Morgunblaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  92. tölublað  106. árgangur  ALLT SEM ÞÚ VILT VITA UM BRÚÐKAUP SKOTFIMI LÍKIST SKÁK MEISTARINN SEM RÍFUR ÚR MANNI HJARTAÐ SKOTDEILD KEFLAVÍKUR, 12-13 NICK CAVE 3348 SÍÐNA SÉRBLAÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Við kaup útgerðarfélagsins Brims hf. á 34,1% hlut Vogunar, dótturfélags Hvals hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, í HB Granda, skapast yf- irtökuskylda gagnvart öðrum hlut- höfum fyrirtækisins. Kaupverð hlut- arins nemur 21,7 milljörðum króna. Meðal stærstu hluthafa eru Lífeyr- issjóður verslunarmanna með tæp- lega 13,7% hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með ríflega 11,7% hlut. Guðmundur Kristjánsson, aðaleig- andi og forstjóri Brims, vill að sem flestir núverandi hluthafar verði áfram eigendur í félaginu og segir dreift eignarhald einn af styrkleikum HB Granda. Af svörum Guðmundar má ráða að hann telji ekki mikilla breytinga þörf í rekstri HB Granda og að honum þyki starfsemi félagsins í góðum höndum. „Fyrst og síðast lít ég samt á kaupin sem tækifæri til að vinna með því góða fólki sem starfar hjá HB Granda, og með öðrum hlut- höfum félagsins,“ segir hann. Vonast Guðmundur til að kaupin muni skapa grundvöll fyrir samstarf Brims og HB Granda s.s. við sölu af- urða erlendis. „Úti í hinum stóra heimi eru íslensku fyrirtækin af- skaplega lítil og yrðu félögin sterkari með því að vinna saman.“ Fyrir á Brim m.a. úrgerðarfélagið Ögurvík og stóran hlut í Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum. Guðmundur segir kaupin á hlutnum í HB Granda hlutfallslega smærri bita en þegar Brim keypti og sameinaðist síðan Út- gerðarfélagi Akureyringa fyrir nærri hálfum öðrum áratug. »17 Kaupin verða fjármögnuð með sölu eigna og með aðkomu fjár- málastofnana. Þar sem Brim eignast meira en 30% hlut í félag- inu hefur mynd- ast yfirtökuskylda gagnvart öðrum hluthöfum HB Granda. Kaupverðið er 35 krónur á hlut sem er um 16% yfir markaðs- verði. Kaupin skapa yfirtökuskyldu  Brim eignast ríflega þriðjungshlut í HB Granda  Verðið 16% yfir markaðsverði Guðmundur Kristjánsson Sumarkomunni var fagnað með hátíðarhöldum víða um land í gær. Skátar voru í aðalhlutverki og stóðu fyrir skrúðgöngum og samkomuhaldi svo sem í Bústaðahverfinu í Reykjavík þar sem þessar myndir voru teknar. Þar gerðu krakkarnir pylsunum góð skil og renndu niður með ávaxtadrykk. Veður var með þokkalegasta móti í gær og margir nýttu daginn því til útiveru og gönguferða eða ýmissa umhverfisstarfa, svo sem að plokka rusl. Úti í sveitum eru bændur svo byrjaðir á vorverkunum. Útlit er fyrir þokkalegt veður næstu daga, að minnsta kosti sunnanlands, en á norðanverðu landinu má hins vegar búast við kulda og jafnvel snjó- komu þegar kemur fram á helgina. Að sumarið hafi formlega gengið í garð í gær segir því ekki alla söguna, því það er gömul saga og ný að brugðið getur til beggja vona með veðráttu eitthvað fram í maí. Mestu skiptir hins vegar að í huga flestra er sumarið komið og það eitt og sér getur gert kraftaverk. Fögnuðu sumar- komu í mildu veðri Hátíðahöld á vegum skáta víða um land í gær á fyrsta degi sumars Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mönnun áhafna farþegabáta er eitt þeirra atriða sem rannsóknar- nefnd samgöngu- slysa hefur skoð- að og gert um tillögur í öryggis- átt. Í brennidepli hefur verið atvik sem varð sumarið 2016 þegar reyk- ur kom upp í vélarrúmi hvalaskoð- unarbáts frá Húsavík. Aðeins tveir voru í áhöfn og komu skipverjar því á framfæri að þeir hefðu verið of fálið- aðir í þeim hættulegu aðstæðum sem uppi voru. „Ef allt er í stakasta lagi dugar auðvitað alveg að tveir séu um borð, en þegar eitthvað bregður út af horfir málið öðruvísi við. Á farþegaskipum á það sérstaklega við, til dæmis ef eldra fólk er um borð í skipi eða bát sem þarf að yfirgefa í skyndingu,“ segir Jón Árelíus Ingólfsson, rann- sóknastjóri siglingasviðs hjá rann- sóknarnefnd samgönguslysa. Fáliðað á Herjólfi Nefndin hefur sent ábendingar og tillögur um endurskoðun á mönnun farþegaskipa til Samgöngustofu, þar sem málin eru í skoðun. Breytilegt er milli stærðar, hafsvæða og annars hve margir skuli vera í áhöfn far- þegaskipa, segir Jón Árelíus sem vill heildstæða skoðun á þessum málum. Hann nefnir sem dæmi að fyrir nokkrum misserum hafi komið upp reykur í farþegarými Herjólfs. Áhöfnin hafi þá verið of fáliðuð til að sinna öllu því sem þurfti en um borð hafi verið vanir sjómenn af öðru skipi sem hafi bjargað því sem bjargað varð. Bæta þarf mönnun  Vilja fleiri í áhafnir farþegaskipanna MEndurskoðun »6 Jón Árelíus Ingólfsson  Íslenskur maður sem var svikinn um 1,4 milljónir króna á Tenerife ár- ið 2015 sakar Arion banka og Val- itor um alvarlega vanrækslu. Fyrir- tækin vildu ekkert fyrir hann gera þrátt fyrir að upp kæmist að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða sem hefði svikið 1,5 milljónir evra af um þúsund ferðamönnum. Málið var tekið fyrir í Hæstarétti á miðvikudag, en Arion banki áfrýj- aði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að bankanum bæri að fella niður færslur af korti mannsins. „Þetta eru sár mál og það er mjög erfitt að þeir skuli ganga fram með þessum hætti, gefa ekki tommu eftir og hafa ekki sýnt neina burði til að verja viðskiptaumhverfi sitt.“ »11 Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.