Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 18

Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Miguel Di-az-Caneltók í gær við sem forseti Kúbu eftir að hafa um árabil verið einn varaforseta landsins. Hann er fyrsti leiðtogi Kúbu eftir byltinguna sem ekki ber eftirnafnið Castro og verða það út af fyrir sig að teljast töluverð tíðindi. Með þessu má segja að Kúba hafi skilið sig frá öðru harðstjórnarríki komm- únismans, Norður-Kóreu, þar sem leiðtogar landsins hafa þurft að bera nafnið Kim. Þó að ríkin séu um margt lík er Kúba vægari útgáfa af harð- ræði kommúnismans en Norður-Kórea. Í síðarnefnda ríkinu eru til dæmis fleiri fangelsaðir fyrir pólitískar skoðanir, aðgangur almenn- ings að upplýsingum er tak- markaðri og atvinnufrelsi er enn minna en á Kúbu. Eyríkið í Karíbahafinu er þó fjarri því að vera nokkurt sæluríki eins og vinstrimenn víða um heim hafa stundum viljað trúa. Þar hefur ríkt harðstjórn frá því að Fídel Castro, bróðir hans Raúl, frá- farandi forseti, og aðrir af byltingarkynslóðinni brutust til valda. Og raunar er það svo að byltingarkynslóðin hefur ekki að fullu lagt niður völd þó að Diaz-Canel, sem nýtur mikils trausts Raúls og var meðal annars lífvörður hans á árum áður, hafi tekið við sem forseti. Raúl, 86 ára gamalt unglambið, er áfram yfir hernum og stýrir komm- únistaflokknum en þetta eru tvær valdamestu stofnanir landsins. Forsetinn nýi mun því ekki hreyfa sig mikið án þess að hafa til þess heimild frá Raúl Castro. En það er líka alveg óvíst að Di- az-Canel hafi áhuga á miklum breytingum. Hvert hann vill stefna með landið er töluverð ráðgáta þegar horft er til orða hans og athafna í gegnum tíð- ina. Hann segist vilja halda byltingunni áfram en jafn- framt efnahagslegum umbót- um. Staðreyndin er þó sú að efnahagslegar umbætur sem ráðist var í fyrir nokkrum misserum hafa að hluta verið látnar ganga til baka. Um hálf milljón af ellefu milljónum íbúa eyjarinnar starfar í einkageiranum í margvíslegri smárri atvinnustarfsemi, en í seinni tíð hefur útgáfa starfs- leyfa aftur verið takmörkuð verulega og alls óvíst hvert stefnir fyrir einkaframtakið á Kúbu. Þá hefur Diaz-Canel haldið því fram að sú rýmkun við- skipta við Kúbu sem Obama, forseti Bandaríkjanna, stóð fyrir hafi verið ætluð til að grafa undan byltingunni, en margt bendir til að hann telji ekkert mikilvægara en við- gang kúbversku byltingar- innar. Hann hefur þó líka sýnt ákveðin merki um að vilja leyfa opin skoðanaskipti á eyjunni, þannig að ekki er útilokað að hann vilji auka svigrúm almennings þó að hann hafi tekið þátt í því með Raúl Castro að draga aftur úr þessu svigrúmi. Þá má telja fullvíst að bylt- ingarkynslóðin, sem nú hefur ákveðið að veðja á Diaz- Canel, gerir það í þeirri trú að hann haldi áfram að styðja við byltinguna og þeir munu án efa reyna allt á meðan þeim endist aldur til svo hann víki ekki af leið kúgunarinnar. Kúba fær nýjan for- seta en Raúl Castro er skammt undan} Nýr belgur, gamalt vín Ásta Fjeldsted,fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði grein í Viðskiptamogg- ann í gær þar sem hún benti á að dýrt væri að hækka laun hér á landi. En hvað er átt við með því? Jú, eins og Ásta benti á fer stór hluti launa- kostnaðar annað en til starfs- mannsins. Sá sem til dæmis sé með 500 þúsund krónur í laun fái um 350 þúsund krónur út- borgaðar. Með launatengdum gjöldum, þar með talið trygg- ingagjaldi og gjöldum í lífeyr- issjóð, sé kostnaður fyrirtæk- isins af starfsmanninum um 740 þúsund krón- ur. Með kjara- viðræður fram- undan skiptir þessi mikli munur á útborguðum launum og launakostnaði fyrirtæks veru- legu máli því hann gerir launahækkanir dýrar fyrir fyrirtæki án þess að launa- menn njóti þess nægilega. Hluti af vandanum er tryggingagjaldið, sem enn er allt of hátt. Þess vegna er óhætt að taka undir með Ástu sem segir að áform ríkis- stjórnarinnar um að lækka tryggingagjaldið úr 6,85% í 6,60% dugi skammt. Of mikill munur er orðinn á launakostn- aði og launum} Dýr laun S tyrking heilsugæslunnar er eitt meginmarkmiða ríkisstjórnar- innar. Heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður allra í heil- brigðiskerfinu, burt séð frá því hvers eðlis vandinn er eða hversu umfangs- mikilli þjónustu einstaklingurinn þarf á að halda. Til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þarf að efla hana og styrkja, og sjá til þess að hún hafi bolmagn til að sinna öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem undir hana heyra. Mikilvægt er að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu til þess að tryggja jafnan aðgang allra að góðri opinberri heilbrigðisþjónustu. Ein- staklingar eiga að hafa aðgang að þeirri heil- brigðisþjónustu sem þörf er á hverju sinni, óháð efnahag, stöðu og búsetu. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019- 2023 er að finna nokkur markmið og aðgerðir sem tengjast eflingu heilsugæslunnar. Í áætluninni segir til að mynda að einstaklingar eigi að njóta þjónustu á því stigi og hjá þeim aðila sem er best til þess fallinn að leysa vanda hans, þannig að öryggi og gæði þjónust- unnar samrýmist bestu fagþekkingu. Meðal markmiða með styrkingu heilsugæslunnar er skilvirkari þjónusta fyrir þá sem þangað leita. Til að veita sem besta heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæm- astan hátt og nýta sem best þekkingu hverrar heil- brigðisstéttar er mikilvægt að sjúklingar geti haft aðgang að þverfaglegri þjónustu og þeim þjónustuaðilum sem þörf er á hverju sinni. Sjúklingar geti til dæmis farið á heilsugæsluna og leitað þar til sálfræðings vegna geðheilbrigðisvanda, til næring- arfræðings vegna ofþyngdar, til lyfjafræð- inga vegna lyfjafræðilegrar umsjár og til sjúkraþjálfara vegna stoðkerfisvandamála. Aukinn aðgangur sjúklinga að öðrum fag- hópum en læknum og hjúkrunarfræðingum og aukin teymisvinna innan heilsugæslunnar getur einnig leitt til þess að biðtími eftir við- tali styttist, auk þess sem einstaklingum býðst þar með fjölbreyttari og heildstæðari heilbrigðisþjónusta. Annar liður í styrkingu heilsugæslunnar er bætt geðheilbrigðisþjónusta á heilsu- gæslu, til dæmis með fjölgun sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma í öllum heilbrigðisumdæmum. Einnig kemur talsverður hópur á bráðamóttökur sjúkrahúsa sem gæti fengið úrlausn innan heilsugæslu, og þar með létt á álagi á sjúkrahúsum. Efling heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar er því einnig mikilvægt skref í þá átt að létta álagi af sjúkrahúsum landsins. Styrking heilsugæslunnar hefur þar af leiðandi ekki bara jákvæð áhrif fyrir notendur heilbrigðisþjónust- unnar, heldur einnig á alla aðra þætti þjónustunnar. Svandís Svavarsdóttir Pistill Efling heilsugæslunnar Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Bandaríska netfyrirtækið Facebook segist á næstunni munu kynna hvernig það ætli að bregðast við nýj- um persónuverndarreglum Evrópu- sambandsins sem taka gildi í lok maí. Boðaði fyrirtækið að nýjar regl- ur um meðhöndlun persónulegra upplýsinga verði kynntar fyrir evr- ópskum notendum samfélagsmiðils- ins í vikunni. Munu notendur sam- skiptavefjarins sjá sprettiglugga, þar sem þeir geta valið hvort og þá hvaða upplýsingar þeir veita um sig og hvernig vefurinn meðhöndli þær upplýsingar. Notendur annars stað- ar í heiminum munu síðar fá sams- konar tilkynningu. „Allir – sama hvar þeir búa – verða beðnir um að yfirfara mik- ilvægar upplýsingar um það hvernig Facebook nýtir gögn og ákveða hvernig þeir vilja vernda einkalíf sitt á Facebook,“ sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Facebook hefur legið undir miklu ámæli að undanförnu eftir að í ljós kom hvernig upplýsingar, sem fyrirtækið safnar um notendur sína, hafa verið nýttar af öðrum fyrir- tækjum. Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sat fyrir svörum tveggja bandarískra þing- nefnda í samtals tíu klukkustundir í síðustu viku í kjölfar frétta um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem starfaði m.a. fyrir for- setaframboð Donalds Trumps árið 2016, hefði nýtt sér persónuupplýs- ingar frá 87 milljónum Facebook- notenda. Zuckerberg sagði þá að fyr- irtækið ætlaði að bjóða samskonar einkalífsvernd, og kveðið er á um í reglum Evrópusambandsins, þótt einhver munur kynni að verða á framkvæmdinni milli svæða. Þurfa að veita samþykki Samkvæmt nýju reglunum, sem Facebook er að kynna, eru notendur beðnir að yfirfara og veita samþykki eða synja hvort þeir vilji að Face- book noti gögn frá þriðja aðila og hvort og þá hvaða auglýsingar þeir vilja sjá á sínu svæði. Þá verða þeir einnig beðnir um að yfirfara og velja hvaða upplýsingum þeir vilja deila með öðrum um stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð og persónuleg sambönd. Þá fá notendur einnig að velja hvort þeirra vefsvæði verði með and- litskennslum. Í yfirlýsingu Facebook segir að notendum verði sagt að and- litskennsl séu valkvæð en að þau gætu haft ýmsa kosti, svo sem að við- komandi fái tilkynningu ef einhver annar notar myndir af þeim í leyf- isleysi. Einkalífsupplifun „Við viljum ekki aðeins fara eftir lögunum heldur ganga lengra og byggja upp nýja og bætta einkalífs- upplifun á Facebook,“ segir í yfirlýs- ingu fyrirtækisins. Í yfirlýsingu Facebook segir að fyrirtækið muni tryggja að farið verði eftir reglum ESB sem tak- marka auglýsingar sem beinast gegn unglingum og einnig hvaða upplýs- ingar um unglinga verði aðgengileg- ar. Það felur m.a. í sér að and- litskennsl verða ekki notuð þegar ungmenni undir 18 ára aldri eiga í hlut. Einnig mun Facebook takmarka það sem unglingar á aldrinum 13-15 ára geta séð á Facebook nema þeir hafi sérstakt leyfi frá for- eldrum. Fyrirtækið leyf- ir ekki börnum undir 13 ára að skrá sig á Facebook. Facebook bregst við persónuverndarkröfum AFP Viðkvæmar upplýsingar Samfélagsvefurinn Facebook segist ætla að fara eftir þeim kröfum sem settar eru í nýjum persónuverndarreglum ESB. Bandarískur alríkisdómari úr- skurðaði í vikunni, að Facebook yrði að sæta hópmálssókn vegna ásakana um að fyrirtækið hefði beitt andlitskennslum á ljósmyndir án leyfis notenda. Andlitskennslin virka þannig að hverjum einstökum notanda er úthlutað tölu sem kölluð er sniðmát. Þessi tala er reiknuð út með því að greina ljósmynd- ina sem notendur velja sjálfir og aðrar myndir sem þeir hafa ver- ið tengdir við. Þetta gerir Facebook m.a. kleift að bjóða nýjar vina- tengingar og slíkar teng- ingar leiða til þess að not- andinn ver meiri tíma á vefsíðunni, getur séð fleiri auglýsingar og fyrirtækið aflar um leið meiri upplýs- inga um hann. Umdeild andlitskennsl HÓPMÁLSSÓKN Mark Zuckerberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.