Morgunblaðið - 23.04.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 23.04.2018, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 ✝ Þór S. Árnasonfæddist í gamla Hjarðarholti 13. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu 15. apríl 2018. Faðir hans var Sigurður Árni Árnason frá Blómsturvöllum í Kræklingahlíð, f. 23. janúar 1908, d. 19. ágúst 1990. Móðir Þórs var Guðrún Jak- obsdóttir húsmóðir frá Húsavík, f. 8. október 1909, d. 16. ágúst 1992. Þór var þriðji elsti af 12 syst- kinum. Systkini Þórs voru; Bald- ur, f. 1927, d. 2002, Bragi, f. 1928, d. 1997, Óðinn Jakob, f. 1931, d. 2014, Stefán Ragnar, f. 1932, d. 1972, Sigríður Árnína, f. 1934, d. 2013, Jenný Lind, f. 1936, d. 2002, Hörð- ur, f. 1937, d. 1941, Ólöf Hallbjörg, f. 1939, Anna Guðrún, f. 1941, d. 1999, Hulda Lilý, f. 1943 og Sonía Lind, f. 1949, d. 1949. Þór giftist Jónu S. Alfreðsdóttur, f. 30. júní 1929, d. 5. mars 1967, og eignuðust þau sjö börn. Börn þeirra eru Örn Eyfjörð, f. 1951, Alfreð Eyfjörð, f. 1953, d. 1954, Alfreð Eyfjörð, f. 1954, Helgi Þór Eyfjörð, f. 1955, Anna Katrín Ey- fjörð, f. 1958, Sveinar Eyfjörð, f. 1960, og Helga Stefanía Eyfjörð, f. 1963. Fyrir átti Jóna soninn Þröst Arnar Sigurðsson, f. 1946. Foreldrar Jónu voru Alfreð Steinþórsson, f. 11. júlí 1903, d. 23. apríl 1904, og Fjóla Katrín Jónsdóttir, f. 2. október 1904, d. 12. júní 1960. Þór og Jóna bjuggu fyrst í Höfðaborg í Glerárhverfi og fluttust síðan í Langholt 16 í Glerárhverfi. Jóna lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. mars 1967. Seinni kona Þórs var Ásta Aðalheiður Sigurðardóttir, f. 17. janúar 1930, d. 13. apríl 2013. Þau eignuðust saman eina dótt- ur, Jónu Dóru Eyfjörð, f. 1971. Þór byrjaði ungur að vinna hjá Heildverslun Valgarðs Stefánssonar og gerðist einn af hluthöfum þar. Hann vann þar þangað til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Þórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. apríl, klukkan 10.30. Elsku pabbi og tengdapabbi, okkur langar að minnast þín með þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við og fjölskylda okkar átt- um með þér. Mikil eftirvænting var hjá börnunum okkar þegar þú og Ásta amma komuð suður. Þá var gjarnan fjölskyldunni safnað saman í matarboð hjá okk- ur og spjallað saman. Þú varst mjög skipulagður og vildir nýta hverja stund og því var oftar en ekki búið að skipuleggja dagana fyrir fram og helst vildir þú byrja daginn á einhverju verkefni við að lagfæra eða smíða hjá okkur eða barnabörnunum, síðan mátti kannski leika sér eitthvað. Oft var farið í góðan bíltúr. Einn er okkur ofarlega í huga, það er ferð í Þórsmörk en þangað höfðið þið ekki komið. Frekar mikið vatn var í Krossánni og flæddi aðeins inn í bílinn. Þér var skemmt en Ástu var órótt, farin að blotna í fæturna, en litli guttinn hann nafni þinn, Þórhallur Þór, reyndi að róa ömmu sína og sagði amma þetta er allt í lagi við keyrum bara upp á stein þegar við kom- um upp úr og þá rennur vatnið út. Alltaf var jafn gott að koma og gista hjá þér og Ástu, hlýlegar móttökur og fullt borð af kræs- ingum. Þá skutumst við feðgar stundum upp á golfvöll og tókum einn hring. Eftir að Ásta lést tókst þú við keflinu í eldhúsinu og var gaman að fylgjast með því hvað þú varst duglegur að bjarga þér, þú sem varla hafðir áður sett kartöflur í pott. Steiktur lamba- hryggur var sérgrein þín og þar birtist vandvirknin og nákvæmn- in vel þegar puran var skorin í jafna teninga nákvæmlega senti- metri á kant. Það er kannski ekki hægt að segja að lífið hafið alltaf leikið við þig en ekki kvartaðir þú yfir þínu hlutskipti og tókst áföllum með miklu æðruleysi. Réttsýni og heiðarleiki var þér í blóð borið og Þór S. Árnason aldrei heyrðum við þig halla orðitil nokkurs manns. Elsku pabbi og tengdapabbi, takk fyrir alla þína góðu nærveru og hlýju. Við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabba minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkar minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem förum við um landið út og inn er fjarsjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíl þú í friði. Alfreð og Aðalheiður.  Fleiri minningargreinar um Þór S. Árnason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Sigríður J. Lúð-víksdóttir fæddist í Reykjavík 20. desember 1930. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 6. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Lúðvík Vil- hjálmsson skip- stjóri, fæddur á Akranesi 11. júlí 1899, dáinn 18. júní 1965, og Þor- björg Guðrún Jónsdóttir, fædd á Barðaströnd 23. nóvember 1901, dáin 5. október 1969. Alsystkini Sigríðar voru Ágústa Fanney, f. 1933, d. 2010, og drengur f. 1937, og lést á sama ári. Sigríður átti fjögur hálfsystkini samfeðra: Jakobínu Þóru, f. 1924, d. 1952, Vilhjálm Kristin, f. 1926, d. 1966, Gerði, f. 1942 og Iðunni, f. 1947, d. 2013. Árið 1949 eignaðist Sigríður manni á Akureyri. Foreldrar hans voru Elías Hjörleifsson, f. 1899, d. 1938, og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 1894, d. 1977. Sig- ríður og Elías bjuggu fyrst í Reykjavík, þar sem Sigríður vann hjá embætti tollstjóra. Árið 1966 fluttu þau til Siglufjarðar og síðan til Akureyrar árið 1980. Eftir lát eiginmanns síns árið 1997 flutti Sigríður aftur til Reykjavíkur, þar sem hún bjó þar til hún lést. Börn Sigríðar og Elíasar eru tvö: Ingibjörg, f. 22. febrúar 1968, lögfræðingur, og Lúðvík, f. 8. mars 1969, hagfræð- ingur. Fyrrverandi eiginmaður Ingibjargar er Eyþór Þorbergs- son, f. 1962. Þau eiga þrjú börn. 1) Elías Árna, f. 1995. 2) Arnhildi Guðrúnu, f. 1998. 3) Iðunni Örnu, f. 2000. Eiginmaður Ingibjargar er Birgir Guðmundsson, f. 1956. Börn Birgis og stjúpbörn Ingi- bjargar eru: 1) Gunnar Ernir, f. 1987 og 2) Iðunn Dóra, f. 1992. Lúðvík og Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 1967, eiga þrjá syni; Elí- as, f. 1998, Kristján, f. 2000 og Hannes, f. 2001. Útför Sigríðar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 23. apríl 2018, klukkan 13. dótturina Þor- björgu Brynhildi, f. 10. júní 1949, safn- afræðing, með Gunnari Her- mannssyni, f. 1930, d. 1989. Eiginmaður Þorbjargar er Jón Gestur Viggósson, f. 1946. Þau eiga fjög- ur börn: 1) Ástu Vigdísi, f. 1967. Maki Guðmundur Markússon, f. 1969. Þau eiga þrjú börn. 2) Sigríði Björk, f. 1972. Maki Magnús Árni Magnússon, f. 1968. Þau eiga fjögur börn. 3) Berglindi Völu, f. 1974. Maki Jón Þorvarðarson, f. 1972. Þau eiga þrjú börn. 4) Kjartan Frey, f. 1980. Maki Íris Stefánsdóttir, f. 1981. Þau eiga þrjú börn. 30. desember 1961 giftist Sig- ríður Elíasi I. Elíassyni, f. 10. apríl 1926, d. 7. apríl 1997, síðar bæjarfógeta á Siglufirði og sýslu- Sigríður tengdamóðir mín fæddist í byrjun kreppunnar og lifði því þann tíma þegar þjóðin braust úr fátækt og skapaði samfélag jöfnuðar og velferðar. Hún var 10 ára þegar foreldrar hennar skildu og í kjölfarið veiktist Þorbjörg móðir hennar þannig að daglegt heimilishald lenti um tíma á hennar herðum barnungri. Sigríði voru gefnar góðar gáfur í vöggugjöf og fyrir hvatningu góðs fólks fór hún norður til Akureyrar í mennta- skóla, en það var síður en svo sjálfsagt á árunum eftir stríð að alþýðustúlkur gerðu slíkt. Í MA kynntist Sigríður Gunnari Her- mannssyni og varð hún barns- hafandi, en af frekara sambandi þeirra varð ekki. Hún hætti í námi, flutti suður aftur og bjó í Reykjavík með Þorbjörgu dóttur sinni. Ugglaust hefur lífið ekki verið einfalt fyrir unga einstæða móður í Reykjavík um miðja síð- ustu öld en það rímar vel við mín persónulegu kynni af Sigríði að þegar ég heyri Þorbjörgu dóttur hennar tala um þessi ár er ekki minnst á mótlæti eða erfiðleika. Frekar virðist skína í gegn glaðværð og æska móð- urinnar í uppeldi og viðhorfum, en þær mæðgur áttu til að gera óvenjulega hluti á þess tíma mælikvaða, s.s. að fara í bíó eða á kaffihús eftir vinnu. Sigríður kynnist Elíasi I. Elí- assyni, sem þá var lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, snemma á sjötta áratugnum og þau giftu sig í árslok 1961. Árið 1966 fluttu þau til Siglu- fjarðar, en þar hafði Elías fengið stöðu sem bæjarfógeti. Á Siglu- firði bjuggu Sigríður og Elías fram til 1980 en fluttu svo til Akureyrar, þar sem Elías varð sýslumaður. Á Siglufirði fædd- ust þeim börnin Ingibjörg og Lúðvík. Segja má að á þessum langa tíma á Siglufirði og Ak- ureyri hafi Sigríður verið í hlut- verki maka embættismannsins, hún sá um heimilið og börnin. Því hlutverki sinnti hún með ein- dæmum vel og er fölskvalaus hlýja og þakklæti áberandi hjá börnum hennar þegar þau rifja upp atlætið sem þau nutu. Raun- ar náði umhyggja hennar líka til allra vina og félaga þeirra. Þar var enginn undanskilinn, allra síst þeir sem á einhvern hátt voru minni máttar. Allir vinir og félagar þeirra Ingibjargar og Lúðvíks áttu sitt annað skjól hjá Sigríði. Bergmál þeirrar mann- virðingar sem Sigríður ástund- aði alla tíð hef ég oft heyrt þeg- ar hennar börn, nú löngu síðar, vitna til hennar þegar þau reyna að hafa jákvæð áhrif á gildismat eigin barna. Elías lést óvænt árið 1997 og umturnaði það lífi Sigríðar. Þau Elías höfðu þó ráðgert að flytja aftur suður, aftur „heim“, eftir meira en 30 ára ferð norður í land, og hélt Sigríður sig við þau áform. Hún flutti á Dunhagann í Reykjavík og bjó þar þangað til hún flutti á Sóltún 2010. Á þessari kveðjustundu minn- ist ég samtala þegar Sigríður kom norður í heimsókn til okkar Ingibjargar áður en hún hvarf inn í þann gleymskuheim veik- inda sem síðar varð. Þar komu fram persónueinkenni konu sem bjó yfir mikilli reynslu, ljúfri og sárri, konu sem hafði lifað tíma mikilla breytinga og örlaga en á sinn látlausa hátt unnið úr þeim af æðruleysi og komist að því að fólk er misjafnt og margbreyti- legt – að á endanum væri það væri manngildið sem skipti máli. Að því leyti var Sigríður frábær fulltrúi kynslóðarinnar sem bjó til Ísland velferðar og jafnréttis. Meira: mbl.is/minning Birgir Guðmundsson. Nú er Sigríður Jóhanna, eða amma Sigga eins og hún var alltaf kölluð heima hjá mér, fall- in frá. Sigríður tengdamóðir mín var góð kona sem lét sér annt um fjölskyldu sína. Hún var ávallt reiðubúin að styðja okkur með ráðum og dáðum. Hún var mikil barnagæla og hafði gaman af því að gera vel við barnabörn- in sín. Það var ánægjulegur tími sem við áttum saman þegar hún kom og dvaldi hjá okkur Lúðvík í Seattle. Þá naut hún þess að fara í langa göngutúra um hverf- ið með Elíasi, sem þá var tveggja ára, í vagninum. Þau fóru í ótal gönguferðir og skoð- uðu allt sem fyrir augun bar, hús, gróður og dýralíf. En á þessum árum elskaði Elías allar pöddur sem hann sá. Á meðan kúrði Kristján nokkurra mánaða gamall heima og ég var önnum kafinn við að skrifa meistararit- gerðina mína. Það er alls óvíst að það hefði tekist að klára hana án stuðnings hennar. Eftir að við fluttum heim voru synir mínir tíðir gestir hjá henni og hún hjá okkur. Þá var þriðji strákurinn búinn að bætast í hópinn. Hannes hafði mikið dá- læti á ömmu sinni, sem las alla grísku goðafræðina upphátt fyr- ir fróðleiksfúsan stubbinn. Því eins og hún sagði svo oft: „Það á að svara börnum þegar þau spyrja og vilja fræðast um eitt- hvað.“ Betri tengdamömmu hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Hún setti aldrei út á neitt. Brosti og gerði gott úr hlut- unum. Blessuð sé minning þín Sigga Jóka Lú. Sigríður Kristjánsdóttir. Sigríður Jóhanna Lúðvíksdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigríði J. Lúðvíksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, STEINBJARGAR ELÍASDÓTTUR. Árni Eiríksson Elías M. Rögnvaldsson Laufey S. Birgisdóttir Daníel Árnason Sunna Dís Ólafsdóttir Arinbjörn Árnason Luis F.T. Meza Erna S. Árnadóttir Sigurður E. Axelsson barnabörn og barnabarnabörn Frænka okkar, DR. ÞURÍÐUR J. KRISTJÁNSDÓTTIR, Aflagranda 40, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 18. apríl. Útförin auglýst síðar. Systkinabörn ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 12. ágúst 1945. Hún lést á heimili sínu Holta- teigi 24 á Akureyri 16. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason trésmíðameistari á Akureyri, f. 14. sept- ember 1915, d. 4. október 2009, og Jó- hanna Zophusdóttir, f. 23. ágúst 1913, d. 2. apríl 1988. Systkini hennar eru: Sveinn Heiðar, látinn, eiginkona Erla Oddsdóttir, látin. Börn þeirra eru fimm. Sæbjörg, maki Jón Hlöðver Áskelsson, börn þeirra eru þrjú. Karl, eiginkona Helga Þórðar- dóttir, börn þeirra eru fimm. Fyrri maður hennar var Þórir Hans Ottósson, þau skildu. Hinn 21. desember 1974 giftist hún Stefáni G. Jónssyni, f. 3. október 1948. Börn þeirra eru: 1) Jón Viðar Þór- isson, f. 5.9. 1965, sambýliskona Stefanía Auðbjörg Halldórsdóttir. Þau eiga samtals fjögur börn og eitt barnabarn. 2) Jóhanna Bára Þórisdóttir, f. 22.7. 1967, eigin- maður Ármann Helgi Guðmunds- son. Þau eiga samtals fjögur börn og tvö barnabörn. 3) Kristjana Þór- isdóttir, f. 27.4. 1971, eiginmaður Sigurður Gunn- arsson. Þau eiga tvö börn. 4) Jón G. Stef- ánsson, f. 19.9. 1974, eiginkona Hafdís Inga Haraldsdóttir. Þau eiga tvær dætur. 5) Helgi Heiðar Stef- ánsson, f. 8.1. 1980, eiginkona Ásdís Ár- mannsdóttir. Þau eiga tvö börn. 6) Sig- urður Örn Stef- ánsson, f. 12.8. 1982, eiginkona Sig- rún Ólafsdóttir. Þau eiga tvær dætur. Sigríður bjó mestan sinn aldur á Akureyri, en dvaldi eitt ár í Reykja- vík á unglingsaldri og svo bjuggu þau hjón í Svíþjóð 1976-1983 og í Reykjavík 2001-2003. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1962. Á yngri árum vann hún einkum við versl- unarstörf en meginverkefni henn- ar var uppeldi eigin barna og störf bæði sem dagmamma og á skóla- dagheimilum og leikskólum. Sótti hún fjölmörg námskeið sem vörð- uðu vinnu hennar. Hún tók þátt í starfi ITC á Íslandi og var lengi fé- lagi í Oddfellow-reglunni. Sigríður verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 23. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hæ Helgi minn. Þannig hófst hið vikulega símtal frá mömmu á Ak- ureyri yfirleitt og svo var ávallt spurt um hvort allir væru ekki frískir og liði vel. Skipti þá engu þó hún sjálf væri sárþjáð af verkjum í sínum grimmu veikindum, alltaf voru þarfir annarra í fjölskyldunni henni efst í huga. Það sker í hugann að hugsa til þess að móðurröddin sé þögnuð og í rauninni eins og stórt ókleift fjall hafi myndast á lífsveginum. En minning- arnar koma flögrandi eins og fuglar yfir fjallið og munu vonandi á end- anum fljúga með mann yfir. Já, mamma, ein fyrsta minningin sem ég á er frá göngugötunni á Ak- ureyri, mér fannst kalt og veröldin var stór og ógnvænleg og ég spurði hvort ég mætti leiða þig. Það var auðvitað auðsótt og samstundis beit enginn vindur og allt varð gott. Ég hugsaði mikið um þessa minningu þegar ég hélt í höndina á þér á dán- arbeðinum, hönd þín var heit allt til enda. Mömmu fannst ekki ónýtt að sjá þegar ég valdi mér smám saman tónlist að ævistarfi því hún elskaði tónlist og margar ómetanlegar minningarnar af söng og gleði. Mjög reglulega eftir að ég spilaði eitthvert lag eða tónverk sagði hún: Ó, þetta var svo fallegt. Ég held að það megi sannlega segja að aðdáandi nr. 1 sé fallinn frá. Þegar ég samdi handa henni nokkrar vísur í 71 árs afmælisgjöf grunaði mig ekki að nokkrum dög- um seinna myndi hún greinast með illvígt krabbamein en um leið og ég er sár og reiður yfir að hún hafi ekki fengið lengri tíma með okkur er ég óendanlega þakklátur fyrir öll árin sem hún þó fékk. Ég man sem gerst það hafi í gær er grenjandi kom í heiminn. Tók mér þar á móti mær með mildan blíðan hreiminn, og síðan hef ég verið vær hver ætti að vera óður sem eignast svona móður? Þú faðmaðir mig og þakkaðir fyr- ir vísurnar í afmælisboðinu þínu og það var síðasta skipti sem við hitt- umst áður en þú greindist með veik- indin. Þú varst ótrúlega sterk og fal- leg allt til enda og uppfullur af þakklæti segi ég bara, takk fyrir allt, mamma. Eins og segir í lokin á af- mælisvísunum: Eitt er það sem ekki skil hví varstu Guð svo góður og gafst mér svona móður? Þinn sonur, Helgi Heiðar. Sigríður Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigríði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.