Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Glæsilegt útsýni, óvenjulegur staður
og lúxushótel miðsvæðis á Suður-
landi. Þetta er lýsingin á 360° hóteli
og lodge, glæsihóteli í Flóanum sem
opnað verður síðari hlutann í júní.
Hótelið er á bænum Hnausi, nærri
Skeiðavegamótum og rétt sunnan við
þjóðveg 1. Framkvæmdir eru langt
komnar. Þessa dagana er verið að
innrétta bygginguna sem verður um
900 fermetrar að flatarmáli.
Skili milljónum
Þrettán herbergi eru í hótelinu, öll
af stærri gerðinni. Er fjöldi þeirra
mjög hentugur miðað við áherslurnar
í starfseminni, að sögn Ólafs Sigurðs-
sonar sem stendur að þessari verk-
efni ásamt sambýliskonu sinni, Önnu
Fjólu Gísladóttur ljósmyndara.
„Ferðamenn sem skila okkur millj-
ón krónum hver eru okkur miklu dýr-
mætari en milljónir manna sem
ferðast ódýrt og skilja lítið eftir.
Áherslurnar í ferðaþjónustu á Íslandi
þurfa að vera réttar, nú þegar virðist
vera að hægja á þeirri miklu fjölgun
fólks sem landið heimsækir. Fjöldi
ferðmanna segir ekki allt,“ segir Ólaf-
ur og heldur áfram:
„Markhópur okkar er svonefndir
fágætisferðamenn sem nú er horft til
að fá meira hingað til lands. En þá
þurfa líka réttar áherslur að vera fyr-
ir hendi, svo sem hótel í þeim stíl sem
hér er. Mátulega stórt, því stundum
koma gestir sem vilja staðinn út af
fyrir sig og leigja þá hótelið allt. Svo
verður hér fyrsta flokks matseðill
með öllu því besta og spa-aðstaða:
gufubað og heitur pottur. Við höfum
þegar hafið markaðssetningu hótels-
ins, mest til lúxus ferðaskrifstofa.
Okkur hefur borist fjöldi pantana fyr-
ir sumarið, flestar frá Bandaríkj-
unum.“
Milljón dollarar
Hnaus í Flóa er um það bil 10 kíló-
metra fyrir austan Selfoss og hótelið
stendur uppi á háu holti, þaðan sem
er talið vera eitt víðasta útsýni í
byggð á landinu. Frá því sjást Selja-
landsmúli, Hekla og Eyjafjallajökull í
austri og svo allur sunnlenski fjalla-
hringurinn þar sem Selvogsheiðin er
útvörður í vestri. Af því ræðst að hót-
elið dregur nafn sitt af strikunum á
kompáshringnum sem eru 360, sem
kunnugt er.
„Fólk sem hingað kemur segir að
hér sé milljón dollara útsýni og því er
ég alveg sammála. Svo er hér fallegur
skógur allt í kring sem ræktaður hef-
ur verið upp á undanförnum árum og
ekki langt í helstu ferðamannastaðina
á Íslandi, sem eru þeir fjölsóttustu á
landinu,“ segir Ólafur Sigurðsson.
Útsýnishótel fyrir
fágætisferðamenn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurland Ólafur Sigurðsson við hótelið nýja að Hnausi í Flóa sem verður opnað gestum um miðjan júnímánuð.
360° á skógræktarjörð í Flóa Lúxus í 13 herbergjum
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Al la r
buxur á
20%
afs lætt i
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Opið í dag kl. 11-16
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Kr. 8.900
Str. S-XXL
Buxnaleggins
með sportrönd
VINSÆLU PRISTU BUXURNAR FRÁ
MATINIQUE ERU KOMNAR AFTUR!
12.995,-VERÐ
ÚFFI ER TÝNDUR
Hann býr í Drápuhlíð, 105 Reykjavík,
hann hvarf þann 14. apríl.
Úffi er gulbröndóttur fress með þéttan feld, örmerktur
og var með ól þegar hann hvarf (þó ekki blá eins og á
mynd), hann gæti hafa lokast inni einhvers staðar,
hann gæti líka verið kominn út fyrir hverfið sitt.
Hann gæti hafa lent í slysi og ef einhver þekkir til afdrifa
hans, þá erum við í símum 897 0652 og 897 4368.
Úffa er sárlega saknað, hann er yndismoli og ástkær kisi.
Ásgerður, Fjölnir, Úlfur og Fúsi.
Skipholti 29b • S. 551 4422
30%
afsláttur
af völdum
stöndum
Sumardressin eru komin
Skoðið nýjustu dressin á www.LAXDAL.is