Morgunblaðið - 18.04.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Hrósið fær hið af-
skaplega fagmannlega
og færa starfsfólk
Landspítalans. En það
vill þannig til að ég hef
fengið að kynnast
störfum margra þeirra
af eigin raun frekar ná-
ið á undaförnum tæp-
lega fimm árum. Jafn-
vel betur en ég hefði
svo sem kosið.
Er ég þá að tala um
þjónustu og viðmót, hlýju, áhuga og
velvild. Bæði lækna og hjúkrunar-
fræðinga sem og sjúkraliða, fólks í
móttöku, meinatækna, starfsfólks
geisladeildar, þvagfæra- og krabba-
meinsdeilda og bara nefndu það.
Um er að ræða sérfræðinga sem
starfa undir miklu álagi og mörg við
heldur erfiðar aðstæður. Því er í
raun algjörlega ótrúlega magnað
hvað allt gengur oftast vel fyrir sig
og í hversu miklu jafnvægi þessir
bráðnauðsynlegu þjónar okkar yf-
irleitt eru. Þjónar sem þurfa jafnvel
að vera að greina fólki frá því daginn
inn og daginn út að það hafi greinst
með ólæknandi lífsógnandi sjúk-
dóma. Fólk sem færir góðar fréttir
og slæmar. Sérfræðingar sem sjá
góðan árangur en verða einnig í of
mörgum tilvikum að tilkynna að
meðferðir séu ekki að skila tilætluð-
um árangri. Og verða jafnvel líka
bara að reyna að lina þjáningar svo
lokaspretturinn verði sem bærileg-
astur.
Það fagfólk sem í slíkum stormi
stendur þarf líka á utanumhaldi og
umönnun að halda svo það haldi
ferskleika sínum og metnaði og
brenni ekki út langt fyrir aldur
fram. Gleymum því ekki.
Kostnaðarþátttökukerfi
í molum
Í síðasta mánuði hitti ég hins-
vegar langveikan mann á Landspít-
alanum með ólæknandi lífsógnandi
sjúkdóm sem sagðist hafa greitt á
einni viku fyrir lyf og læknisþjón-
ustu um kr. 50.000. Inni í þeirri upp-
hæð voru samt engar
myndrannsóknir sem
hann hefur reyndar á
undanförnum árum
margoft þurft að fara í
gegnum.
Það er því eins og
kostnaðarþátttöku-
kerfið okkar sé ekki al-
veg að virka eins og
það þyrfti með góðu
móti að gera. Lang-
veikt fólk með lífsógn-
andi sjúkdóma getur
átt mjög erfitt með að
reiða slíkar fjárhæðir
og hvað þá hærri fram reglulega.
Er ekki rétt að vekja athygli ráða-
manna á þessu núna þar sem ég er
ekki viss um að fólk sé almennt að
átta sig á þessu?
Lífið er núna, gleymum því ekki.
Það er gott fólk þarna úti sem hefur
ekki þolinmæði þar til í lok kjör-
tímabils og hvað þá fram í það
næsta. Ég veit ekki um neinn sem
vill hafa þetta svona. Nú þurfa okkar
ágætu ráðamenn að bretta upp erm-
ar. Því var lofað fyrir kosnigar að á
þessu yrði tekið.
Koma svo! Sýnum raunverulegan
metnað í verki. Einn fyrir alla og all-
ir fyrir einn!
Nýr spítali
Þá má ljóst vera að aðstaða bæði
starfsfólks og þeirra skjólstæðinga
sem þjónustu og aðstoð þurfa að
sækja á Landspítalann við Hring-
braut er orðin mjög bágborin. Má
nefna aðstöðu þeirra sem þurfa að
skjóta sér inn í þrönga klefa til að af-
klæðast fyrir geislameðferð en þó
enn frekar fyrir myndrannsóknir.
Þetta getur nefnilega eðli máls sam-
kvæmt verið fólk farið að kröftum og
eða í misjöfnum þyngdarflokkum
sem á erfitt með að athafna sig við
slíkar aðstæður.
Einnig má benda á aðstöðu þeirra
sem koma á dagdeild blóð- og
krabbameinslækninga. Ekki síst
þegar kemur að því að bíða eftir því
að fá þar til gerðan vökva í æð. Þá
þarf starfsfólkið þolinmóða í sífellu
að vera að skauta framhjá skjól-
stæðingum sínum sem sitja eða
standa eins og illa gerðir hlutir um
alla ganga. Einnig er afar athyglis-
vert að jafnvel á kaffistofu starfs-
fólksins sitja skjólstæðingar sem
bíða eftir að komast að. Þetta er
náttúrulega engan veginn boðlegt,
það ætti öllum að vera ljóst.
Við þurfum því nýjan spítala eins
og um hefur verið talað og áætlanir
gera ráð fyrir. Nema hvað að við
þurfum hann strax. Slík bygging
þarf að rísa með sama hraða og hótel
í miðbænum hafa verið að gera og
bankar. Þetta verður að vera for-
gangsverkefni. Þetta mál þolir enga
bið.
Sjálfum finnst mér ekki góð hug-
mynd að reisa nýjan spítala við
Hringbraut þar sem akstursleiðir og
aðgengi að því svæði verða vart við
unandi nema með verulegu raski og
tilfæringum. Nefnd hafa verið svæði
með betra aðgengi eins og Vifils-
staðir og jafnvel enn frekar í
Keldnaholtinu sem mér finnst mjög
áhugaverður kostur. Ég geri mér þó
grein fyrir að skoðanir um þetta
kunna að vera skiptar. Aðalmálið er
að hefjast handa strax og láta fram-
kvæmdina ekki taka of langan tíma.
Þetta er búið að velkjast allt of lengi
í allskyns vangaveltum og þrætum
sem takmörkuðum árangri hafa skil-
að.
Brettum nú upp ermar. Það þarf
þjóðarátak. Setjum málið í forgang.
Stöndum saman og verum stolt af.
Eru ekki annars bara allir í stuði?
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Óánægja með
kostnaðarþátttöku
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Lífið er núna, gleym-
um því ekki. Það er
gott fólk þarna úti sem
hefur ekki þolinmæði
þar til í lok kjörtímabils
og hvað þá fram á það
næsta.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Ísland er land vel-
megunar og hluti af
okkar lífsgæðum er
að fólk nær nú hærri
aldri en nokkru sinni
áður. Sú staðreynd
leggur nýja ábyrgð á
kjörna fulltrúa og
hætt er við að þessi
jákvæða þróun verði
að risavöxnu vanda-
máli ef stjórnmálafólk
skortir kjark til að leita nýrra
leiða og hugsa út fyrir kassann.
Meðal annars þess vegna höfum
við Eyjamenn valið að fella niður
fasteignaskatta á eldri borgara.
Með styrkum rekstri er hægt
að lækka álögur á íbúa
Rekstur Vestmannaeyjabæjar
hefur gengið vel seinustu ár. Um
leið og tekjur hafa aukist hefur
allra leiða verið leitað til að standa
vel að rekstri og leita hagræðinga.
Á rétt um áratug hafa yfir 90% af
skuldum verið greidd niður, eigin-
fjárstaða er sterk og þjónustustig
fyrir alla aldurshópa hátt. Þegar
þannig árar er bæði eðlilegt og
æskilegt að horfa til þess að
lækka álögur á þá hópa sem helst
þurfa stuðning sveit-
arfélagsins.
Fasteignaskattur
felldur niður á 70
ára og eldri
Með því að koma
böndum á rekstur
höfum við búið til
aukið svigrúm til að
lækka álögur á eldri
borgara með það fyrir
augum að gera þeim
kleift að búa sem
lengst í eigin hús-
næði. Þannig veljum við að fella
niður fasteignaskatt á íbúðar-
húsnæði í eigu íbúa sem eru 70
ára á árinu og eldri og gildir af-
slátturinn þegar annað hjóna eða
sambúðaraðili hefur náð þeim
aldri.
Mikil uppbygging á þjónustu
við eldri borgara
Samhliða hefur Vestmanna-
eyjabær lagt sérstaka áherslu á að
efla þjónustu tengda dægrastytt-
ingu, hreyfingu og tómstundum.
Þá hefur einnig verið lögð áhersla
á að sinna betur þeim sem veik-
astir eru með byggingu hjúkr-
unarálmu fyrir fólk með heilabil-
un. Ráðist hefur verið í byggingu
á nýjum þjónustuíbúðum aldraðra,
dagdvöl á dvalarheimili efld,
heimaþjónusta bætt og áfram má
telja.
Mannvirðing og rekstrarlegur
ávinningur
Þetta fyrirkomulag hefur reynst
okkur vel. Í því sameinast sú
mannvirðing sem fólgin er í því að
auðvelda eldri borgurum að búa
sem lengst í eigin húsnæði og sá
rekstrarlegi ávinningur sem felst í
því að seinka dýrustu úrræðunum
sem ætíð eru stofnanaþjónusta svo
sem dvalar- og hjúkrunarheimili.
Það á að vera keppikefli okkar
allra að búa öldruðum mannsæm-
andi líf. Hér í Eyjum eins og víðar
kreppir skórinn enn í því er snýr
að hjúkrunarrými og er ástæða til
að skora á þingheim að stíga þar
fastar fram. Aldraðir skópu það
samfélag og þann jarðveg sem við
nú nýtum til ríkulegrar uppskeru.
Þeirra er rétturinn.
Með traustum rekstri
má lækka álögur
Eftir Elliða
Vignisson » Vestmannaeyjabær
fellir niður fast-
eignagjöld á 70 ára og
eldri.
Elliði Vignisson
Höfundur er bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum
Til sálfræðinga
koma iðulega börn sem
segja að stærsta
vandamálið sé að eiga
engan vin. Lang-
flestum börnum og
fullorðnum finnst mik-
ilvægt að eiga vin eða
vini. Þetta á jafnt við
um börn sem eru feim-
in eða óframfærin og
börn sem eru félags-
lynd.
Börnum sem eiga ekki vini, kunn-
ingja eða félaga finnst erfitt að vera í
skólanum. Oft langar þau ekkert í
skólann. Í skólanum er ekki gott að
vera vinalaus. Í frímínútum, á göng-
unum og í matsalnum er erfitt að að
vera einn og einmana. Dæmi eru um
að börn bíði inn á salerni skólans eft-
ir að bjallan hringi því þeir vita ekki
hvað annað þeir geta gert af sér.
Að loknum skóladegi bíður vina-
lausra barna oft lítið félagslíf nema
þau séu í einhverjum tómstundum.
Margir hanga heima í tölvunni,
horfa á þætti eða eru í tölvuleikjum.
Við þessa iðju er hægt að vera mjög
einmana og tilfinningin um ein-
angrun jafnvel aldrei eins mikil.
Algert vinaleysi er ekki síður erf-
itt ef félagslegur atburður á sér stað
í skólanum, t.d. að kvöldi. Vinalausir
krakkar fara oft ekki á slíka viðburði
og eykur það enn frekar á einangrun
þeirra. Þeim þykir það vandræða-
legt að standa einir kannski út í
horni þar sem enginn gefur sig að
þeim. Þeir treysta sér heldur ekki til
að ganga upp að einhverjum og hefja
spjall. Þau vita ekki hvað þau eiga að
segja og hvernig er best að vera.
Hættan á höfnun vofir yfir.
Það er ekki einungis einmanaleik-
inn sem er erfiður þeim sem eiga
ekki vin. Hugsunin um að þau séu
ekki nógu áhugaverð, flott, klár eða
skemmtileg til að einhver vilji vera
vinur þeirra leitar á þau. Sjálfs-
myndinni er ógnað og sjálfsmatið er
í uppnámi. Tíðir flutningar hafa mik-
il áhrif á myndun vinatengsla þar
sem það tekur tíma að mynda traust
kynni. Börn sem hafa verið lögð í
einelti hafa síður frumkvæði að
myndun nýrra kynna.
Sumir vinalausir krakkar eru til-
búnir til að gera hluti sem þeir vita
að er rangt að gera í þeirri von að
með því muni þeir eignast vin, kom-
ast inn í hópinn. Börn þurfa að vita
að þetta er ekki leiðin til að eignast
vin. Hversu sárt sem vinaleysið er,
er mikilvægt að standa ávallt með
sjálfum sér, fylgja reglum og innri
sannfæringu.
Hlutverk foreldra,
leik- og grunnskóla
Foreldrar og kennarar hafa hlut-
verk í þessum málum. Aldrei má
þreytast á að stappa stálinu í vina-
laus börn og sannfæra þau um að
þessi vandi varir ekki að eilífu. Þótt
ekki sé raunhæft að skipa beinlínis
einhvern í vinahlutverk fyrir barnið
geta foreldrar skapað aðstæður fyrir
barnið sitt til að dýpka kynni eða
mynda ný kynni. Hægt er að bjóða
einhverjum einum í bíókvöld, pizza-
kvöld, spilakvöld eða í keilu. For-
eldrar geta einnig sett sig í samband
við aðra foreldra og kannað hvernig
landið liggur.
Í leikskólanum og skólanum er
hægt að stuðla með markvissum
hætti að tengslum með
því að velja í smærri
hópa af handahófi til að
börnin kynnist inn-
byrðis. Einnig er hægt
að bjóða upp á vina-
stund þar sem börnin
skiptast á að ræða
áhugamál sín og þá er
tækifæri til að komast
að því hverjir hafa svip-
uð áhugamál. Ein vina-
laus stúlka sagði:
Stundum finnst ein-
mana krökkum eins og
enginn hafi sömu
áhugamál og þau og eiga því erfitt
með að finna umræðuefni.
Hvað geta unglingar sem
eiga ekki vin gert sjálfir?
Gott er að byrja á að skoða sjálfan
sig og spyrja hvort maður hafi
kannski dregið sig of mikið inn í skel
sína af því að maður heldur að eng-
inn vilji vera vinur manns. Stundum
þarf að safna kjarki og taka málið í
eigin hendur. Í stað þess að hugsa í
sífellu „það hringir aldrei neinn í
mig“ eða „mér er aldrei boðið með“
getur verið allt eins gott að hugsa
„gott og vel en ég ætla að hringja í
hann Jóa sem hefur oft verið al-
mennilegur við mig“. Krakkar, lítið
yfir bekkjarfélagana í leit að hlýju
viðmóti. Kannski leynist þar verð-
andi vinur.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir að vinaleysið hefur oftast nær
minnst að gera með mann sjálfan.
Börn sem hafa verið lögð í einelti eru
oft hrædd við að ræða við einhvern
að fyrra bragði. Þau óttast að vera
hafnað. En þá er mikilvægt að muna
að almennt séð eru krakkar góðir við
aðra krakka og langar umfram allt
að eiga góða vini og vera góðir vinir.
Annað sem getur hjálpað er að
velta fyrir sér hvernig maður er að
birtast öðrum. Virkar maður fúll eða
reiður eða glaðlegur og hlýlegur?
Þetta skiptir máli því það langar fáa
að kynnast einhverjum sem er fúll
og reiður á svipinn. Glaðlegt viðmót
laðar hins vegar oftast aðra að.
Enda þótt sjálfstraustið sé ekki
endilega upp á það besta við þessar
aðstæður þá hjálpar að hressa að-
eins upp á það með því að vera glað-
legur á svipinn.
Að lokum
Þegar maður er einmana og ein-
angraður og illa gengur að eignast
vin, jafnvel þótt maður sé búinn að
reyna ýmislegt, er gott að geta talað
við einhvern sem maður treystir.
Ekki fela tilfinningarnar og munið
að maður er ekki einn með þennan
vanda. Mikilvægt er að muna að þótt
maður eigi ekki vin núna þýðir það
ekki að þannig verði það alltaf.
Bestu og tryggustu vinirnir koma
stundum ekki inn í líf manns fyrr en
síðar. Aldrei að gefast upp.
Vinaleysi barna –
hvað er til ráða?
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
»Ein vinalaus stúlka
sagði: Stundum
finnst einmana krökk-
um eins og enginn hafi
sömu áhugamál og þau
og eiga því erfitt með að
finna umræðuefni.
Kolbrún
Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur
kolbrunbald@simnet.is
Allt um sjávarútveg