Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.04.2018, Qupperneq 21
✝ GuðmundurÞorbjörnsson útgerðarmaður fæddist á Grenivík 2. júní 1934. Hann lést 5. apríl 2018 á líknardeild Land- spítalans. Foreldrar hans voru hjónin Anna Guðmundsdóttir, f. 1907, d. 1983, frá Nýjabæ í Keldu- hverfi, ljósmóðir á Grenivík, og Þorbjörn Áskelsson, f. 1904, d. 1963, frá Austari-Krókum á Flat- eyjardalsheiði, útgerðarmaður á Grenivík. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Auðbjörg 1937, kvæntur Jónu Jónsdóttur, f. 1938, Laufey, f. 1941, gift Jóni Sigurðssyni, f. 1941, Guðbjörg, f. 1944, gift Jónasi Matthíassyni, f. 1944, Sigríður Helga, f. 1948, d. 2015, og Guðrún, f. 1950, gift Guðmundi Sigurðssyni, f. 1942, d. 2016. Guðmundur ólst upp á Greni- vík og gekk í Barnaskóla Grýtu- bakkahrepps og Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hann lauk stúdentsprófi 1953. Hann hóf störf ungur hjá Gjögri hf., út- gerð á Grenivík, sem stofnuð var á Grenivík 1946 af Þorbirni föð- ur hans, Jóhanni Adolfi Odd- geirssyni og fleiri heimamönn- um. Við lát Þorbjarnar 1963 tók Guðmundur við stjórn Gjögurs og sinnti því starfi til 2004. Guð- mundur hélt þó áfram störfum hjá Gjögri til æviloka. Útför Guðmundar fer fram frá Neskirkju í dag, 20. apríl 2018, klukkan 13. Ingimundardóttir, f. 1934, frá Ísafirði. Börn þeirra eru a) Anna Guðmunds- dóttir, f. 1967, maki Jörundur Gauks- son, f. 1966. Dóttir þeirra er Auðbjörg, f. 1993, og sonur Jörundar er Gauk- ur, f. 1988, b) Ingi Jóhann Guðmunds- son, f. 1969, kvænt- ur Sigrúnu Lilju Guðbjarts- dóttur, f. 1968. Börn þeirra eru Anna Ragnhildur Sól, f. 2003, Guðmundur Rafn, f. 2004, og Guðbjartur Rafn, f. 2009. Syst- kini Guðmundar eru Njáll, f. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru fyrir um 20 árum þegar við Ingi fórum að stinga saman nefj- um. Fljótt áttaði ég mig á því að Guðmundur hafði gríðarlegan áhuga á ættfræði, en á fyrstu mínútum kynna okkar hafði hann tengt mig við Einar afa. Þeir fé- lagar höfðu verið saman í útvegs- mannaferðum á sjötta áratugnum og skemmt sér vel saman. Það þótti mér vænt um að heyra. Að hugsa sér að afi og hann hefðu verið kunningjar, það væru með- mæli með mínum kæra tengda- pabba. Guðmundur var dökkur á hör- und með dökk augu og brillurnar hafði hann iðulega á nefbrodd- inum, horfði hugsandi á mann yf- ir þær. Hann var fámáll, örlítið feiminn, fágaður í allri framkomu og orðvar. Lokaður á tilfinningar en með skarpan hug. Smátt og smátt lærði maður að lesa í þögn- ina og svörin í augnaráðinu. Hann var víðlesinn, víðsýnn og fróður og ef við leituðum til hans með svör við spurningum eða með góð ráð voru þau fúslega veitt. Þau voru alltaf góð. Aldrei reyndi hann að segja manni til eða beina manni inn á þær braut- ir sem hann taldi heppilegastar. Slíkt er ómetanlegur stuðningur og bakland á svo margan hátt. Hann var pínu pjattrófa sem hafði gaman af fallegum fatnaði en annars laus við allan hégóma, kíminn og traustur. Líklega hefði hann verið lítt hrifinn af þessum fátæklegu línum mínum og þótt of fögrum orðum um hann farið. Það var gaman að sjá allt aðra hlið á Guðmundi, afa Guðmundi sem lagðist á gólfið og lék við börnin okkar þrjú á þeirra for- sendum, litaði, spilaði og las Ís- lendingasögur og goðafræði í bland við léttara lesefni. Göngu- ferðir í sveitinni, lautarferðir með nesti og rólóferðir voru ævintýra- legar stundir í minningu barnanna. Það var alltaf tilhlökk- un þegar afi Guðmundur hljóp í skarðið í hefðbundnum veikindum barna þegar við foreldrarnir þurftum að sinna vinnu. Alltaf var súkkulaðisnúður úr bakaríinu með í för. Ómissandi var heim- sókn afa og ömmu þegar haldið var í lengri eða skemmri ferðir innanlands eða utan, án þeirra samfylgdar, en þau komu alltaf færandi hendi með óvænt en nyt- samlegt veganesti til barnanna. Síðustu mánuði naut ég þeirra forréttinda að fylgja Guðmundi síðasta spölinn í nokkurri nánd. Mér þótti vænt um samtölin, trúnaðinn og traustið sem hann sýndi mér og vona að í staðinn hafi ég náð að þakka gefandi og góða samfylgd þessi ár sem okk- ar leiðir lágu saman. Hvíl í friði. Sigrún Lilja. Það er bjart yfir minningunum frá bernskuárum okkar á Greni- vík. Við systkinin sex ólumst upp hjá ástríkum foreldrum, Önnu og Þorbirni, ásamt móðurömmu og föðurafa, sem líka voru í heim- ilinu. Faðir okkar gerði út vélbát- inn Hjalta svo fiskveiðar urðu snemma snar þáttur í lífi Guð- mundar. Í Ægissíðu var líka dá- lítill búskapur sem pabbi sagði að væri til þess að við systkinin hefðum nóg að starfa – en út- gerðin var alltaf aðalmálið. Heim- ilið var fjölmennt, mikill gesta- gangur og mamma sem var ljósmóðir héraðsins oft að heim- an. Þá hjálpuðumst við systkinin að í fjarveru hennar undir stjórn Guðmundar. Guðmundur fór í Menntaskól- ann á Akureyri. Það var alltaf gaman þegar hann kom heim í fríum, þessi stóri og glæsilegi bróðir okkar sem við vorum svo stolt af. Hann varð stúdent 1953. MA-dvölin varð örlagarík því þar kynntist hann Auðbjörgu Ingi- mundardóttur, sem seinna varð kona hans. Minningabrot fljúga hjá. Í eldhúsinu með mjólkurglas og jólaköku að stelast í laufa- brauðið. Í stofunni á jólum, við syst- urnar spenntar að sjá hvað er í pökkunum – ekki síst frá bræðr- um okkar Guðmundi og Njáli. Að horfa á eftir Hjalta þegar hann siglir út fjörðinn. Á bryggjunni að horfa á Vörð og Von, fánum prýdd, sigla inn fjörðinn. Á balli í skólahúsinu, Guð- mundur hallar undir flatt, hlustar á lagið og segir „þetta er vals“ – og stikar af stað. Vorið 1963 kom reiðarslagið. Faðir okkar Þorbjörn, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Gjögurs, fórst í flugslysi. Fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur á Tómasarhagann þar sem mamma og yngri systurnar bjuggu í skjóli Guðmundar og Auðbjargar. Guð- mundur varð framkvæmdastjóri Gjögurs. Útgerðin óx og dafnaði í höndum hans með góðum stuðn- ingi Njáls. Guðmundur bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti til síð- asta dags. Hann var heiðarlegur og traustur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og naut virð- ingar fyrir störf sín. Áhugamál Guðmundar voru mörg. Þjóðlegur fróðleikur hvers konar, ættfræði og vísur voru honum hugleiknar. Fjölskyldan fór saman í ferðalög og Auðbjörg og hann stunduðu gönguferðir af kappi. Guðmundur og Auðbjörg voru glæsileg og samhent hjón. Þau unnu saman í fyrirtækinu og á heimilinu á Tómasarhaganum. Þau voru gestrisin og góð heim að sækja. Af árlegu boði þeirra á gamlárskvöld vildum við ekki missa. Þar komum við saman systkinin með börnin okkar ára- tugum saman, styrktum fjöl- skylduböndin og vináttuna. Í samtali, þegar vitað var að hverju dró, horfði hann aftur til góðu áranna á Grenivík, sem við nutum með foreldrum okkar og fjölskyldu. Sjálfur skapaði hann, með Auðbjörgu, fjölskyldu sinni gott líf. Við kveðjum góðan bróður og minnumst hans og Sigríðar syst- ur okkar með kærleik og þakk- læti fyrir árin sem við áttum öll saman. Njáll, Laufey, Guðbjörg og Guðrún. „Enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Það finnur maður glöggt þegar hugsað er til baka yfir þá næstum sex áratugi sem liðnir eru frá því við Guðmundur kynntumst. Ég kom þá í for- eldrahús hans, Ægissíðu á Grenivík, til að gera hosur mínar grænar fyrir Laufeyju systur hans sem svo varð konan mín. Mér er minnisstætt frá þessum árum hve kært var með Guð- mundi og systkinum hans fimm og hversu mikla umhyggju hann sýndi varðandi hag þeirra og vel- ferð. Þannig var hann alla sína ævi – hann var ævinlega þeirra trausti stóribróðir. Guðmundur var innan við þrí- tugt þegar faðir hans, Þorbjörn Áskelsson útgerðarmaður á Grenivík, fórst með Hrímfaxa í hörmulegu flugslysi á Óslóarfirði árið 1963. Á herðar Guðmundar féll sú þunga ábyrgð að taka við framkvæmdastjórn útgerðar- félagsins Gjögurs hf. sem faðir hans ásamt félögum sínum hafði byggt upp frá grunni. Það var mikið afrek hjá svo ungum manni að stýra fyrirtækinu klakklaust í gegnum erfitt ár- ferði á síðustu áratugum liðinnar aldar. Guðmundur naut um langt árabil fulltingis bróður síns, Njáls Þorbjörnssonar, við rekst- ur og stjórn Gjögurs hf. Njáll er nú stjórnarformaður félagsins. Alla tíð hefur farið gott orð af Gjögur-fyrirtækinu fyrir traust og áreiðanleika í viðskiptum. Í meira en hálfa öld stóð Guð- mundur við stjórnvöl þessa öfl- uga fyrirtækis sem er snar þátt- ur í velmegun fólks í heimabyggðum – Grenivík og Höfðahverfi. Undir hans stjórn efldist fyrirtækið mjög – og jafn- an með góðri forsjá. Um Guð- mund má segja að betri voru heitin hans en handsöl annarra manna. Guðmundur og Auðbjörg kona hans voru einstaklega samlynd og samhent hjón. Auðbjörg var honum stoð og stytta í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Að henni er nú mikill harmur kveð- inn, en það er huggun harmi gegn hversu miklu þau fengu áorkað saman á góðri ævi. Við Laufey, börn okkar, tengdabörn og barnabörn eigum margar góðar minningar af sam- veru með þeim, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum, bæði norðan og sunnan heiða. Guðmundur var mikill fjöl- skyldumaður og hafði mikla barnaheill. Þau hjón voru höfð- ingjar heim að sækja. Þeim var lagið að skapa kyrrð og ró í kringum sig og láta gestum líða vel á sínu heimili. Þangað var gott að koma. Guðmundur var áhugasamur um margvíslegan sagnafróðleik, ekki síst úr þeim sveitum sem hann þekkti best – og ekki spillti að vel kveðnar vís- ur fylgdu sögunum. Ég geymi í minningunni margar góðar sam- ræðustundir með honum um þessi efni og aðrar bókmenntir. Með Guðmundi er genginn mikill mannkostamaður. Ævi- starf hans einkenndist af heið- arleika, hógværð, atorkusemi og samviskusemi. Hann var mikils metinn af þeim sem hann starf- aði með eða átti skipti við. Þetta á jafnt við skipstjórnendur á skipum Gjögurs, áhafnir skip- anna og starfsfólk í landi sem viðskiptamenn fyrirtækisins. Það er gott til þess að vita að þessi gildi eru nú komin til næstu kyn- slóðar sem tekin er við forystu í starfsemi félagsins. Guð blessi minningu Guð- mundar Þorbjörnssonar. Jón Sigurðsson. Ég man fyrst eftir Guðmundi Þorbjörnssyni, móðurbróður mínum, á Tómasarhaganum, stóru húsi á horni við Hjarð- arhaga. Þar bjuggu þau Auð- björg á efri hæð með skrifstofu Gjögurs á ganginum og Anna amma í risinu. Þar voru líka móðursystur mínar, Sigga og Gunna, og Guðrún ömmusystir um tíma. Tómasarhagi 46 var því alltaf mikið fjölskylduhús. Löngu seinna bjuggum við Lárus þar í kjallaranum með börnin okkar, sem þá voru tvö og þar var gott að vera. Þá var skrifstofan kom- in á miðhæðina og Guðmundur og Auðbjörg þar fyrir ofan. Það var alltaf notalegt að heyra í Guðmundi á klossunum á skrif- stofunni. Hann var mikill sómamaður, hann móðurbróður minn, lítið fyrir tilfinningasemi og hafði gaman af því að halda fram skoðunum, sem hann fann að gátu strokið viðmælanda aðeins öfugt, en aldrei var nokkur meinsemd í því. Guðmundur og Auðbjörg voru samhent hjón og deildu með sér verkum bæði við útgerðina og heima fyrir. Honum fannst ekki tiltökumál að þrífa heimilið, hafa til mat og sækja dótturdótturina á leikskólann þegar þess þurfti. Það eru tvö ár á milli mín og Önnu dóttur þeirra og vinátta okkar og samgangur mikill. Ekki man ég hve gamlar við vorum þegar Guðmundi fannst við ekki vera nógu kjarkaðar í sundlaug- inni. Þá vorum við löngu búnar að ná sundtökunum en héldum okkur helst við bakkann, búnar að reikna út hve mörg tök þyrfti yfir og töldum þar upp í 200 metrana í norrænu sundkeppn- inni. Guðmundur tók okkur þá báðar og skutlaði út í djúpu laugina, fannst nóg um vælu- ganginn og vissi sem var að við vorum báðar vel syndar. Mér þótti vænt um það þegar hann sagði einu sinni við mig í fjölmenni að honum fyndist sem Anna dóttir hans væri komin þegar ég stóð hjá honum. Þó að Guðmundur hafi ekki verið gef- inn fyrir tilfinningasemi þá var hann tilfinningaríkur. Hann var mikill rausnarmaður og allt sem þau Auðbjörg gerðu var gert af myndar- og höfðingsskap. Þess höfum við notið í gegnum árin og fyrir það vil ég þakka. Ógleym- anleg eru gamlárskvöldin í garð- inum á Tómasarhaganum þar sem systkinin úr Ægissíðu komu saman með fjölskyldunni. Allt stóð í rauðum bjarma neyðar- blysa og sóla úr skipunum sem þurfti að endurnýja um áramót- in. Garðurinn var þá umlukinn háum grenitrjám svo í raun sáum við öll bara rétt grilla í smáblett af himninum en vorum sannfærð um að þar væru glæsi- legustu flugeldarnir. Það sem máli skipti var líka samveran. Veturinn sem leið var frænda mínum þungur, en það var gam- an að hitta hann á samkomu stórfjölskyldunnar um jólin og þá var gott að fá að sitja hjá honum litla stund á líknardeild- inni í Kópavogi. Þar gat hann enn slegið á létta strengi þó að þrekið væri lítið. Aðrir þekkja störf hans hjá Gjögri betur en alltaf hef ég fundið fyrir því ef ég nefndi Guð- mund í samtölum við menn úr sjávarútvegi að þeir báru fyrir honum mikla virðingu. Takk fyrir mig og mína. Ég votta Auðbjörgu, Önnu, Inga og fjölskyldum þeirra samúð. Þeirra er missirinn mestur, en minn- ingin um góðan mann lifir. Anna Kristín Jónsdóttir. Frá því að við munum eftir okkur var Guðmundur Þor- björnsson, Guðmundur í Gjögri eins og flestir töluðu, hluti af umræðunni á heimili okkar systkina, þar sem hann og faðir okkar störfuðu náið saman um langa hríð. Guðmundur sá um reksturinn, skrifstofan var heima hjá þeim hjónum, faðir okkar skipstjórinn og síðar synir hans. Verkaskiptingin klár og aldrei ágreiningur um stefnu félagsins og tíma ekki eytt í stjórnarfundi. Ákvarðanir teknar samstiga sem hefur leitt félagið áfram á far- sælan hátt í marga áratugi. Oft voru aðalfundir Gjögurs haldnir heima í Hafbliki, fjórir heiðurs- menn við borðið og ágreining- urinn var ekki meiri en sá að fundarritari lauk fundargerð meðan kaffið var drukkið fyrir fundinn. Formlegheitin ekki mik- il. Traust ríkti milli aðila. Ég settist síðar í stjórn Gjög- urs og kynntist þá Guðmundi betur. Hann var hægur og traustur, orð og handaband dugðu sem samningur á þeim bænum. Staðið við allt sem sagt var og handsalað. Stjórnarfundir í Gjögri, sem ekki voru margir, fóru oft á tíðum – oftast – í að ræða gamla tíma frá Grenivík og þar var Guðmundur á heimavelli. Hann kunni ógrynni af sögum frá gamla tímanum þar, svo ekki sé talað um vísur eftir marga höfðingja á staðnum. Það voru ógleymanlegar stundir og notið svo mjög að hlusta og nema. Höfðingi er genginn, hans verður sárt saknað en góðar minningar lifa. Við systkinin í Hafbliki vott- um Auðbjörgu, Inga Jóhanni, Önnu og ættingjum dýpstu sam- úð við fráfall Guðmundar Þor- björnssonar. Björgólfur, Guðjón, Aðalheiður, Sigríður og Oddný Jóhannsbörn. Guðmundur Þorbjörnsson  Fleiri minningargreinar um Guðmund Þorbjörns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 Þegar við systkinin hugsum til baka þá eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann. Gróðurhúsið á Hóla- götu með fallegu rósunum þín- um, það sem þér fannst vænt um þær og dekraðir við þær, en þannig varst þú, elsku amma, þú dekraðir við alla og tókst opnum örmum þeim sem þurftu á að halda. Sama hvort það var að fá að búa hjá þér eða bara koma til þín til að fá Siggu ömmu knús. Þú tókst alltaf vel á móti manni með opnum örmum tilbúin í spjall. Þú varst ótrúlega minnug og sjaldan gat maður sagt þér fréttir því þú vissir allt sem var að gerast í kringum þig. Við fórum aldrei til þín án þess að koma pakksödd til baka og jafnvel með mat í nesti. Ef einhver komst ekki með í heimsókn þá voru send- ar pönnsur eða bollur með í poka til viðkomandi. Það var dýrmætur tími sem við feng- um með þér. Þú kenndir okkur margt gegnum árin, meðal annars að leggja kapal, og láta hann ganga upp með smá svindli enda er það í lagi að svindla smá „annars gengur hann aldrei upp“ sagðir þú. Það var svo notalegt að koma til ykkar afa í „Hornið“. Mað- ur var alltaf velkominn og stoppaði aldrei nógu lengi að þinni sögn. Barnabörnin voru alltaf spennt að fara í heim- sókn til ykkar því þar var gott að vera. Alltaf stutt í hláturinn og húmorinn. Þakklæti er efst í huga á svona stundu. Við erum svo þakklát fyrir að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur og fyrir að kenna okkur á lífið, segja okkur sögur, útilegurnar og vera góður við náungann. Ef dimmir í lífi mínu um hríð eru bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. (Rúnar Júl.) Takk, elsku Sigga amma, fyrir allt. Takk fyrir að vera þú. Við elskum þig. Heba Maren, Pálmar, Fannar og lang- ömmubörnin Viktor Nói, Ída Maren og Daníel Darri. Elsku amma. Kveðjustundin okkar var mér erfið og söknuðurinn mik- ill. Að vita til þess að nú sért þú komin á stað þar sem þú getur hvílt þig yljar hjarta mitt. Ég veit að móttakan á þessum nýja stað verður góð þar sem góðir vinir taka á móti þér og vísa þér leiðina. Söknuðurinn mun ávallt vera til staðar en á sama tíma fylgja góðar minningar. Að eiga þig sem ömmu voru og eru enn forréttindi. Ég lærði mikið af þér, ég væri enn í basli með ákveðna hluti heima fyrir ef ekki hefði verið fyrir þig. Það var gott að fá að alast upp í næsta húsi við ykkur afa og eyða ófáum stundum með ykkur og margt var brallað. Þú hlærð örugglega enn að því þegar afi gleymdi mér fyrir framan sjónvarpið að horfa á Emil í Kattholti til þess að fara bryggjurúntinn. Eftir að ég flutti í Kópavog var gott að hringja á kvöldin og eiga nota- legar samræður og síðast en ekki síst að gera sér ferð í Sandgerði og fá að eyða nota- legum tíma með ykkur afa í horninu með nýbökuðum pönnukökum og heitu kakói. Minningarnar eru margar og góðar. Takk fyrir allt, elsku amma. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu og ég lofa að hugsa vel um afa. Hvíldu í friði. Gauti. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.