Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 6

Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Alls um 650 nemendur sem útskrif- ast úr grunnskóla í vor hafa hug á því að fá inngöngu í Verslunarskóla Íslands. Verslunarskólinn hefur ver- ið vinsælastur undanfarin ár en í ár liggur straumurinn einnig inn í Menntaskólann við Hamrahlíð og Menntaskólann við Sund og mun- urinn á milli þeirra og Verslunar- skólans er minni en áður. Þó hefur Versló yfirburði þegar aðeins er litið á fyrsta val nemenda en hinir skól- arnir koma sterkir inn þegar fyrsta og annað val er lagt saman. Lokið er forinnritun nemenda úr 10. bekk en nemendur geta bæst við og endurskoðað afstöðu sína í maí og fram til 8. júní þegar innritun lýkur. Innritun eldri nemenda stendur yfir og lýkur 31. maí. Um 90% nemenda tóku þátt í for- innritun að þessu sinni. Er þetta meiri þátttaka en á síðasta ári, að sögn Kristrúnar Birgisdóttur, starfsmanns á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Fleiri eiga eftir að bætast í hópinn því reynslan sýnir að um 98% nemenda í hverjum árgangi halda áfram, alls rúmlega 4.100 manns. Flestir komast í óskaskólann Þótt ekki hafi verið lokað fyrir umsóknir og tölurnar eigi eftir að breytast telur Kristrún að forinnrit- unin gefi góða mynd af því hvert nemendur vilji fara. Flestir komast í þann skóla sem þeir óska helst en 10-13% í skóla samkvæmt vali 2 og um 1% nemenda kemst ekki í þá skóla sem þeir völdu í fyrsta og öðru vali. Taflan sem birt er hér með sýnir að aðeins helmingur þeirra nemenda sem hafa hug á að nema við Versl- unarskóla Íslands munu komast þar að því 650 nemendur sækja um þau 325 pláss sem laus eru fyrir nýnema. Hlutfallið er litlu betra í Mennta- skólanum við Hamrahlíð sem er næstvinsælasti skólinn í ár. Forinnritun nýnema í framhaldsskóla 2018 Skóli Val 1 Val 2 Samtals Nýnemapláss Verzlunarskóli Íslands 496 154 650 325 Menntaskólinn við Hamrahlíð 282 314 596 290 Menntaskólinn við Sund 226 327 553 216 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 181 321 502 190 Kvennaskólinn í Reykjavík 205 286 491 225 Tækniskólinn 237 236 473 350 Verkmenntaskólinn á Akureyri 192 211 403 180 Borgarholtsskóli 167 210 377 250 Menntaskólinn í Reykjavík 201 150 351 250 Menntaskólinn í Kópavogi 128 173 301 240 Menntaskólinn á Akureyri 188 101 289 200 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 113 166 279 200 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 137 142 279 215 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 174 71 245 247 Fjölbrautaskóli Suðurlands 156 59 215 175 Fjölbrautaskóli Vesturlands 98 35 133 120 Fjölbrautaskólinn við Ármúla 35 83 118 90 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 42 60 102 70 Menntaskólinn að Laugarvatni 46 55 101 54 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 43 31 74 66 Menntaskólinn á Egilsstöðum 46 21 67 65 Menntaskólinn á Ísafirði 54 13 67 68 Framhaldsskólinn á Laugum 18 40 58 30 Verkmenntaskóli Austurlands 25 23 48 35 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 34 5 39 49 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 28 8 36 53 Menntaskóli Borgarfjarðar 19 15 34 30 Menntaskólinn á Tröllaskaga 16 15 31 25 Framhaldsskólinn í A-Skaftaf. 16 9 25 25 Framhaldsskólinn á Húsavík 13 10 23 23 Menntaskóli í tónlist 11 4 15 - Fisktækniskóli Íslands ehf. 1 2 3 - Námsflokkar Reykjavíkur 1 1 2 - Heimild: MMS Verslunarskólinn er vinsælastur  Aukin aðsókn í MH og MS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikilvægt er að myndaður verði formlegur vettvangur þannig að þær tillögur í öryggisátt, sem Rannsókn- arnefnd samgönguslysa kemur með í kjölfar slysa, óhappa og ýmissa at- vika til sjós, leiði til úrbóta og að- gerða. Eins og málum er háttað nú skortir yfirsýn um hvort og hvernig tillögurnar nýtast og því verður að breyta í samstarfi við Samgöngu- stofu, útgerðina og aðra eftir því sem við á. Þetta segir Jón Árelíus Ing- ólfsson sem er rannsóknarstjóri sigl- ingasviðs nefndarinnar. 160 tilkynningar árlega Í dag verður haldin á vegum Slysavarnaskóla sjómanna, Alþjóða- samtaka sjóbjörgunarskóla og sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins ráðstefna sem ber yfirskriftina Öryggismál sjófarenda. Þar verður farið heildstætt yfir þau mál frá ýms- um hliðum af frummælendum sem koma víða frá. Jón Árelíus mun þar fjalla um rannsóknir á slysum sem orðið hafa við sjávarsíðuna síðustu ár. Einnig þá breytingu sem orðið hefur á starfi Rannsóknarnefndar samgönguslysa í seinni tíð, en ný lög voru sett um starfsemina árið 2013. „Við höfum gjarnan fengið 130 til 160 tilkynningar árlega og það sem af er líðandi ári eru málin orðin um fjörutíu. Við óskum þess að fá til- kynningar um öll frávik sem verða, svo þau séu að minnsta kosti til á skrá. Stundum er engin ástæða til rannsókna eða annars. Hins vegar geta sum atvik verið mjög lúmsk, það er að það sem virðist minnihátt- ar óhapp geti leitt af sér varanlegan skaða og líkamstjón. Því er mikil- vægt að við fáum að minnsta kosti vitneskju um tilvikin.“ Neyðarástand um borð Jón Árelíus getur þess að í fyrr- nefndum lögum frá 2013 sé að finna nýtt ákvæði um eftirfylgni rann- sóknarnefndarinnar. Þeim sem til- lögum í öryggisátt er beint að, skuli innan þriggja mánaða gera nefnd- inni grein fyrir hvernig brugðist hafi verið við þeim. Nefndin hafi svo tvo mánuði til að meta hvort viðbrögð séu fullnægjandi. Meðal tillagna í öryggisátt, sem nefndin hefur sett fram, eru þær sem snúa að mönnum farþegaskipa. Tildrög þess eru þau að í ágúst 2016 kom upp reykur í vélarrúmi skút- unnar Hauks, sem þá var í hvala- skoðunarferð úti á Skjálfandaflóa. Vegna viðhaldsleysis hafði gasrör farið frá aðalvél og gasið fyllt vél- arrúm. Skipstjóranum tókst að sigla skútunni fyrir eigin vélarafli til hafn- ar á Húsavík, en áður en þangað kom höfðu björgunarsveitir á svæðinu verið kallaðar út. Fram kom í máli skipstjórans við rannsókn að tveggja manna áhöfn væri of lítið þegar neyðarástand skapaðist. Skipstjórinn hefði einnig vélstjórn með höndum og leiðsögu- maður um borð gæti ekki sinnt öllu sem þyrfti í neyðarástandi. Rann- sóknarnefndin hefur því lagt til við Samgöngustofu að forsendur fyrir mönnun farþegaskipa verði endur- skoðaðar. Tillögurnar í skoðun „Við höfum ekki fengið nein önnur svör en að tillögur okkar um endur- skoðun á mönnun verði skoðaðar. Það er algjörlega úrvinnsluatriði Samgöngustofu eða annarra þeirra sem setja reglurnar hver útfærslan skuli vera. Það er mjög breytilegt milli stærðar skipa og báta, haf- svæða og annars, hver mönnun far- þegaskipa skuli vera; það er fjöldi í áhöfn. Öryggis vegna er mjög mik- ilvægt að þessu verði komið í skýran farveg, því farþegaflutningar á sjó eru grein sem vex mjög hratt og þá þurfa öll mál að vera á hreinu,“ segir Jón Árelíus. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Of fáir voru til að sinna því sem þurfti þegar reykur kom upp í vélarrúmi hvalaskoðunarbátsins Hauks 2016. Öryggistillögur liggja fyrir. Endurskoða verði mönnun farþegaskipa Tillögur í öryggisátt » Skýrar reglur um eftirlit með hífibúnaði fiskiskipa. » Sjómenn á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum. » Úttekt á björgunarbúning- um. » Reglur um neyðarstöðv- unarbúnað í fiskiskip <15 m. » Viðvörunarbúnaður um sjó- söfnun í lestum fiskiskipa. » Efla fræðslu um stöðugleika fiskiskipa með áherslu á of- hleðslu. » Ofhleðsla verði refsiverð. » Herferð um hlustvörslu sjó- manna á neyðarbylgju.  Tillögum rannsóknarnefndar verði fylgt betur eftir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er gleðidagur hér í Garða- bænum. Ég finn ekki annað en íbúar séu ánægðir með hvernig til hefur tekist með þessar framkvæmdir, sem eru eitt stærsta verkefni sveitarfélagsins á þessu kjör- tímabili,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Pottar og laug endurnýjuð Fjölmenni var viðstatt þegar Ás- garðslaug í Garðabæ var opnuð að nýju í gærmorgun eftir miklar endurbætur. Öll yfirborðsefni í bað- klefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Byggðir hafa verið nýir pottar, heitir og kaldir, sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp. Þá hafa útiklefar og -sturtur verið endurnýjaðar og útbúnir nýir klefar fyrir fatlað fólk. Í byrjun maí verður svo sett upp lyfta í lauginni sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða. Ný girðing er umhverfis allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi er fullkomið eft- irlitskerfi. Innandyra var gólf í dans- sal lagað og rými opnað við hlið sal- arins þar sem þrekaðstaða almennings verður. Heildarkostn- aður við þessar framkvæmdir er um 900 milljónir króna. „Upphafið að þessu var undir- skriftalisti þar sem um 500 fasta- gestir laugarinnar skoruðu á bæjar- yfirvöld að gera endurbætur á lauginni, eins og við líka gerðum. Fólk hefur auðvitað ýmsar skoðanir á því hvernig svona aðstaða skuli vera og lætur þær í ljós, en ég held að flestir séu ánægðir með hvernig til hefur tekist,“ segir bæjarstjórinn. Heilsueflandi samfélag Við opnun sundlaugarinnar undir- rituðu Gunnar bæjarstjóri og Alma Möller landlæknir samninga milli Garðabæjar og embættis Land- læknis um þáttttöku Garðabæjar í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Undir þess merkjum eru helstu áhersluþættir landlæknis og er þeim ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífs- gæðum. Þessi atriði segir Gunnar að falli vel að þeirri stefnu sem rekin sé í Garðabæ. Bærinn leggi íþróttum og heilsueflandi starfi lið, bæði með styrkjum og aðstöðu. Sé slíkt fallið til þess að bæta heilsu bæjarbúa á líkama og sál. Hluti af þessu verk- efni sé að nú fá börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæj- arins. Það eru Álftanes- og Ásgarðs- laugar sem verða í tilraunaskyni opnar til kl. 22 í sumar. Betri sundlaug í Garðabæ í notkun  Endurnýjun í Ásgarði  900 millj. kr. Sundsöngur Laugargestir voru glaðir í bragði og ekki varð karlakórssöngurinn til að draga úr stemningunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heilsa Alma Möller landlæknir og Gunnar Einarsson undirrituðu samning um Heilsueflandi samfélag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.