Morgunblaðið - 28.04.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég kom fyrst til Íslandsfyrir áratug, árið 2007,þegar ég var 25 ára ognýútskrifuð frá kenn-
araháskóla heima í Peking í Kína.
Ég kom til að læra íslensku af því ég
ætlaði að verða íslenskukennari við
háskóla í Peking sem sérhæfir sig í
erlendum tungumálum,“ segir hin
kínverska Shuhui Wang sem stóð við
ætlunarverk sitt, fór heim til Peking
tveimur árum síðar og hóf störf sem
íslenskukennari við Beijing Foreign
Studies University.
„Í þeim skóla hefur verið kennd
sænska allt frá því árið 1960 og
finnska frá því árið 1990. Þar eru
meðal annars kennd nokkur afrísk
og asísk tungumál, en skólinn vildi
bæta við sig kennslu í fleiri tungu-
málum og auglýsti því eftir útskrift-
arnemum sem stefndu að því að
verða tungumálakennarar. Ég sótti
um og valdi íslensku og fékk því að
fara til Íslands til að læra þetta
framandi tungumál. Ég valdi ís-
lensku vegna þess að þegar ég var í
landafræði í menntaskóla var þessi
eina lína í kennslubókinni um Ísland:
„Reykjavík er hreinasta borg í
heimi, vegna nýtingar á jarðhita við
upphitun húsa.“ Þessi hreinasta
borg hafði af einhverjum ástæðum
fest sig í minni mínu, svo ég sló til.“
Ég skildi ekkert fyrst
Wang segir að vissulega hafi
verið erfitt að stökkva út í þá djúpu
laug að læra íslensku, sem er afar
ólík hennar móðurmáli, kínversku.
„Beygingarkerfi íslenskunnar er
rosalega flókið, og þar sem ég ætlaði
að verða íslenskukennari, þá dugði
mér ekki að verða sæmileg í málinu,
ég varð að læra það hundrað pró-
sent. Þetta var því mikið álag fyrir
mig, ég viðurkenni það. Fyrstu mán-
uðina átti ég erfitt með að fylgjast
með í kennslustundum, ég skildi
ekkert, en erlendu bekkjarfélagar
mínir höfðu allir verið á Íslandi lengi
og töluðu íslensku og skildu kenn-
arann. Mér leið eins og þetta væri
tímasóun, og að mér tækist aldrei að
Var svolítið hrædd
við að hitta Sjón
Hún segir vissulega hafa verið erfitt að stökkva út í þá djúpu laug að læra ís-
lensku, sem er afar ólík hennar móðurmáli, kínversku. „Fyrstu mánuðina átti ég
erfitt með að fylgjast með í kennslustundum, ég skildi ekkert. Mér leið eins og þetta
væri tímasóun, og að mér tækist aldrei að ná þessu fullkomlega,“ segir Wang sem
kennir íslensku í Peking og hefur þýtt tvær íslenskar bækur yfir á kínversku.
Ánægð á Íslandi Þessi mynd var tekin núna í apríl, Wang með kennurum
sínum í íslensku sem öðru máli við Hákóla Íslands, Kolbrúnu Friðriksdóttur,
Katrínu Axelsdóttur, Maríu Önnu Garðarsdóttur og Jóni Karli Helgasyni.
Nóg verður um að vera í dag, laug-
ardag, í Storkinum, heimili prjón-
arans. Storkurinn er elsta hann-
yrðaverslun landsins og sérhæfir
sig í að þjónusta áhugafólk um
hannyrðir, aðallega prjón, hekl, út-
saum og bútasaum. Verslunin er nú
til húsa í Síðumúla 20 í Reykjavík
og í dag kl. 13-15 verður þar sjala-
kynning, en þá kemur Hildur Ýr Ís-
berg í Storkinn og kynnir sína
sjalahönnun. Hún hannaði m.a.
Quality Street-sjalið sem hefur ver-
ið vinsælt að prjóna undanfarið.
Þarna gefst einstakt tækifæri til
að hitta hönnuðinn og sjá sýnis-
hornin hennar.
Að sjalakynningu lokinni, í dag
kl. 15-18 verður svo hið mánaðar-
lega laugardagsprjónakaffi í Stork-
inum, þangað sem allir eru vel-
komnir sem vilja gott kaffi,
súkkulaði og góðan félagsskap
annarra prjónara.
Sjalakynning og prjónakaffi í dag í Storkinum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gaman Hér er Hildur Ýr á Kex hosteli fyrr á þessu ári þegar fullt var þar út úr
dyrum þegar samprjón á sjalinu hennar, Quality Street, hófst formlega.
Einstakt tækifæri til að hitta
hönnuðinn á sjalakynningu
Sjal Fallegt er það sjalið atarna.
stræti og stoppa aftur við Austur-
völl. Þar verður lítið tónlistaratriði
og aftur er fólki leyft að koma nær,
klappa hestunum og hitta reið-
mennina, sem eru á öllum aldri, oft-
ar en ekki í íslenskum lopapeysum
og brosandi, eins og segir í tilkynn-
Hestadagar eru haldnir til að auka
vitund fólks um hestamennskuna og
til að kynna íslenska hestinn á
heimsvísu. Hestadagar fara form-
lega af stað í dag, laugardag 28.
apríl, með árlegri og einkar vinsælli
skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur.
Skrúðreiðin vekur ævinlega mikla
athygli og setur mannlífið þar í
óvænt samhengi um stund. Skrúð-
reiðin telur um það bil 150 hesta og
jafnmarga reiðmenn og í farar-
broddi fer fjallkonan í skautbúningi
ásamt fylgdarmanni. Á eftir þeim
kemur hestvagn og oftar en ekki
hefur borgarstjóri, ráðherra eða ein-
hver annar setið í honum. Í tilkynn-
ingu kemur fram að reyndar hafi
núverandi borgarstjóri einu sinni
komið ríðandi með, enda sé hann
hestamaður og hans fjölskylda í
hestamennsku.
Hersingin kemur ríðandi upp
Njarðargötu að Hallgrímskirkju þar
sem reiðmenn munu stíga af baki
kl. 13. Þar verður sungið og Hesta-
dagar formlega settir. Á þessum
tímapunkti gefst áhorfendum; ferða-
mönnum og almenningi, kostur á
því að koma nær hestunum, klappa
þeim og taka myndir. Þetta hefur
fallið fólki vel í geð og margir
smellt af „sjálfum“ við þetta tæki-
færi.
Síðan stíga reiðmenn aftur á bak
og ríða niður Skólavörðustíginn,
Bankastræti, yfir Lækjargötuna,
Austurstræti, Pósthússtræti, Vonar-
ingu. Eftir stoppið er haldið af stað
Tjarnargötuna og í gegnum Hljóm-
skálagarðinn á stígum og áfram að
BSÍ og aftur á byrjunarreit að bíla-
planinu við Læknagarð. Nú er lag að
njóta nálægðar við hross og hesta-
fólk dagstund í borginni.
Hestadögum hleypt af stokkunum í dag með skrúðreið í miðbænum
Morgunblaðið/Eggert
Í söðli Þessi flotta fjallkona í fullum skrúða leiddi skrúðreiðina árið 2016.
Hestamenn fjölmenna í miðbænum í dag
Lodge járnpanna, 26 cm
Verð 8.900 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
fyrir öll tölvurými og skrifstofur
Rafstjórn tekur út
og þjónustar kæli- og
loftræstikerfi
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk