Morgunblaðið - 23.04.2018, Síða 4
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Jarðhiti Orkupakkinn breytir litlu
um heimildir íslenskra stjórnvalda.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Upptaka þriðja orkupakka ESB í
EES-samninginn mun í meginatrið-
um ekki hafa áhrif á forræði Íslend-
inga á náttúruauðlindum, eftir nú-
gildandi heimildum íslenska ríkisins.
Valdheimildir Samstarfsstofnunar
eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER)
eru takmarkaðar við opinberar eftir-
litsstofnanir, en ná ekki til einka-
aðila. Heimildir stofnunarinnar eru
svo háðar frekari skilyrðum sem
ekki eiga við um Ísland.
Þetta kemur fram í minnisblaði
Ólafs Jóhannesar Einarssonar lög-
manns til atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytisins.
Ríkið geti áfram bannað fram-
sal opinberra orkuauðlinda
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra, átti fund með
Ólafi Jóhannesi í síðustu viku og er
minnisblaðið afrakstur fundarins.
Það er þó ekki tæmandi um álitaefni
sem uppi eru um upptökuna og rædd
voru á fundinum.
Að mati Ólafs myndi Ísland áfram
hafa heimildir til að ákveða hvort
náttúruauðlindir skuli vera í eigu
ríkisins eður ei. Hins vegar gilda al-
mennar reglur EES-samningsins ef
Ísland ákveður t.d. að veita tíma-
bundin afnotaréttindi af auðlindum,
líkt og heimild er til í lögum.
Í minnisblaðinu segir að valdheim-
ildir ACER séu bundnar við ákvæði
sem eiga við þegar um er að ræða
grunnvirki, þ.e. sæstrengi, línur og
jarðstrengi, sem ná yfir landamæri.
Af þessu leiðir, m.v. núverandi
ástand, að beiting heimildanna kem-
ur ekki til álita gagnvart Íslandi
enda hefur Ísland ekki yfir grunn-
virkjum að ráða sem ná yfir landa-
mæri.
Stofnunin mun ekki geta haft neitt
að segja um fyrirkomulag leyfisveit-
inga og stjórnsýslu hér á landi, upp-
taka þriðja orkupakkans hefði
óverulegar breytingar í för með sér
hvað þetta varðar.
Þriðji orkupakkinn haggar því
ennfremur ekki forræði Íslands á því
hvaða stjórnvald myndi veita leyfi
fyrir lagningu sæstrengs og hvort ís-
lenska ríkið yrði eigandi að honum.
Óveruleg áhrif af orkupakkanum
Þriðji orkupakki ESB kemur lítið við heimildir Íslands ACER hefði takmörkuð völd til íhlutunar
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018
BÚDAPEST
27. apríl í 4 nætur
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Netverð á mann frá kr. 49.995 m.v. 2 í herbergi
með morgunmat.Stökktu
Frá kr.
49.995
standi saman af gjörólíkum flokkum.
„Hver flokkur núllar út helstu
pólitísku áherslur hinna. Þetta er
hálfgerð rekstrar- eða bráðabirgða-
stjórn og stjórnkerfið mun starfa
áfram með óbreyttum hætti í stað
þess að ráðist verði í breytingar,“
segir hann og nefnir að fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar og hag-
vaxtarspár séu óraunhæfar.
„Þegar menn auka útgjöldin án
þess að huga að því hvernig fjár-
magnið nýtist og án þess að huga að
skipulagsbreytingum til að nýta
fjármunina betur, þá er verið að
festa gallaða fyrirkomulagið í sessi.“
Sigmundur segir að það sé hættu-
legt þegar pólitíska sýn skorti, stór-
ar ákvarðanir séu í eðli sínu pólitísk-
ar. „Aðgerðirnar sem við fórum í á
árunum 2013 til 2016 hefðu aldrei
orðið til í stjórnkerfinu. Þótt kerfið
skrifi nánast öll frumvörp sem verða
að lögum er ekki hægt að eftirláta
stjórnkerfinu stjórn landsins,“ segir
hann. „Það er t.d. mjög slæmt að
pólitískar ákvarðanir og faglegar
ákvarðanir svokallaðar séu nú flokk-
aðar sem andstæður. Ef lýðræðið á
að virka þurfa menn að geta gefið
loforð og framfylgt þeim þegar þeir
komast til valda. Hugmyndin með
lýðræðinu er ekki að embættis-
mannakerfi hafi vit fyrir okkur,
heldur að allur almenningur hafi vit
fyrir sjálfum sér til jafns,“ segir
hann, en nefnir þó að embættis-
mannakerfinu sé alls ekki um að
kenna, heldur sé þetta á ábyrgð
stjórnmálamanna.
loftslagshlýnun, í þeim tilgangi að
sýna fram á að ekki væri allt sem
sýndist hvað staðreyndir um þessi
mál varðaði.
Meginstefið var að kerfislausnir
dygðu ekki, heldur þyrfti ávallt að
líta á stóru myndina. Sigmundur
kvað lausn vandamála í stjórnmál-
unum of oft byggjast á ímyndar-
vinnu frekar en innihaldi. „Fólki
hættir mjög til þess að taka
ákveðnum hlutum sem gefnum í stað
þess að skoða þá upp á nýtt. Það
stingur höfðinu í sandinn og vill ekki
ræða staðreyndir. Oft er það vegna
þess að kerfin sem eru byggð upp til
að fást við viðfangsefnin hafa hag af
óbreyttri nálgun,“ sagði hann.
Aðspurður segist Sigmundur ætla
að einbeita sér að skipulags- og sam-
göngumálum næst með áþekkum
hætti og hann tók umhverfis- og
orkumál fyrir í gær. Hann segir að
sú greining verði þó ekki hluti form-
legrar stefnu flokksins í sveitar-
stjórnum, stefnumálin verði smíðuð
af heimamönnum á hverjum stað.
Skortur á pólitískri sýn
Spurður um stöðu landsstjórn-
málanna kveðst Sigmundur Davíð
óttast að stjórnarmeirihlutinn muni
taka óskynsamlegar og óaftur-
kræfar ákvarðanir. Kjörtímabilið
fari þó almennt rólega af stað. „Það
má samt ekki verða til þess að við
verðum værukær í stjórnarandstöð-
unni fyrir vikið,“ segir Sigmundur.
Hann segir að ríkisstjórnin hafi
enga pólitíska sýn í ljósi þess að hún
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, segir að sótt
verði að ríkisstjórninni úr ólíkum
áttum á kjörtímabilinu og gagnrýnir
harðlega stefnu stjórnarmeirihlut-
ans. Í stefnuræðu sinni á fyrsta
landsþingi flokksins sagði hann að
Miðflokkurinn myndi beita sér gegn
þeim kerfislausnum sem tíðkast
hefðu hingað til. Sigmundur gagn-
rýnir einnig að stjórnmálaleiðtogar
eftirláti embættismönnum of oft
ákvarðanatöku.
Flokkurinn býður fram í öllum
stærri sveitarfélögum í sveitar-
stjórnarkosningunum 26. maí nk.
Ekki er endanlega ákveðið hvar boð-
ið verður fram, en til skoðunar er að
bjóða fram sameiginlega með öðrum
framboðum eða flokkum á nokkrum
stöðum. Enn er óljóst um framboð á
Seltjarnarnesi, en annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu verður Mið-
flokkurinn með framboðslista. Til-
kynning um framboð á Akureyri
verður gefin út í vikunni. Ályktanir
landsþingsins voru svo afgreiddar
síðdegis í gær.
Stingi ekki höfðinu í sandinn
Í ræðu sinni kynnti Sigmundur
aðferðafræði flokksins við lausn við-
fangsefna stjórnmálamanna og tók
þar dæmi um einn málaflokk; um-
hverfis- og orkumál. Fjallaði hann
með ítarlegum hætti um ýmis mál,
t.d. plastmengun, endurvinnslu og
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stefnuræða Sigmundur sagði í ræðu sinni að fólki hætti til að stinga höfðinu í sandinn og taka hlutum sem gefnum.
Stjórnkerfið hafi ekki
vit fyrir kjósendum
Miðflokkurinn býður fram í öllum stærri sveitarfélögum
Fulltrúar Félags framhaldsskóla-
kennara og Félags stjórnenda við
framhaldsskóla skrifuðu um helgina
undir sam-
komulag um
breytingar og
framlengingu á
kjarasamningi
við ríkið.
Launahækk-
anir skv. samn-
ingnum eru í takt
við það sem ríkið
hefur boðið BHM-
félögum, 4,21%.
„Við hefðum ekki
sótt meira til viðsemjenda án harðra
átaka,“ segir Guðríður Arnardóttir,
formaður Félags framhaldsskóla-
kennara.
Þröngur stakkur sniðinn
„Kröfum um launahækkanir er
þröngur stakkur sniðinn. Þó hefur í
opinbera geiranum verið mjög horft
til þeirra hækkana sem aðrir hafa
fengið, svo sem samkvæmt úrskurði
kjararáðs. Um þá niðurstöðu er eng-
in sátt. En nú liggur fyrir samningur
sem við teljum góðan og þarna er
margt sem skiptir okkur kennara
miklu máli, enda er þarna tekið á
ýmsum ágreiningsmálum, svo sem
vinnumati,“ segir Guðríður.
Samkomulagið sem gert var um
helgina gildir fram í mars á næsta
ári, en um það leyti verða margir
kjarasamningar opinberra starfs-
manna lausir.
Á vinnumarkaði gildir sú hefð að
fyrst sé gengið til samninga á al-
menna markaðnum, sem losna um
áramót, og síðan komi opinberi geir-
inn. Eru samningar þar margir
hverjir lausir á útmánuðum á næsta
ári sem skýrir til hve skamms tíma
kennarasamningurinn nú er.
Aukið álag verði metið
Veigamikill þáttur samningsins
nú er endurmat á vinnumati áfanga
sem þyngst vega í námi til stúdents-
prófs, en stytting þess úr fjórum ár-
um í þrjú hefur breytt talsverðu í
starfi kennara. Fyrir liggur sam-
komulag við menntamálaráðherra
um að allt að 400 milljónum króna
verði varið til að endurmats þessa.
„Eftir kjarasamninga 2014 var
mótað nýtt vinnumat fyrir fram-
haldsskólakennara sem tekur til
margs annars en tiltekins fjölda
kennslustunda, s.s. að kennari með
stóra nemendahópa fær aukinn tíma
til ráðstöfunar til að sinna þeim. Síð-
an þá hefur nám til stúdentsprófs
verið stytt, nemendafjöldi er kvik
stærð í vinnumati kennara og fleira.
Raunar hefur skólastarf breyst mik-
ið með því að efni fjögurra vetra hef-
ur verið þjappað saman og er kennt
á þremur árum og nú þarf að meta
hve mikið styttingin jók álag á kenn-
ara,“ segir Guðríður um samninginn
sem nú verður sendur skólafólki til
kynningar. Niðurstaða í atkvæða-
greiðslu þarf að liggja fyrir 11. maí.
sbs@mbl.is
Hefðum ekki sótt
meira án átaka
Framhaldsskólakennarar semja
Guðríður Arn-
ardóttir