Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 12

Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Skotdeild Keflavíkur ernæststærsta deildin innanKeflavíkur, telur rúmlega700 félagsmenn. Deildin sem áður hét Skotíþróttafélag Keflavíkur fór undir hatt Keflavík- ur árið 1994 og hefur vaxið mikið síðan. Að sögn Bjarna Sigurðs- sonar, formanns deildarinnar, voru félagsmenn um 130 þegar hann kom inn í stjórn árið 2005. Árið 2012 urðu mikil umskipti meðal iðkenda þegar ákveðið var að stofna unglingadeild. Ekki að- eins fjölgaði iðkendum heldur breikkaði aldursbilið umtalsvert. Hægt er að bjóða iðkendum niður í 12 ára að æfa þar sem deildin er búin skothermi sem heimilar æf- ingar ungmenna. „Unglingadeildin var hugsjón hjá mér og Theodóri Kjartanssyni, yfirþjálfara deildarinnar, fyrir mörgum árum, líklega 2007 þegar við vorum að ræða málin um að einu greinarnar sem við gætum staðið jafnfætis öðrum í heiminum í væru loftgreinarnar. Kostnaður er sambærilegur í öllum heiminum og því ekki hamlandi og inniaðstaða gefur færi á æfingum allan ársins hring. Þá kom upp sú hugmynd að vera með unglingastarf. Vegferðin hefur ekki verið slétt för, enda gríðarleg vinna á bak við þetta og allt í sjálfboðavinnu,“ segir Bjarni Fólk kíkir við og spjallar Skotdeildin er með æfingaað- stöðu í húsnæði Sundmiðstöðvar- innar. Margir komu að verkinu við að standsetja húsnæðið sem tekið var í notkun í byrjun september árið 2017. Þá var jafnframt fjárfest Maður verður aldrei of gamall fyrir skotfimi Skotfimiiðkendur í röðum Keflavíkur iða nú í skinninu yfir að komast á útisvæði félagsins í Reykjanesbæ. Þar eru notuð púðurskot úr haglabyssum, skammbyssum og rifflum. Margir Íslandsmeistarar í greininni eru úr Keflavík og boðið er upp á skotfimi sem val fyrir nemendur í 9. bekk í Holtaskóla. Ljósmyndir/Svanhildur Hermir fyrir þau yngstu Börn allt niður í 12 ára geta æft með skotdeildinni í sérstökum hermi sem gerður er fyrir yngstu iðkendurna. Útisvæði Æfingar á útisvæðinu hefjast innan skamms og því fylgir til- hlökkun. Útisvæðið er fyrir aðrar greinar en loftgreinar því þar er bara skotið púðri úr bæði rifflum og byssum. Þar er riffilbani og riffilhús fyrir riffla og skammbyssur, SKEET-völlur og Sporting-völlur fyrir haglabyssur. Helgi Már Kristinsson og Sigga Soffia opna sýningu á morgun, laugardag, sem þau kalla Hamskipti, augnablikið vs. varanleiki. Í tilkynningu kemur fram að í vinnuferli verkanna hafi þau skoðað orðaforða og hreyfiefni í sam- tímadansi og klassískum ballett með það í huga að finna hvaða hreyfingar þjóna báðum listformum, hvaða dansspor eru áhugaverð myndverk. Dans er jú list augnabliksins, hreyf- ingin hverfur jafn óðum og hún er flutt. „Rannsóknarefni þeirra hefur því verið klassískur ballett og sam- tímadans, saga dansins og dans- skriftir, en út frá því hafa þau unnið bæði stór málverk og ljósmyndaverk í samvinnu við Marino Thorlacius ljós- myndara. Verkin samanstanda af mismunandi tilraunum til að gera augnablikið í dansinum varanlegt með hjálp myndlistarinnar. Vert er að taka fram að frægasta verk rúss- nesku ballerínunnar Önnu Pavlova, The Dying Swan, var flutt á striga. Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag 21. apríl, kl. 16 í Listamenn Gallerí við Skúlagötu 32 í Reykjavík. Hamskipti, augnablikið vs. varanleiki, opnuð á morgun Vá Verk rússnesku ballerínunnar Önnu Pavlova, The Dying Swan, flutt á striga. Spurt er: Hvaða dansspor eru áhugaverð myndverk? „Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag,“ skrifaði skáldið forðum. Og víst er að börn njóta þess að vera úti að leika, loksins þegar sumarið kem- ur. Og nú er lag, því farið verður í fjör- uga og skemmtilega útileiki á torgi Árbæjarsafns á morgun, laugardag 21. apríl, og líka sunnudaginn 22. apr- íl klukkan 13-16 í tilefni af Barna- menningarhátíð sem nú stendur yfir í höfuðborginni. Leikjunum verður stjórnað af vönu fólki og allir geta tekið þátt, bæði börn og fullorðnir. Aðgangur er þessa daga ókeypis inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Gaman saman! Endilega … … farið í útileiki í Árbænum Morgunblaðið/Ómar Líf og fjör Alltaf gaman að leika úti. Nú er tækifæri til að bregða sér um stundarsakir í hlutverk víkings og bera almennilegan víkingahjálm, því boðið verður upp á víkingahjálma- smiðju nk. sunnudag, 22. apríl, í hús- næði Landnámssýningarinnar í Að- alstræti 16, Reykjavík. „Víkingarnir voru herskáir og ævintýraþyrstir, en til þess að vernda sig í bardögum og ránsferðum settu þeir upp ramm- gerða hjálma. Hjálmarnir voru oft bæði óhugnanlegir og fallegir, styrktu sjálfsálit þess sem bar hjálm- inn og skutu óvininum skelk í bringu,“ segir í tilkynningu. Í Víkinga- hjálmasmiðju býðst gestum að búum til sína eigin víkingahjálma og leyfa ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Spurt er: Hvernig verður þinn persónulegi víkingahjálmur? Getur víkingahjálmurinn sýnt það sem í þér býr og verndað þig um leið? Listakonan Ingibjörg Huld Hall- dórsdóttir mun stýra víkingahjálma- smiðjunni sem er fyrir alla fjölskyld- una. Ókeypis aðgangur er fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd. Smiðjan verður á sunnudagur klukkan 13-15. Víkingahjálmasmiðja á sunnudaginn Hvernig verður þinn persónu- legi víkingahjálmur? Morgunblaðið/Eggert Vaskar Á víkingahátíðum setur fólk upp hjálma og tekst á með sverð og skjöld. AL LT SEM ÞÚ ÞA RFT TIL AÐ SM ÍÐA SU MA RH ÚS IÐ EÐ A P AL LIN N! Hjólsög HKS210L 19.799,- Hleðsluborvél AKS45IND 24.541,- 39.420,- Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is VOR Steypuhrærivél Bútsög KAP305JL 52.500,- SKOÐIÐ FLEIRI VORTILBOÐ FRÁ HOLZMANN Á HEIMASÍÐU IÐNVÉLA: WWW.IDNVELAR.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.