Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Rússar sögðu í gær að sérfræðingar Alþjóðlegu efnavopnastofnunarinn- ar (OPCW) myndu fá að fara á stað- inn þar sem meint efnavopnaárás var gerð í bænum Douma í Sýrlandi 7. apríl. Sérfræðingarnir fóru til Damas- kus, höfuðborgar landsins, á laugar- daginn var en fengu ekki að fara til Douma fyrr en í gær. Rússar höfðu sagt að eftirlitsmenn OPCW gætu ekki farið þangað af „öryggisástæð- um“. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi sögðu í gær að eftirlitsmenn OPCW væru komnir til Douma en stofnunin hafði ekki staðfest það. Fréttaveitan AFP hafði eftir rússneskum embættis- mönnum að eftirlitsmenn fengju að fara á vettvang árásarinnar í dag. Vonast er til að þeir geti þá byrjað að safna sýnum úr jarðvegi og bygging- um á staðnum. Sendiherra Bandaríkjanna, Kenn- eth Ward, sagði á fundi OPCW í Haag í fyrradag að óttast væri að Rússar hefðu fjarlægt sönnunar- gögn af vettvangi árásarinnar til að torvelda rannsókn sérfræðinga stofnunarinnar. Utanríkisráðuneyti Frakklands tók í sama streng í gær og sagði að „mjög líklegt“ væri að sönnunargögn hefðu verið fjarlægð af staðnum. Sergej Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, neitaði þessu og kvaðst geta ábyrgst að Rússar hefðu ekki gert neitt til að torvelda rannsóknina. Hann sagði ásakanirnar um að Sýrlandsher hefði beitt efnavopnum í Douma væru reistar á „fréttum fjölmiðla og samfélagsmiðla“ og árásin hefði ver- ið sett á svið. Einræðisstjórnin í Sýr- landi segist aldrei hafa beitt efna- vopnum í stríðinu. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og OPCW hafa hins vegar sagt að Sýrlandsher hafi gert fjórar efnavopnaárásir á svæði sem eru á valdi uppreisnarmanna, m.a. beitt eiturefninu sarín í árás á bæinn Khan Sheikhoun í apríl 2017. Bandaríkin, Bretland og Frakk- land gerðu loftárásir á skotmörk á Sýrlandi á laugardaginn var vegna efnavopnaárásarinnar en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viður- kenndi í gær að þær hefðu takmark- aða þýðingu. „Þessar árásir leysa ekki endilega vandann en ég tel þær mjög mikilvægar,“ sagði hann og bætti við að markmiðið hefði verið að verja „heiður alþjóðasamfélagsins“. Óttast að sönn- unargögn hafi verið fjarlægð  Eftirlitsmenn sagðir fá að rannsaka vettvang meintrar efnavopnaárásar Yfirráðasvæði skv. síðustu fréttum Erlendar hersveitir Loftárásirnar 14. apríl 50 km TYRKLAND LÍBANON JÓRDANÍA ÍRAK RÚSSLAND VESTRÆN RÍKI Deir Ezzor Raqa Aleppo Afrin Homs Palmyra DAMASKUS Daraa Tyrkir og bandamenn þeirra Kúrdar og bandamenn þeirra Sýrlandsher og bandamenn Uppreisnarmenn/íslamistar Samtökin Ríki íslams Heimildir: SOHR ISW, AFP, US media Bandarískar Tyrkneskar Bandaríkin, Bretland og Frakkland Sveitir sem njóta stuðnings Írana Rússneskar Tartus Rússneskar stöðvar með loftvarna- búnað Khmeimim Latakía Erlendar hersveitir í Sýrlandi S 400 loftvarnakerfi 2.954 hermenn Tyrklandsher og bandamenn Tyrkja Su-24 og Su-34 orrustu- og sprengjuvélar 2.000 bandarískir hermenn sem berjast gegn Ríki íslams Orrustuþotur Idlib Flugbrautir fyrir flutningavélar Su-35 loftvarnavélar Beitiskip og tundurspillar Freigátur með stýriflaugar sem voru notaðar 14. apríl Su-30 orrustuþotur Arabaríki leggi til herlið » Bandaríkjastjórn hefur beitt sér fyrir því að arabaríki sendi hermenn til norðausturhluta Sýrlands til að taka við af bandarískum hermönnum sem hafa barist gegn Ríki íslams, samtökum íslamista. » Bandarískir embættismenn hafa rætt þetta við stjórnvöld í Egyptalandi, Sádi-Arabíu, Kat- ar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, að sögn The Wall Street Journal. Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, sagði í ræðu á Evrópuþing- inu í Strassborg í gær að svo virt- ist sem „borgarastríð“ geisaði innan Evrópusambandsins milli frjálslyndrar lýðræðisstefnu ann- ars vegar og „valdboðsstefnu“ og þjóðernishyggju hins vegar. „Það virðist geisa nokkurs konar evrópskt borgarastríð þar sem deilur okkar og stundum þjóðernis- sérgæska virðast vera mikilvægari en það sem sameinar okkur,“ sagði Macron. Hann bætti við að stjórn- málamenn í sumum löndum virtust hampa „ófrjálslyndi“ af sífellt meiri hrifningu og hvatti til nýrrar lýðræðisvakningar í Evrópu. „Ég vil ekki tilheyra kynslóð svefn- gengla, vil ekki tilheyra kynslóð sem hefur gleymt fortíð sinni,“ sagði hann og skírskotaði til að- draganda þess að Evrópusam- bandið var stofnað eftir síðari heimsstyrjöldina. „Ég vil tilheyra kynslóð sem ver evrópska full- veldið vegna þess að við börðumst til að öðlast það. Og ég ætla ekki að gefast upp fyrir neins konar þráhyggju fyrir valdboðsstefnu.“ Forsetinn hvatti einnig til um- bóta, sem hann telur nauðsynlegar til að bjarga evrusamstarfinu, og talaði meðal annars fyrir stofnun sérstaks sjóðs til að styrkja sam- félög sem tækju við flóttafólki. AFP Gegn þjóðernishyggju Emmanuel Macron, forseti Frakklands, flytur ræðu á Evrópuþinginu í Strassborg. Segir deilurnar eins og „borgarastríð“  Macron gagnrýnir þjóðernishyggju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.