Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 20

Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 ✝ Erling ViðarSigurðsson fæddist á Akra- nesi 29. nóvember 1951. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 10. apríl 2018. Foreldrar hans voru Sigurður Hreinn Ólafsson sjómaður, f. 14. 9. 1933 á Akranesi, d. 18.6. 1978, og Inga Guð- munda Magnúsdóttir, f. 11.12. 1933. Alsystir: Fríða Sigurðar- dóttir, f. 1952. Sammæðra: Kristinn Jakob Reimarsson, f. 1964, Guðrún Kristín, Reim- arsdóttir f. 1965, Inga Snæ- fells Reimarsdóttir, f. 1968, og Linda Reimarsdóttir, f. 1972. Samfeðra: Guðrún Svanhvít Sigurðardóttir, f. 1955, Ró- Friðbergsson, f. 1972. Börn þeirra eru Hjálmar Örn, f. 1998, og Þórdís Elín, f. 2001. 2) Magnús, f. 1974, sjómaður, búsettur í Svíþjóð, fyrrver- andi sambýliskona hans er Lilja Debóra Ólafsdóttir og saman eiga þau Jakob Fannar, f. 1996. Maki Magnúsar er Alda Björg Karlsdóttir, f. 1979. Börn þeirra: Karl Viðar, f. 1999, Ingibjörg Sif, f. 2001, og Mikael Darri, f. 2008. Erling Viðar kvæntist Gretu Isaksen, f. 1952 í Nor- egi, árið 1989 en þau skildu 2010, þau áttu engin börn saman. Viðar, eins og hann var allt- af kallaður, ólst upp á Vest- urgötu 25 á Akranesi. Hann var mikill fótboltaunnandi og hafði auk þess mikið dálæti á hafinu og sjómennskunni enda slíkt sönnum Skagamanni í blóð borið. Svo fór að hann byrjaði að vinna á Símanum en í því fólust mikil ferðalög um landið. Á ferðum sínum vestur til Ísafjarðar kynntist hann Þórdísi Elínu Gunnarsdóttur en þau felldu hugi saman og giftust, fluttist hann þá til Ísa- fjarðar þar sem hann stundaði sjóinn. Hann bjó þar í nokkur ár en eftir skilnað þeirra flutti hann til Noregs þar sem hann bjó fyrst um sinn um borð í togaranum sem hann vann á. Síðar leigði hann af gamalli konu í Tromsö sem reyndist honum afar vel. Eftir nokkur ár þar kvæntist hann Gretu og voru þau lengst af búsett í Ski- botn í Storfjord, Troms, þar sem hann vann við sjó- mennsku. Árið 1998 lenti hann í slæmu bílslysi sem olli því að hann þurfti að hætta að vinna og gekk með gervifót eftir það. Hann og eiginkonan hans slitu samvistum árið 2010 og flutti Viðar þá aftur heim til Íslands eftir 32 ára búsetu í Noregi. Hann sest að á æsku- slóðunum á Akranesi og flytur svo inn á dvalarheimilið Höfða í janúar 2018 þar sem Inga Guðmunda, móðir hans býr. Þar bjó hann til dauðadags. Útför Erlings Viðars fer fram frá Akraneskirkju í dag, 20. apríl 2018, og hefst athöfn- in klukkan 14. bert Birgir Sig- urðsson, f. 1956, látinn 1978, og Sigrún Margrét Sigurðardóttir, f. 1957. Hinn 6. júní 1970 kvæntist Er- ling Viðar Þórdísi Elínu Gunnars- dóttur, f. 24.6. 1950 á Ísafirði, en þau skildu 1978. Börn þeirra eru: 1) Díana, f. 1971, kennari í Hafnarfirði, fyrrverandi sambýlismaður hennar er Veigar Þór Guð- björnsson og eiga þau saman Guðbjörn Hólm, sérfræðing hjá Akureyrarbæ, f. 1990, hans sambýliskona er Guð- borg Björk Sigtryggsdóttir, f. 1990, eiga þau eina dóttur, Móheiði Yrju, f. 2016. Sam- býlismaður Díönu er Bjarki Öldurótið undir þrunginni þoku þreytir á skilningarvit. Hugur sem hefur ekki neina loku hægist á meðan ég sit. Tóm stara kýraugun tvö út á hafið tíma og tíð hafa séð. Áður en skipið í slippinn var grafið sálu því léstu í té. Úti á rúmsjó í tóminu reikar rekur á skerið nú brátt. Blærinn of blíður og öldurnar veikar býsna lék lífið þig grátt. Er seiðandi sjávarins öldurót sál mína dregur og hug. Til þess er síðast við mæltum vor mót mæðir nú á mínum dug. (Guðbjörn Hólm Veigarsson.) Best var að spjalla við afa um heima og geima, horfa með honum á boltann og rúnta eftir ís. Hann og Diddi frændi tóku nú ófáa bíltúrana niður að Vita á Akranesi. Afi var ósköp góður maður sem vildi allt fyrir alla gera. Hann elskaði okkur barnabörn- in afar heitt og hafði augljós- lega dálæti á því þegar við komum í heimsókn til hans í Noregi. Það var alltaf svo gott að vera nálægt honum, finna lyktina af vefjutóbakinu sem einkenndi hann og hlusta á hans sérstöku rödd með norska hreimnum er hann sagði manni glettnar sögur. Hann hafði innilegan og frekar prakkara- legan hlátur sem smitaði ósköpin öll út frá sér. Eftir að hann flutti til Íslands tók hann ekki annað í mál en að panta pitsu fyrir allan mannskapinn þegar við kíktum inn og svo bauð hann alltaf upp á Pipp í eftirrétt. Þetta var í miklu uppáhaldi hjá bæði honum og okkur. Takk fyrir allt, elsku afi. Guðbjörn Hólm, Hjálmar Örn, Þórdís Elín, Jakob Fannar, Karl Viðar, Ingi- björg Sif og Mikael Darri. Erling Viðar Sigurðsson ✝ Þóra SigríðurSigfúsdóttir (Sigga) fæddist 13. desember 1931 í Hvammi í Þistil- firði. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Margrét Jensína Magnús- dóttir, f. 1904, d. 1979, og Sigfús Aðalsteinsson, f. 1902, d. 1971. Sigga var fimmta í röðinni af 14 systkinum. Þau eru: Sigurbjörg Runólfsdóttir, f. 1921, d. 1995, sammæðra, Að- alsteinn Jón, f. 1926, d. 1936, Jóhanna, f. 1928, d. 2017, Har- aldur, f. 1929, d. 2016, Magnús Þórsteinn, f. 1933, d. 2014, Björn Jóhann, f. 1935, Aðal- steinn Kristbjörn, f. 1937, Aðal- Fljótavík á Hornströndum, f. 1908, d. 1996. Sigga og Líni eiga fjórar dætur, 12 barnabörn og 19 barnabarnabörn: 1) Regína, f. 4. september 1954. Eiginmaður hennar er Haukur Georgsson, f. 23. október 1952. Eiga þau þrjú börn, Sigurjón Hauk, Geir- mund, Sigurþóru, þrjú tengda- börn og átta barnabörn. 2) Hrafnhildur, f. 26. júlí 1956. Eiginmaður hennar er Ottó Þormar, f. 21. apríl 1958. Eiga þau þrjú börn, Berglindi Ósk, Rebekku, Gauta, tvo tengdasyni og þrjú barnabörn. 3) Sæunn, f. 22. nóvember 1960. Eiginmaður hennar er Sigurpáll Sigur- björnsson, f. 8. október 1958. Eiga þau þrjú börn, Hebu Mar- en, Fannar, Pálmar, eina tengdadóttur og þrjú barna- börn. 4) Guðrún, f. 3. september 1964. Á hún þrjú börn, Elvar Geir, Ásdísi, Arnar Geir, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn. Útför Siggu fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag, 20. apríl 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. björg Jóna, f. 1939, Hanna, f. 1940, Nanna, f. 1940, d. 2012, Sigurður, f. 1942, drengur, f. 1942, d. 1942, og Bára, f. 1944. Hinn 16. júní 1961 gengu Sigga og eftirlifandi eiginmaður henn- ar, Geir Sigurlíni Geirmundsson (Líni), f. 25. maí 1932, frá Fljótavík á Hornströndum, í hjónaband á Útskálum í Hvalsnessókn. Ung að árum fluttust þau í Sandgerði, þar sem þau kynntust og bjuggu all- an sinn búskap þar. Foreldrar Lína voru Guðmunda Regína Sigurðardóttir frá Aðalvík á Hornströndum, f. 1904, d. 1994, og Geirmundur Júlíusson frá Elsku mamma, takk fyrir allt. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauð- ann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Þín dóttir, Sæunn. Elsku mamma. Dagurinn 11. apríl 2018 var okkur fjölskyldunni mjög erf- iður, þegar þú ákvaðst að svífa inn í Sumarlandið og sofna hinum væra blundi. Erfitt verður að geta ekki hringt og spjallað við þig um prjónana, gróðurinn og blómin sem þú elskaðir svo mikið og fólkið þitt sem þú varst dugleg að fá fréttir af. En vonandi líð- ur þér nú betur og dansar við þá sem á undan eru gengnir. Skilaðu kveðju til þeirra frá okkur. Ég finn engin orð til að þakka þér nógu vel fyrir allt og allt og lýsa söknuðinum sem fyllir hjarta mitt, en reyni það með þessum fallega sálmi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Valdimar Briem) Ég elska þig, elsku mamma, að eilífu, við hugsum um pabba. Þín dóttir, Hrafnhildur. Elsku mamma, það er skrít- ið að koma í „hornið“ og þú ert ekki lengur þar, en þú ert komin í sumarlandið þar sem þér líður vel. Mamma elskaði að ferðast og keyra um Ísland og fór hún á æskuslóðir sínar á hverju sumri. Seinna tóku hún og pabbi barnabörnin með í þess- ar ferðir þegar við systur hættum að nenna að fara með þeim. Það var alltaf gott að koma til mömmu, hún var ávallt tilbúin með kaffi og pönnukök- ur. Ég flutti til mömmu þegar pabbi þurfti að leggjast inn á spítala og áttum við góða daga með skemmtilegu spjalli um gamla daga og nýja, börnin og barnabörnin. Mamma talaði lítið um sín veikindi og hefur örugglega ekki sagt okkur hversu mikið veik hún var, en við náðum að kveðja hana. Núna er hún komin í sumarlandið eins og hún sagði svo oft. Ég ætla að setja inn lítið ljóð sem henni þótti fallegt og hafði gaman af syngja með krökkunum: Frost er úti fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt. Því nú er frosið allt? En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér, að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. (Höf. ók.) Takk fyrir allt, mamma mín. Elska þig. Guðrún. Elsku amma mín, elsku Sigga amma, Himnarnir gráta í dag, trén bruma og gróðurinn sprettur. Ég græt. Ó, hvað ég græt. Ég á erfitt með að ímynda mér tilveruna án þín, án heim- sókna í 01 og heyra kallað inn- an úr stofu „er þetta hún Re- bekka?“, tilveru án umræðna við þig um prjónana og nýj- ustu fréttir hvaðanæva, tilveru án hennar „Siggu gömlu“ sem hringdi til að forvitnast, eins og þú orðaðir það alltaf í sím- ann. Svo hlóstu upphátt að eigin fyndni. Mig verkjar í hjartað amma, mig verkjar alls staðar við til- hugsunina um að geta ekki knúsað þig, rætt við þig um allt milli himins og jarðar og hlegið með þér. Þú ert límið amma, þú heldur okkur öllum saman. Við hlúum að afa, elsku amma, við vefjum hann kær- leik þar til þið sameinist á ný. Mikið og stórt er skarðið hjá honum eftir hátt í 70 ára sam- veru með Siggu sín. Eins og afi segir, hann eignaðist fjórar dætur og alla hina afkomend- urna til að láta hugsa vel um sig í ellinni. Við munum gera okkar besta. Við kveðjum bakarameistar- ann, prjónakonuna, hinn eina sanna erindreka, hlýju ömmu sem ávallt var með svo mjúkar og blíðar hendur til að halda í. Meira að segja þegar við kvöddumst í gær. Það er satt sem þeir segja, ömmur eru englar í dular- gervi. En þú ert ekki sveipuð dulargervi lengur, þú ert nú sannur engill og það er gott að vita af því að þú fylgist með okkur úr fjarlægð og passar upp á okkur. Nú dansar þú um með pönnukökupönnuna, spræk og full af orku. Ég er heppin amma. Heppin að vera þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa haft þig hjá mér alla mína tíð. Ég held áfram að baka kökurnar þínar og held prjónaarfleifðinni uppi. Einn daginn ætla ég nefnilega að verða jafngóð og þú. Þar til við hittumst á ný. Elska þig að eilífu, alltaf. Þín, Rebekka. Ég sit hér og hugsa um all- ar okkar góðu stundir í gegn- um árin. Það voru forréttindi að fá að alast upp í návist við ykkur afa og gott að hugsa til þess að hafa alist upp nánast í næsta húsi þar sem dyrnar voru alltaf opnar fyrir okkur barnabörnin. Ég hugsa oft til ferðalaganna okkar saman og hve gaman mér þótti að fá að vera með ykkur afa í bíl því þá settum við „Hönd í hönd“ í kassettutækið og sungum há- stöfum. Það þótti líka alltaf til- heyra þegar amma og afi voru með í för að þegar komið var á áfangastað og búið að tjalda vagninum þá gerði amma fiski- bollur í dós með tómatsósu, það var það allra besta! Prjónar voru hennar ær og kýr og man ég ekki eftir ömmu öðruvísi en með prjóna í höndum. Amma var einnig mikil hús- móðir og eyddi löngum stund- um í eldhúsinu hvort sem það var við eldamennsku eða bakstur enda ávallt mikill gestagangur á heimili þeirra afa. Ekki var hægt að stinga inn nefinu öðruvísi en að á ör- fáum mínútum væri búið að útbúa heljarinnar veislu. Amma var dugleg að heyra í vinum og ættingjum sem ekki bjuggu í hennar nærumhverfi og í seinni tíð þegar ég var flutt að heiman þá var alltaf gott að koma í heimsókn í Sandgerði, alltaf var amma með nóg af fréttum enda var hún mjög áhugasöm um það sem fólkið hennar var að gera. Elsku amma, ég veit að þú ert komin á góðan stað núna og ég vona að þér líði betur. Við munum passa upp á afa. Takk fyrir tímann sem við höf- um átt saman, hann yljar mér um hjartarætur. Ég læt fylgja með lítið kvæði sem þér þótti svo fallegt. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín Berglind Ósk. Elsku Sigga amma og langamma. Þóra Sigríður Sigfúsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN ARNOLDSDÓTTIR, Fossheiði 50, Selfossi, andaðist á heimili sínu 15. apríl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 14. Gísli Stefánsson Sigríður Jóna Ingólfsdóttir Kristjana Stefánsdóttir Ragnheiður Blöndal Sigurjón Halldór Birgisson og barnabörn Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, Bíbí, talsímakona, frá Siglufirði, lést 20. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Andrésdóttir Stefán Andrésson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÞÓR S. ÁRNASON, Víðilundi 15, Akureyri, lést 15. apríl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. apríl klukkan 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Börn, tengdabörn, systur og afabörnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.