Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 7
Á Laugalandi í Borgarfirði rækta hjónin Þórhallur og Erla gúrkur
en fjölskylda Þórhalls hefur stundað garðyrkju þar frá árinu 1942.
Jarðhiti er á svæðinu og notast þau við eigin vatsveitu til að hita upp
gróðurhúsin með vatni frá hvernum. Gúrkurnar eru tíndar á hverjum degi,
pakkað og komið beint til neytenda svo ferskleikinn er tryggður.
- Gúrkusafi Þórhalls og Erlu sem hressir, bætir og kætir! -
// 1 stk gúrka // 1 stk epli // 2 cm engifer // ca 10 blöð og stöngull af myntu //
Lítið mál að bæta við steinselju, selleri, kóríander, spínati. Því grænni því betri!
Allt sett í safavélina. Auðvelt að setja á flösku og taka með
í vinnuna eða bara njóta áður en vinnudagurinn hefst.