Morgunblaðið - 18.04.2018, Qupperneq 14
Lotta
Isacsson
þróunarfélags, segir beðið eftir því
að Hafnfirðingar afgreiði samstarfs-
samning um skipulagsmál. Öll önnur
hlutaðeigandi sveitarfélög hafi und-
irritað hann. Málinu hafi verið frest-
að milli funda í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar á síðasta fundi.
Unnið að viðskiptaáætlun
„Að öðru leyti erum við að ljúka
uppfærslu á viðskiptaáætlun í fjórða
eða fimmta skiptið. Þegar þeirri
vinnu lýkur í sumarbyrjun, og samn-
ingar eru í höfn við öll sveitarfélögin,
tekur við að fjármagna næsta fasa í
verkefninu. Hann lýtur að skipulags-
vinnu sem við munum vinna með
sveitarfélögunum ásamt mati á um-
hverfisáhrifum og forhönnun verk-
efnisins,“ segir Runólfur.
„Næsti fasi í fjármögnun er að
fjármagna þessa vinnu til næstu
þriggja ára. Hún felst í þessum
þremur þáttum – skipulagi, mati á
umhverfisáhrifum og forhönnun
verkefnisins – sem þarf að vinna
meira og minna samhliða. Það er
fjárfesting upp á ríflega einn og hálf-
an milljarð. Þegar samningar við
sveitarfélögin eru í höfn getum við
farið að ræða við fjárfesta fyrir al-
vöru um það verk. Við höfum undir-
búið það í töluverðan tíma og gerum
ráð fyrir að sú vinna muni ganga vel.
Segja má að það sé verkefni sumars-
ins,“ segir Runólfur.
Leita fjármagns erlendis
Spurður hvort leitað verði til líf-
eyrissjóða segir Runólfur ekki hafa
verið horft til þeirra sérstaklega.
„Það liggur fyrir að verkefnið
verður að langmestu leyti fjármagn-
að erlendis frá. Um 75-80% af tekj-
unum munu koma frá erlendum
ferðamönnum. Því er eðlilegt að fjár-
mögnun sé með sama lagi. Við erum
bjartsýn á það eins og annað og höf-
um undirbúið þann fasa.“
Fjallað um fluglestina
í sænsku lestartímariti
Þykir forvitnileg í ljósi lítillar notkunar lesta á Íslandi
Runólfur
Ágústsson
-25 m
-50 m
75 m
50 m
25 m
BSÍ
Fluglest milli
Keflavíkur og BSÍ
Meðaldýpt ganganna
verður um 40 m frá
yfirborði
Til samanburðar er
Hallgrímskirkja
74,5 m á hæð
Fluglestin á að liggja
ofanjarðar frá Keflavíkurflug-
velli og að Straumsvík
Þaðan á að gera 15-16 km
göng að BSÍ
Kort: fluglestin.is
H
ei
m
ild
:E
fla
ve
rk
fr
æ
ði
st
of
a
BSÍ
KEF
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjallað er um fluglestina í nýjasta
hefti sænska lestartímaritsins Tid-
skriften Tág. Tímaritið hóf göngu
sína 1958 og mun vera útbreiddasta
lestartímarit á Norðurlöndum.
Áformuð fluglest færi milli Kefla-
víkurflugvallar og Reykjavíkur.
„Við reynum að segja fréttir af
lestum um alla Skandinavíu og er Ís-
land meðtalið. Hingað til hefur ekki
verið mikið að skrifa um á Íslandi.
Landið hefur aldrei haft margar
lestir. Síðan kom fluglestin til um-
ræðu og vakti athygli okkar,“ segir
Jan Ericson, ritstjóri tímaritsins.
Að hans sögn var blaðamaður
tímaritsins að vinna grein um lestir
til og frá flugvöllum í Skandinavíu
þegar hann rakst á upplýsingar um
fluglestina á netinu.
Fluglestin sker sig úr
Ericson bendir á að Svíar hafi
Arlanda Express, Norðmenn
FlyToget og Finnar lest frá flugvell-
inum í Helsinki. Þessar lestir tengi
farþega við höfuðborgirnar. Þá eigi
þær tvennt sameiginlegt: allar nýti
þær að hluta fyrirliggjandi lestar-
teina og gangi allar ofanjarðar.
Fluglestin muni hins vegar ein-
göngu ganga á nýjum teinum og vera
að miklu leyti neðanjarðar.
Blaðamaðurinn Lotta Isacsson
hafði samband við Runólf Ágústs-
son, framkvæmdastjóra Fluglestar-
innar – þróunarfélags, sem upplýsti
um undirbúning verkefnisins.
Isacsson segir verkefnið áhuga-
vert. Lestir hafi enda ekki verið mik-
ið notaðar á Íslandi.
„Við munum fylgjast grannt með
því hvernig þessu forvitnilega verk-
efni vindur fram,“ segir Isacsson.
Undirbúningur Fluglestar hefur
staðið yfir um nokkurt skeið.
Runólfur Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri Fluglestarinnar -
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
citroen.is
KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C4 CACTUS
2.540.000KR.
VERÐ ÁÐUR 2.940.000 KR.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, S. 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, S. 515 7050
Í tilefni þess að nýr C4 Cactus verður kynntur í maí þá
seljum við síðustu bílana af núverandi gerð með
400.000 kr. afslætti! Keyrðu inn í vorið á nýjum,
sparneytnum Citroën C4 Cactus!
Citroën C4 Cactus er nettur en rúmgóður með opið og bjart innra
rými. Mælaborðið er stílhreint og 7” snertiskjárinn gerir allar
aðgerðir einfaldar og þægilegar. Citroën C4 Cactus er sparneytinn,
með skilvirkri vél og nýrri undurþýðri sjálfskiptingu.
CITROËN C4 CACTUS FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ
Hinn árlegi Skeifudagur Hesta-
mannafélagsins Grana á Hvanneyri
og Landbúnaðarháskóla Íslands
verður í reiðhöllinni á Mið-Fossum í
Andakíl í Borgarfirði á morgun,
sumardaginn fyrsta. Þar verður
meðal annars Morgunblaðsskeifan
afhent í 61. sinn.
Dagskráin hefst klukkan 13 með
setningarathöfn í reiðhöllinni.
Nemendur í reiðmennsku II sýna
tamningatrippi og keppt verður til
úrslita um Reynisbikarinn og Gunn-
arsbikarinn.
Verðlaun verða afhent í matsal
skólans við athöfn sem hefst klukk-
an 15. Þar verður kaffihlaðborð og
dregið í stóðhestahappdrætti
Grana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvanneyri Skeifudagurinn er uppskeru-
hátíð nemenda í hestagreinum við LBHÍ.
Skeifudagur á
Hvanneyri á
sumardaginn fyrsta
Míla, sem rekur fjarskiptakerfi, og
Gagnaveita Reykjavíkur, sem er
dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykja-
víkur og rekur ljósleiðarakerfi, hafa
gert með sér samkomulag um sam-
starf við uppbyggingu ljósleiðara til
heimila á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kemur í tilkynningu að sam-
komulagið feli í sér að hvort félag
um sig taki að sér ákveðin svæði og
leggi þar tvö sjálfstæð ljósleiðara-
kerfi fyrir báða samningsaðila í einni
og sömu framkvæmdinni.
Markmið með samstarfinu sé að
ná fram hagræðingu með því að
koma í veg fyrir mögulegan tví-
verknað, stytta verktíma og minnka
jarðrask og áhrif á íbúa.
Framkvæmdir að hefjast
Svæðin sem um ræðir eru í Hafn-
arfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.
Framkvæmdir munu hefjast á
næstu dögum og verklok verða fyrir
árslok.
Míla og Gagnaveita Reykjavíkur
eiga í samkeppni og hafa því fengið
undanþágu frá Samkeppniseftirlit-
inu til þess að eiga með sér þetta
samstarf.
Morgunblaðið/Golli
Ljósleiðari Unnið að því að leggja ljósleiðarakerfi í Reykjavík.
Míla og Gagnaveit-
an hefja samstarf