Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 27
Fjölskylda Eiginkona Sigfúsar er Anna María Pálsdóttir, f. 27.11. 1932, bókagerð- armaður og húsfreyja. Hún er dóttir Páls Sigurðssonar Steingrímssonar, f. 25.7. 1887, d. 18.7. 1963, bónda á Njálsstöðum í Norðurárdal í Vestur- Húnavatnssýslu, síðar verkamanns í Reykjavík, og k.h., Ingibjargar H. Sigurðardóttur, f. 17.11. 1892, d. 24.12. 1986, húsfreyju. Fyrri kona Sigfúsar var Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, f. 16.10. 1942, fyrrv. kennari, skólastjóri og yfirsjúkraþjálfari við Kópavogs- hælið. Synir Sigfúsar og Jóhönnu eru Sigurður Kári Sigfússon, f. 12.9. 1962, bifvélavirki og bifreiðarstjóri hjá Póstinum, búsettur í Reykjavík og á hann tvær dætur; Árni Jón Sig- fússon, f. 22.1. 1969, arkitekt hjá Mannvirkjastofnun, búsettur í Reykjavík en kona hans er Annetta Björk Baldursdóttir Scheving, graf- ískur hönnuður, og eiga þau tvo syni; Pétur Jóhann Sigfússon, f. 21.4. 1972, uppistandari og starfsmaður hjá 365, búsettur í Garðabæ en kona hans er Sigrún og á hann tvö börn; Sigfús Róbert Sigfússon, f. 25.11. 1974, stál- smiður og véliðnfræðingur og þjón- ustustjóri hjá Skaganum 3X, búsett- ur í Reykjavík en kona hans er Ólöf Hildur Gísladóttir lögfræðingur og eiga þau þrjú börn. Börn Önnu Maríu eru Ingi Jón Sverrisson, f. 28.3. 1951, fram- kvæmdastjóri Tourist, búsettur í Reykjavík en kona hans er Herdís Þórunn Jónsdóttir leikskólakennari og eiga þau þrjú börn; Björg Krist- jana Sverrisdóttir, f. 25.6. 1952, sjúkraliði í Noregi og á hún fimm börn; Anna María Sverrisdóttir, f. 10.4. 1958, sérkennari við Foldaskóla, búsett í Reykjavík og á hún þrjú börn; Sverrir Þórhallur Sverrisson, f. 9.10. 1965, líffræðingur og kerf- isfræðingur hjá Íslenskri erfðagrein- ingu, búsettur í Reykjavík en kona hans er Hrönn Ásgeirsdóttir grunn- skólakennari og eiga þau þrjú börn. Systir Sigfúsar er Ragnheiður Dóra Árnadóttir, f. 8.7. 1933, hjúkr- unarfræðingur á Akureyri, en maður hennar er Pétur Breiðfjörð gull- smiður. Foreldrar Sigfúsar voru Árni Jón Gíslason, f. 15.2. 1904, d. 13.8. 1964, bifreiðarstjóri og síðast verslunar- maður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, og k.h., Ástrún Sigfús- dóttir, f. 21.10. 1897, d. 2.11. 1981, húsfreyja á Sauðárkróki. Sigfús J. Árnason Helga Árnadóttir húsfr. á Grund Þorsteinn Þorláksson b. á Grund í Þorvaldsdal Petrea Þorsteinsdóttir húsfr. í Hvammi, Mælifelli og á Sauðárkróki Ástrún Sigfúsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Sigfús Jónsson pr. og oddviti í Hvammi í Laxárdal og á Mælifelli í Skagafirði, síðar kaupf.stj. og alþm. á Sauðárkróki Ástríður Sigurðardóttir húsfr. á Víðimýri Jón Árnason skáld og hreppstj. í Víðimýri Jón Gíslason b. í Miðhúsum Þorvaldur Óskarsson bifvélav. á Sleitustöðum Óskar Gíslason b. á Sleitustöðum Stefán Vagnsson b. á Minni-Ökrum Vagn Gíslason b. á Minni-Ökrum Þrúður Gísladóttir húsfr. í Miðhúsum Gísli Jónsson b. í Miðhúsum Stefán R. Gíslason kórstj. Heimis Halla Rut Stefáns- dóttir sóknar- prestur á Hofsósi Sigurður Guðmundsson skólameistari Sigurður Örlygsson myndlistarmaður Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Æsustöðum og í Mjóadal í Bólstaðar- hlíðarhr. Örlygur Sigurðsson listmálari Ólafur Sigurðsson læknir á Akureyri Steingrímur Sigurðsson listmálari Sigfús Sigurðarson verkstj. hjá RARIK Ingibjörg Sigfúsdóttir húsfr. á Sauðárkróki Jón Sigfússon deildarstj. hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki Páll Sigfússon b. á Hvíteyrum Þrúður Jónsdóttir húsfr. í Miðhúsum Jón L. Árnason stórmeistari í skák og framkv.stj. Lífsverks Ásgeir Þór Árnason lögmaður og skákmaður Árni Björnsson lögfr. í Rvík Margrét Ásgeirsdóttir húsfr. í Rvík Ragnheiður Skúladóttir læknir Erla Björk Skúladóttir leikari og kvikmyndagerðarmaður Aðalbjörg Björnsdóttir kennari í Rvík Geir Magnússon fyrrv. framkv.stj. Iceland Seafood í Bandaríkjunum Magnús Jochumsson póstmeistari í Rvík Aðalbjörg Jónsdóttir húsfr. á Arngerðareyri og í Rvík Jón Björnsson b. í Miðhúsum Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Miðhúsum Gísli Þorfinnsson b. í Miðhúsum í Blönduhlíð í Skagafirði Guðrún Björnsdóttir vinnukona á Þverá í Blönduhlíð, síðar á Siglufirði Þorfinnur Hallsson b. á Mosfelli í Húnavatnssýslu Úr frændgarði Sigfúsar J. Árnasonar Árni Jón Gíslason bílstj. og verslunarm. á Sauðárkróki ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 90 ára Birna Friðgeirsdóttir Eyvör Stefánsdóttir 85 ára Auður Þorbergsdóttir Bergný Jóhannsdóttir Jóhann G. Pétursson Lilja G. Aðalsteinsdóttir 80 ára Gissur Þór Sigurðsson Guðríður H. Magnúsdóttir 75 ára Auðunn Karlsson Árni Sævar Jónsson Esther Pétursdóttir Sigrún D. Sighvatsdóttir Þorgeir Lúðvíksson 70 ára Halla Bergsdóttir Jón R. Trampe Sigrún Gerður Bogadóttir Steingrímur Ó. Ellingsen Sveinn Arason 60 ára Alda Baldursdóttir Arnar Bjarnason Birgir Indriðason Halldóra G. Ottósdóttir Halldór Árnason Hallur Sigurðsson Ingvar Teitsson Jón Sigurðsson Kristján Friðrik Olgeirsson Lóa Sigurðardóttir Sigmundur Einar Ófeigsson Steinunn Björnsdóttir 50 ára Fadwa Mohammad Kadre Al Soufi Florentin-Dan Popovici Gísli Einarsson Guðný Leifsdóttir Gunnar Ingi Hansson Hilmir Valsson Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir Ingibjörg St Ingjaldsdóttir Jakub Marek Gminski Jóna Jóhanna Sveinsdóttir Kenneth Walter Balys Kolbrún Axelsdóttir Kjerúlf Magnús Ó. Kristjánsson Marian Bodor Rolandas Pocius Sigtryggur Hilmarsson Svava Garðarsdóttir Viorel Palici Þorsteinn Ægir Þrastarson 40 ára Abdellah Allam Toujani Arngrímur Arnarson Dagný Kristinsdóttir Einar Kári Möller Elísabet Ýr Sigurðardóttir Guðmundur Kristjónsson Guðný Karen Jónsdóttir Harpa Magnúsdóttir Helga Íris Ingólfsdóttir Ivona Rut Geseviciute Jófríður Ósk Hilmarsdóttir Jón Hilmar Karlsson 30 ára Arnór Guðmundsson Ágúst Freyr Dansson Ásmundur G. Ásmundsson Einar Baldur Þorsteinsson Eva Ingibjörg Leósdóttir Grétar Már Sveinsson Guðrún B. Frímannsdóttir Íris Dröfn Brjánsdóttir Jóhann J. Ingimundarson Jóhann Már Sigurbjörnsson Kristján Rúnar Egilsson Linda S. Ásgeirsdóttir Sigurjón Michael Duffield Urður Anna Björnsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Gísli Már ólst upp á Eskifirði, býr þar, lauk stúdentsprófi frá VA og starfar hjá Brammer á Reyðarfirði. Maki: Lena Sóley Yngva- dóttir, f. 1991, starfs- maður við leikskólann á Eskifirði. Sonur: Emil Gíslason, f. 2014. Foreldrar: Magnús Guðnason, f. 1960, og Jóna Mekkín Jónsdóttir, f. 1960. Gísli Már Magnússon 30 ára Eyrún ólst upp í Kópavogi, býr þar, lauk prófi sem sjúkraliði, stundar nú nám í hjúkr- unarfræði við HÍ og starf- ar á Ísafold í Garðabæ. Systur: Helga Björg, f. 1979, búsett í Danmörku, og Eva, f. 1990, sjúkra- þjálfari í Danmörku. Foreldrar: Guðrún Þórs, f. 1958, skurðhjúkrunar- fræðingur, og Eðvald Eð- valdsson, f. 1959, húsa- smiður. Eyrún Eðvaldsdóttir 40 ára Óli Örn lauk BA- prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ og er forstöðumaður Fönix. Maki: Karen G. Elísabet- ardóttir, f. 1977, deildar- stjóri á leikskóla. Börn: Hlynur, f. 1999; Helgi Júlíus, f. 2008; Sig- ríður Kristín, f. 2010, og Einar Atli, f. 2014. Foreldrar: Sigríður K. Ólafsdóttir, f. 1951, og Atli Þór Helgason, f. 1950, d. 1980. Óli Örn Atlason  Jenna Huld Eysteinsdóttir hefur var- ið doktorsritgerð sína í læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Áhrif Bláa lóns með- ferðar á psoriasis miðað við hefð- bundna UVB ljósameðferð. (The effect of balneophototherapy in the Blue Lagoon in Iceland on psoriasis comp- ared with phototherapy alone). Um- sjónarkennari var Jón Hjaltalín Ólafs- son, dósent við læknadeild Háskóla Íslands, og leiðbeinandi var Bárður Sigurgeirsson, aðjunkt við sömu deild. Sóri (e. psoriasis) er langvinnur bólgu- sjúkdómur í húð þar sem T frumur leika veigamikið hlutverk í meingerð- inni, sérstaklega Th1/Tc1 og Th17/ Tc17 frumur. Fyrri rannsóknir benda til þess að samsett meðferð með böðun í Bláa Lóninu (BL) og ljósameðferð sé áhrifarík meðferð gegn sóra. Markmið rannsóknarinnar var að meta klínísk, sálfélagsleg, vefjafræðileg og ónæm- isfræðileg áhrif samsettrar meðferðar í BL á sórasjúklinga samanborið við hefðbundna ljósameðferð með slemb- iraðaðri framskyggnri samanburð- arrannsókn. Tólf sórasjúklingar tóku þátt í forrannsókn þar sem ónæm- isfræðilegar aðferðir voru prófaðar fyrir stærri rann- sóknina þar sem 68 sórasjúklingar tóku þátt og slembiraðað í þrjá meðferðarhópa: 1) göngudeild- armeðferð í BL, 2) innlögn í BL, og 3) hefðbundin ljósa- meðferð. Niðurstöður sýndu að 68- 73% sjúklinga sem fengu samsetta meðferð í BL náðu meira en 75% klín- ískum bata eftir 6 vikna meðferð, samanborið við 16% sjúklinga sem fengu hefðbundna ljósameðferð. Sál- félagslegur og vefjafræðilegur bati var í góðri fylgni við klínískan bata ásamt því að það þurfti UVB geislun til að ná þessum bata. Þessar niðurstöður staðfesta að samsett meðferð í BL er klínískt áhrifaríkari meðferð en hefð- bundin ljósameðferð, og gefur til kynna að sóri Th17/Tc17 og Th22/ Tc22 miðlaður bólgusjúkdómur, ekki Th1/Tc1 miðlaður. Ekki hefur áður ver- ið sýnt fram á að húðsækni viðtakarnir CCR4, CCR10 og húðfesti viðtakinn CD103 nær hverfi í blóði sórasjúklinga eftir meðferð. Jenna Huld Eysteinsdóttir Jenna Huld Eysteinsdóttir er fædd 1976. Hún lauk stúdentsprófi af náttúru- fræðibraut Fjölbrautaskóla Vesturlands 1996, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 2005 og sérnámi í húð- og kynsjúkdómalækningum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg 2014. Jenna Huld hóf doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands ár- ið 2008 og hefur frá árinu 2015 starfað á Húðlæknastöðinni Smáratorgi. Börn hennar eru Katrín Rós Bárðardóttir, Hlynur Þór Bárðarson og Dagur Þór Bárðarson. Doktor

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.