Morgunblaðið - 18.04.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Skattgreiðendur vita að „RÚV“umgengst Samfylkingu eins og
einkabarnið sitt. Andrés á Við-
skiptablaði skrifar í pistli að Logi
Einarsson hafi
brugðist svo við
upplýsingum fjár-
málaráðherra í sam-
tali við „RÚV “:
Hér er misskipt-ing að aukast,
allur arður og eign-
ir, sem eru að verða
til, sem eru auðvitað
miklar, þær eru að
langstærstum hluta
að fara til fámenns
hóps á kostnað
hinna auðvitað.“
Vandinn er sá, að
þarna var Loga mótmælalaust eft-
irlátin helber rangtúlkun á þessum
tölum.
Í frétt á mbl.is í gær kom hinsvegar hið augljósa fram: Eigið
fé ríkasta 0,1% þjóðarinnar var rétt
rúmlega 201 milljarður árið 2016
og hækkaði um tæplega 14 millj-
arða frá fyrra ári. Þetta eru um 218
fjölskyldur. Eigur þessa ríkasta
hluta þjóðarinnar lækkuðu hins
vegar sem hlutfall af heildareign
landsmanna úr 6,7% í 6,3% og hefur
hlutfallið lækkað frá árinu 2010
þegar það var 10,2%.
Auðsælasti hluti þjóðarinnar ánú markvert lægri hlut eigin
fjár í landinu en gerðist árið 2015
og miklu lægri hlut en í lok ársins
2010 (þegar Samfylkingin hafði set-
ið í ríkisstjórn í fjögur ár!). Það er
raunar rétt að staldra við árið 2010,
því þá var einmitt Íslandsmetið í
þessum efnum slegið.
Hvorki fyrr né síðar á tímabilinu1997–2016 hefur auðugasta
0,1% þjóðarinnar átt stærri hlut af
kökunni en árið 2010, en gaman er
að segja frá því að sama ár tók Logi
fyrst sæti á þingi.“
Logi Einarsson
O,1% flokkur?
STAKSTEINAR
Andrés
Magnússon
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á fi
skinn
Veður víða um heim 17.4., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 4 rigning
Akureyri 7 alskýjað
Nuuk 3 léttskýjað
Þórshöfn 9 rigning
Ósló 7 alskýjað
Kaupmannahöfn 12 léttskýjað
Stokkhólmur 15 heiðskírt
Helsinki 9 skýjað
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 20 heiðskírt
Dublin 15 skúrir
Glasgow 14 léttskýjað
London 16 rigning
París 21 heiðskírt
Amsterdam 17 heiðskírt
Hamborg 18 heiðskírt
Berlín 19 heiðskírt
Vín 20 heiðskírt
Moskva 17 skúrir
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 21 heiðskírt
Barcelona 21 heiðskírt
Mallorca 19 léttskýjað
Róm 19 þrumuveður
Aþena 19 léttskýjað
Winnipeg 5 skýjað
Montreal 1 rigning
New York 7 alskýjað
Chicago 1 skýjað
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:45 21:10
ÍSAFJÖRÐUR 5:40 21:25
SIGLUFJÖRÐUR 5:22 21:09
DJÚPIVOGUR 5:12 20:42
Von er á reglugerð frá atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu þar sem
leyfi til grásleppuveiða eru lengd úr
32 dögum í 44, að því er segir á
heimasíðu Fiskistofu.
Upphaflega var gefið út leyfi til
veiða í 20 daga meðan beðið var eftir
ráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun, en
þegar hún lá fyrir var vertíðin lengd í
32 daga. Aflabrögð hafa hins vegar
verið dræm og yfirleitt lakari en í
fyrra og því hefur verið ákveðið að
vertíð megi standa í 44 daga.
Hafrannsóknastofnun leggur til að
afli fari ekki yfir 5.487 tonn, en í fyrra
veiddust 4.542 tonn og 5.425 tonn á
vertíðinni 2016. Grásleppuveiðum er
stýrt með sóknartakmörkunum. Árin
2011 og 2012 voru veiðar leyfðar í 50
daga, 32 daga árin 2013-2016 og 46
daga í fyrra, en þá var dögum fjölgað
úr 36 er nokkuð var liðið á vertíð.
aij@mbl.is
Mega veiða
grásleppu
í 44 daga
Þórshöfn Grásleppu landað.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði afskipti af nemanda við Fjöl-
brautaskólann við Ármúla í gær-
morgun eftir að hann hótaði að
skjóta upp skólann í færslu á fa-
cebook. Í færslunni sem Mbl.is hef-
ur birt skjáskot af, stendur: „Eitt
like og ég skít upp skolan minn.“
Ólafur H. Sigurjónsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans við Ár-
múla, segir skólayfirvöld ekki hafa
kallað til lögreglu, en staðfestir að
lögregla hafi rætt við nemanda við
skólann. Lögregla hafi því vænt-
anlega fengið ábendingu um skrif-
in.
„Þeir höfðu einhverjar upplýs-
ingar um nemanda. Ég held að
þetta hafi bara verið strákapör en
lögregla brást alveg rétt við. Mér
fannst viðbrögð lögreglu mjög
markviss og eðlileg.“ Ólafur telur
eðlilegt að taka svona hluti alvar-
lega, líkt og lögregla gerði í þessu
tilfelli. Hann segir lögreglu hafa
sótt nemandann og rætt við hann,
en hann hafi væntanlega farið heim
í kjölfarið. Skólinn hafi ekki ráðist í
neinar aðgerðir vegna málsins, en
rætt verður við nemandann í dag.
Aðspurður segir Ólafur að ekki
hafi mikið farið fyrir aðgerðum
lögreglu, en óeinkennisklæddur
lögreglumaður ræddi við hann áð-
ur en höfð voru afskipti af nemand-
anum.
Hótaði að „skjóta upp“ skólann sinn
Lögreglan ræddi við nemanda í FÁ vegna facebook-færslu „Eðlileg viðbrögð“
FÁ Lögreglan ræddi við nemandann.