Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.04.2018, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. APRÍL 2018 Skráning í áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi, sem frum- sýndur verður í Borgarleikhúsinu í mars á næsta ári, fór fram í leikhús- inu í fyrradag og mættu hvorki meira né minna en 1119 börn. Áheyrnarprufurnar munu fara fram næstu daga í leikhúsinu og eru þær fyrir börn fædd 2006-2011. Skráningin gekk vel fyrir sig þrátt fyrir þennan mikla fjölda og náði röðin út að næsta inngangi Kringlunnar, samkvæmt tilkynn- ingu. Leikstjóri sýningarinnar, Bergur Þór Ingólfsson, og danshöf- undur hennar, Lee Proud, fá það erfiða hlutverk að velja úr þessum gríðarstóra hópi umsækjenda. Matthildur er tiltölulega nýr söngleikur byggður á samnefndri sögu enska barnabókahöfundarins Roald Dahl. Söngleikurinn var frumsýndur hjá Royal Shakespeare Company í Stratfort-upon-Avon ár- ið 2010 og var síðar fluttur á West End og Broadway. Hefur hann hlot- ið hátt í hundrað verðlaun og þar af 16 sem besti söngleikurinn. Ljósmynd/Sigurjón Sigurjónsson Barnafjöld Frá skráningunni í áheyrnarprufur fyrir Matthildi í Borgarleikhúsinu í fyrradag. 1119 börn skráðu sig í áheyrnarprufur Rampage Harðhausinn Dwayne Johnson fer með hlutverk Davis Okoye sem er sérfræðingur í prímötum. Hann á í sérstöku vinasambandi við albínó- górilluna George sem er bráðgáf- uð. Tilraun er gerð á górillunni sem fer að stækka gríðarlega og verður á endanum risavaxin líkt og King Kong. Og George er ekki eina stökkbreytta skrímslið því ýmsar ófreskjur taka að herja á Norður- Ameríku og Okoye reynir allt hvað hann getur að búa til mótefni gegn efninu sem sprautað var í dýrin og bjarga með því heiminum. Leikstjóri myndarinnar er Brad Peyton og með aðalhlutverk fara, auk Johnson, þau Naomie Harris, Malin Akerman, Jeffrey Dean Morgan og Jake Lacy. Metacritic: 47/100 The Strangers: Prey at Night Hrollvekja um fjögurra manna fjöl- skyldu, hjón og tvö börn þeirra, sem eru á ferðalagi og gista eina nótt í bústað á afskekktum stað. Einver virðist búa í bústaðnum og eftir að fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir kemur í ljós að hún hefur verið leidd í dauðagildru. Leikstjóri er Johannes Roberts og með aðalhlutverk fara Christina Hendricks, Bailee Madison, Martin Henderson, Emma Bellomy og Lewis Pullman. Metacritic: 49/100 Hamfarir Ógurlega albínógórillan George í hasarmyndinni Rampage. Ógnarstór albínó- górilla og dauðagildra Bíófrumsýningar Sýningin Við mið // at present verður í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í dag kl. 17 og er hún sam- starfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskóla Ís- lands. Á henni má sjá ný verk unnin af meistaranemum í myndlist við Listaháskóla Íslands en meistara- nemar í listfræði við Háskóla Ís- lands fara með sýningarstjórn. Verkin eru fjölbreytt og víðfeðm og spanna ólíka efnismeðferð, að því er fram kemur í tilkynningu og eiga öll sameiginlegt að vera sköp- uð sérstaklega inn í rými safnsins. Þau eru innblásin af skúlptúrverk- um Sigurjóns, safninu sem tileinkað er honum og staðháttum á Laugar- nesinu þar sem safnið er. Um sýninguna segir m.a. í til- kynningu að á henni standi ekkert í stað, verkin tengist handan tungu- málsins og gestum sé boðið að skyggnast inn í þá sköpun og tján- ingu sem eigi sér stað í hinu efn- islega. „Hér er samvinnan og hið óljósa samtal í forgrunni sem teygir anga sína bæði aftur í tímann og fram á við,“ segir í tilkynningunni og að titill sýningarinnar ávarpi þrjú stef í senn, þ.e. „við“ sem sé heildin sem við séum öll hluti af, hrærumst í og snertum; „mið“ sem sé gróska fundarstaðarins og sam- talið sem skapast við það að leita á ný mið og „viðmið“ sem sé fortíðin sem lifir áfram og núið sem sé stöð- ugt að verða til. Sýningarstjórar eru Ásgerður Júníusdóttir, Ragnheiður K. Sig- urðardóttir, Sunna Ástþórsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Sýningastjórar Þorgerður Þórhallsdóttir og Sunna Ástþórsdóttir stýra myndlistar- sýningunni ásamt tveimur öðrum. Ekkert stendur í stað í safni Sigurjóns Doktor Proktor og tímabaðkarið Bíó Paradís 18.00 Doktor Proktor og prumpuduftið Bíó Paradís 18.00 Hleyptu sól í hjartað Listakonan Isabelle er í stöð- ugri leit að hinni sönnu ást. Bíó Paradís 22.15 The Florida Project Hin sex ára gamla Moonee elst upp í skugga Disney World ásamt uppreisnar- gjarnri og ástríkri móður sinni. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 92/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.30 Nonni og Manni Þættir 3 og 4. Bíó Paradís 18.00 Grease 40 ára afmælissýning. Bíó Paradís 20.00 Loving Vincent Bíó Paradís 22.00 Rampage 12 Davis Okoye er sérfræðingur í prímötum sem hefur mynd- að sérstakt vináttusamband við górilluna George. Metacritic 47100 IMDb 6,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.20, 19.40, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00, 22.20 Strangers: Prey at Night 16 Fjölskylda gistir í hjólhýsa- garði á afskekktum stað þegar þrír grímuklæddir geðsjúkir einstaklingar koma í heimsókn. Metacritic 49/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 19.10, 20.00, 21.30, 22.10 Háskólabíó 18.10, 21.00 The Death of Stalin Metacritic 88/100 IMDb 7,2/10 Háskólabíó 18.20, 21.10 Borgarbíó Akureyri 21.30 Borgarbíó Akureyri 17.15 Tomb Raider 12 Metacritic 47/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Hostiles 16 Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 19.40, 22.30 Háskólabíó 17.50 Pacific Rim: Uprising 12 Metacritic 46/100 IMDb 6,1/10 Smárabíó 16.50, 19.20 Black Panther 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 19.40 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 8,2/10 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 20.00 Red Sparrow 16 Metacritic 56/100 IMDb 5,4/10 Smárabíó 22.00 The Shape of Water 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 20.40 Death Wish 16 Metacritic 31/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00 Pétur Kanína Pétur reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans og þeir há mikla baráttu. Laugarásbíó 17.50 Laugarásbíó 15.40 Sambíóin Egilshöll 17.40 Smárabíó 15.20, 17.40 Borgarbíó Akureyri 17.30 Lói – þú flýgur aldrei einn Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 15.30, 17.40 Bling Mun fallegur hringur, eða hugrekkið sem þarf til að bjarga borginni frá illum vél- mennaher, sigra hjarta æskuástar Sam? Sambíóin Álfabakka 15.40 Víti í Vestmanna- eyjum Morgunblaðið bbbbn Sambíóin Álfabakka 15.40, 18.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 16.40 Sambíóin Akureyri 17.00 Sambíóin Keflavík 17.00 Fjölskylda ein býr á afviknum stað í algjörri þögn. Ótti við óþekkta ógn vofir yfir, og ræðst á þau við hvert einasta hljóð sem þau gefa frá sér. Metacritic 80/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.50 Sambíóin Kringlunni 19.00, 21.00, 23.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.10 A Quiet Place 16 Ready Player One 12 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 17.00, 22.10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.40, 22.35 Sambíóin Akureyri 19.20 Sambíóin Keflavík 19.20 Blockers 12 Þrír foreldrar sem hafa í sameiningu fylgst með dætrum sín- um vaxa úr grasi komast á snoðir um leynisamkomulag sem felur í sér að dæturnar ætla sér að missa meydóminn á út- skriftarballi sem nálgast. Metacritic 73/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 20.00, 22.20 Smárabíó 16.50, 17.00, 19.50, 22.10 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 19.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.