Morgunblaðið - 18.04.2018, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Fyrir rúmum tveimur árumfrumsýndi leikhópurinnÓskabörn ógæfunnar eig-in leikgerð á verðlauna-
skáldsögunni Illsku eftir Eirík Örn
Norðdahl í leikstjórn Vignis Rafns
Valþórssonar. Það samstarf heppn-
aðist með miklum ágætum og hlaut
sýningin sex tilnefningar til Grím-
unnar 2016 auk þess sem Sólveig
Guðmundsdóttir fékk Menningar-
verðlaun DV í leiklist fyrir túlkun
sína á Agnesi í Illsku og Sóleyju
Rós ræstitækni í samnefndu leik-
riti. Það er því eðlilegt að vilji hafi
staðið til áframhaldandi samstarfs
og um miðjan síðasta mánuð frum-
sýndi Óskabörn ógæfunnar leiksýn-
inguna Hans Blævi eftir Eirík í
leikstjórn Vignis. Á sínum tíma
vann leikhópurinn leikgerð upp úr
skáldsögu, en að þessu sinni vinnur
Eiríkur sjálfur leiktextann upp úr
óbirtri skáldsögu sem væntanleg
mun vera fyrir næstu jól.
Sýningin hefst á endalokunum.
Áhorfendur fá strax að vita að titil-
persónan hafi fundist látin ásamt
móður sinni eftir að ljóstrað hefur
verið upp að Hans Blær hafi
stundað lyfjanauðganir á skjól-
stæðingum meðferðarheimilisins
Samastaðar sem ætlað var þol-
endum nauðgana. Í framhaldinu er
tíminn skrúfaður aftur og við
kynnumst Hans Blævi á yngri ár-
um persónunnar. Í ljós kemur að
Hans Blær fæddist intersex með
óræð kynfæri sem móðir persón-
unnar kýs að nefna „gálkn“ með
vísan í finngálkn sem er afkomandi
tófu og kattar. Jafnframt ákveður
hún að gefa barni sínu nafnið Ilm-
ur Þöll Viggósdóttir og ala hana
upp sem stúlku. Vegna frávika
sinna frá norminu verður Ilmur
fyrir einelti sem mótar hana óneit-
anlega, en mótun einstaklingsins er
meðal þess sem höfundurinn veltir
fyrir sér í verkinu. Það eru áhuga-
verðar pælingar, enda flókið sam-
spil að skoða áhrif uppeldis, sam-
félagsins og persónulegra sam-
skipta við líkamlegt og andlegt
upplegg einstaklingsins. Hvaða
áhrif hefur það til dæmis á mann-
eskju og kynvitund hennar þegar
móðir hennar nefnir kynfæri við-
komandi eftir skrímsli?
Samleikur Sólveigar Guðmunds-
dóttur, í hlutverki hinnar ófram-
færnu móður, og Söru Martí Guð-
mundsdóttur, í hlutverki Ilmar, var
best heppnaði hluti sýningarinnar.
Sólveig dró upp áhrifaríka mynd af
móður sem elskar barnið sitt og
vill gera allt rétt, en hefur ekki
forsendur til að gera annað en
normið krefst vegna eigin fordóma
og innrætingar. Sara Martí skapaði
mjög áhugaverða persónu sem er
allt í senn eldklár og meinfyndin,
en fullkomlega siðblind enda virðist
hún ljúga blygðunarlaust til þess
eins að sjá hvort og hvaða áhrif
orð hennar hafi. Á sama tíma og
hægt var að hlæja að meinlegum
athugasemdum hennar rann þeim
sem hér skrifar nánast kalt vatn
milli skinns og hörunds yfir skeyt-
ingarleysi persónunnar og algjör-
um skorti á samkennd, sem er eitt
lykileinkenni sósíópata eða sið-
blindra.
Í samfélagi sem hampar þeim
sem pönkast á öllum, allt frá
minnihlutahópum til femínista, og
trolla í netheimum er frami Ilmar
skjótur upp á stjörnuhimininn í
fjölmiðlaheiminum. En þegar Ilmur
er kærð fyrir hatursorðræðu í garð
hinsegin fólks velur hún að reyna
að slá vopnin úr höndum gagnrýn-
enda sinna með því að leggjast
undir hnífinn og stíga síðan fram
sem hánið Hans Blær Viggósbur
sem skilgreinir sig hvorki sem
karl- eða kvenkyns og virðist lifa
fyrir það eitt að storka heiminum
og afvegaleiða umræðuna. Í viðtali
við Morgunblaðið stuttu fyrir
frumsýningu sagðist höfundurinn
meðal annars í verkinu vera að
skoða fjarvistarsannanir þeirra
sem tala óvarlega, það er hvort það
sé hver viðkomandi er eða hvað
viðkomandi segir sem dæmi orð og
athafnir einstaklingsins. Þetta eru
áhugaverðar vangaveltur sem verð-
skuldað hefðu dýpri útfærslu en
þær fá í sýningunni, en birtast von-
andi í væntanlegri skáldsögu.
Umbreytingin á Ilmi yfir í Hans
Blævi á sér stað um miðbik sýning-
arinnar og víkur Sara Martí þá
fyrir þeim Jörundi Ragnarssyni,
Kjartani Darra Kristjánssyni og
Sveini Ólafi Gunnarssyni sem allir
skarta húðlitri andlitsgrímu og
hárkollu í túlkun sinni á titil-
persónu verksins. Sú ákvörðun að
láta þrjá leikara túlka Hans Blævi
átti mögulega að undirstrika marg-
ræðni persónunnar eða sýna áhorf-
endum að tröllin leynast víða í
samfélaginu, en gervið gerði það að
verkum að persóna Hans Blævar
varð óþarflega fjarlæg og hætti að
koma áhorfendum við. Einnig
fannst of skýrt fyrir því hversu
langt um liðið var frá síðustu sýn-
ingu, því töluverður skortur var á
nauðsynlegri snerpu í textaflutn-
ingnum og hita í leiknum. Sam-
tímis þessu reyndist stökkið frá út-
varpsþáttastjórnandanum sem
kærður er fyrir hatursorðræðu til
fjölmiðlastjörnunnar sem fer að
reka eigið meðferðarheimili fyrir
þolendur nauðgana of stórt. Það
vantaði einfaldlega fleiri púsl inn í
myndina og meira kjöt á beinin til
þess að gera framvinduna skiljan-
legri og áhugaverðari.
Leikstjórinn Vignir Rafn Val-
þórsson gerir fínar tilraunir með
leikrými Tjarnarbíós í sviðsetningu
sinni þar sem hann leikur sér
markvisst með nálægð og fjarlægð
persóna við áhorfendur. Þannig
geta leikarar leikið ofan í áhorf-
endum (sem aðeins sitja í efri
helmingi salarins) þegar þeir eru
staðsettir á háum pöllum. Lofthátt
tjaldið á sviðsbrúninni, sem fjar-
lægt er eftir umskipti Hans Blæv-
ar, nýtist vel til að varpa á það
tístum og upplýsingatexta um tröll
í sögu Íslands. Hvítu flekarnir sem
áberandi eru í leikmynd Brynju
Björnsdóttur minntu ýmist á brot
úr stjörnum, vígtennur í gapandi
gini, gogga á fuglabjargi eða grýlu-
kerti – ekki síst í lokamyndinni þar
sem glitrandi búningur í samspili
við flotta lýsingu Arnþórs Þór-
steinssonar og Kjartans Darra
Kristjánssonar skapaði nánast
snjókomu á sviðinu. Hvítir bún-
ingar Enólu Ríkeyjar minntu helst
á líkklæði, enda persónur málaðar
gráhvítar í framan líkt og uppvakn-
ingar. Erfitt var samt að lesa
heildstæða merkingu út úr þeim
táknum sem borin voru á borð sem
og dansinum úr smiðju Höllu
Ólafsdóttur. Átti Kjartan Darri í
hlutverki Hans Blævar í lokadans-
inum, með ermar sem minntu á
vængi, að vera einhvers konar vís-
un í ljóta andarungann sem varð
að fallegum svani? Og hvernig á að
lesa í það að persónan reynir
árangurslaust að svipta sig grím-
unni og flysjar umbúðirnar af sér
eins og lauk? Er niðurstaða verks-
ins að nettröllið er á endanum jafn
innantómt og laust við kjarna og
Pétur Gautur?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tóm „Er niðurstaða verksins að nettröllið er á endanum jafn innantómt og laust við kjarna og Pétur Gautur?“
Trunt, trunt og tröllin
Tjarnarbíó
Hans Blær bbmnn
Eftir Eirík Örn Norðdahl. Leikstjórn:
Vignir Rafn Valþórsson. Dans: Halla
Ólafsdóttir. Leikmynd: Brynja Björns-
dóttir. Búningar: Enóla Ríkey. Lýsing:
Arnþór Þórsteinsson og Kjartan Darri
Kristjánsson. Hljóð: Áslákur Ingvarsson.
Myndband: Roland Hamilton. Guðs-
sending: Sveinn Óskar Ásbjörnsson.
Leikarar: Jörundur Ragnarsson, Kjartan
Darri Kristjánsson, Sara Martí Guð-
mundsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir
og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikhóp-
urinn Óskabörn ógæfunnar frumsýndi í
Tjarnarbíói 14. mars 2018, en rýnt í aðra
sýningu 11. apríl 2018.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s
Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s
Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s
Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s
Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s
Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:30 aukas. Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 20/4 kl. 19:30 46.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 47.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 11:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?