Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 4
20 börn og fjölskyldur þeirra fengu í gær ferðastyrk Vildarbarna Ice- landair. Hvert barnanna fær skemmtiferð fyrir sig og fjölskyldu sína. Í styrknum felst að allur ferðakostnaður, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum við- burði sem barnið óskar sér. Vildarbörn Icelandair hafa verið starfandi í 15 ár og á þeim tíma hafa 625 fjölskyldur notið stuðn- ings úr sjóðnum. Því hafa ríflega 3.000 einstaklingar farið í ferð á vegum hans. Sjóðurinn er fjármagnaður með beinu fjárframlagi frá Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair sem geta gefið af vildarpunktum sínum, með söfnun myntar um borð í flugvélum Ice- landair, sölu á Vildarenglinum og söfnunarbaukum á Keflavíkur- flugvelli og söluskrifstofum Ice- landair. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari sjóðsins. 20 börn fengu styrk frá Vildarbörnum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Vestmannaeyjabær hefur frá árinu 2012 fellt niður fasteignagjöld á elli- lífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem búa í eigin húsnæði, óháð tekjum, en í til- kynningu sem samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytið sendi frá sér sl. miðvikudag segir að sveitar- stjórnum sé óheimilt að veita afslátt af fasteignaskatti án tekjutengingar. Í tilkynningunni kom einnig fram að Vestmannaeyjabær hefði haft tekjutengingu við niðurfellingu fast- eignagjalda eldri borgara síðan 2015, en það segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, að sé rangt þar sem 70 ára og eldri í eigin húsnæði hafi frá árinu 2012 fengið fasteignagjöld niðurfelld að fullu óháð tekjum. Nóg sé að annað hjónanna hafi náð 70 ára aldri til þess að til niðurfellingar komi. „Það hefur aldrei verið tekjuteng- ing á þessari niðurfellingu fasteigna- gjalda,“ segir Elliði og bætir við að ráðuneytið sé að horfa í allt aðrar reglur um tekjutengingu vegna af- sláttar hjá 67 ára og eldri, og öryrkj- um. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið greindi frá því á miðviku- dag að ráðuneytið hefði kallað eftir upplýsingum og gögnum frá Vest- mannaeyjabæ varðandi hvernig staðið hefði verið að framkvæmd niðurfellingar fasteignagjalda und- anfarin ár og í framhaldinu meta hvort tilefni væri til að taka stjórn- sýslu sveitarfélagsins til formlegrar skoðunar. Vestmannaeyjabær er eft- ir því sem Morgunblaðið kemst næst eina sveitarfélagið sem fellir niður fasteignagjöld á eigin húsnæði 70 ára og eldri og segir Elliði einnig svo vera. „Og við munum gera allt sem við getum ef ráðuneytið reynir að stöðva okkur í að þjónusta eldri borgara eins og við teljum best, í samráði við eldri borgara,“ segir Elliði. „Það hef- ur ekki einn einasti bæjarbúi fundið að þessu síðan 2012 og það er um þetta útbreidd sátt,“ segir hann. „Það væri undarlegt ef ráðuneytið og þingheimur ætlaði að stíga þannig fram að okkur yrði gert að hætta þessu. Í stað þess að karpa um keis- arans skegg ættu kjörnir fulltrúar að leita leiða til að styðja við bakið á eldri borgurum í stað þess að eyða hundruðum stunda í að deila um í hvaða formi styrkurinn er veittur.“ Ekki tekjutengt í Vestmannaeyjum  Ráðuneytið hefur fullyrt annað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skattar Vestmannaeyjar eru eina sveitarfélag landsins þar sem 70 ára og eldri borga ekki fasteignagjöld. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Isavia hefur nú í um ár boðið upp á hraðþjónustu í öryggisleit á Kefla- víkurflugvelli. Um er að ræða þjón- ustu þar sem farþegar á dýrari far- rýmum eiga kost á að fara í gegnum öryggisleit í styttri röð en farþegar á ódýrari farrýmunum. Isavia býður flugfélögum val um það hvort þau vilja bjóða þessa þjónustu í skiptum og meðal flugfélaga sem kjósa að nýta sér hana eru Icelandair og WOW air. WOW air bauð fyrst upp á þjónustuna með WOW biz- farrýminu en eftir að því farrými hefur verið breytt í WOW premium- farrýmið er boðið upp á það fyrir fleiri farþega í hverri flugferð. Bættur hraði í afgreiðslu Í staðinn fyrir þjónustuna fær Isavia hluta af söluágóða flugmiða þeirra farrýma sem nýta sér hana. Ekki hefur verið gefið upp hver rekstrarkostnaður hraðleitar á Keflavíkurflugvelli er en Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, segir honum haldið uppi á kostnað flugfélaganna sem kjósa að bjóða upp á hana. „Þetta er svokölluð „fast track“-þjónusta,“ sagði Gunnar. „Við höfum verið með þetta í gangi síðan í fyrra. Þetta er þjónusta sem við bjóðum og er sérmerkt leið þeg- ar maður fer inn í öryggisleitina.“ Gunnar segir þjónustuna hafa góð áhrif á afgreiðsluhraðann í öryggis- leitinni. „Við höfum verið að bæta mikið flæðið, bæði með fleiri vélum og fleiri mönnum. Hraðinn á vopna- leitinni er orðinn mjög góður. Við höfum aukið hann mikið. Ég held að 85 eða 90 prósent farþega bíði núna fimm mínútur eða skemur. Það er mjög góður hraði.“ Hraðleit eins árs í Keflavík  „Mjög góður hraði“ á afgreiðslu í öryggisleit, segir markaðsstjóri Isavia  Kostnaður Isavia vegna þjónustunnar er ekki gefinn upp opinberlega Morgunblaðið/Hari Flugvöllur Farþegar bíða í röð á Keflavíkurflugvelli árið 2017. Arnar Pétursson stökk í mark þegar hann sigraði í Víðavangshlaupi ÍR í gærmorgun. Hann hljóp kílómetrana fimm á 15 mínútum og 35 sekúndum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Arnar er frár á fæti Víðavangshlaup ÍR sumardaginn fyrsta Í skýrslu Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa um banaslys sem varð á gatnamótum Njarðarbrautar og Tjarnarbrautar í Reykjanesbæ hinn 21. janúar 2016, þar sem tveir bílar skullu saman, kemur fram að öku- maðurinn sem lést var ekki í bílbelti og að hinn ökumaðurinn var rétt- indalaus þegar slysið átti sér stað, auk þess sem hann ók of hratt. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðar tók vinstri beygju í veg fyrir aðra bifreið sem kom á móti. Rannsókn slyssins leiddi í ljós að ökumaðurinn, sem hafði tek- ið vinstri beygju og lést í slysinu, var ekki í öryggisbelti. Þá leiddi hún einnig í ljós að ökumaður bifreiðar- innar sem kom úr gagnstæðri átt var með útrunnið bráðabirgðaökuskír- teini, auk þess sem hann ók talsvert yfir hámarkshraða, sem er 50 km/ klst. Hraðaútreikningur bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafið verið um 75 km/klst þegar slysið varð. Þá kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar að engar mið- eða deililínur hafi verið sjáanlegar á vegyfirborði til að afmarka akreinar. Rannsóknarnefndin bendir einnig á að hemlakerfi beggja bifreiða hafi verið í bágbornu ástandi. Í athugasemd við skýrsluna gerir rannsóknarnefndin athugasemd við það að áfengis- og lyfjamælingar hafi ekki verið gerðar á báðum ökumönn- um. Niðurstöður slíkra rannsókna voru neikvæðar á ökumanninum sem lést en slík rannsókn var ekki fram- kvæmd á hinum ökumanninum. thorgerdur@mbl.is Sá látni var ekki í bílbelti  Skýrsla komin út vegna banaslyss í Reykjanesbæ 2016 Biskup Íslands hefur auglýst eft- ir prestum til að sinna afleysinga- þjónustu í tveim- ur prestaköllum: Borgarpresta- kalli í Vest- urlandsprófasts- dæmi og Laufásprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Núver- andi sóknarprestar þessara prestakalla eru sr. Þorbjörn Hlyn- ur Árnason í Borgarprestakalli og sr. Bolli Pétur Bollason í Laufás- prestakalli. Bolli hefur gegnt emb- ætti í Laufásprestakalli síðan árið 2009 en Þorbjörn hefur verið sóknarprestur á Borg frá árinu 1982. Báðar auglýsingarnar varða tímabundna setningu í sókn- arprestsembættin frá 1. sept- ember 2018 til 31. maí 2019. Opið er fyrir umsóknir um embættin á vef þjóðkirkjunnar til mánudags- ins 7. maí 2018. Auglýst eftir prest- um í afleysingar Prestar Tveir prestar óskast. Tilkynnt var á Vorkomu Ak- ureyrarstofu á fimmtudaginn hver yrði bæj- arlistarmaður Akureyrar 2018- 2019 og varð myndlistarkonan Björg Eiríks- dóttir fyrir val- inu. Í list sinni hefur Björg fengist við mannlega tilvist, líkama, innra líf og mynstur. Bæjarlistamanni Akureyrar býðst ár hvert að að nýta sér Menningar- húsið Hof eða Samkomuhúsið fyrir sýningu eða aðra uppákomu í árs- lok. Björg hefur haldið átta einka- sýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum frá árinu 2003. Björg Eiríksdóttir bæjarlistamaður Björg Eiríksdóttir bæjarlistamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.