Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is
Scierra vöðlur og vaðskór
Pakkatilboð
29.990.-
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Burstað, lakkað, olíuborið, hand-
heflað, reykt, fasað, hvíttað...
hvernig vilt þú hafa þitt parket?
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Fjallafinka Verp-
ir í barrskógum
Evrópu og Asíu.
Hún sést af og til
á vorin á Íslandi
og oftar á haustin.
Skógarþröstur
Auk fágætra flæk-
inga hafa skógar-
þrestir, bjargdúf-
ur og músarrindill
verið tíðir gestir í
garðinum góða.
Gráþröstur Hann
hefur verið frek-
ur við hina
fuglana í garð-
inum en hræddur
við mannfólkið.
Útlit er fyrir góða aðsókn að
sumarbúðum KFUM og KFUK á
komandi sumri. Bókanir nú eru
20% fleiri en þær voru á sama
tíma fyrir ári, en sumarið 2017
fóru tæplega 2.600 í sumarbúðir
samtakanna. Þær eru á fimm
stöðum, það er í Vatnaskógi,
Vindáshlíð, Ölveri undir Hafn-
arfjalli, Kaldárseli við Hafnar-
fjörð og að Hólavatni í Eyjafjarð-
arsveit.
„Aðsóknin er góð og áhuginn
mikill, “ sagði Tómas Torfason,
framkvæmdastjóri KFUM og
KFUK, í samtali við Morgun-
blaðið. Yngst eru börn tekin inn í
sumarbúðirnar 6-7 ára gömul og
dveljast þar þá í 3-4 daga.
Flestir þátttakenda eru þó á
aldrinum 10-13 ára og eru þá á
staðnum í tæpa viku. „Við erum
sífellt að styrkja og bæta starfið,“
segir Tómas. „Leiðbeinendur okk-
ar eru gjarnan fólk á aldrinum 18
til 25 ára sem hefur fengið marg-
þætta fræðslu áður en það kemur
til starfa í sumarbúðunum. Er þá
farið yfir til dæmis öryggismál al-
mennt og hvað má og má ekki í
samskiptum og svo framvegis. Við
teljum því að KFUM og KFUK sé
leiðandi í öryggismálum í æsku-
lýðsstarfi.“ sbs@mbl.is
Morgunblaðið/hag
Góð aðsókn í sumarbúð-
ir KFUM og KFUK