en dagurinn verður þó í meginatriðum
öðrum líkur,“ segir Freyr Gígja Gunnarsson fréttmaður á RÚV sem
er 40 ára í dag.
Foreldrar Freys eru Gunnar Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar og Laufey Bragadóttir innanhúsarktiekt. „Einhverjar
ljúfustu minningar mínar eru frá þeim tíma þegar fjölskyldan bjó í
Kaupmannahöfn, frá 1984 til 1989. Ég get enn kallað fram í hugann
myndir frá þessum árum; sé fyrir mér leik á einhjóli, eplatré í garð-
inum og svo var spilaður fótbolti löngum stundum. Sem strákur var
ég síðan mjög fljótt farinn að fylgjast með fréttum, las blöðin og setti
mig inn í mál. Að ég færi að starfa við fjölmiðla kom því nánast af
sjálfu sér, enda er þetta skemmtilegt.“
Freyr Gígja er með BA-próf í trúarbragðafræði en eftir nám gerð-
ist hann blaðamaður á Fréttablaðinu. Hann hóf störf á RÚV fyrir um
sex árum og vinnur fréttir fyrir hljóðvarp og vefinn. „Ég er gall-
harður Liverpool-maður, meira að segja svo að ég finn til líkamlega
ef mínum mönnum gengur illa í boltanum,“ segir Freyr sem er í sam-
búð með Júlíu Margréti Alexandersdóttir blaðamanni á Morgun-
blaðinu. Saman eiga þau soninn Gunnar Alexander, tíu ára og fyrir á
Júlía dótturina Katrínu sem er tvítug í ár. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Fréttamaður „Þetta er skemmtilegt,“ segir Freyr Gígja um starfið.
Fótbolti, einhjól og
eplatré í garðinm
Freyr Gígja Gunnarsson er fertugur í dag
V
igdís Guðlaug Sigvalda-
dóttir fæddist að Ausu
í Andakíl 13.4. 1933 og
ólst þar upp. Hún hlaut
barnaskólamenntun í
farskóla og lauk gagnfræðaprófi frá
Héraðsskólanum á Laugarvatni ár-
ið 1950.
Vigdís sinnti bústörfum í for-
eldrahúsum til tvítugsaldurs en
starfaði næstu átta árin m.a. við
skólann í Bifröst og Veitingaskál-
ann við Hvítárbrú. Hún hóf búskap
að Brennistöðum í Flókadal með
Árna, manni sínum, vorið 1961, og
ári síðar stofnuðu þau nýbýli á
Brennistöðum og reistu nýtt íbúð-
arhús á jörðinni. Í fimm ár bjuggu
þau félagsbúi með tengdaforeldrum
Vigdísar sem þá brugðu búi sökum
aldurs.
Árið 1971 komu fyrstu fóstur-
börnin til dvalar á Brennistöðum.
Fjöldi barna sem dvöldu yfir sum-
artímann skiptir hundruðum og
rúmlega 30 börn dvöldu þar einnig
yfir veturinn og sóttu grunnskóla
frá Brennistöðum.
Brennistaðir voru með fyrstu
ferðaþjónustubæjum á Vesturlandi.
Ferðaþjónusta hefur verið starf-
rækt þar samfellt frá 1970 og
ennþá er Vigdís liðtæk að aðstoða
dóttur sína við að sinna ferðamönn-
um.
Vigdís hefur ávallt haft mikinn
áhuga á sauðfjárrækt. Áður fyrr,
þegar erfiðara reyndist að ná í
dýralækna, var hún einatt beðin um
aðstoð í burðarhjálp á næstu bæj-
um og jafnvel að búa um beinbrot.
Þegar fór að hægjast um og auð-
veldara var að fá afleysingu á búið
gátu Árni og Vigdís notið þess að
ferðast á hverju sumri. Þau fóru
víða um Ameríku, Kanada, Kína,
Indland, Egyptaland, Tyrkland og
um Evrópu þvera og endilanga.
Vigdís og Árni hættu búskap árið
2000 og dóttir þeirra og tengdason-
Vigdís Guðlaug Sigvaldadóttir, fv. húsfr. á Brennistöðum – 85 ára
Hluti fjölskyldunnar Vigdís með stórum hluta barnanna, fósturbarna, tengdabarna, barnabarna og langömmubarna.
Sýnir börnum og sauðfé
næmi og mikla umhyggju
Nöfnur Vigdís með barnadætrum og nöfnum Sigvalda- og Bjarnadóttur.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
SAMSTARFSAÐILI
Hringdu í 580 7000
eða farðu á
heimavorn.is
AR SEM ÞÚ ERTHV
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is