Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 26

Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss DagnýKrist-ins- dóttir, kennari og formaður Aftureldingar, á 40 ára afmæli í dag. Hún er deildarstjóri yf- ir miðstigi í Varmárskóla í Mosfellsbæ og tók við þeirri stöðu núna í janúar. „Ég er því ekki í daglegri kennslu lengur og sakna þess aðeins en mér finnst þessi nýja staða skemmti- leg og er mjög ánægð í vinnunni.“ Dagný hefur verið formaður Ungmenna- félagsins Aftureldingar í þrjú ár. Í félaginu eru um 2.000 iðkendur og þar af eru 1.100-1.200 börn og unglingar. „Það er allt fínt að frétta af félaginu, konurnar eru komnar í úr- slit í blakinu og við vorum að stofna hjóladeild. Það eru því komnar ellefu deildir í Aftureldingu.“ Auk þessa er Dagný að klára meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst og skilar lokaritgerðinni um næstu mán- aðamót. „Ritgerðin fjallar um starfsþróun kennara, hvernig þeir haga sinni endurmenntun og hvernig að henni er staðið. Í ritgerðinni ber ég saman starfsþróun kennara á höfuðborgarsvæðinu og á norðan- verðum Vestfjörðum.“ Dagný var með 60 manna afmælisveislu hjá sér á miðvikudags- kvöldið. „Í dag fer ég í vinnuna og seinnipartinn verð ég rittúlkur fyrir Öryrkjabandalagið, en ég sinni því starfi eftir þörfum.“ Rit- túlkur er aðstoðarmaður heyrnarskertra, en hann skrifar niður allt sem fram fer svo hinn heyrnarskerti geti fylgst með. Eiginmaður Dagnýjar er Haukur Örn Harðarson, tölvunarfræð- ingur hjá Advania Mobile Pay, og synir þeirra eru Kristinn Breki 18 ára, Arnar Páll 14 ára og Tómas Orri 11 ára. Formaður, deildar- stjóri, rittúlkur og nemi Dagný Kristinsdóttir er fertug í dag Fjölskyldan Við fermingu miðsonarins á sunnudaginn var. S igfús Jón Árnason fæddist á Sauðárkróki 20.4. 1938 og ólst þar upp. Vegna tímabundinna berklaveikinda móður hans var hann í fóstri í þrjú ár hjá hjónunum á Hofi á Höfðaströnd, þeim Jóni Jónssyni og Sigurlínu Björnsdóttur sem voru vinafólk for- eldra hans. Auk var hann þar í sveit á sumrin til 16 ára aldurs. Sigfús var í Barnaskóla Sauðár- króks, lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks, lauk stúd- entsprófi frá MA 1959, stundaði nám í alkirkjufræðum í Vieux-Villez í Frakklandi á vegum Alkirkjuráðsins 1961, lauk embættisprófi í guðfræði við HÍ 1965, sótti námskeið í eðlis- fræði 1970 og 1972, stundaði fram- haldsnám í litúrgískum fræðum við La Sazara Congregazione Per il Culto Divino í Róm 1977, nám í kirkjulistasögu og hagnýtri guðfæði við Johannes-Guttenberg Universität í Mainz í Þýskalandi árið 1990-91. Sigfús var vélstjóri á togaranum Skagfirðingi sumrin 1959-65, var stundakennari við VÍ 1961-62, varð sóknarprestur í Miklabæ í Blöndu- hlíð 1965, var jafnframt ráðinn far- prestur í Sauðárkróksprestakalli frá 1973-74 og 1976. Hann var sókn- arprestur á Sauðárkróki 1977-80, var skipaður sóknarprestur í Hofs- prestakalli 1980, var bóndi á Hofi frá 1981 og prófastur í Múlaprófasts- dæmi frá 1999 og til starfsloka 2004. Sigfús kenndi við Barnaskólann í Akrahreppi 1965-77. Hann var próf- dómari við Steinsstaðaskóla í Skaga- firði 1966-71, stundakennari við Hús- mæðraskólann á Löngumýri 1973-74, við Barnaskólann á Sauðárkróki 1977-80, við Gagnfræðaskóla Sauð- árkróks 1977-80, við Námsflokka Sauðárkróks 1977-79, við Grunnskól- ann á Vopnafirði 1980-90 og 1991-93. Hann var tungumálakennari við ME á Vopnafirði með hléum frá 1992. Sigfús var trúnaðarmaður kennara við Barnaskólann í Akrahreppi 1977, sat í stjórn Hólafélagsins um árabil, for- maður Alexanderssjóðs frá 1980, for- maður Veiðifélags Hofsár 1983-89, sat í barnaverndarnefnd Vopnafjarðar 1987-91, sat í héraðsnefnd Múlapró- fastsdæmis 1988-99 og formaður þess frá 1990. Sigfús hefur ætíð haft áhuga á helgi- haldi kirkjunnar og hefur verið hlynnt- ur því að færa það til eldra forms: „Það má segja að Róbert Abraham Ott- ósson hafi öðrum fremur haft áhrif á okkur, nemendur í guðfræðideildinni, ekki síst með hugmyndum sínum um kirkjutónlist. Hann kenndi við guð- fræðideildina og varð síðar söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar. Ég hef t.d. verið hlynntur því að hafa altarisgöngu við hverja messu í heimakirkju. En svona hugmyndir fengu mis- jafnar undirtektir og ég man að ein- hverjir blaðamenn kölluðu þær „kaþ- ólskt kennderí og grallaragaul“. Sigfús Jón Árnason, fyrrv. prófastur og kennari – 80 ára Hjónin Sigfús Jón Árnason, fyrrv. prófastur og kennari, og k.h., Anna María Pálsdóttir bókagerðarmaður. Hefur ætíð haft áhuga á helgihaldi kirkjunnar Reykjavík Anna Elísabeth Lleshi fæddist 2. mars 2017 kl. 12.18. Hún vó 1.082 g og var 39,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Guðrún Lilja Önnudóttir og Gerard Lleshi. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.