Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, á 60 ára afmæli ídag. „Það er allt gott að frétta af Kaffitári, mikið að geraog fullt af spennandi verkefnum. En það sem er kannski markverðast er að fyrirtækið er komið í söluferli. Ég er tilbúin að afhenda einhverju kröftugu fólki þetta fína fyrirtæki, fólki sem brennur fyrir gildum Kaffitárs um góðar vörur og samfélagslega ábyrgð. Þetta eru orðin 28 ár og fyrirtækið stendur vel, gott stjórn- endateymi og því get ég núna gengið sátt frá borði. Á liðnum árum höfum við verið í nokkrum stórum nýjum verk- efnum eins og að byggja upp bakaríið Kruðerí og veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni. Eins og alltaf er það mikil vinna að fara af stað með ný stór verkefni en það verður verkefni nýrra eigenda að fylgja þeim eftir.“ Áhugamál Aðalheiðar tengjast mikið eldamennsku eins og gefur að skilja. „Ég er líka svolítið í garðyrkju á sumrin, við hjónin búum í tiltölulega nýju húsi í Garðabænum og höfum gaman af því að byggja upp garðinn þar. Svo reyni ég að hreyfa mig með því að hlaupa og svo eru önnur áhugamál þetta klassíska, fjölskyldan og ferðalög.“ Þegar blaðamaður ræddi við Aðalheiði fyrir helgi var hún ekki búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins. „Maður gerir sér einhvern dagamun, en það verður ekki stór veisla. Mað- urinn minn varð sextugur nýlega og þá héldum við ágætis partí. Ég vil samt helst ekki sleppa tækifæri til að halda góða veislu svo hún verður kannski haldin síðar.“ Eiginmaður Aðalheiðar er Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands. Börn þeirra eru Andrea, sem stýrir Kruðeríi, Héðinn og Bergþóra. Morgunblaðið/Golli Í Perlunni Kaffitár var opnað í Perlunni í fyrra og sömuleiðis veitingastaðurinn Út í bláinn sem er einnig í eigu Aðalheiðar. Komið að því að sinna einhverju öðru Aðalheiður Héðinsdóttir er sextug í dag H ilmar Örn Hilmarsson fæddist 23. apríl 1958 í Reykjavík. Hann ólst þar upp fyrstu fimm árin og síðan í Murr an der Murr, litlu þorpi rétt við Stutt- gart í Þýskalandi frá fimm ára til átta ára aldurs. Þá sneri fjölskyldan aftur til Íslands. Hilmar Örn gekk í Melaskóla og Réttarholtsskóla og stundaði nám við Menntaskólann við Sund. Þá lærði hann á fiðlu og píanó á bernsku- og unglingsárunum og spilaði einnig á trommur. Hilmar Örn hóf ungur að gera til- raunir með ýmiss konar hljóðgjafa og umbreytingar á hljóði. Hann var í hinni goðsagnakenndu sveit Þey sem gaf út þrjár plötur í byrjun níunda áratugarins. Eftir að sú hljómsveit lagði upp laupana fór Hilmar Örn að vinna með hljómsveitinni Psychic TV 1984-85 og breskum neðanjarðar- hljómsveitum eins og Current 93. Á þessum tíma fór Hilmar Örn einnig að gera tónlist við kvikmyndir. Hann gerði tónlist og áhrifahljóð við galdrasenur við mynd Kristínar Jó- hannesdóttur Á hjara veraldar og tónlistina við sjónvarpsmyndina um- töluðu Líf til einhvers eftir handriti Nínu Bjarkar Árnadóttur í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Hilmar Örn hlaut síðan árið 1991 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fyr- ir tónlistina í myndinni Börnum nátt- úrunnar. Síðan þá hefur hann gert tónlist fyrir á fimmta tug mynda, þ.á m. flestar kvikmyndir Friðriks Þórs Friðrikssonar og m.a. myndina Pan í leikstjórn Hennings Carlsens og In the Cut í leikstjórn Jane Campion. Af síðustu verkefnum má nefna tónlistina við leiknu heimildarmynd- ina Baskavígin og The Greatest Show on Earth eftir Benedikt Erl- ingsson sem fjallar um sögu sirkuss- ins. Ekkert tal er í þeirri mynd held- ur eingöngu tónlist en hana gerði Hilmar Örn í samstarfi við Sigur Rós. „Ég er stoltur af báðum þessum verkefnum en ég las mér til um Spán- verjavígin þegar Jón lærði var ennþá skuggafígúra í íslenskri sögu. Svo hef ég alltaf haft áhuga á sirkus og var svo heppinn að hitta Jóhannes á Borg þegar ég var krakki, en ég dýrkaði hann.“ Hilmar Örn vinnur ekki eingöngu að kvikmyndatónlist og í janúar síð- astliðnum var flutt verk fyrir hljóm- sveit og kór í Winnipeg. „Það er stærsta verk sem hefur verið flutt sem er eftir mig einan, en það er Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og tónskáld – 60 ára Morgunblaðið/Kristinn Allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson hefur verið allsherjargoði síðastliðin fimmtán ár. Fann sinn farveg í tónlistinni og ásatrúnni Reykjavík Elías Berg- ur Gunnarsson fædd- ist 23. desember 2017 kl. 16.33. Hann vó 3.045 g og var 48,5 cm langur. For- eldrar hans eru Rósa Guðjónsdóttir og Gunnar Helgi Gunn- steinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.