Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Borgarráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt að veita Félagi eldri borgara í
Reykjavík (FEB) vilyrði fyrir lóð
við Stýrimannaskólann. Á lóðinni
verður heimilt að
byggja allt að 50
íbúðir. Lóðin er
merkt Háteigs-
vegur 35-39 en
afmörkun lóðar-
innar er í vinnslu.
Gísli Jafetsson,
framkvæmda-
stjóri FEB, fagn-
ar úthlutuninni.
„Þetta þýðir að
við getum haldið
áfram að byggja hagkvæmar íbúðir
fyrir eldra fólk í Reykjavík. Um leið
getum við stytt biðlistann eftir slík-
um íbúðum,“ segir Gísli.
Haldi húsaleigunni niðri
Hann segir að hluti íbúðanna
verði byggður fyrir fyrirhugað
leigufélag aldraðra í samstarfi við
Vildarhús. Hinn hlutinn verði eign-
aríbúðir. Markmiðið sé að byggja á
hagkvæman hátt og halda fast-
eignaverði og húsaleigu niðri. Hann
segir stjórn FEB hafa samþykkt
stofnun Leigufélags aldraðra. Unnið
sé að frekari útfærslu með Vild-
arhúsum sem er félag í eigu fé-
lagsmanna í FEB.
Gísli telur raunhæft að fram-
kvæmdir hefjist innan fjögurra ára.
Á fundi umhverfis- og skipulags-
ráðs sl. miðvikudag var fjallað um
breytta landnotkun og fjölgun íbúða
á Sjómannaskólareitnum og á
Veðurstofuhæð. Fjöldi íbúða var
ekki nefndur. Hjálmar Sveinsson,
formaður ráðsins, segir hugmyndir
um að fjölga íbúðum frekar miðað
við fyrri áform. Við ákvörðun um
fjölda íbúða verði tekið mið af nýt-
ingarhlutfalli í nálægum hverfum.
Eldri borgarar fá lóð
Félag eldri borgara fær lóð undir 50 íbúðir við Háteigsveg
Stofnað verður leigufélag og hluti íbúðanna fer í útleigu
Þróunarsvæði á Sjómannaskólareit
31
33
35
37
39
Háteigsvegur
St
ak
ka
hl
íð
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Gísli
Jafetsson
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fjöldi barna sem koma með tilvísun
til sérgreinalækna hefur farið úr
21,2% í maí í fyrra, þegar tilvís-
unarkerfið var tekið upp, upp í
51,2% í apríl 2018.
Reglugerð um tilvísanakerfi fyrir
börn tók gildi 1. maí 2017 og síðan þá
hafa börn yngri
en 18 ára með til-
vísun frá heim-
ilis- eða heilsu-
gæslulækni, ekki
þurft að greiða
gjald fyrir komu
til sérgreina-
læknis. Þau sem
eru ekki með til-
vísun greiða 30%
af kostnaði við
þjónustuna. Börn
yngri en 2 ára og börn með umönn-
unarmat þurfa ekki tilvísun því þau
fá þjónustuna endurgjaldslaust.
Á því ári sem reglugerðin hefur
verið í gildi hefur fjöldi þeirra barna
sem kemur með tilvísun til sér-
greinalækna farið stigvaxandi og í
mars var það komið yfir 50%.
Óskar Reykdalsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga hjá Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins, segir
tilvísunarkerfið hafa gengið ágæt-
lega en það hafi skapað aukavinnu
fyrir heilsugæslulækna og bæta
þurfi úr nokkrum hnökrum. „Hug-
myndafræðin er sú að ef börn þurfa
að fara frá heimilislækni til sér-
greinalækna þá þurfi þau ekki að
borga fyrir komu sína til sérgreina-
læknis. En það er pappírinn sem
gildir, svo sumir vilja hringja í heim-
ilislækni og fá tilvísun án þess að
láta meta ástandið sem þýðir að það
hefur orðið meiri þjónusta við að
skrifa tilvísanir. Í sumum tilvikum fá
læknar fólkið til sín og í öðrum mál-
um er þetta skrifað út. Það er spurn-
ing hvort það er hin rétta leið til að
koma fólki yfir í heilsugæsluna,“
segir Óskar.
Tilvísun veiti forgang
Spurður hvort foreldrar séu orðn-
ir meðvitaðir um tilvísunarkerfið
segist Óskar ekki vita það en á
mörgum sérgreinalæknastofum sé
foreldrum bent á að það sé skyn-
samlegra að koma með tilvísun. Enn
fer þó um helmingur barna beint til
sérgreinalæknis án tilvísunar og
þarf þá að greiða 30% kostnaðinum
fyrir það. „Það getur orðið ágætis
upphæð í hvert skipti en ekkert
mjög mikið þannig að það er greini-
legt að mörgum finnst það ekki þess
virði að fara fyrst á heilsugæsluna.“
Óskari finnst mikilvægt að ýmis-
legt verði lagað við tilvísunarkerfið,
t.d. að hjúkrunarfræðingar fái áfram
að vísa börnum í 4 ára skoðun til
augnlæknis ef þau þurfi á því að
halda. „Þá teljum við afar mikilvægt
að sá sem kemur með tilvísun frá
heimilislækni til sérgreinalæknis fái
forgang að þjónustunni.“
Komur barna 2-18 ára til sérfræðilækna
Maí 2017 til apríl 2018 – hlutfall koma með tilvísun
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
maí ’17 júní ’17 júlí ’17 ágúst ’17 sept. ’17 okt. ’17 nóv. ’17 des. ’17 jan. ’18 feb. ’18 mar. ’18 apr. ’18
Heimild: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
21,2%
51,2%
Fleiri fá tilvísun
til sérgreinalækna
Óskar
Reykdalsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Félagar í Smábátafélaginu Hrol-
laugi í Hornafirði, alls 15 manns,
hafa sagt sig úr Landsambandi smá-
bátaeigenda. Jafnframt sagði Vigfús
Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs,
sig úr stjórn Landssambandsins.
Hann segir að félagsmenn telji hag
sínum betur borgið utan samtak-
anna.
Breyting á fiskveiðistjórnarlögun-
um var samþykkt á Alþingi í vikunni
og felur í sér að strandveiðar verða
leyfðar í 12 daga í mánuði frá maí til
loka ágúst. Ráðherra er þó heimilt
að stöðva veiðar þegar sýnt er að
heildarafli fari umfram það magn
sem ráðstafað er til strandveiða.
Veiðidagar voru mismargir
Áfram verða fjögur veiðisvæði, en
í stað þess að leyfilegum afla verði
skipt á þau verður miðað við sameig-
inlegan heildarafla og jafnmargra
veiðidaga. Áður gátu veiðidagar ver-
ið mismargir á hverju svæði allt frá
því að vera 22 á svæði A árið 2012 í
68 á síðasta ári á D-svæði D.
Vigfús segir að félagar í Hrollaugi
séu ósáttir við störf Landssam-
bandsins varðandi frumvarpið. „Það
er engin trygging fyrir því að menn
fái að róa í 48 daga og nýju lögin fela
í sér skerðingu á þremur svæðum.
Það er líka óánægja með þetta fyrir
norðan og austan. Við hefðum viljað
sjá meiri baráttu til að tryggja daga-
fjöldann, en okkur fannst við fá litlar
undirtektir,“ segir Vigfús, en í fyrra
náði hann um 60 róðrum.
Endurskoðað í haust
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segist harma úrsögn félagsmanna í
Hrollaugi. Fyrir löngu sé ljóst að
samstaða sé eini möguleikinn til
þess að ná árangri það sýni sig best
á því hvað LS hafi áorkað í gegnum
tíðina.
Hann segir að aflaheimildir til
strandveiða verði auknar nokkuð í
ár og þær eigi að duga til að allir geti
róið í 48 daga. Í upphafi strandveiði-
vertíðar í fyrra hafi verið miðað við
alls 9.200 tonn, en heimildirnar voru
auknar í 9.760 tonn er leið á vertíð.
„Það er samdóma álit allra aðild-
arfélaga í Landssambandinu að ef 12
dagar í mánuði hefðu verið tryggir
þá hefðu allir verið sáttir við þetta
fyrirkomulag, segir Örn. Niðurstað-
an sé hins vegar sú að ráðherra hafi
þessa heimild, en fyrirkomulagið sé
aðeins til eins árs og verði endur-
skoðað í haust.
Hrollaugur rær utan
félags smábátaeigenda
15 manns segja sig úr LS Framkvæmdastjóri harmar úrsögn
Morgunblaðið/Heiddi
Arnarstapi Strandveiðum hefur fylgt aukið líf í höfnum víða um land síð-
ustu sumur. Veiðidögum fjölgar líklega á vestursvæði með lagabreytingum.
Toronto&Montréal
sp
ör
eh
f.
Haust 1
Í þessari ferð verða helstu borgir í austurhluta landsins
heimsóttar. Höfuðborgin Ottawa verður heimsótt og farið
verður til gömlu borgarinnar Quebec City og á leið okkar
til Toronto munum við sigla eftir St. Lawrence ánni sem er
enn mikilvæg samgönguæð. Hápunktur ferðarinnar er svo
skoðunarferð til hinna stórbrotnu Niagarafossa
13. - 21. september
Fararstjóri: Jónas Þór
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 268.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Í reglugerðinni segir: Fiskistofu
er eingöngu heimilt að veita skipi
leyfi til strandveiða miðað við
landsvæði þar sem útgerð skips á
heimilisfesti samkvæmt þjóðskrá
eða fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra
23. apríl 2018 en þó má útgerð
velja sér það svæði sem hún hefur
stundað veiðar frá í tvö ár af sl.
þremur árum óháð heimilisfesti
23. apríl 2018 og skal öllum afla
veiðiskips landað innan þess land-
svæðis.
Heimildir ráðherra
ÁKVÆÐI UM HEIMILISFESTI ÚTGERÐAR
Í reglugerð um strandveiðar sem
birt var í gær kemur fram að heim-
ilt verður að veiða allt að 10.200
lestir á strandveiðum í sumar.
Ráðherra er heimilt að auka heild-
arveiði í samræmi við 5. mgr. 8. gr.
laga nr. 116/2006, til að unnt sé
að nýta 12 daga til strandveiða í
hverjum mánuði á hverju land-
svæði. Með tilvísun í sömu laga-
grein getur ráðherra stöðvað veið-
ar með auglýsingu, þegar
leyfilegum heildarafla er náð.