Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 33
AF GOÐSÖGN
Anna Margrét Björnsson
amb@mbl.is
Í vetur spurði einhver íslenski tón-
listarspekúlantinn á Facebook:
„Hverjir eru bestu tónleikar sem
þú hefur nokkru sinni farið á?“
Margir lögðu orð í belg og það var
mat margra að tónleikar Nick
Cave á tónlistarhátíðinni ATP á
Ásbrú sumarið 2013 hefðu verið
þeir allra eftirminnilegustu. Ég
gæti ekki verið meira sammála.
Hafði kannski ekki verið einn
af þessum gallhörðu Cave-aðdá-
endum, þekkti hvorki hverja ein-
ustu plötu hans utan að né hafði
nokkru sinni farið á tónleika með
honum. Ég elskaði auðvitað The
Birthday Party og Grinderman og
allt sem þessi töffari stóð svo sem
fyrir en ég man að þarna í regninu
á ATP var ég eiginlega meira
spennt fyrir Mark E. Smith og The
Fall. En svo var Mark E. Smith
heitinn eiginlega bara fullur og lé-
legur og tónleikarnir eintómt rugl.
Man að ég stóð bara allt í einu
óvart algerlega dolfallin andspæn-
is meistara Cave og The Bad
Seeds þetta kvöld. Og ekki urðu
þessir tónleikar síður eftirminni-
legir þegar hann tók lagið „Jubilee
Street“ af plötunni Push the Sky
Away. Hann söng viðlagið , „I‘m
vibrating... I am glowing... I am
flying,“ og svo bara féll hann af
sviðinu. Hvarf, datt niður af ramp-
inum og áhorfendur fengu tauga-
áfall. Svo liðu góðar tíu mínútur
og Cave gekk aftur inn á sviðið
eins og ekkert hefði í skorist. Það
kom ekki í ljós fyrr en í fréttum
næsta dag að hann hefði farið
beint upp á slysó eftir tónleikana
með brákað rifbein. En auðvitað
lét hann það ekkert á sig fá og
gersamlega heillaði alla upp úr
skónum.
Þegar ég gekk út af þessum
tónleikum í Ásbrú voru allir sem
ég hitti tárvotir um augun, karl-
menn sem konur. „Nick Cave reif
út úr mér hjartað, sneri því á hvolf
og setti það svo inn aftur,“ sagði
bróðir minn við mig þarna í þvög-
unni og ég held að það hafi verið
tilfinning sem margir upplifðu.
Brot af slíkri tónleikaupplifun
er að finna með því að horfa á nýj-
ustu kvikmyndina um þennan stór-
kostlega listamann, tónleikamynd-
ina Distant Sky sem var sýnd í Bíó
Paradís 12. apríl. Myndin er tekin
Þegar meistari Cave
rífur úr manni hjartað
Úr Distant Sky Frábær tónleikamynd sem fangar einn stórkostlegasta listamann samtímans í allri sinni dýrð.
upp á tónleikum hans í Royal
Arena í Kaupmannahöfn í október
í fyrra og sýnir Cave upp á sitt
besta sem einn áhrifamesti flytj-
andi allra tíma. Distant Sky var
sýnd um heimsbyggðina í kvik-
myndahúsum aðeins þennan eina
dag og kemur í kjölfarið á heim-
ildarmyndinni One More Time
with Feeling, sem fjallaði um
hvernig Cave var að reyna að
púsla saman plötunni Skeleton
Tree og lífi sínu aftur saman eftir
að annar tvíburasona hans, Arth-
ur, féll til bana af klettum í Brig-
hton eftir að hafa tekið inn of-
skynjunarefnið LSD. Cave var
brotinn maður og myndin var hrá
og nísti hjartað.
Distant Sky sýnir ekkert
nema tónleika frá byrjun til enda á
Skeleton Tree hljómleikaferðalag-
inu sem fylgdi plötunni eftir.
Lagalistinn er æðislegur, hann
inniheldur ný lög af Skeleton Tree
og Push the Sky Away ásamt eldri
og mjög þekktum lagasmíðum eins
og til dæmis ballöðuna „Into My
Arms“ og rokkgeðveikina í „From
Her to Eternity“ sem var á fyrstu
plötu hans með Bad Seeds sem
kom út 1984. Kvikmyndin er skot-
in frá mörgum mismunandi sjónar-
hornum sem fangar vel stærð tón-
leikastaðarins og fjölda áhorfenda,
en einnig hina ótrúlegu nánd sem
Cave skapar milli sín og þúsunda
áhorfenda.
Tilfinningin sem ég fékk var
eins og að hér væri predikari á
ferð eða einhvers konar galdra-
maður eða særingameistari. Cave
stjórnar áhorfendum alfarið, biðl-
ar og hvíslar til þeirra, tekur í
hendurnar á þeim, faðmar þá,
öskrar á þá, lætur þá bera sig.
Hann spígsporar um, langur og
svartklæddur eins og vampírukon-
ungur eða leðurblaka, eitursvalur
með svart hárið sleikt aftur. Á
köflum virðist hann næstum bresta
í grát þegar hann syngur lög af
Skeleton Tree og það er augljóst
að hér er maður sem hefur siglt til
heljar og heim aftur. Það er líka
stórkostlegt að fá að fylgjast betur
með hljómsveitinni The Bad Seeds
og þá sérstaklega Warren Ellis á
sviði.
Cave virðist bera fullkomið
traust til áhorfenda sinna, það er
nánast ekkert bil milli hans og
þeirra. Undir lok tónleikanna
dregur hann hreinlega áhorfendur
upp á svið með sér og hljómsveit-
inni, fólk klifrar yfir grindverkið
sem aðskilur það og listamanninn
og dansar og syngur með honum
uppi á sviði. Cave virðist vera laus
við allt egó, hann er kannski rokk-
stjarna en hann er bara einn af
þessu fólki, einn af okkur, og hik-
ar ekki við að faðma áhorfendur
að sér og deila tilfinningum úr
innstu hjartarótum. Distant Sky er
frábær tónleikamynd sem fangar
einn stórkostlegasta listamann
samtímans í allri sinni dýrð.
» Cave stjórnaráhorfendum alfarið,
biðlar og hvíslar til
þeirra, tekur í hend-
urnar á þeim, faðmar
þá, öskrar á þá, lætur
þá bera sig.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
Blúsmenn Andreu halda tónleika í
kvöld kl. 20.30 í Bæjarbíói við
Strandgötu í Hafnarfirði.
Blúsmenn Andreu, með söngkon-
una Andreu Gylfadóttur í broddi
fylkingar, hafa starfað frá árinu
1989 og skipa hana, auk Andreu,
þeir Guðmundur Pétursson á gítar,
Einar Rúnarsson á orgel, Jóhann
Hjörleifsson á trommur og Har-
aldur Þorsteinsson á bassa. Sveitin
hefur gefið út tvær hljómplötur og
leikur blús-, sálar- og djasstónlist
auk þess að flytja lög eftir Andreu.
Blúsmenn
í Bæjarbíói
Blúsuð Andrea Gylfadóttir með fé-
lögum sínum í Blúsmönnum Andreu.
Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar ár-
ið 2018 er tónlistarmaðurinn Björg-
vin Halldórsson og var hann út-
nefndur í fyrradag, á upphafsdegi
bæjarhátíðarinnar Bjartir dagar. Í
afmæliskveðju sem bærinn sendi
söngvaranum á Facebook 16. apríl
sl. segir að Björgvin sé gaflari í húð
og hár og að einlægari Hafnfirðing
sé varla hægt að finna. Og þó starf
hans kalli á það einstaka sinum að
hann þurfi að fara út á land að
syngja og skemmta þá fari hjartað
aldrei úr Hafnarfirði.
Bæjarlistamaður Björgvin Halldórs-
son er Hafnfirðingur í húð og hár.
Björgvin útnefndur
bæjarlistamaður
Hafnarfjarðar
Lögreglan í Los
Angeles handtók
við heimili söng-
konunnar Taylor
Swift mann sem
grunaður er um
að vera eltihrell-
ir. Maðurinn var
með grímu þegar
hann var hand-
tekinn og í bíl
hans voru hnífur,
skotfæri, hanskar og reipi. Var
hann í fangelsi í þrjá daga og sett á
hann nálgunarbann. Hafði mað-
urinn ekið nær tvö þúsund km leið
frá heimili sínu í Kólorado, þar sem
hann er á skilorði fyrir óspektir og
fyrir að hleypa af byssu, og kvaðst
ætla að „heimsækja“ Swift.
Fyrr í þessum mánuði var heim-
ilislaus maður handtekinn við að
reyna að klifra yfir háan vegg sem
umlykur heimili söngkonunnar.
Eltihrellir
hjá Swift
Taylor
Swift
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
ICQC 2018-20