Morgunblaðið - 18.04.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er stórmerkilegt að forstjóri
ríkisstofnunar sem hefur það lög-
bundna hlutverk að gæta réttinda
sjúklinga og að fara eins vel með
fjármuni ríkisins
og mögulegt er,
er augljóslega
með báðar hend-
ur bundnar og
þvingaður í úr-
ræði sem hann
telur óhæf,“ segir
Hjálmar Þor-
steinsson, bækl-
unarlæknir og
framkvæmda-
stjóri Klíníkur-
innar, um aðsenda grein Steingríms
Ara Arasonar, forstjóra Sjúkra-
trygginga Íslands (SÍ), í Frétta-
blaðinu í gær.
Þar segir Steingrímur það vera
skammsýni og fjársóun að SÍ sé ein-
ungis heimilt að taka þátt í kostnaði
við liðskiptaaðgerðir erlendis, þegar
biðlistaákvæðið á við, en ekki að-
gerðum sem eru gerðar á Klíníkinni
Ármúla. Hann gagnrýnir að lið-
skiptaaðgerðir skuli einungis vera í
boði hjá stofnunum ríkisins þó að
fyrir liggi að sjálfstætt starfandi að-
ilar séu einnig reiðubúnir að veita
þjónustuna og að biðlistaaðgerðirnar
komi orðið niður á annarri þjónustu
Landspítalans. Þá skrifar Stein-
grímur að kostnaður SÍ í liðskiptaað-
gerðum erlendis sé í flestum tilvik-
um hærri en ef aðgerðirnar væru
gerðar hérlendis.
Sitja ekki við sama borð
„Auðvitað snýst þetta um peninga
en líka um jöfn réttindi fyrir sjúk-
lingana. Ef ríkið ætlar eingöngu að
leyfa þá leið að sjúklingar sem eru
búnir að bíða lengur en þrjá mánuði
þurfi að flýja land til að sækja rétt
sinn, þá er augljóst að það er veruleg
mismunun á milli þegnanna því þeir
sem þurfa mest á aðgerðunum að
halda, sem eru kannski elstu sjúk-
lingarnir og þeir sem eru með aðra
sjúkdóma, hafa minnstu möguleika á
að fara út. Hér situr fólk alls ekki við
sama borð,“ segir Hjálmar. „Það er
pólitíkin, ekki embættismennirnir,
sem eru að stoppa þetta. Það er aug-
ljóst núna þegar forstjóri sjúkra-
trygginga segir það berum orðum að
boltinn liggi hjá ríkisstjórninni.“
Verið að spila með líf fólks
Hjálmar segir að það verði að leita
fleiri leiða heldur en hefur verið gert
hingað til því enginn hafi hag af því
að sjúklingarnir fari úr landi. „Þetta
er í raun ekkert öðruvísi en þegar
byrjað var að fara út af sjúkrahús-
unum með einfaldari dagaðgerðir
sem eru núna að miklu leyti gerðar
fyrir utan sjúkrahúsið. Sem betur
fer er þróun innan læknisfræðinnar
og liðskiptaaðgerðir sem voru mjög
flóknar fyrir 20 til 30 árum eru ein-
faldari núna.
Þjóðin er að eldast hratt og með
því að ætla að halda öllum verkefn-
um innan Landspítalans er verið að
spila með líf fólks, ef lífsnauðsynleg-
um aðgerðum er frestað endurtekið
verður að spyrna við fótum og skoða
aðrar leiðir til lausnar, a.m.k. tíma-
bundið.“
Snýst um fjármuni ríkisins
og jöfn réttindi sjúklinga
Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar segir forstjóra SÍ vera með báðar hendur bundnar
AFP
Aðgerð 95 liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar hjá Klíníkinni á rúmu einu
ári. Sjúklingar sem í þær þurfa að fara greiða fyrir þær úr eigin vasa.
Hjálmar
Þorsteinsson
Á heimasíðu
Isavia í gær kom
fram að mörgum
flugferðum flug-
félagsins WOW
Air hefði verið af-
lýst. Meðal þeirra
flugferða sem af-
lýst var á heima-
síðunni voru þær
sem félagið stóð
fyrir til Brussel,
Edinborgar, Tenerife og San Frans-
isco. Upplýsingarnar reyndust hins
vegar ekki réttar. „Þetta eru mistök
því að þau voru að setja upp nýja síðu
Isavia. Kerfin okkar og kerfin þeirra
voru ekki að lesa þetta upp rétt en
engum ferðum var aflýst hjá okkur í
dag [í gær],“ segir Svanhvít Friðriks-
dóttir, upplýsingafulltrúi flugfélags-
ins, og bætir jafnframt við að allt flug
Wow hafi verið á tíma í gær. Hún seg-
ir einnig að margir fjölmiðlar hafi
haft samband vegna villunnar.
Kerfisvilla
aflýsti flug-
ferðum
Svanhvít
Friðriksdóttir
Um mistök að ræða
og engu flugi aflýst
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um
0,1% í mars. Þetta kemur fram í
nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands
og Íbúðalánasjóður gerir að um-
talsefni á heimasíðu sinni. Þannig
lækkaði vísitalan þrátt fyrir að fjöl-
býli hafi hækkað um 0,2% þar sem
sérbýli lækkaði um 1,1% í mánuð-
inum. Þannig lækkaði raunverð
íbúða um 0,6% milli mánaða. Þrátt
fyrir skarpa lækkun sérbýlis er 12
mánaða hækkun þess enn meiri en
12 mánaða hækkun fjölbýlis.
Bendir sjóðurinn á að enn hægi á
12 mánaða hækkunartakti íbúða-
verðs á höfuðborgarsvæðinu. Þann-
ig hafi það hækkað um 7,7% sem sé
minni árshækkun en mælst hafi allt
frá marsmánuði 2016.
Vísitala íbúðaverðs
lækkaði í mars
Forstjóri Landspítalans (LSH)
hefur sagt frá því að biðlista-
átakið, sem hófst 2016 og stend-
ur út þetta ár, sé að skila árangri
og fækkað hafi á biðlistum árið
2017, m.a. um 13% í bæklunar-
lækningum, úr 984 einstakl-
ingum niður í 852.
Hjálmar segir þá fækkun skýr-
ast af fleiru en átaksverkefni
ríkisstjórnarinnar. Þannig hafi
aðgerðir á Klíníkinni augljós
áhrif til fækkunar á biðlistunum
en á því rúma ári síðan aðgerðir
hófust hafi verið gerðar 95 lið-
skiptaaðgerðir. Þar til viðbótar
kemur vaxandi fjöldi ein-
staklinga sem fari í aðgerðir er-
lendis en samkvæmt upplýs-
ingum frá Sjúkratryggingum
Íslands (SÍ) fóru 48 sjúklingar í
liðskiptaaðgerðir erlendis 2017.
Það sem af er árinu 2018 hefur
SÍ borist 31 umsókn varðandi lið-
skiptaaðgerðir erlendis, af þeim
hafa 24 umsóknir verið sam-
þykktar og 7 ekki verið af-
greiddar ennþá.
Hjálmar segir að einnig hafi
bið eftir viðtali við bæklunar-
skurðlækna á LSH til ákvörðunar
um aðgerð lengst síðastliðið ár
og sé nú um 6 til 8 mánuðir.
Þann tíma telji stjórnvöld ekki
með til biðtímans þótt sjúkling-
urinn þjáist augljóslega jafn mik-
ið í biðinni eftir viðtalinu og í
biðinni eftir sjálfri aðgerðinni.
Fleira sem
kemur til
BIÐLISTAR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur
Samtaka iðnaðarins, segir aukið
framboð íbúðarhúsnæðis munu hafa
marktæk áhrif á verðþróun. Verðið
muni ekki mótast jafn mikið af skorti
á nýjum íbúðum og verið hefur.
„Það hefur hægt á verðhækkunum
á höfuðborgarsvæðinu síðustu sex
mánuði. Verðið hefur hins vegar
hækkað tiltölulega hratt á lands-
byggðinni. Þá ekki síst í nágranna-
sveitarfélögum höfuðborgarsvæðis-
ins. Markaðurinn er því aðeins að
hægja á sér. Verðið hefur undanfarið
hækkað talsvert umfram launaþró-
un. Skortur á íbúðarhúsnæði ýtti
undir þetta. Það var ekki byggt nógu
mikið. Það myndaðist gjá milli fram-
boðs nýrra íbúða og þarfar fyrir slík-
ar íbúðir og gerði það fjárhagslega
erfiðara að eignast sínu fyrstu íbúð.
Betra jafnvægi er í sjálfu sér kær-
komin hvíld frá þessari þróun.“
Borgin og Mosfellsbær leiða
Samtök iðnaðarins kynntu í gær
nýja talningu á íbúðum í byggingu.
Flestar íbúðir eru í byggingu í
Reykjavík. Með tilliti til íbúafjölda
eru hins vegar hlutfallslega flestar í
byggingu í Mosfellsbæ. Áætla SI að
6.700 nýjar íbúðir komi á markað á
höfuðborgarsvæðinu 2018-20.
Ingólfur segir aukið jafnvægi vera
til hagsbóta fyrir kaupendur.
„Litið fram á við gæti skapast
betri taktur milli launaþróunar og
verðþróunar á íbúðarhúsnæði. Það
er mjög jákvætt. Það merkir að það
er meira jafnvægi á markaðnum.“
Ingólfur telur aðspurður að betra
jafnvægi muni ekki draga úr hvat-
anum til að byggja. Varðandi verð-
bólguhorfur bendir hann á að án
íbúðarhúsnæðis væri engin verð-
bólga og raunar hafi verið verð-
hjöðnun á Íslandi síðustu misseri.
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðing-
ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir
aukið framboð íbúðarhúsnæðis
munu hafa marktæk áhrif á þróun
íbúðaverðs næstu misseri.
Komin yfir hápunktinn
„Aukið framboð ætti að öðru
óbreyttu að hægja á hækkunartakti.
Markaðurinn er að færast nær eðli-
legra árferði eftir því sem gjáin milli
framboðs og eftirspurnar minnkar.
Verðþróunin tekur mikið mið af hag-
sveiflu. Við erum komin yfir hápunkt
hagsveiflunnar. Sögulega hefur
raunverð íbúða hækkað á bilinu 3-4%
á hverju ári til lengri tíma,“ segir
Elvar Orri og rifjar upp að Íslands-
banki spáir 12% hækkun nafnverðs í
ár og 5% hækkun á næsta ári.
Aukið framboð íbúða
talið slá á verðhækkanir
Hagfræðingar telja talningu SI benda til breytingar
Fullgerðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
2000 til 2020*
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 ’20
*Spá fyrir 2018-2020. Heimild: Hagstofa Íslands og Samtök iðnaðarins.
Spá Samtaka iðnaðarins
gerir ráð fyrir ríflega 6.700
nýjum íbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu 2018-2020
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Á Íslandi búa ekki nema á milli 35
og 40 gyðingar, en hingað eru
komnir þrír fulltrúar gyðinga frá
Norðurlöndunum. Það sýnir hversu
mikilvægt málið er gyðingum, sagði
danski rabbíninn Jair Melchior, á
ráðstefnu um umskurð drengja í
Norræna húsinu í gær.
Samráðsvettvangur trúfélaga og
lífsskoðunarfélaga hélt í gær ráð-
stefnu um umdeilt umskurðar-
frumvarp Silju Daggar Gunnars-
dóttur, þingmanns Framsóknar-
0flokksins.
„Málið er ekki læknisfræðilegt.
Það snýst um tengslin milli minni-
hluta og meirihluta,“ sagði Melchi-
or, og bætti við að frumvarpið væri
heldur ekki úr lausu lofti gripið.
Grunnhugmyndin ætti sér rætur í
langvarandi umræðu danskra
lækna sem hefðu þrýst á Íslend-
inga að setja umskurðarbann í lög.
„Þeir telja bannið geta gengið í
gegn hér, af því að hérna búa svo
fáir gyðingar.“
Melchior segir að umskurður sé
ekki nauðsynlegur læknisfræðilega
en hann sé gyðingum nauðsyn-
legur.
„Já, við erum öðruvísi. Ég er
gyðingur, en ég virði aðra sem hafa
aðrar skoðanir,“ sagði Melchior og
spurði hvort sú virðing væri gagn-
kvæm.
Atik Ali, formaður múslima í
Finnlandi, sagði lausnina felast í
hertu regluverki, ekki lagabönnum.
„Íslamstrú hefur verið í Finnlandi í
150 ár og við höfum náð að verja
trú okkar þar. Hún er varin í bæði
stjórnarskránni og í mannréttinda-
sáttmála Evrópusambandsins, en
samt er ég hér í dag,“ sagði Ali.
„Við þurfum að finna lausn á
þessum vanda. Það er eitt að sam-
þykkja lög, en svo er eftirlitið ann-
að,“ bætti hann við og sagði væn-
legri lausn að auka eftirlit með
umskurði í stað þess að banna
hann.
Aukið eftirlit í stað
banns við umskurði
Frumvarpið sagt runnið undan rifjum
danskra lækna sem þrýstu á breytingar
Morgunblaðið/Valli
Hitamál Ráðstefna um umskurð
drengja í Norræna húsinu í gær.