Morgunblaðið - 20.04.2018, Síða 13
Æfing Einar Hjalti, Helgi Snær og Magnús Guðjón æfa í loftskammbyssusal Skotdeildar Keflavíkur.
Helgi og Magnús klæðast skotgöllum sem þyngja og hægja á hjartslætti svo skytta sé stöðugri.
í tölvustýrðum skotmörkum sem
var mikil bylting fyrir starfsemi
deildarinnar. Það má heyra á ung-
lingunum að þar og á útisvæðinu sé
mesta fúttið.
Unglingar æfa frítt og hafa
alla tíð gert, auk þess sem skotfimi
stendur eldri nemendum
grunnskólanna í Reykja-
nesbæ til boða í vali.
„Fyrsta auglýsta ung-
lingaæfingin var líklega 2012.
Svo fórum við að leggja að-
eins meiri metnað í
þetta. Aðstaðan hamlaði
okkur hins vegar fram-
an af og við náðum
ekki eins langt og við
vildum. Það breytti
hins vegar öllu að fá að-
stöðu hér í Sund-
miðstöðinni og ekki
skemmir að við erum al-
veg í hjarta bæjarins.“
Bjarni segir helstu
áskorunina vöxt deild-
arinnar en búið sé að taka
inn fleiri æfingastjóra til
að dreifa álagi.
„Þessi aðstaða breytti
því að fólk, sumt unglingar,
fór virkilega að vilja koma til
að stunda þessar loftgreinar
að einhverju ráði. Þar af leið-
andi höfum við verið að bæta
okkur sem íþróttafólk og efl-
ast sem félag. Núna er sama-
staður til þar sem fólk jafnvel
bara kíkir inn til að segja hæ
og spjalla, ekkert endilega til
að skjóta.“
Alltaf hægt að bæta sig
og setja sér ný markmið
Vinirnir Einar Hjalti Gilbert,
Helgi Snær Jónsson og Magnús
Guðjón Jensson voru ekki í æf-
ingaaðstöðunni til að segja hæ,
þegar blaðamaður leit inn,
enda á fullu að æfa sig fyr-
ir Íslandsmót sem var í
byrjun apríl. Magnús gerði
sér lítið fyrir og setti nýtt
Íslandsmet í unglingaflokki
karla. Hann fékk samtals
566,6 stig. Fyrr á árinu setti
Helgi Snær Íslandsmet.
Þeir félagar hafa allir
verið að æfa í rúmlega ár og
hvöttu hver annan til æfinga.
„Það var eiginlega
Magnús sem dró mig hingað.
Þá var Einar líka byrjaður að
æfa og mig langaði til að vera
með vinum mínum,“ segir Helgi
Snær.
Magnús segir pabba sinn hafa
hvatt sig með í skotfimina eftir að
Theodór yfirþjálfari hafði hvatt
hann til að kíkja.
– Hvað er það við skotfimina
sem heillar?
„Þetta er bara gaman. Maður
getur alltaf verið að reyna að bæta
sig og setja ný markmið. Svo verð-
ur maður aldrei of gamall í þessa
íþrótt, getur æft hana að eilífu.“
Það er Magnús sem vekur at-
hygli á þessum staðreyndum og
tekur jafnframt fram að í æfinga-
salnum séu nú a.m.k. tveir karl-
menn yfir sextugt. Það sé t.d. ekki
möguleiki í þeim íþróttagreinum
sem hann æfði áður, sundi og fót-
bolta.
Á útisvæðinu eru notaðar
púðurbyssur, meira alvöru
Einar segir þá vinina hafa ver-
ið meðal fyrstu unglinganna til að
koma og æfa. Þeir hafi fljótt náð
góðum árangri í íþróttinni.
„Eftir að við höfðum verið að
æfa í tvo mánuði var Íslandsmót og
við vorum bara strax orðnir góðir í
þessu. Við fengum þá að vera sam-
an í liði.“
– Eruð þið þá bestir sem lið
eða eruð þið góðir einir sér?
„Við erum bæði góðir sem lið
og sem einstaklingar,“ segir Helgi
sem bendir á að
allir keppi þeir
sem ein-
staklingar og síð-
an séu stig þeirra
lögð saman og
þannig myndi
þeir sterkt lið.
Framundan eru
útiæfingar, sem
Einar segir
meira púður í en í
innisvæðinu þó
að kostir inni-
svæðisins séu
þeir að þar er
alltaf hægt að
æfa.
„Á útisvæð-
inu erum við með
púðurbyssur. Það
er meira alvöru
myndi ég segja.
Við erum þá líka
að skjóta af 100
metra færi.“
Fjögur mót
eru skipulögð á
svæðinu í sumar sem vinirnir eru
fullir tilhlökkunar yfir. Bjarni segir
deildina með fimm auglýstar æf-
ingar í viku, auk þess sem hægt sé
að koma við á öllum tímum sem
einhver er á staðnum og taka æf-
ingu.
Nýir iðkendur eru alltaf vel-
komnir til að kynna sér aðstöðuna
og prófa. Um viðveru sína tilkynna
stjórnendur og þjálfarar á sam-
félagsmiðlum. Unglingarnir æfa þó
eingöngu með æfingastjóra eða
þjálfara bæði á úti- og innisvæði.
Allir spenntir að prófa að
skjóta úr loftskammbyssu
Nemendur í Holtaskóla geta
tekið skotfimi í valgreinum 9.
bekkjar. Valið er að frumkvæði
skólans og þeir
krakkar sem blaða-
maður hitti í tíma
sögðust hafa viljað
prófa eitthvað nýtt.
Einum fannst
gaman að skjóta yf-
irhöfuð og allir voru
voða spenntir yfir
því að fá að prófa að
skjóta úr loft-
skammbyssu, sem
Theodór yfirþjálfari
segir að sé á döfinni.
„Þetta samstarf
er vonandi bara
byrjunin á einhverju
stærra með skól-
unum hér í Reykja-
nesbæ. Auk þess að
kenna þeim að
skjóta förum við yfir
hvernig á að standa,
miða, halda á loft-
riffli og loftskamm-
byssu sem og öll ör-
yggisatriði. Það vita
það kannski ekki all-
ir að skotfimi er slysalaus íþrótt á
Íslandi og það í mjög langri sögu
skotfimi á Íslandi. Skotfélag
Reykjavíkur er elsta íþróttafélag á
Íslandi, stofnað 1867. Fólk heldur
stundum að þetta sé jaðaríþrótt en
hún á sér rúmlega 150 ára sögu,
einnig hér í Reykjanesbæ því Duus
kaupmaður stofnaði skotfélag
1870. Eitt af húsum Duus var skot-
hús.“
Val Nemendur í 9. bekk í Holtaskóla hafa í vetur getað tekið skotfimi í vali. Nú er fjórði
nemendahópurinn hálfnaður með níu vikna námskeið, og allir ánægðir.
„Auk þess að kenna
þeim að skjóta förum
við yfir hvernig á að
standa, miða, halda
á loftriffli og loft-
skammbyssu sem og
öll öryggisatriði. Það
vita það kannski ekki
allir að skotfimi er
slysalaus íþrótt á Ís-
landi og það í mjög
langri sögu skotfimi
á Íslandi. Fólk heldur
stundum að þetta
sé jaðaríþrótt en
hún á sér rúmlega
150 ára sögu“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
Skotfimi er ekki bara karlaíþrótt, þótt þeir séu vissulega fleiri í
greininni. Sífellt fleiri stúlkur hafa komið í skotdeild Keflavíkur.
Sigga Gísladóttir hóf að æfa skotfimi árið 2015 eftir að hafa
farið með bekknum sínum í kynningu í aðstöðu deildarinnar,
þá í 10. bekk í grunnskóla. Hún segist hafa náð gríðarlegum
árangri með æfingum, m.a. fagnað Íslandsmeistaratitli.
Spurð um hvað heilli hana við íþróttina, stendur ekki á
svari:
„Ég hef gaman af rólegum íþróttum eins og skák og
skotfimi. Þessar greinar reyna mikið á þolinmæðina og það
þarf færni til að geta stundað þessar greinar. Mér finnst
félagsskapurinn í skotdeildinni líka frábær og andrúms-
loftið. Skotfimin er virkilega skemmtileg íþrótt sem mér
finnst að ætti að fá meiri viðurkenningu í samfélaginu.“
Skotfimin er eins og skák,
þolinmæðisíþrótt
SIGGA GÍSLADÓTTIR
Ferðafélag Íslands skipuleggur sam-
eiginlegan plokkdag á Degi jarðar,
sunnudaginn 22. apríl. Almenningur,
félagsmenn og meðlimir í öllum fjall-
göngu- og hreyfihópum FÍ taka hönd-
um saman og gera árás á plast og
rusl í nágrenni Reykjavíkur. Mæting
við bensínstöð Olís við Rauðavatn kl.
14 og þaðan verður plokkað í allar
áttir til kl. 18. Hver og einn er hvattur
til að taka með sér þrjá ruslasekki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sameiginlegt
plokk, já, takk
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755