Morgunblaðið - 13.04.2018, Page 35
ur tóku við. En Vigdís býr enn á
heimili sínu að Brennistöðum.
Fjölskylda
Vigdís giftist 31.12. 1961, Árna
Theódórssyni, f. 11.1. 1929, d. 4.4.
2010, smið og bónda á Brennistöð-
um. Hann var sonur Theódórs N.
Sigurgeirssonar, bónda þar, og
Þóru Árnadóttur húsfreyju.
Sonur Vigdísar er 1) Steindór
Rafn Theódórsson, f. 28.7. 1953,
húsasmiður, í sambúð með Brynju
Bjarnadóttur stuðningsfulltrúa, bú-
sett í Reykjavík og eiga þau tvö
börn saman auk fóstursonar en fyr-
ir átti Steindór eina dóttur og
Brynja átti fyrir tvö börn.
Börn Vigdísar og Árna eru 2)
Bjarni, f. 29.4. 1961, bygginga-
tæknifræðingur í Reykjavík, kvænt-
ur Emilíu Sigurðardóttur kennara
og eiga þau tvær dætur og einn
son; 3) Sigvaldi, f. 1.2. 1963, véla-
verkfræðingur í Reykajvík, kvænt-
ur Nichadu Tanuttunya en Sigvaldi
á tvær dætur úr fyrra sambandi og
eldri dóttir hans, Vigdís á fjögur
börn; 4) Steinunn, f. 9.4. 1965, org-
anisti og tónmenntakennari í Borg-
arnesi og á hún einn son og tvær
dætur, en Árni, sonur Steinunnar, á
þrjá syni; 5) Þóra, f. 21.5. 1967, líf-
fræðingur og kennari í MB, búsett
á Brennistöðum, gift Hafsteini Ó.
Þórissyni og eiga þau saman tvo
syni en Hafsteinn á eina dóttur úr
fyrra hjónabandi.
Fósturbörn Vigdísar eru: 6)
Kristín Birgisdóttir, f. 1.4 1960,
garðyrkjufræðingur, gift Heiðari
Sigurðssyni feldskera og eiga þau
tvær dætur og einn son, en Heiðar
á son úr fyrra sambandi; 7) Sigur-
björn Birgisson, f. 8.2. 1962, læknir
í Abu Dhabi og á hann einn son og
eina dóttur; og 8) Kjartan Örn Ein-
arsson, f. 2.4. 1978, búsettur í
Reykjavík, í sambúð með Huldu
Magnúsdóttur og eiga þau eina
dóttur auk þess sem Kjartan á þrjú
börn úr fyrra sambandi og Hulda á
dóttur úr fyrra sambandi.
Systkini Vigdísar voru: Benedikt,
f. 18.4. 1925, d. 10.10 1997, lengi
skólastjóri Héraðsskólans á Laug-
arvatni; Jón, f. 25.9. 1927, d. 4. 9
2000, bóndi á Ausu; og Margrét
Geppert, f. 25.12. 1930, d. 24. 6 2015
menntaskólakennari í Kanada.
Foreldrar Vigdísar voru Sigvaldi
Jónsson, f. 22.8. 1892, d. 22.10.
1970, bóndi í Ausu í Andakíl, og
Steinunn Benediktsdóttir, f. 21.4.
1892, d. 25.11. 1959, kennari og hús-
freyja.
Vigdís Guðlaug Sigvaldadóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
húsfr. á Ármóti og í Langholti, af Auðsholtsætt
Guðmundur Hannesson
hreppstj. á Flóagafli,
Ármóti og í Langholti í Flóa
Margrét Guðmundsdóttir
húsfr. á Hallanda og Langsstöðum
Benedikt Guðmundsson
b. á Hallanda í Hraungerðishr. og
Langsstöðum í Flóa
Steinunn Benediktsdóttir
húsfr. og kennari í Ausu
Ragnhildur Sigurðardóttir
húsfr. í Burðarholti
Guðmundur Benediktsson
b. i Burðarholti í Þykkvabæ
Margrét Geppert
menntaskólakennari í Kanada
Benedikt Sigvaldason skólastj.
Héraðsskólans á Laugarvatni
Pálmi Guðmundsson kennari
Ragnhildur Helga
Jónsdóttir safnvörður
á Hvanneyri
Sigvaldi Jónsson
b. á Hægindi
Jón
Sigvaldason
b. í Ausu
Ástríður Hallsteinsdóttir
húsfr. húsfr. í Gilstreymi og Múlakoti
Ásmundur Gunnarsson
b. í Gilstreymi og Múlakoti
Ragnhildur Ásmundsdóttir
húsfr. í Mávahlíð og að Kvígsstöðum
Jón Guðmundsson
b. í Mávahlíð og að Kvígsstöðum í Andakíl
Rannveig Ólafsdóttir
húsfr. í Brennu
Guðmundur Sigurðsson
b. í Brennu í Lundarreykjadal
Úr frændgarði Vigdísar Guðlaugar Sigvaldadóttur
Sigvaldi Jónsson
b. í Ausu í Andakíl í Borgarfirði
Dýravinurinn Vigdís hefur alltaf skilið jafnt þarfir manna sem málleysingja.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018
Vigfús Ólafsson fæddist á Rauf-arfelli undir Eyjafjöllum 13.4.1918. Foreldrar hans voru
Ólafur Gísli Vigfússon, skipstjóri í
Vestmannaeyjum, og k.h., Kristín
Jónsdóttir.
Ólafur Gísli var sonur Vigfúsar
Jónssonar, bónda á Raufarfelli, og
Kristínar Brandsdóttur frá Miðbæli,
en Kristín Jónsdóttir var dóttir Jóns
Einarssonar, vinnumanns á Miðbæl-
isbökkum. Bróðir Ólafs Gísla var
Guðjón, bóndi á Raufarfelli, faðir
Mörtu, húsfreyju í Berjanesi, ömmu
Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa
og Sólveigar Ingadóttur, héraðsdóm-
ara á Selfossi.
Kona Vigfúsar var Ragnheiður
Jónsdóttir og synir þeirra Ólafur raf-
magnsverkfræðingur og Bergsteinn,
sem tók próf frá Sjómannaskóla Ís-
lands, sveinspróf í smíðum og hefur
sinnt bókmenntafræði.
Vigfús flutti til Vestmannaeyja
með foreldrum sínum er hann var
fimm ára og bjó þar lengst af.
Hann tók próf frá Kennaraskóla
Íslands 1938, stúdentspróf frá
Laugarvatni 1964, en veturinn 1976-
77 fékk hann orlof til frekara náms
við kennaraháskóla í Noregi.
Vigfús kenndi við barnaskólann í
Eyjum til 1959, tók þá við skólastjórn
í V-Eyjafjallaskóla á Seljalandi, varð
skólastjóri Gagnfræðaskólans á Hellu
1962 og skólastjóri Gagnfræðaskól-
ans í Eyjum 1974-80. Hann var
grannholda, sterkur og spengilegur,
æfði og keppti í hlaupum á yngri ár-
um, var formaður Íþróttabandalags
Vestmannaeyja fyrstu fimm árin, var
prýðilegur skákmaður og keppnis-
maður í skák fyrir Vestmannaeyinga.
Vigfús þótti frábær kennari. Um
hann segir Páll Steingrímsson kvik-
myndagerðarmaður í minningar-
grein: „Þessar línur eru skrifaðar til
að minnast óvenjulegs leiðbeinanda
og sagnamanns sem hreif nemendur
með sér og opnaði jafnvel böldnum
strákum heima sem skildu þá eftir
kjálkasíða í stundarlok með spurn í
augum.“
Vigfús lést 25.10. 2000.
Merkir Íslendingar
Vigfús
Ólafsson
95 ára
Helga Guðbjörnsdóttir
90 ára
Einar Jóhann Jónsson
85 ára
Edda Kristinsdóttir
Vigdís Sigvaldadóttir
80 ára
Guðbjörg Þórðardóttir
Hreinn Sveinsson
Ingibjörg Steinsdóttir
75 ára
Guðjón Elíasson
Inga Björk Ingólfsdóttir
Ingunn Vilhjálmsdóttir
Kristinn Sigtryggsson
Sverrir Sigurðsson
70 ára
Elínborg Ragnarsdóttir
Guðmundur B. Kjartansson
Gunnar Guðmundsson
Inga Lilja Snorradóttir
Margrét Jónína
Þórarinsdóttir
Sjöfn Sóley Sveinsdóttir
Stefán B. Sigurðsson
60 ára
Bjarmi A. Sigurgarðarsson
Hannibal J. Kjartansson
Kristrún Sigurjónsdóttir
Rannveig Christensen
Steinar Jónsson
Þórarinn Sigurbergsson
50 ára
Bogi Theódór Ellertsson
Heimir Ingvason
Jón Reykjalín Björnsson
Karl Sædal Sveinbjörnsson
Margrét Smáradóttir
Theódór Kristjánsson
Ægir Jóhannsson
40 ára
Anna K. Gunnarsdóttir
Belinda Ýr Hilmarsdóttir
Bjarkey Gunnlaugsdóttir
Bjarki Jónas Magnússon
Bryndís Guðmundsdóttir
Elsa Nore
Freyr Gígja Gunnarsson
Haraldur Líndal Pétursson
Hildur Eiríksdóttir
Ian Paul McShane
Jónína K. Sigtryggsdóttir
Nicoleta Carmen Tanase
Ólafur Arnarsson
Pálmi Rafn Eiríksson
Sigríður E. Guðmundsdóttir
Simun Rúnarsson
Sævar Þröstur Eysteinsson
Viðar Guðmundsson
Þórir Gunnarsson
Þórunn Ásta Ólafsdóttir
30 ára
Aron Óskarsson
Ásrún Jóhannesdóttir
Benedikt Orri Birgisson
Bianca Floriana Bichea
Birkir Örn Hauksson
Björn Atli Davíðsson
Bryndís Guðmundsdóttir
Eiríkur Ingi Eyvindsson
Gunnar Dofri Ólafsson
Halldór K. Halldórsson
Helga Lind Mar
Helgi Héðinsson
Hlynur Jónsson
Jón Benjamín Halldóruson
Karen Irena Mejna
Kristján Freyr Þrastarson
Magnús S. Magnússon
Marcin W. Nabakowski
Mateusz Gomela
Rakel Sif Níelsdóttir
Snævar Örn Jónsson
Tryggvi Stefánsson
Til hamingju með daginn
30 ára Snævar ólst upp á
Sauðárkróki, býr í Reykja-
vík, lauk sveinsprófi í vél-
fræði og síðan í rafvirkjun
og er rafvirki í Reykjavík.
Maki: Auður Alfa Ólafs-
dóttir, f. 1989, hagfræð-
ingur hjá ASÍ.
Börn: Ronja Mist, f.
2008; og Erpur Kári, f.
2009 (stjúpsonur).
Foreldrar: Jón Pálmason,
f. 1957, og Sigrún Alda
Sighvatsdóttir, f. 1961.
Þau búa á Sauðárkróki.
Snævar Örn
Jónsson
30 ára Jón ólst upp í
Garðabæ, býr þar, lauk
BSc-prófi í viðskiptafræði
og BSc-prófi í íþrótta-
fræði frá HR og er vá-
tryggingaráðgjafi hjá VÍS.
Maki: Helga Lára Grét-
arsdóttir, f. 1987, verk-
fræðingur hjá Marel.
Sonur: Grétar, f. 2015.
Móðir: Halldóra Jóns-
dóttir, f. 1955, hjúkrunar-
fræðingur við Landspítala
Háskólasjúkrahús, búsett
í Garðabæ.
Jón Benjamín
Halldóruson
30 ára Helgi ólst upp á
Geiteyjarströnd við Mý-
vatn, býr þar, lauk MSc-
prófi í viðskiptafræði, rek-
ur fjölskyldufyrirtæki, sit-
ur í sveitastjórn og stjórn
Sparisjóðs Suður-
Þingeyinga.
Maki: Rannveig Ólafs-
dóttir, f. 1989, fulltrúi
sýslumanns.
Foreldrar: Héðinn Sverr-
isson, f. 1949, bóndi, og
Hulda Finnlaugsdóttir, f.
1953, kennari.
Helgi
Héðinsson
)553 1620
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum
sínum upp á úrval
af réttum þar sem
hráefni, þekking
og íslenskar
hefðir hafa verið
höfð að leiðarljósi.
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Við bjóðum m.a. upp á:
Súpur
Grænmetisrétti
Pastarétti
Fiskrétti
Kjötrétti
Hamborgara
Samlokur
Barnamatseðil
Eftirrétti