Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt yfirleitt annríkt og reynir að
hafa mörg verkefni í gangi í einu. Þar að auki
ertu mjög skapandi og tekur það sem þú ert
að fást við alvarlega.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að athuga vel hvernig þú setur
hlutina fram því það skiptir sköpum að allir
skilji hvert þú ert að fara. Þér er það kapps-
mál að segja öðrum þína hlið á málunum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þetta er góður dagur til að njóta
samvista við vini þína. Fólk sem hugsar eins
og þú, talar eins og þú og lætur eins og þú
er auðvitað snillingar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gerðu sjálfum þér greiða og áttaðu
þig á því að þú hefur gott af því að fara eitt-
hvað afsíðis og njóta þess að vera í einrúmi.
Láttu það eftir þér og hafðu ekki áhyggjur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Svo virðist sem þú hafir ekki komið öll-
um þínum málum í höfn. Mundu að það eru
fleiri en ein hlið á hverju máli og því getur
verið erfitt að finna sannleikskjarnann.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Reyndu að beina orku þinni til góðra
verka en eyddu henni ekki í einskis vert karp.
Breytingar breytinganna vegna gefast nefni-
lega yfirleitt illa.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er aldrei of seint að brydda upp á
nýjungum og beina orku sinni inn á aðrar
brautir en þessar venjulegu. Biddu um hjálp
jafnvel þegar þú þarfnast hennar ekki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Eitthvað fer illa fyrir brjóstið á
þér og þú þarft að halda sjálfsstjórn. Oftast
heldur þú þig vita hvað gerist, en nú veistu
það ekki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hlutirnir ganga oft betur og
hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir
umhverfinu. Nýttu tímann til að soga inn í
þig allar nýjungar sem fyrir þig bera.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Öfugt við það sem fólk álítur er
tíminn vinur sem vinnur að háleitustu mark-
miðum manns. Njóttu andartaksins og
leyfðu þér að sinna því sem veitir þér mesta
gleði.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hristu af þér alla hræðslu og
helltu þér í það sem þig langar mest að gera.
Komdu þér upp föstu skipulagi sem tryggir
afköst þín.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Segðu öðrum frá áformum þínum því
viðbrögð þeirra geta reynst þér nýtileg. Ein
leið til að berjast fyrir lífreglum þínum er að
lifa eftir þeim.
Faðir minn hefði sagt, að JónIngvar Jónsson væri „gam-
ansamur“ þegar hann orti þetta á
Boðnarmiði út af nýjustu tíðindum:
Enn í klandri er hann Sindri,
oft um lögin hnaut.
Ekki nokkur held ég hindri
hann sem alltaf flaut.
Virðist þó af valdstjórn blindri
vera rudd hans braut.
Út af ljótu lagabroti
lagði ei niður skott.
Af iðrun svo í Sognar-sloti
sýndi engan vott
og með snotru Kötu í Koti
kom sér því á brott.
Páll Imsland heilsar leirliði í
logninu svofelldum orðum: „Það er
eins og sæki að mér fyrri part dags
nú orðið og allir tilburðir til yrk-
inga enda með draugagangslimri.
Sála mín hlýtur að vera eitthvað
villt í tímanum, þetta er jú yrkisefni
rökkurs og nátta“:
Guðleif í Gjábakkakoti
var gagnkunn því moldveggjasloti,
getin og fædd þar,
grátin og mædd þar
og gekk aftur gólandi’ í skoti.
Á sunnudaginn orti Pétur Stef-
ánsson:
Dýrðarinnar dagur er,
dreg ég glaður andann.
Ljúft finnst mér að lifa hér
laus við þynnku fjandann.
Friðrik Steingrímsson gat ekki á
sér setið:
Á sunnudögum eflaust er
úr þér drykkju víma,
en andansþynnka af þér fer
aldrei nokkurntíma.
Og Ingólfur Ómar:
Kappinn slyngi kætir menn
kveður ljóð í hrönnum.
Þó mun ljóst að eimir enn
af andans timburmönnum.
Hér koma tvær stökur úr Húna-
þingi. Sú fyrri eftir Jón á Geira-
stöðum:
Gleði raskast, vantar vín
verður brask að gera.
Ef að taska opnast mín
á þar flaska að vera.
Þessa orti Nikulás skáldi:
Höldum gleði hátt á loft
helst það seður gaman;
þetta skeður ekki oft
að við kveðum saman.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Sindra, drauga-
gangi og þynnku
Til skoðunar er hvað gera skulivarðandi þjóðarleikvang knatt-
spyrnufólks á Íslandi, Laugardals-
völlinn. Ljóst er að gera þarf á
honum breytingar, eða reisa nýjan
leikvang til að standast þær kröf-
ur sem gerðar eru af Alþjóða-
knattspyrnusambandinu. Ísland
fær undanþágu en ef aðstaðan
breytist ekki gæti Ísland þurft að
spila landsleiki sína erlendis.
Sama staða er uppi varðandi
Laugardalshöllina þegar kemur að
handbolta- og körfuboltalandslið-
unum. Laugardalshöllin er á und-
anþágu hjá alþjóða samböndunum.
x x x
Skattgreiðendum hefur vænt-anlega brugðið við að heyra
tölurnar sem gefnar voru upp.
Þær voru upp undir 20 milljarða.
Eins og bent var á í leiðaranum í
gær var gert ráð fyrir því að
kostnaðaráætlun myndi halda sem
ekki er nú alltaf raunin nema síð-
ur sé.
x x x
Víkverji getur ekki dæmt umhvaða leið sé best að fara í
þessum efnum en ágætt væri ef
mannvirkið mætti nýta í fleira en
þá fáu fótboltaleiki á ári sem Ís-
lendingar kjósa að fjölmenna á.
x x x
Þeir sem eru andstæðingar flug-vallarins í Vatnsmýri, eða eru
mótfallnir staðsetningunni skulum
við segja, segja gjarnan að illa fari
á því að vera með flugvöll á verð-
mætu byggingarlandi í miðri borg.
Farsælla sé þétta byggð og færa
völlinn, helst út fyrir borgina.
x x x
Líklega mætti nota sömu rökvarðandi fótboltaleikvang í
miðri borg. Þegar andstæðingar
flugvallarins í Vatnsmýri komast á
snoðir um að fótboltaleikvangur sé
í miðri borginni í Laugardalnum
þá eru þeir líklegir til að vilja
flytja hann til Keflavíkur eða í
Hvassahraun. Verulega mætti
þétta byggð með því að flytja fót-
boltavöllinn og Laugardalur er
vafalítið verðmætt byggingarland.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg-
semd, minn örugga klett og athvarf
mitt hef ég í Guði.
(Sálm: 62.8)
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.isSTOFNAÐ 1956
DÍMON
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Íslensk hönnun
& handverk