Morgunblaðið - 23.04.2018, Side 23
minningarverk um sjö vini mína og
heitir Seven Friends.“
Auk Evrópsku kvikmyndaverð-
launanna fékk Hilmar Örn Eddu-
verðlaunin fyrir Ungfrúna góðu og
húsið og Engla alheimsins og hlaut
Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Þá
var hann tilnefndur sex ár í röð til
dönsku kvikmyndaverðlaunanna og
var tilnefndur til kanadísku Genie-
verðlaunanna fyrir Bjólfskviðu. Árið
2015 hlaut Hilmar Örn Golden Globe-
tilnefningu fyrir finnsku myndina
Mielensäpahoittaja (Nöldursegginn).
Hilmar gekk í Ásatrúarfélagið
1974 og hefur starfað í því síðan.
Hann var tilnefndur allsherjargoði
félagsins í ársbyrjun 2003 og hefur
gegnt þeirri stöðu síðan. „Ásatrúar-
félagið hefur verið miðpunkturinn í
mínu lífi. Ég hef alltaf haft mikla
trúarþörf og þarna fann ég farveg-
inn. Starfið kemur alltaf á óvart og er
allt frá því að vera rótari yfir í að vera
sálusorgari.“
Fjölskylda
Eiginkona Hilmars er Ragna Sig-
urðardóttir, f. 10.8. 1962, rithöfundur.
Hún er dóttir hjónanna Sigurðar Sig-
fússonar, f. 15.12. 1931, verkfræðings
og Önnu Maríu Þórisdóttur, f. 24.10.
1929, húsmóður og rithöfundar. Þau
eru búsett í Reykjavík.
Dætur Hilmars og Rögnu eru Sól-
veig Hrönn, f. 5.7. 1997, nemandi í
fornfræði við HÍ, og Erna María, f.
20.9. 2003, nemi í Sjálandsskóla í
Garðabæ. Synir Hilmars eru Logi, f.
13.8. 1985, kvikmyndagerðarmaður í
Reykjavík, og Óðinn Örn, f. 2.11.
1989, kvikmyndagerðarmaður og
tónskáld í London. Barnabarn Hilm-
ars Arnar og sonur Loga er Úlfur
Lúkas.
Bræður Hilmars eru Gunnar
Kristinn, f. 16.5. 1963, ljósmyndari,
og Orri, f. 16.5. 1963, starfsmaður hjá
Reykjavíkurborg.
Foreldrar Hilmars Arnar: Hjónin
Hilmar Ólafsson, f. 18.5. 1936, d.
28.12. 1986, arkitekt í Reykjavík og
fyrsti forstöðumaður Þróunarstofn-
unar Reykjavíkurborgar, og Rann-
veig Hrönn Kristinsdóttir, f. 12.6.
1937, fyrrverandi fulltrúi, búsett í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn
Tónlistarmaðurinn Hilmar Örn o.fl.
við flutning á Hrafnagaldri Óðins.
Hilmar Örn
Hilmarsson
Rannveig Hrönn Kristinsdóttir
fv. fulltrúi í Rvík
nna Pálmadóttir starfsm.
Námsgagnastofnunar
AEinar Már Guðmundsson
rithöfundur í Rvík
Pálmi Einarsson
landnámsstjóri
Rannveig Jónsdóttir
húsfr., f. á Þykkvabæjarklaustri
Sigurveig Margrét Eiríksdóttir
húsfreyja í Rvík
Anna Sigríður
Pálsdóttir fv.
dómkirkjuprestur
Sigrún Ástrós
Eiríksdóttir
húsfr. í Rvík
Fjölnir Stefánsson tónskáld í Kópavogi Hrönn Guðjónsdóttir píanókennari
Kristín Ólafsdóttir
húsfr., f. á Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum
Guðjón Jónsson
verkamaður í Reykjavík
Kristinn Guðjónsson
forstjóri Stálumbúða
Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari
Guðný Ýr Jónsdóttir
kennari
Bryndís Halla Gylfadóttir
sellóleikari
Ylfa Þöll Gylfadóttir
rithöfundur
Arngunnur Ýr Gylfadóttir
myndlistarmaður
Rúrí Jónsdóttir
taugasálfræðingur
Vilborg Guðjónsdóttir
píanókennari
Kristín Halla Jónsdóttir dr.
í stærðfræði og fv. dósent
Yrsa Sigurðardóttir
rithöfundur og verkfr.
Margrét Símonardóttir
húsfreyja, f. í Brimnesi
Einar Jónsson
hreppstjóri í Brimnesi í Skagafirði
Sigurlaug Einarsdóttir
hannyrðakennari í Hafnarfirði
Ólafur Einarsson
héraðslæknir í Hafnarfirði
Kristín Pálmadóttir húsfr.
á Oddsstöðum í Miðdölum
Pálmi Skarphéðinsson
húsgagnasmiður í Rvík
Guðmundur Pálmason
jarðeðlisfræðingur og
skákmeistari
Sigríður Pálmadóttir
húsfreyja, f. á Svalbarða
Einar Guðmundsson
bóndi á Svalbarða í Miðdölum
Úr frændgarði Hilmars Arnar Hilmarssonar
Hilmar Ólafsson
arkitekt í Reykjavík
Jón Ormsson forstjóri Bræðranna Ormsson
Ormur Ólafsson
ormaður Kvæða-
mannafélagsins
Iðunnar
Ólafur Ormsson útvegsb. í
Höfnum á Reykjanesi
Ormur Ormsson rafveitustjóri í Borgarnesi
f
Ólafur
Orms-
son
rithöf-
undur Eiríkur Ormsson
forstjóri Bræðranna Ormsson
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.isSTOFNAÐ 1956
DÍMON
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Íslensk hönnun
& handverk
95 ára
Jóhanna Erlingsdóttir
85 ára
Hrafnhildur Inga
Guðjónsdóttir
80 ára
Eysteinn Arason
Helga Valdimarsdóttir
Ísleifur Vilhjálmsson
75 ára
Guðjón Traustason
Kjartan Már Ívarsson
Sigfús Pétursson
70 ára
Christopher John Foster
Guðjón S. Aðalsteinsson
Haukur S. Valdemarsson
Heiðrún Rútsdóttir
Kristófer Valgeir
Stefánsson
60 ára
Aðalheiður Héðinsdóttir
Ágúst Ágústsson
Bjarni Hermannsson
Einar Stefán Björnsson
Hilmar Örn Hilmarsson
Ingibjörg Baldursdóttir
Karen Grétarsdóttir
Lars Hansen
Sigurþór Ingólfsson
50 ára
Anna Björg Jónsdóttir
Bríet Arnardóttir
Bryndís Jóhanna
Jóhannesdóttir
Dagrún Þorsteinsdóttir
Elín Ívarsdóttir
Hlynur Guðmundsson
Jón Ingi Kristjánsson
María Björk Stefánsdóttir
Melri Silva Pinto
Sigurlaug Markúsdóttir
Svanlaug Sigurðardóttir
Þorbjörg Pálsdóttir
Þorsteinn B. Þorsteinsson
Þórður Guðmundsson
Þórhalla Sigurgeirsdóttir
Þórhallur Unnar
Þorsteinsson
Þórir Marinó Sigurðsson
40 ára
Anna Birna Björnsdóttir
Árný Sesselja Gísladóttir
Davíð Jónsson
Giedrius Cizauskas
Guðrún Elín Herbertsdóttir
Gylfi Örn Gylfason
Haraldur Ólafsson
Ómar Davíð Ólafsson
Styrmir Bjartur Karlsson
Þorvaldur Emil
Jóhannesson
30 ára
Alfreð Ellertsson
Arnar Sigurður Hauksson
Aron Þór Kristjánsson
Dominika Kalandrová
Heiðar Ingi Oddgeirsson
Ignas Juozelis
Jaroslaw Julian Kus
Kristine Nikolajeva
Sandra Björk Ævarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Stefán Már Víðisson
Sunna Dóra Sigurjónsdóttir
Tautvydas Tolvaisas
Tina Paic
Til hamingju með daginn
40 ára Ómar býr á
Bjarmalandi í Þórkötlu-
staðahverfi og á og rekur
Vélsmiðju Grindavíkur.
Maki: Berglind Benónýs-
dóttir, f. 1982, leiðbeinandi
á leikskóla.
Börn: Ólafur Reynir, f.
2003, Bríet María, f. 2006,
og Thelma Lind, f. 2011.
Foreldrar: Ólafur Guð-
bjartsson, f. 1949, d.
2009, og Anna Kjartans-
dóttir, f. 1950, bús. í
Garðabæ.
Ómar Davíð
Ólafsson
40 ára Styrmir er Reyk-
víkingur og viðskipta-
fræðingur.
Maki: Vilborg Sigurþórs-
dóttir, f. 1982, viðskipta-
fræðingur.
Börn: Júlía Dagbjört, f.
2002, Kristófer Lár, f.
2006, og Lísa María, f.
2007.
Foreldrar: Karl J. Stein-
grímsson, f. 1947, og Est-
er Ólafsdóttir, f. 1951, fjár-
festar og verslunar-
eigendur, bús. í Reykjavík.
Styrmir Bjartur
Karlsson
30 ára Stefán er Hafn-
firðingur og bygging-
arverkfræðingur og starf-
ar sem burðarþols-
hönnuður hjá Mannviti.
Maki: Tanja Björk Jóns-
dóttir, f. 1987, hjúkr-
unarfræðingur á LSH.
Börn: Tristan, f. 2009,
Karólína, f. 2015, og
Kormákur, f. 2017.
Foreldrar: Víðir Stef-
ánsson, f. 1964, og Elín
Sigurðardóttir, f. 1967,
bús. í Hafnarfirði.
Stefán Már
Víðisson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Margrét Ólafía Tómasdóttir hefur var-
ið doktorsritgerð sína í læknisfræði
við Háskóla Íslands og Norwegian Uni-
versity of Science and Technology,
NTNU, í Þrándheimi. Ritgerðin ber
heitið Fjölveikindi meðal íbúa Norður-
Þrændalaga (HUNT-rannsóknin) – Far-
aldsfræðileg rannsókn með vísan til
streituþátta (Multimorbidity in the
Norwegian HUNT population – An epi-
demiological study with reference to
the concept allostatic load). Leiðbein-
endur voru dr. Jóhann Ág. Sigurðsson,
prófessor í heimilislækningum við HÍ
og NTNU, og dr. Linn Getz, prófessor í
heimilislækningum við NTNU.
Þegar sami einstaklingur þjáist af
tveimur eða fleiri langvinnum sjúk-
dómum er það kallað fjölveikindi (e.
multimorbidity). Sýnt hefur verið fram
á að fjölveikir einstaklingar krefjast
annarrar og flóknari nálgunar við
læknisfræðilega meðhöndlun og með-
ferð og þurfa oftar að þiggja þjónustu
á öllum stigum heilbrigðiskerfisins.
Meginmarkmið rannsóknarinnar var
að meta algengi og mynstur fjölveik-
inda hjá almennu norsku þýði og
skoða möguleg tengsl milli erfiðra að-
stæðna, bæði í barnæsku og á fullorð-
insárum, og fjöl-
veikinda seinna á
ævinni, með hlið-
sjón af hug-
myndafræði
allostatísks
ofálags. Nið-
urstöðurnar sýndu
fram á fjölveikindi
hjá næstum helm-
ingi þátttakenda. Tengslin milli upplif-
unar í æsku og fjölveikinda á fullorð-
insárum voru sterk og jókst algengi
fjölveikinda samfara erfiðari upplifun
á æsku. Svipað samband fannst milli
tilvistarvanda á fullorðinsárum og þró-
unar fjölveikinda, með auknu algengi
fjölveikinda eftir því sem tilvistarvandi
varð fjölþættari. Auk þess reyndust
þættir til mats á allostatísku álagi
benda til meira ofálags hjá þeim sem
upplifðu erfiða æsku. Með hliðsjón af
mynstrinu sem sást varðandi allosta-
tíska þætti styrkir þetta upphaflega
tilgátu okkar. Þannig má leiða að því
líkum að erfiðar aðstæður skrifist í lík-
amann með því að valda vanstillingu
líffræðilegra stjórnkerfa sem síðan
leiða til þróunar flókinna sjúkdóms-
mynstra svo sem fjölveikinda.
Margrét Ólafía Tómasdóttir
Margrét Ólafía Tómasdóttir er fædd í Reykjavík árið 1981. Hún lauk stúdents-
prófi frá MR árið 2001, kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ vorið 2007 og sérnámi
í heimilislækningum sumarið 2014. Margrét hefur starfað sem sérfræðingur í
heimilislækningum við heilsugæsluna Efstaleiti frá 2014 og sem lektor við HÍ frá
2016. Maki Margrétar er Heiðar Örn Stefánsson og börn þeirra af fyrri sam-
böndum eru Tómas Björn Karlsson, Sigrún Karlsdóttir, Einar Arngeir
Heiðarsson og María Kolbrún Heiðarsdóttir.
Doktor