Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 ❁ Auðveldara að þrífa penslana ❁Gufar ekki upp ❁Má margnota sama löginn ❁Notendur anda ekki að sér eiturefnum ❁ Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum ❁UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samfélagsmiðlarnir eru líklegir til að vera í mikilvægu hlutverki í kosningunum í vor, jafnvel meira en nokkru sinni fyrr,“ segir Birg- ir Guðmunds- son stjórnmála- fræðingur og dósent við Há- skólann á Ak- ureyri. Hann hefur kannað hvernig stjórn- málamenn nýta sér fjölmiðla til að koma skila- boðum á fram- færi og láta rödd sína og sjónarmið heyrast. Á því hafa orðið verulegar breyt- ingar í seinni tíð, þannig að um- ræðan hefur að verulegum hluta færst frá hefðbundnum fjöl- miðlum yfir á félagsmiðla Facebook miðillinn sem mestu skiptir „Það hefur sýnt sig í rann- sóknum að Facebook er sá sam- félagsmiðill á Íslandi sem mestu máli skiptir og stjórnmálamenn sjálfir eru sammála því. Yfir 90% frambjóðenda í sveitarstjórnar- kosningum 2014 og eins í síðustu þrennum þingkosningum telja Facebook mikilvægan miðil í að koma sér og sínum málum á fram- færi. Álíka hlutfall frambjóðenda notar þessa boðleið mikið, meira en aðrar fjölmiðlagáttir,“ segir Birgir. Birgir telur samfélagsmiðla í raun þýðingarmeiri í kosningum til sveitarstjórna en Alþingis, því Facebook geri mögulegt að stýra skilaboðum betur til tiltekinna hópa, bæði lýð- og landfræðilega. Þá séu málefni og áherslur flokka mismunandi eftir landsvæðum og eigi ekki endilega erindi til allra, sé þetta mikill kostur í byggða- kosningum. Hingað til hafa hér- aðsfréttablöð verið mikilvæg í þessu samhengi og eru auðvitað enn, þótt þeim hafi vissulega fækkað. Fullt af hálfsannleik „En þrátt fyrir mikla áherslu á samfélagsmiðla eru mál ekki svo einföld að stjórnmálabaráttan hafi færist til dæmis frá héraðs- fréttamiðlum og yfir á Facebook. Í raun snýst þetta meira um sam- spil til dæmis hefðbundinna fjöl- miðla og samfélagsmiðla því upp- spretta frétta og þróun verður að verulegu leyti í samkrulli stjórn- málamanna, blaðamanna og svo þeirra sem tjá sig á samfélags- miðlum,“ segir Birgir og heldur áfram: „Staðan í Reykjavík er svo kapítuli út af fyrir sig. Þar virðist ætla að koma fram fjöldi fram- boða sem þurfa að keppa um at- hygli kjósenda sem eru tvístraðir um allt, hver í sínum heimi og veruleika. Þar verður tvístraður hópur stjórnmálamanna að fara að tala við tvístraðan hóp kjós- enda. Í slíkri stöðu er líklegt að kosningabaráttan muni fara að verulegu leyti fram á netinu og á samfélagsmiðlum og þar með verða dreifð, slagorðakennd, ómarkviss og jafnvel full af hálf- sannleik, því hefðbundnir fjöl- miðlar ráða illa við að fjalla um kosningabaráttu þar sem svo mörg framboð eru.“ Reiknar með klögumálum Birgir segir um margt já- kvætt ef margir vilja taka þátt í stjórnmálum og telja sig eiga erindi í framboð. Kjósendur hafi þá úr meiru að velja. „En að því kemur að fjöldinn verður svo mik- ill að valið verður merkingar- laust, því grundvöllur lýðræðisins er sá að þegar við greiðum at- kvæði sé það upplýst ákvörðun, enda höfum við áður kynnt okkur um hvað er að velja. Mér segir svo hugur að við séum að nálgast þann þröskuld í Reykjavík að framboðin séu það mörg að at- hygli dreifist og umfjöllun verði erfiðari. Sum framboð fá óhjá- kvæmilega minni athygli en önn- ur. Ég reikna því með klögu- málum gagnvart fjölmiðlum þegar nær dregur, líklega mest gegn RÚV vegna þeirrar skyldu um óhlutdrægni sem sú stofnun hefur. Blaðamenn þurfa því að meta hvaða sjónarmið skipta máli og hver ekki, sem er alltaf um- deilt mat.“ Fjöldi framboða gerir kosningaumfjöllun ómarkvissa og slagorðakennda Morgunblaðið/Hari Fundur Framboð til borgarstjórnarkosninga hafa aldrei verið jafn- mörg og nú, sem breytir umfjöllun og áherslum fjölmiðla. Hóparnir hafa tvístrast  Birgir Guðmundsson fædd- ist árið 1956, stjórnmálafræð- ingur og dósent í fjölmiðla- fræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur skrifað talsvert um póli- tíska boðmiðlun og tengsl fjöl- miðla og stjórnmála almennt.  Í tæpa tvo áratugi starfaði Birgir við blaðamennsku, sem blaðamaður og frétta- og rit- stjóri og starfaði á Tímanum, Degi og DV. Hver er hann? Birgir Guðmundsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur slitið viðræðum um sölu húseigna og jarða sinna á Laugum í Sælingsdal. Kaupandinn gat ekki fjármagnað umsamið kaupverð með þeim hætti sem sveitarstjórn gat sætt sig við. Dalabyggð á miklar eignir á Laugum þar sem áður var rekinn grunnskóli. Þar eru skólahús, heimavistir, íþróttahús, sundlaug og fjögur íbúðarhús auk hótelálmu með 20 herbergjum sem eru áföst skóla- húsinu. Þá fylgir hluti úr jörðum. Á Laugum hefur verið rekið sumar- hótel og ungmennabúðir á vetrum. Þurfti lán á 3. veðrétti Dalabyggð auglýsti eignirnar til sölu og undir lok síðasta árs náðist samkomulag um kaupverð sem var um 460 milljónir kr. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að heimafólki hafi litist vel á áform tilboðsgjafa um endurbætur og viðbyggingar á Laugum og rekstur heilsárshótels þar. Segir Sveinn að tilboðsgjafinn hafi ekki náð að fjármagna kaupin með þeim hætti sem sveitarfélagið gat sætt sig við. Hann hafi óskað eftir fresti á greiðslu á 150 milljónum kr. og sveitarfélagið verið tilbúið til þess að lána þann hluta gegn trygg- ingu á 1. eða 2. veðrétti eignanna. Það hafi hins vegar ekki verið tilbúið til að veita lánið gegn tryggingu í 3. veðrétti. Sveinn segir að kaupandinn hafi ekki getað orðið við því og þess vegna hafi sveitarstjórn ákveðið að slíta viðræðunum. „Þetta er búið að vera lengi í deiglunni. Sveitarstjórn- arkosningar eru að nálgast og það var órói út af þessu í sveitarfélaginu, sérstaklega láninu. Það var mat okk- ar að ekki þýddi að halda áfram núna,“ segir Sveinn. Sú staðreynd að salan gengur ekki í gegn nú hefur ekki afgerandi áhrif á fjárhag sveitarsjóðs. Hins vegar setur hún strik í reikninginn varðandi uppbyggingu íþróttahúss og sundlaugar við grunnskólann í Búðardal sem er á teikniborðinu. Þeim áformum hefur verið slegið á frest. Slíta viðræðum um sölu skólaþorps  Fresta uppbyggingu íþróttaaðstöðu Sérframboð er í undirbúningi á Sel- tjarnarnesi, en að því stendur m.a. fólk sem lengi hefur fylgt Sjálfstæð- isflokknum að málum eða tekið þátt í starfi hans í bæjarfélaginu. „Við erum ósátt við fjármála- stjórn bæjarins og eins að alla pólitíska forystu bókstaflega vant- ar,“ segir Skafti Harðarson sem er í forsvari fyrir hópinn sem að þessu stendur. Hann væntir þess að framvindan skýrist nú um miðja vikuna og þá hvort af framboði verður. Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við byggingu hjúkr- unarheimilis við Bygggarða á Sel- tjarnarnesi og greiðir bærinn um 15% af byggingakostnaði, sem er áætlaður 1.400 milljónir króna. Þar telur Skafti bæinn kosta of miklu til og að reksturinn, sem er á forræði ríkisins, verði áhættusamur fyrir Seltjarnarnesbæ enda dugi dag- gjöld tæpast fyrir rekstri stofnunar sem þessarar. Kaup á húsinu Ráða- gerði fyrir 100 milljónir króna nú nýlega, hugsað fyrir ýmiss konar menningarstarfsemi, hafi verið frá- leit ráðstöfun. Þar vísar Skafti til stöðu bæjarsjóðs sem var rekinn með 99 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þá séu ýmis mál í bænum óklár, svo sem framtíð lækningaminja- safnsins við Nesstofu en þar liggur nýlega byggt hús sem ætlað var fyr- ir safnið undir skemmdum, aðeins fokhelt. Skafti nefnir ennfremur að á síð- asta kjörtímabili hafi útsvar verið hækkað um 7% þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða. Nú sé það orðið 13,7% og staða bæjarsjóðs þannig að frekari hækkun þess sé óhjákvæmileg. „Einnig finnst okkur sem að þessu stöndum sem rödd Seltjarnarness þurfi að heyrast miklu hærra,“ segir Skafti. sbs@mbl.is Sérframboð er í undirbúningi  Óánægja á Seltjarnarnesi Skafti Harðarson Farfuglar hópast nú til landsins með sunnanvindum og ýmsir flækingar eru þar á meðal. Einn þeirra er kjarn- bítur, evrópsk finkutegund sem er sjaldséð á Íslandi. Þessa dagana er vitað um þrjá kjarnbíta á Íslandi; einn á Selfossi og tvo á Stöðvarfirði. Þar var þessi mynd tek- in af fuglinum sem líkaði vel frækúlan sem hann fann uppi í tré, umvafin næringarríkri fitu, enda tók hann rösklega til matar síns, þreyttur eftir flug yfir hafið. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kjarnbíturinn komst í feitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.