Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Vor í lofti Aþena Mjöll Betúelsdóttir lék við hvurn sinn fingur þar sem hún spókaði sig
með sólgleraugu úti í góða veðrinu í Dofraborgum í Grafarvogi. Senn kemur sumar.
Ingó
Í fyrsta skipti í 150
ár fer íbúum í sveitum
landsins fjölgandi. Á
sjö árum hefur fjöldi
íbúa í strjálbýli í
grennd við höfuðborg-
arsvæðið tvöfaldast.
Víða um land hafa
byggðarlög verið að
styrkjast og eflast. At-
vinnulífið er fjölbreytt-
ara. Uppgangur í
ferðaþjónustu hefur
ekki aðeins skotið nýrri stoð undir
atvinnulíf í þorpum, bæjum og sveit-
um, heldur gert mannlífið auðugra –
kryddað samfélagið með kaffi-
húsum, veitingastöðum, hótelum og
gistihúsum. Öflugur sjávarútvegur
og umsvifamiklar fjárfestingar í
landi og á sjó hafa gert lífvænlegar
byggðir enn blómlegri. Tækni-
framfarir hafa hægt og bítandi inn-
leitt valfrelsi í búsetu.
Þetta hefur allt gerst án þess að
tekin hafi verið sérstök stjórnvalds-
ákvörðun um að svona skyldi þróun-
in vera. Það voru ekki stjórnmála-
menn eða embættismenn „fyrir
sunnan“ sem leiddu þróunina eða
mörkuðu stefnuna. Fyrirtækin og
fólkið sjálft hefur séð tækifærin og
haft áræði og dugnað til að nýta sér
þau.
Þóroddur Bjarnason, prófessor í
félagsfræði við Háskólann á Akur-
eyri og fyrrverandi stjórnar-
formaður Byggðastofnunar, vakti
athygli á íbúðaþróuninni í viðtali við
Ríkisútvarpið fyrir
skömmu. Hann bendir
á að áherslur í byggða-
þróun breytist þegar
fólk fær að ráða því
meira hvar það býr:
„Þegar iðnbyltingin
byrjaði þurfti að
þjappa fólki saman í
kringum verksmiðj-
urnar og svona. Það
sem gerist núna er að
staðsetningin skiptir
minna máli. Þá fer
þetta að snúast minna
um hvar verðurðu að
búa, heldur hvar viltu búa?“
Metnaðarfull byggðaáætlun
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
mælti fyrir tillögu til stefnumótandi
byggðaáætlunar á þingi síðastliðinn
mánudag. Um það verður ekki deilt
að áætlunin er metnaðarfull og undir
flest er hægt að taka, en sumt orkar
tvímælis og annað er líklega til
óþurftar og jafnvel skaða.
Samkvæmt tillögunni á Ísland að
vera í „fararbroddi með nútímainn-
viði, framsækna þjónustu, verð-
mætasköpun, jöfn lífsgæði og öflug
sveitarfélög, sem geti annast stað-
bundin verkefni og veitt íbúum hag-
kvæma og góða þjónustu með mark-
mið sjálfbærrar þróunar að leiðar-
ljósi. Nýjasta tækni tengi byggðir og
Ísland við umheiminn í jafnvægi við
umhverfið.“ Landið allt á að vera í
blómlegri byggð og stuðla á að jöfnu
aðgengi landsmanna að grunnþjón-
ustu og atvinnutækifærum óháð
efnahag og búsetu. Í umræðum um
byggðaáætlunina hélt ég því fram að
lykilorðið í áætlun af þessu tagi ætti
að vera valfrelsi borgaranna – val-
frelsi ætti að vera rauði þráðurinn í
byggðastefnu stjórnvalda og raunar
í öllu starfi þingmanna á öllum svið-
um. Tryggja á raunverulegt valfrelsi
landsmanna til að taka ákvörðun um
eigin hag, þar á meðal hvar þeir vilja
eiga búsetu.
Innviðir og uppskurður
Raunhæf byggðastefna til fram-
tíðar felst í því að fjárfesta í inn-
viðum samfélagsins; í góðum sam-
göngum, öflugu fjarskiptakerfi og
háhraðaneti, tryggu flutningskerfi
raforku, öflugri heilbrigðisþjónustu,
góðri menntun og sterkri löggæslu.
Við þurfum að brjótast úr þeim
hlekkjum hugarfarsins að stofnanir
ríkisins og þjónusta þeirra skuli
bundin við ákveðna fasteign í
Reykjavík. Fjórða iðnbyltingin gerir
okkur kleift að nálgast rekstur rík-
isins og skipulag stofnana með allt
öðrum og hagkvæmari hætti en áð-
ur. Þegar innviðirnir eru í lagi, ekki
síst samgöngur og fjarskipti, er það
raunhæfur draumur að æ fleiri
starfsmenn stofnana ríkisins og fyr-
irtækja á almennum markaði geti
tekið sjálfstæða ákvörðun um stað-
setningu, – öðlist valfrelsi um hvar
þeir vilja búa, í stað þess að vera
þvingaðir til að búa þar sem störf við
hæfi er að fá.
Skynsamleg byggðastefna krefst
þess að við áttum okkur á einfaldri
staðreynd: Fámenn þjóð hefur ekki
efni á því að reka flókið og dýrt
stjórnkerfi. Uppskurður í stjórn-
kerfinu og stofnunum ríkisins þar
sem verkefnum er úthýst til einka-
aðila er vænleg leið til að styrkja
landsbyggðina. Forsenda þess eru
tryggar samgöngur og öflug há-
hraðatenging um allt land. Þannig
verður súrefni hleypt í byggðir
landsins með auknu athafnafrelsi,
aukinni samkeppni og nýjum og arð-
bærum störfum.
Góður ásetningur
og tvískinnungur
Ég hef áður haldið því fram á
þessum stað að byggðastefna sem
fylgt hefur verið síðustu áratugi sé
dæmi um hvernig leiðin til glötunar
er oft vörðuð góðum ásetningi, en
einnig tvískinnungi. Stjórnmála-
maður sem í öðru orðinu segist í bar-
áttu fyrir öflugri landsbyggð en
krefst í hinu orðinu stóraukinna
álaga á sjávarútveg er ekki sam-
kvæmur sjálfum sér. Þeir eru til sem
telja það eftirsóknarvert og jafnvel
nauðsynlegt að tvöfalda virðis-
aukaskatt á ferðaþjónustu og draga
þar með úr samkeppnihæfni hennar
við önnur lönd. Þeir hinir sömu
halda síðan hástemmdar ræður um
hve mikilvæg ferðaþjónustan er og
hve uppbygging hennar hefur skipt
miklu fyrir dreifðar byggðir lands-
ins.
Hófsemd í skattamálum og einfalt
regluverk ýtir undir nýsköpun og
styrkir lítil og meðalstór fyrirtæki –
ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu
heldur ekki síður á landsbyggðinni.
Færa má sterk rök fyrir því að flókið
regluverk og miklar álögur leggist
þyngra á fyrirtæki á landsbyggðinni
en þau sem starfa á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem allt stjórnkerfið er
staðsett og flestar stofnanir ríkisins.
Ný byggðastefna verður ekki
mörkuð án þess að hafa það að leið-
arljósi að ein meginforsenda lífvæn-
legrar byggðar er arðsamur sjávar-
útvegur og skilvirkur og frjáls
landbúnaður. Byggðastefna sem
miðar að því að efla byggðir landsins
getur ekki falist í ofurskattheimtu á
sjávarútveg og opinberri ofstjórn í
landbúnaði, þar sem dugmiklum
bændum er haldið niðri, eða gera
samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar
lakari.
Kannski er einfaldast að lýsa
skynsamlegri byggðastefnu með eft-
irfarandi hætti:
Byggðastefna framtíðarinnar felst
fyrst og síðast í því að draga úr opin-
berum afskiptum og áhrifum stjórn-
málamanna og embættismanna á
daglegt líf almennings – að tryggja
valfrelsi borgaranna til starfa og bú-
setu.
Eftir Óla Björn
Kárason » Skynsamleg byggða-
stefna krefst þess að
við áttum okkur á ein-
faldri staðreynd: Fá-
menn þjóð hefur ekki
efni á því að reka flókið
og dýrt stjórnkerfi.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Byggðastefna byggist á valfrelsi
Yfirlýsing Natóríkjanna vegna
árásar Breta, Frakka og Banda-
ríkjanna á Sýrland er skýr. Lýst
er afdráttarlaust yfir stuðningi
við árásina sem gerð var á af-
mörkuð svæði vegna eiturvopna-
árásar Assad á eigin þegna. Þrátt
fyrir að langflest bandalagsríki
Nató vilji pólitíska og friðsamlega
lausn, helst í gegnum Sameinuðu
þjóðirnar, var engu að síður nið-
urstaðan sú að Nató sendi frá sér
stuðningsyfirlýsingu. Var það
gert samhljóða.
Veikleikamerki
í utanríkisstefnu
Þegar ríkisstjórn undir forystu
Vinstri grænna (VG) tók við völd-
um var ljóst að verðmiðinn fyrir
forsætisráðherrastólinn handa
VG við borðsendann var m.a.
stuðningur við þjóðaröryggis-
stefnuna sem samþykkt var á Al-
þingi af öllum nema VG. Í þeirri
stefnu segir m.a. að Nató verði
áfram lykilstoð í vörnum Íslands
og meginvettvangur vestrænnar
samvinnu sem Ísland tekur þátt í
á borgaralegum forsendum til að
efla eigið öryggi og annarra
bandalagsríkja.
Þetta er ekki flókið og þetta er sú stefna sem
Vinstri græn undirgengust þegar þau sam-
þykktu stjórnarsáttmálann. Óháð þeirra eigin
stefnu. Hugsjónir þeirra flokka sem hafa talað
fyrir vestrænni samvinnu líkt og verið hefur á
sviði varnar- og öryggismála urðu ofan í ríkis-
stjórnarsamstarfinu. Blessunarlega. Af hálfu
forsætisráðherra kom skýrt fram á fundi utan-
ríkismálanefndar í febrúar að þjóðaröryggis-
stefnunni yrði fylgt. Hreinlegast er því fyrir
Vinstri græn, ráðherra þeirra og þingmenn að
viðurkenna þetta án málalenginga og hætta að
tala fyrir einni stefnu í útlöndum en hafa aðra
til heimabrúks.
Þetta mál er fyrsti alvöru prófsteinninn á ut-
anríkiskafla stjórnarsáttmálans og sýnir því
miður ákveðin veikleikamerki við túlkun utan-
ríkisstefnunnar. Meiri en vænta mátti þegar
efni stjórnarsáttmálans var kynnt
og ljóst var að utanríkismálin
kæmu í hlut Sjálfstæðisflokksins.
Að horfast í augu
við staðreyndir
Á fyrstu tveimur sólarhringum
eftir árásina var mjög á reiki innan
ríkisstjórnarinnar hvað átt var við
og hvort Ísland hefði síðan með af-
dráttarlausri yfirlýsingu Nató stutt
árásina. Hér reyndi í fyrsta sinn á
þá staðreynd að VG hefur gefið eft-
ir stefnu sína gagnvart vestrænu
varnarsamstarfi meðan þau starfa í
ríkisstjórninni. Ráðherrar töluðu
þó á skjön og yfirlýsingar nokkurra
þingmanna VG gefa tilefni til að
spyrja hvort ríkisstjórnin sé í raun
minnihlutastjórn þegar kemur að
varnar- og öryggismálum.
Uffe Elleman Jensen, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Schlüter-
stjórnarinnar í Danmörku á 9. ára-
tugnum, greinir frá því að ein
mesta niðurlæging danskrar
utanríkismálastefnu hafi verið þeg-
ar Danmörk setti fyrirvara um upp-
byggingu meðaldrægra eldflauga á
vegum Nató. Danska stjórnin var
minnihlutastjórn sem naut stuðn-
ings Radikalene í efnahagsmálum
en ekki þegar kom að varnar-
málum. Danska þingið hafnaði upp-
byggingu eldflauganna og þurfti
Uffe Elleman að bera þau skilaboð.
Það er sjaldgæft. Slíka fyrirvara við hina ný-
legu stuðningsyfirlýsingu Nató setti ríkis-
stjórn Íslands ekki. Annaðhvort ertu með eða
ekki.
Í ljósi misvísandi yfirlýsinga ráðherra en
ekki síður vegna efasemda þingmanna Vinstri
grænna má spyrja hvort ríkisstjórnin sé í raun
minnihlutastjórn þegar kemur að stefnu í
varnar- og öryggismálum Íslands. Það er því
tvennt í stöðunni fyrir ráðherra Vinstri
grænna, annaðhvort að horfast í augu við þá
staðreynd að engin breyting er á aðild Íslands
að Nató og stefnu í öryggismálum eða viður-
kenna að ríkistjórnin þurfi í þessum efnum að
leita stuðnings annarra flokka. Afneitun í þess-
um efnum er engum hjálpleg.
Minnihlutastjórn í
varnar- og öryggismálum?
Eftir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
»Hreinlegast
er því fyrir
Vinstri græn,
ráðherra þeirra
og þingmenn að
viðurkenna
þetta án mála-
lenginga og
hætta að tala
fyrir einni
stefnu í útlönd-
um en hafa aðra
til heimabrúks.
Höfundur er formaður Viðreisnar.