Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 13

Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 13
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Sigurvegari Árný Heiðarsdóttir stendur við verðlaunapeninga og bikara sem hún hefur unnið í frjálsum íþróttum. koma frjálsum íþróttum aftur í gang. Hún fékk mig með í það verk- efni. Þegar Anna Día flutti frá Eyj- um tók ég við og sá um frjálsar íþróttir í 19 ár,“ segir Árný og bætir við að hún hafi tekið börnin sín þrjú með á æfingar og komið þeim til að æfa. „Ég fór að hita upp og hlaupa með krökkunum og smátt og smátt byrjaði ég að æfa á ný. Ég tók þátt í fyrsta frjálsíþróttamótinu þrítug og fyrsta Norðurlandamótinu 35 ára,“ segir Árný og útskýrir að frjáls- íþróttakonur keppi í öldungaflokki 30 ára á Íslandi en 35 ára erlendis. Karlar taki þátt 35 ára á Íslandi og 40 ára erlendis. Þeir eru víst seinni að þroskast en við,“ segir Árný og hlær. Árný þakkar genunum góðan árangur í frjálsum, heilbrigðu líferni og Guði. „Sjáðu mig, pabba og börnin mín og svo eru börn bróður míns bæði landsliðsmenn í knattspyrnu, þau Gunnar Heiðar og Berglind Þor- valdsbörn. Það skiptir mjög miklu máli fyrir heilbrigðan líkama að reykja hvorki né drekka og vera ekki í neinu rugli,“ segir Árný og bætir við að trúin á Guð hafi gefið sér kraft og traust. „Ég hef lent í meiðslum og veik- indum á keppnisferlinum og á marg- ar sögur af því hvernig bæn og traust mitt á Guði hjálpaði mér yfir erfiðleikana,“ segir Árný. Hún minnist þess sérstaklega þegar hún var fimmtug á leið á heimsmeistaramót öldunga í San Sebastian. „Ég varð að æfa tæknina, þrátt fyrir ómögulegar aðstæður, á mal- arvellinum í Eyjum og reif vöðva. Ég fór út og keppti en hefði kannski átt að sleppa því. Ef ég hefði ekki slasast er ég viss um að ég hefði orð- ið heimsmeistari en þess í stað lenti ég í þriðja sæti af 19 keppendum, sem var reyndar gott miðað við meiðslin. Ég hafði náð betri árangri í þrístökki en sú sem varð heims- meistari,“ Árný segir að það sé aldrei of seint að byrja að æfa og frjálsar íþróttir hafi gefið sér mikla gleði og heilbrigði. Blind níræð kona í hlaupi „Það er kona sem er 20 árum yngri en ég sem æfir crossfit. Hún bað mig að aðstoða sig við æfingar. Við hlupum saman og ég, 63 ára, hljóp hraðar en hún,“ segir Árný og bætir við að þegar hún var að byrja að keppa á öldungamótum hafi hún séð blinda níræða konu í keppninni. „Dóttir hennar hljóp með henni og blinda konan hélt í band því þær máttu ekki leiðast. Það er gott fyrir líkama og sál að hreyfa sig.“ Árný rak gistiheimilið Árnýju í yfir 20 ár en seldi það syni sínum í fyrra. Hún segist hafa hjálpað hon- um í fyrrasumar þegar hann var að koma sér af stað en nú njóti hún lífs- ins og ferðist mikið. „Það er eins gott að njóta áður en það er of seint. Nú geri ég það sem mig langar. Ég fer í metabolic þrisvar í viku, ég er elst þar og með þeim fljótustu að hlaupa. Tvo daga í viku reyni ég að æfa frjálsar og fara í sund á hverjum degi,“ segir Árný. „Þegar ég slasaði mig 50 ára hélt ég að gæti ekki æft meira. Ég gafst ekki upp og æfði mig en ekki of mikið, fór í heita pottinn og grét þar stundum af sársauka en ég náði mér á strik aftur,“ segir Árný og bætir við það geti næstum allir hreyft sig og ef fólk geti ekki hlaupið þá geti það gengið. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og Jóhanna Björk Briem jóga Nidra- leiðbeinandi bjóða konum á seinna þroskaskeiði, oftast kallað breyt- ingaskeiðið, upp á 4 vikna námskeið þar sem markmiðið er að benda kon- um á leiðir til þess að nýta seinna þroskaskeiðið til umbreytinga. Öðl- ast meira jafnvægi, gefa lífinu nýja merkingu, setja sér ásetning fyrir framtíðina, fræðast um styrkjandi jurtir og mataræði og fara í djúpa slökun í gegnum jóga Nidra. Unnið er í litlum hópum þar sem hver og einn þátttakandi skoðar líð- an, merkingu og tilgang í lífinu og finnur út hvort og hvaða breytingar hún þurfi að gera. Í gegnum sjálfsskoðun er þátttak- endum kennt að setja sér ásetning fyrir lífið út frá eigin forsendum og vilja. Í gegnum jóga Nidra-djúpslökun er unnið með ásetninginn. Námskeiðin fara fram mánudag- anna 23. og 30. apríl og 7. og 14. maí. Jákvætt breytingaskeið Thinkstock Umbreyting Öll lífsskeið eru þroskaskeið sem hægt er að njóta góðs af. Möguleiki á að nota seinna þroskaskeiðið til umbreytinga Fjórum sinnum á verðlaunapalli á heimsmeistaramóti FERILL ÁRNÝJAR Í FLOKKI ÖLDUNGA Heimsmeistaramót  1995, Buffaló í Bandaríkjunum, 2. sæti í þrí- stökki.  1997, Suður Afríka, 2. sæti í þrístökki.  2005, San Sebastian á Spáni, 3. sæti í langstökki og þrístökki.  2006, Austurríki, 2. sæti. Norðurlandameistari  1991, 1995, 2001 , 2004 og 2006. Íslandsmeistari  Langstökk, þrístökk, 100 metra hlaup, 200 metra hlaup. Íslandsmet  Þrístökk. Önnur afrek  2006, Íþróttamaður öldunga.  2002, 2003 og 2004, stigahæsta kona í frjálsum.  2001, 2002, 2003 og 2005, frjálsíþróttamaður Óðins. Aðrar viðurkenningar  Heiðursmerki Frjálsíþróttasambands Íslands: Silf- urmerki 1995 og  eirmerki 1988  Heiðursmerki ÍBV: Silfurmerki 1997 og sérstök viðurkenning 1994  Íþróttafélagið Óðinn: Gullmerki árið 2001  Eyjafréttir í Vestmannaeyjum: Fréttapýramídinn árið 1995

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.