Morgunblaðið - 20.04.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
HEKLA / LAUGAVEGUR 170-174 / HEKLA.IS
Þegar
sentimetrarnir
skipta máli.
20%
afsláttur af
bremsum og
10% afsláttur
af bremsuvið-
gerðum í apríl.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Í Arion banka á ég reikning sem ég
stofnaði fyrir fjörutíu árum í Bún-
aðarbankanum. Ég er búinn að eiga
við þá farsæl viðskipti og hef alltaf
staðið við mitt. Svo kemur upp eitt
tilfelli og mér er stillt upp eins og
einhverjum fjárglæframanni,“ segir
Þorvaldur Ingi Jónsson, en mál hans
gegn Arion banka var tekið fyrir í
Hæstarétti á miðvikudag. Í apríl á
síðasta ári dæmdi Héraðsdómur
Reykjavíkur Arion banka til þess að
fella niður kreditkortafærslur Þor-
valdar og þáverandi konu hans sem
lent höfðu í svikum við kaup á
spjaldtölvu á Tenerife árið 2015.
Greiðslurnar sem um ræðir nema
um 1,4 milljónum íslenskra króna.
Aðdragandi málsins var með þeim
hætti að Þorvaldur kynntist versl-
unareigendum á Tenerife þegar
hann var þar í fríi með þáverandi
eiginkonu sinni árið 2015. Með þeim
hafði skapast ákveðið traust, enda
var þarna um atvinnusvikara að
ræða. Þorvaldur hugðist kaupa af
þeim spjaldtölvu og hafði greitt fyrir
hana með peningum, alls 365 evrur,
en þegar hann fékk hana afhenta
nokkrum dögum síðar var honum
tjáð að vildi hann fá ábyrgðartrygg-
ingu á tækið þyrfti hann að greiða
með kreditkorti. Þegar hann sló inn
pin-númer kortsins var honum tjáð
að vandamál hefði komið upp með
tenginguna, og sló hann pin-númerið
á kortinu alls þrisvar sinnum inn, og
var tjáð í hvert sinn að greiðslan
hefði ekki gengið í gegn. Þá brá
hann á það ráð að ná í kort þáver-
andi eiginkonu sinnar. Síðar kom í
ljós að í fyrri tvö skiptin hafði korta-
greiðslunum raunverulega verið
hafnað, enda voru þær langt yfir
heimildarmörkum, eða 1.335.299 kr.
og 962.592 kr. Í þriðju tilraun er
fjárhæðin innan heimilda hjá Val-
itor, 695.205 kr. og út af korti þáver-
andi eiginkonu hans voru teknar
680.351 kr.
Þorvaldur segir Valitor þarna
hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu
þegar erlendis frá sé reynt að taka
út mjög háar fjárhæðir sem séu úr
öllu samhengi við almenn viðskipti
einstaklinga. Tveimur dögum síðar
fékk Þorvaldur skilaboð frá Arion
banka, en kortin hans voru stillt
þannig að ef mánaðarlegar úttektir á
aðalkortinu færu upp fyrir 500.000
kr. átti hann að fá tafarlausa tilkynn-
ingu. Þorvaldur hringdi um-
svifalaust í Valitor þar sem hann
fékk þær upplýsingar að öllum
færslunum hefði verið synjað. Hann
fékk þó engar upplýsingar um upp-
hæðir meintra synjaðra færslna, en
var tjáð að hann þyrfti að mæta á
skrifstofu Valitors og leggja fram
kvörtun vegna kortafærslu. Þegar
heim var komið kom í ljós að vegna
þess að hann hafði notað pin-númer
hefðu færslurnar farið í gegn.
Reikningar um kaup á dýrri Mac-
tölvu voru sendir til Valitors, en Þor-
valdur benti þeim á að einungis sér-
stakir söluaðilar hefðu heimild til að
selja búnað frá Apple og bað Valitor
um að krefjast staðfestingar á að
verslunin hefði slíka heimild. Valitor
vísaði málinu frá og sendi það til inn-
heimtu hjá Arion banka.
Þorvaldur vildi ekki að aðrir
myndu lenda í svikum eins og hann
og kærði málið til lögregluyfirvalda
á Spáni og málið fór fyrir dómstóla á
Tenerife. Hann óskaði eftir aðstoð
frá Arion banka og Valitor við að
kosta lögmann en var synjað og því
fór málið ekki í gegn. Hins vegar
nýttust gögnin úr máli Þorvaldar til
þess að uppræta stórfellda glæpa-
starfsemi á Kanarí og Tenerife. Tal-
ið er að glæpasamtök á svæðinu hafi
svikið yfir 1,5 milljónir evra út úr
þúsundum ferðamanna, og yfir 30
manns voru handteknir í tengslum
við starfsemina, en samtökin eru
auk þess talin hafa átt vitorðsmenn
innan bankakerfisins.
„Þegar það lá fyrir að stunduð var
skipulögð glæpastarfssemi spurði ég
Valitor og Arion banka hvort ekki
væri tímabært að leggja niður kröf-
una og reyna þess í stað að sækja á
bankann á Tenerife sem var með
starfsmann innanborðs sem hafði
tekið þátt í svikunum.“
Niðurstaða Héraðsdóms Reykja-
víkur í málinu var afgerandi og í
honum sagði: „Þótt á það verði fallist
að stefnendur hafi sýnt af sér van-
gæslu þegar þau slógu inn PIN-
númer sín með framangreindum
hætti verður ekki talið að stefnendur
hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi
við meðferð korta sinna eða upplýs-
inga þeim tengdra, eða brotið þann-
ig gegn kortaskilmálum stefnda, að
þau hafi firrt sig rétti til þess að
krefjast síðar niðurfellingar á
færslum samkvæmt fyrrgreindum
skilmálum.“ Bankanum var gert að
leggja niður kröfuna, auk þess að
greiða parinu sameiginlega 1,1 millj-
ón í málskostnað.
Arion banki sætti sig ekki við úr-
skurðinn og áfrýjaði til Hæstaréttar
þar sem málið var, eins og áður
sagði, tekið fyrir á miðvikudag. Þor-
valdur ætlar að Arion banki hafi eytt
mun meiri fjármunum í málaferlin
heldur en virði kröfunnar sem þeim
var gert að leggja niður.
„Þetta eru sár mál og það er mjög
erfitt að þeir skuli ganga fram með
þessum hætti, gefa ekki tommu eftir
og hafa ekki sýnt neina burði til að
verja viðskiptaumhverfi sitt.
Kortaviðskipti geta ekki gengið
upp nema hægt sé að treysta þeim
sem eru með posana. Það getur því
ekki talist annað en stórkostleg van-
ræksla að hálfu Arion banka og Val-
itors að gera ekkert til að kæra og
stöðva svikarana.“
Stillt upp sem fjárglæframanni
Svikinn um 1,4 milljónir króna á Tenerife Arion banki dæmdur til að fella niður færslurnar
Bankinn áfrýjaði til Hæstaréttar Sakar Valitor og bankann um alvarlega vanrækslu og ábyrgðarleysi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Glæpastarfsemi Þorvaldur segir Arion banka og Valitor ekkert hafa gert til að kæra og stöðva svikin.
Þorvaldur kostaði sjálfur löggiltar
þýðingar á tveimur fréttum úr
spænskum fjölmiðlum tengdar mál-
inu. Í frétt La Provincia frá janúar
2017 kemur fram að ríkislögreglan
hafi leyst upp glæpasamtök í kjöl-
far handtöku 31 manns sem talin
eru hafa svikið yfir 1,5 milljónir
evra út úr rúmlega eitt þúsund er-
lendum ferðamönnum á suðurhluta
Tenerife og Gran Canaria. Í fréttinni
kemur fram að glæpasamtökin hafi laðað ferðamenn að verslunum sín-
um með mjög lágu vöruverði, en þegar kom að því að greiða fyrir vörurn-
ar væri greiðslukortunum ítrekað rennt í gegnum posa sem tekinn hefði
verið á leigu hjá bankastarfsmönnum sem þáðu greiðslur fyrir vikið.
Í frétt fjölmiðilsins Canarias Ahora frá mars sama ár kemur fram að
tólf hafi verið handteknir fyrir að hafa haft yfir 436.000 evrur, jafnvirði
54 milljóna króna af ferðamönnum á Gran Canaria með svipuðum aðferð-
um.
Glæpaalda á Tenerife
ÞEKKT STARFSEMI Á SPÁNI
Ljósmynd/Getty Images