Morgunblaðið - 23.04.2018, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Við Djúpavog Brandendur og aðrir farfuglar eru mætt á staðinn. Vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu í bænum.
ÚR BÆJARLÍFINU
Andrés Skúlason
Djúpivogur
Undanfarna daga hafa síðustu
farfuglarnir komið svífandi inn yf-
ir landið en aðeins óðinshaninn
lætur að venju bíða eftir sér.
Það er margt við að vera á
Djúpavogi þessa dagana, en hin
árlega fjögurra daga tónlistar-
veisla, Hammondhátíðin, hófst síð-
astliðinn fimmtudag þar sem frá-
bærir listamenn komu fram.
Hammondhátíð hefur verið haldin
samfellt í 13 ár og hefur fest sig
farsællega í sessi og er löngu orð-
in ómissandi menningarviðburður í
augum heimamanna og margra
fastagesta sem heimsækja svæðið
af þessu tilefni.
Fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtækið Búlandstindur ehf.
hefur sömuleiðis fest sig í sessi á
Djúpavogi í höndum heimamanna
og starfrækir fyrirtækið nú kraft-
mikla vinnslu og útgerð sem veitir
um 60 manns atvinnu.
Samgöngumál eru stórt mál í
Djúpavogshreppi en sveitarfélagið
er eitt af fáum á landinu sem búa
ennþá við stórkostlega skertar
samgöngur við helsta þjónustu-
kjarnann á Austurlandi á Egils-
stöðum. Sveitarstjórn Djúpavogs-
hrepps hefur um langt skeið þrýst
á um uppbyggingu heilsársvegar
um Öxi sem er forsenda þess að
eðlilegt umferðarflæði sé á milli
Suðausturlands og miðsvæðisins á
Austurlandi. Búið er að hanna nýj-
an veg um Öxi og því ekkert því að
vanbúnaði að bjóða verkið út, en
vegurinn styttir leiðina inn á mið-
svæði Austurlands um 71 km, sem
er meiri stytting en annars staðar
er að finna á þjóðvegakerfinu. Nýr
Axarvegur hefur sömuleiðis verið í
forgangi í ályktunum Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi um
árabil og því treysta sveitarfélög á
svæðinu því, eins og lofað hefur
verið, að nýjum Axarvegi verði
lokið innan komandi fimm ára
samgönguáætlunar.
Á Djúpavogi er ferðamanna-
tímabilið að lengjast eins og víðar
um land og hefur verið töluverð
umferð ferðamanna á bílaleigu-
bílum síðastliðinn vetur en að und-
anförnu hafa hópferðabílar verið
sífellt meira áberandi, sumarið er
því sannarlega á næsta leiti.
Mikill vöxtur hefur verið í
ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi
og má segja að helsta uppbygg-
ingin í þeim efnum síðustu ár hafi
átt sér stað í dreifbýlinu.
Sumarið komið á Djúpavog
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Japanskt
meistaraverk
Landsins mesta
úrval af píanóum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Kosningafundur Samfylkingar-
innar fyrir sveitarstjórnarkosningar
fór fram í Gamla bíói á laugardag-
inn og Dagur B. Eggertson borg-
arstjóri kynnti stefnumál flokksins.
Meðal annars vill hann hefja fram-
kvæmdir við borgarlínu á næsta
ári. Einnig kynnti hann áætlun um
að leggja Miklubraut í stokk svo
hægt verði að tengja Hlíðarnar
beggja vegna götunnar og hefja
uppbyggingu ofan á stokknum.
Samfylkingin vill að Reykjavíkur-
borg fjármagni sérstakt félag ríkis,
borgar og annarra sveitarfélaga til
að ráðast strax í verkefnin með
fjármunum borgarinnar þótt
greiðslur ríkis og annarra komi
ekki strax til. Í húsnæðismálum
vildi borgarstjóri að ungu fólki og
fyrstu kaupendum yrðu tryggðar
500 nýjar íbúðir.
Jafnframt þyrfti að byggja sex
nýja leikskóla, fjölga leikskólapláss-
um um 800, opna sjö nýjar ung-
barnadeildir og sex nýjar leikskóla-
deildir.
Samfylkingin
kynnir stefnumál
Borgarlína og Miklabraut í stokk
Framboðslisti framsóknarmanna í Borgarbyggð fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar var samþykktur á félags-
fundi fyrir helgi.
Guðveig Anna Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
og bóndi, leiðir listann, í öðru sæti er Davíð Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri og bóndi, og þriðja sætið skip-
ar Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi.
Í fjórða sætinu er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, lög-
reglumaður og körfuboltakona.
Meðal þeirra sem eru í næstu sætum fyrir neðan er
Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi alþing-
ismaður.
Guðveig Anna
Eyglóardóttir
Guðveig leiðir Framsókn í Borgarbyggð
2018
Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í sveit-
arstjórnarkosningunum 26. maí var samþykktur ein-
róma á fundi sem haldinn var í gær.
Íris Róbertsdóttir, fjármálastjóri og grunnskólakenn-
ari, leiðir listann. Í öðru sæti er Jóna Sigríður Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri og viðskiptafræðingur,
og í því þriðja Elís Jónsson, tæknifræðingur og vélstjóri.
Guðmundur Ásgeirsson, endurskoðandi og fjárfestir,
er í fjórða sæti listans. Í fréttatilkynningu frá Fyrir
Heimaey segir að á næstu dögum verði haldið áfram
með málefnastarf framboðsins sem verður kynnt von
bráðar.
Íris verður í 1. sæti listans Fyrir Heimaey
Íris
Róbertsdóttir
Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu og
MBA, leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar í maí.
Í öðru sæti er Vaka Ágústsdóttir, ráðningar- og þjálf-
unarstjóri LS Retail, og Þröstur Emilsson, fram-
kvæmdastjóri og formaður velferðarnefndar Við-
reisnar, í því þriðja.
Í tilkynningu frá Viðreisn í Hafnarfirði segir að mark-
mið flokksins séu m.a. að berjast fyrir réttlátu og jöl-
skylduvænna samfélagi og að virkja almenning til
áhrifa.
Jón Ingi í 1. sæti hjá Viðreisn í Hafnarfirði
Jón Ingi
Hákonarson
Framboðslisti VG og óháðra í Reykjanesbæ fyrir sveit-
arstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi var sam-
þykktur á félagsfundi í kosningamiðstöð VG í bænum
fyrr í þessum mánuði.
Dagný Alda Steinsdóttir innanhússarkitekt mun leiða
listann, annað sætið skipar Áslaug Bára Loftsdóttir
verkefnastjóri og í því þriðja er Þórarinn Steinsson yfir-
verkstjóri.
Í fjórða sætinu er Ragnhildur Guðmundsdóttir, kenn-
ari og námsráðgjafi, og fimmta sætið skipar Karl Her-
mann Gunnarsson tæknifræðinemi.
Dagný Alda
Steinsdóttir
VG og óháðir í Reykjanesbæ
Vörur íslenska matvælaframleið-
andans ORA hafa verið tilnefndar
sem vörur ársins á sjávarútvegs-
sýningunni í Brussel, sem fram
fer dagana 24.-26. apríl. Þá er
vörulína fyrirtækisins í heild til-
nefnd til verðlauna sem vörulína
ársins.
Um er að ræða vörurnar
„Creamy masago bites“, rjóma-
kennda loðnuhrognabita,
„Crunchy caviar bites“, sem eru
stökkir kavíarbitar, og „Rich
langoustine soup“, ljúffenga hum-
arsúpu.
Sýningin er sú allra stærsta í
heiminum á þessu sviði og stend-
ur árlega fyrir vali á bestu nýju
vörum ársins. Allar vörurnar sem
tilnefndar eru verða sérstaklega
prófaðar og metnar af fagmönn-
um og innkaupafólki úr smásölu-
og stóreldhúsageiranum.
Tilkynnt verður hver vara árs-
ins er á þriðjudagskvöldið í sýn-
ingarhöllinni í Brussel.
Vörur ORA tilnefndar til verðlauna