Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Strokufanginn hugsanlega á Spáni  Ekkert vitað um ferðir Sindra  Ekki verið að rekja kort hans  Engar nýjar upplýsingar frá Svíum Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Líkur er á því að strokufanginn Sindri Þór Stef- ánsson sé kominn til Spánar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir þennan grun reistan á orðrómi þar um, en segir þó að engin sannfærandi vísbending hafi komið fram um að svo sé. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði lögregla engar upplýsingar um ferðir Sindra Þórs frá því að hann lenti á Arlanda-flugvellinum í Svíþjóð á þriðjudagsmorgun, hvorki hvort hann hefði flogið áfram frá flugvellinum né hvort hann hefði farið út af flugvellinum og inn í Svíþjóð. Sænska lögreglan hefur ekki getað veitt upplýs- ingar um ferðir Sindra Þórs eftir að til Svíþjóð- ar var komið. Ólafur Helgi segir enga ástæðu til að ætla að sænsk lögregla standi sig ekki við rannsókn málsins, en segir að það væri heppi- legt að fá frá þeim upplýsingar. Í gærkvöldi hafði leigubílstjórinn sem ók Sindra Þór að flug- stöðinni aðfaranótt þriðjudagsins sem hann flaug út til Svíþjóðar enn ekki gefið sig fram og leit lögreglu að bílstjóranum ekki borið árang- ur. Að sögn Ólafs Helga væri æskilegt að bíl- stjórinn gæfi sig fram áður en lögregla gripi til harðari aðgerða til að hafa uppi á viðkomandi, en um er að ræða silfraðan Skoda-skutbíl. Ólaf- ur segir að lögregla sé ekki að rekja kort Sindra en það standi til að skoða þann möguleika í dag. Sindri Þór er giftur, þriggja barna faðir, fæddur árið 1986, og á hann að baki langan sakaferil, meðal annars fjölda fíkniefna- og þjófnaðarbrota. Síðasta dómsmálið tengt Sindra Þór var í lok síðasta árs þegar lögregla kom upp um kannabisræktun á Norðurlandi. Á Linkedin-síðu Sindra Þórs kemur fram að hann hafi lokið tölvunarfræðinámi við Háskól- ann í Reykjavík árið 2015 og starfað við hug- búnaðarþróun hjá íslensku hugbúnaðarfyrir- tæki fyrsta árið eftir útskrift áður en hann starfaði sjálfstætt og stofnaði eigin hugbúnað- arfyrirtæki, en litlar sem engar upplýsingar er að finna um fyrirtækið. Sindri sat í gæsluvarðhaldi grunaður um að- ild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssög- unnar þar sem brotist var inn í þrjú gagnaver, meðal annars hjá Advania á Fitjum og Borealis Data Center í Borgarbyggð, og stolið tölvubún- aði að andvirði 200 milljóna króna. Alls voru 23 handteknir við rannsókn málsins en Sindri var sá eini í gæsluvarðhaldi þegar hann slapp og telst málið enn óupplýst en innbrotunum hefur verið lýst sem þaulskipulögðum. Búnaðurinn var notaður til Bitcoin-graftar en Ólafur Helgi segir í samtali við Morgunblaðið að aldrei hafi komið fram við rannsókn málsins að rafmyntir hafi verið á hörðum diskum tölvubúnaðarins sem hvarf. Að sögn Ólafs Helga hafa íslensk yfirvöld afturkallað vegabréf Sindra Þórs, en hann þarf gilt vegabréf ætli hann sér að yfirgefa Schen- gen-svæðið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur lengi verið sú að nýta auðlindir hafs- ins á ábyrgan hátt. Leyfi til hval- veiða sem gefin voru út fyrir fimm árum gilda út árið 2018 og heimildin sem var gefin út byggðist á varfærn- islegum ráðleggingum frá Hafrann- sóknastofnun,“ segir Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðherra, í samtali við Morgun- blaðið. Byrja 10. júní Eins og fram hefur komið er hjá Hval hf. nú unnið að rannsóknum á möguleikum þess að nýta langreyð- arkjöt í járnríkt fæðubótarefni. Ræður þetta þeirri ákvörðun stjórnenda fyrir- tækisins að hefja hvalveiðar á ný í sumar, eftir tveggja ára hlé. Veiðarnar hefjast um 10. júní næst- komandi. Þeim var hætt fyrir tveimur árum enda gekk út- flutningur hvala- afurða til Japans þá ekki sem skyldi. Tíminn síðan hefur verið notaður til að kanna möguleika á vinnslu ann- arra afurða. Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða 161 langreyði í sumar, auk þess sem nota má hluta af ónýttum kvóta síðasta árs. Skiptar skoðanir eru um hvalveið- ar og í umræðu síðustu daga hafa heyrst ýmis sjónarmið um að veið- arnar geti ógnað stærri hagsmunum Íslendinga í viðskiptum. Jafnframt geti þær gengið nærri viðkvæmum stofnum. Um þetta segir Kristján Þór að þegar fyrirliggjandi leyfi til hvalveiða voru gefin út hafi gagnrýn- endur sagt að veiðar á hval og um- fjöllun um þær myndu koma til með að skaða ferðaþjónustuna og jafnvel fleira. Annað en líffræði „Við þekkjum alveg þróun við- skipta og fjölgun ferðamanna á und- anförnum árum. Það verður hver og einn að draga sínar ályktanir út frá þeim staðreyndum. Varðandi jafn- vægi í lífríkinu hefur ráðgjöf vísinda- manna Hafrannsóknastofnunar um veiðar verið langt undir því sem er líffræðileg varúðarmörk. Umræðan um hvalveiðar eða bann við þeim snýst því um eitthvað annað en líf- fræðilega þætti,“ segir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Veiðin undir varúðarmörkum  Ábyrg nýting og varfærnislegar ráðleggingar  Óttast ekki að hagsmunir skaðist Kristján Þór Júlíusson Morgunblaðið/Ómar Hvalskurður Hvalur hf. hefur leyfi til að veiða 161 langreyði í sumar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi í gær rússnesk-íslenska hljómsveitarstjórann og píanistann Vladimir Ashkenazy stórkrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu við hátíðarathöfn á Bessa- stöðum. Verðlaunin voru veitt fyrir framlag til íslenskrar menningar og tónlistarlífs. Ashke- nazy er aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og hefur áður verið sæmdur ridd- arakrossi og stórriddarakrossi fálkaorðunnar. Í kvöld mun Ashkenazy stýra tónleikum með sin- fóníuhljómsveitinni og japanska píanistanum Nobuyuki Tsujii í Hörpu. Þessi frækni mann- skapur mun í nóvember halda í tónleikaferð til Japans þar sem m.a. verða flutt verk eftir Chop- in og Rakhmanínov. Ashkenazy sæmdur stórkrossinum Morgunblaðið/Eggert Fagnaðarfundir á Bessastöðum Myndlistarmað- urinn Tryggvi Ólafsson er hand- hafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018. Það var tilkynnt á hátíðarsamkomu í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn í gær. Stjórn Jónshúss gerði tillögu um verðlaunahafa til forsætisnefndar Alþingis, sem formlega veitir verð- launin. Í rökstuðningi stjórnarinnar segir m.a.: „Tryggvi er sá íslenski listmálari sem lengst hefur búið og starfað í Danmörku. Þá hefur Tryggvi haldið flestar listsýningar af íslenskum málurum, alls um 35, í Danmörku, auk fjölda samsýninga.“ Það var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sem afhenti verð- launin. Gígja, dóttir Tryggva, veitti þeim viðtöku fyrir hans hönd. Tryggvi Ólafsson hlýtur verðlaun Jóns Tryggvi Ólafsson Heildarferða- kostnaður starfsmanna Al- þingis árið 2017 nam 14,7 millj- ónum króna. Frá þessu var greint í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þing- manns Miðflokksins. Greint var frá því að 21 starfsmaður Alþing- is hefði fengið dagpeninga vegna utanlandsferða, alls um 7 millj- ónir króna. Hæsta greiðsla til eins starfsmanns Alþingis var 1.108.681 krónur. Útlagður kostnaður fyrir vinnuföt var um tvær milljónir. Meðalheildarlaun starfsmanna á skrifstofunni voru 9.055.103 krónur. Tæpar 15 milljónir í ferðakostnað Þorsteinn Sæmundsson Laust fyrir 10 í gærkvöldi sló öllu rafmagni út í Þorlákshöfn og ná- grenni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti mun spenni frá RA- RIK hafa leyst út. Steinunn Þor- steinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, sagði í samtali við mbl.is að viðgerðarhópur hefði verið sendur til bæjarins frá Sel- fossi til þess að leita uppi ástæður þess að spenninn leysti út. Rafmagn komst aftur á um klukkustund síðar eða laust fyrir klukkan 11. Ekki höfðu fengist upplýsingar um ástæður bilunar- innar þegar Morgunblaðið fór í prentun. Alvarleg rafmagns- bilun í Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.