Morgunblaðið - 20.04.2018, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
Magnús Ragnarssonbyrjar kantorstarfiðmeð látum í Lang-holtskirkju. Þetta
mæta tónlistarhús og aflstöð
menningar vaknaði af dvala við
fyrstu hendingu þessa makalausa
tónverks. Arfleifð Jóns Stefáns-
sonar, eins mikilsvirtasta og um-
svifamesta Bach-túlkanda á Ís-
landi fyrr og síðar, vakti yfir;
kórskólinn, uppeldisstöð ótal
söngvara og óþrjótandi uppspretta
kvenradda stóra samkórsins sem
Magnús hefur nú kynt hressilega
undir með liðsstyrk karlaradda úr
gamla Melódía-kórnum. Aðkoma
Kórs Langholtskirkju við flutning
á Messíasi var á þann veg að eng-
um dylst að þar fer afburðakór,
líklega besti samkór landsins! Og
Langholtskirkja sýndi enn og aft-
ur að stærðin er ekki allt; smærri
fjöllin hafa einnig sinn sjarma.
Efniviðurinn í Messíasi kemur
beint úr Biblíunni, hugleiðingar
um fæðingu Krists, pínu hans,
dauða og upprisu. Bent hefur ver-
ið á að þrátt fyrir að þetta sí-
vinsæla og þekkta kórverk sé ekki
skráð í neinni sérstakri tóntegund
sé undirliggjandi þrá og leit eftir
D-dúr tóntegundinni sem þykir
helst minna á ljós og dýrðarljóma.
Óratoríur voru í árdaga fluttar
með leikrænni hætti, en nú á tím-
um í formi lifandi stílfærðrar
skemmtunar þrátt fyrir háheil-
agan boðskapinn. Fyrsta innkoma
Ágústs Ólafssonar bassa „Eftir
skamma hríð mun ég hræra himin
og jörð“ var af þeim meiði; rödd
Ágústs barst óvænt ofan af svöl-
um aftan úr kirkju er særði fram
leikhúsið og epíkina í verkinu.
Ágúst söng tónleikana á enda af
miklu öryggi og sannfæringu, ekki
síst í flúrsöngnum. Röddin er sér-
stök, mött, jafnvel innhverf, en há-
dramatísk, t.a.m. í lokaaríu verks-
ins, „Því lúðurinn mun gjalla...“
Kirkjurýmið svaraði vel beittri
rómbjartri rödd Elmars, sem
flutti óaðfinnanlega hverja aríuna
á eftir annarri af miklum krafti og
tjáningu, t.a.m „Þú skalt mola þá
með járnsprota...“
Mezzosópransöngkonan Sigríður
Ósk söng altaríur verksins. Það
má dást að breiðu raddsviði Sig-
ríðar en það vantaði kraftinn og
máttinn á neðri tónsviðið, sem
kom á stundum fram í ójafnvægi
við hljómsveit, sem gat orðið ívið
of sterk („Sjá, yngismær verður
þunguð...“). Hallveig Rúnarsdóttir
hefur undanfarin misseri svo gott
sem veldisvaxið með hverju verk-
efninu. Það var greinilegt að hún
þekkir sinn Messías, sem hún lék
sér að gegnum sönginn, með stolti
en einnig tilhlýðilegri auðmýkt.
Sem fyrr segir var kórinn frá-
bær, í raun senuþjófur kvöldsins,
sem söng af skærri útgeislun og
öryggi frá upphafi til enda tón-
leikanna. Sungið var af krafti og
gleði er við átti („Því að barn er
oss fætt...“) og með blíðu („Vér
fórum allir villir vega sem sauð-
ir...“). Tenórhópurinn var sérlega
þéttur um leið og hann var beittur
og bjartur, og sóprönur buðu gest-
um á sínum þróttmestu stundum
upp á eins konar hárþurrku-
meðferð.
Magnús miðlaði tónleikana á
enda bæði skýrri sýn á verkið og
smekklegri mótun. Hljómsveitin
var skipuð einvalaliði úr Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Vert er að
minnast á lýtalausa spilamennsku
Einars Jónssonar trompetleikara í
trompet/-bassaaríu verksins rétt
fyrir lokakórinn. Magnús og Páll
konsertmeistari stjórnuðu sínu af
festu og yfirvegun svo aldrei varð
vart við ójöfnur, hvorki í karakt-
erbreytingum hljóms né hraða.
Því miður var illa mætt á við-
burðinn. Rétt er að minna á að
Langholtskirkja er öðrum þræði
frábært tónleikahús allt frá vígslu
árið 1984 svo það nær ekki nokk-
urri átt að listræn starfsemi kirkj-
unnar, eins og uppfærslan á Mess-
íasi, fari fram fyrir hálftómum
bekkjum. Magnús Ragnarsson
hefur náð vopnum sínum í Lang-
holtinu með þessum skínandi
flutningi á Messíasi Georgs Fried-
richs Händels.
Afburðakór „Aðkoma Kórs Langholtskirkju við flutning á Messíasi var á þann veg að engum dylst að þar fer af-
burðakór,“ segir gagnrýnandi um Kór Langholtskirkju, sem hér sést með stjórnanda sínum.
Hinn smurði
í Langholtinu
Langholtskirkja
Messías eftir Georg Friedrich
Händelbbbbm
Kór Langholtskirkju. Stjórnandi: Magn-
ús Ragnarsson. Konsertmeistari: Joaq-
uin Páll Palomares. Einsöngvarar:
Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran,
Elmar Gilbertsson tenór og Ágúst Ólafs-
son bassi. Föstudagur 13. apríl kl. 20.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Morgunblaðið/Golli
Rómbirta Elmar Gilbertsson flutti
óaðfinnanlega hverja aríuna á eftir
annarri, segir m.a. í rýni.
Morgunblaðið/Eggert
Vaxandi Hallveig Rúnarsdóttir hef-
ur vaxið með hverju verkefni undan-
farin misseri og kann vel Messías.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s
Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s
Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s
Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s
Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 20/4 kl. 19:30 46.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 47.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00
Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 11:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?