Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Wang „Ég hefði getað farið einföldu leiðina og orðið enskukennari,“ segir Wang sem finnst gaman að kenna íslensku.
ná þessu fullkomlega. Það var erfitt
fyrir sjálfsmynd mína að fara frá því
að vera framúrskarandi nemandi
heima í Peking, yfir í að finnast ég
vera lélegasti nemandinn í bekknum
hér á Íslandi.“
Kom aftur til að bæta við sig
En Wang er þrautseig og hélt
út sín tvö ár í náminu á Íslandi og
náði góðum tökum á tungumálinu.
„Dvöl mín hér á landi við tungu-
málanám var í tengslum við sam-
starf á milli menntamálaráðuneyt-
isins hér á landi og úti í Kína. Hluti
af þessum samningi er að íslenskir
kennarar frá Árnastofnun hafa farið
til Kína að kenna íslensku. Gísli
Hvanndal Ólafsson var fyrsti sendi-
kennarinn sem fór héðan til Kína, og
hann kenndi í eitt ár íslensku í Pek-
ing, en ég tók svo við nemendum
hans,“ segir Wang og bætir við að
það hafi verið rosalega erfitt fyrir
hana í byrjun að kenna íslensku.
„Því ég hafði lært íslensku aðeins
einu ári lengur en nemendur mínir,“
segir Wang og hlær.
„Menntamálaráðuneytið í Kína
styrkir nemendur til skiptináms til
þjóða þar sem talað er tungumál af
fáum. Ég fór því aftur til Íslands ár-
ið 2011 með mínum skiptinemendum
og lauk þá BA-prófi í íslensku. Og nú
er ég búin að vera hér frá því um
áramót í rannsóknarleyfi og er að
bæta við kunnáttu mína í íslensku,“
segir Wang og bætir við að Eiríkur
Sturla Ólafsson sé núna sendikenn-
ari í Kína að kenna nemendum þar.
„Ég hefði getað farið einföldu
leiðina og orðið enskukennari,“ segir
Wang og hlær. „En mér finnst mjög
spennandi að læra og kunna ís-
lensku, mér finnst gaman og skap-
andi að kenna þetta einstaka tungu-
mál.“
Vert er að taka fram að Wang
talar lýtalausa og hárrétta íslensku.
Fór að gráta að verki loknu
Útgáfufyrirtæki í Kína leitaði
til Wang 2013 og óskaði eftir að hún
þýddi Skuggabaldur, skáldsögu eftir
Sjón, yfir á kínversku. Mögulega er
það fyrsta íslenska bókin sem þýdd
er beint úr íslensku yfir á kínversku.
„Ég sagði já, en þetta var mjög
ögrandi verkefni, af því að Skugga-
baldur er alvöru bókmenntaverk og
mjög sérstök bók. Ég vissi ekki allt-
af merkingu þeirra orða sem eru í
bókinni, því þau eru sum forn og sér-
stök, en þá var bara að fletta þeim
upp. Ég hafði kynnst Skuggabaldri
fyrst í tímum hjá Jóni Karli Helga-
syni á námskeiði um þjóðsögur og
ævintýri í íslenskunáminu hér á Ís-
landi á sínum tíma, en þar vorum við
látin lesa hana. Ég var heilt ár að
þýða bókina og það var magnað þeg-
ar ég kom að lokakaflanum, þar sem
allt tengist saman, ég var ekki með
heildarsýn fyrr en þarna í lokin. Þá
losnaði um mikið tilfinningaflóð og
ég fór að gráta. Ég var líka í geðs-
hræringu af því mér hafði tekist að
ljúka við þetta erfiða verk. Einstakir
kaflar innihalda sérlega fallegar lýs-
ingar og ljóðrænar.“
Sjón kom út til Kína til að vera
viðstaddur í útgáfuhófinu og Wang
þótti vænt um það. „Mér finnst mjög
gaman að tala við Sjón en ég var allt-
af svolítið hrædd við að hitta hann,
ég hafði efasemdir um að ég væri
nógu góður þýðandi fyrir Skugga-
baldur, efaðist um að mér tækist að
skila blæbrigðum hans tungumáls í
bókinni, stílnum og öðru slíku. En
hann treysti mér og fyrir það er ég
þakklát. Við lásum saman kafla úr
bókinni í útgáfuteitinu, hann á ís-
lensku og ég á kínversku. Það var
dásamlegt. Falleg stund,“ segir
Wang sem hefur einnig lokið við að
þýða Tímakistuna eftir Andra Snæ
Magnason, en hún er ekki enn kom-
in út.
„Mig langar til að þýða fleiri ís-
lenskar bækur, af því mér finnst hún
skemmtileg þessi hugræna tenging
við aðra manneskju sem á sér stað
við þýðingarvinnu. En ég hef lítinn
tíma, ég þarf að sinna kennslustarf-
inu, og ég er með lítið barn heima.“
Í Kína árið 2017 Sendikennarinn Eiríkur Sturla með nemendum í íslensku í kennslutofu Beijing
Foreign Studies University, en myndin var tekin í síðusta kennslustund fyrir útskrift.
Árið 2014 Wang í íslenska sendiherrabústaðnum í Kína ásamt nemendum í íslensku í Beijing.
Fyrir aftan eru sendiherrann Stefán Skjaldarson, rithöfundurinn Sjón og Eiríkur sendikennari.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Náttúrunni og öllu því fjölbreytta
lífi sem þar er að finna er sann-
arlega heillandi að kynnast. Nú
þegar allt er að lifna við með
hækkandi sól, bæði gróður og dýr,
er um að gera að bregða undir sig
betri fætinum og skoða það sem
fyrir augu ber utandyra. Nátt-
úrufræðistofa Kópavogs og Menn-
ingarhúsin þar í bæ bjóða fólki að
slást í för í fjöruferð í dag, laugar-
dag 28. apríl. Um að gera er að
fagna vorinu og skoða fuglana í
fjörunni. Fjölskyldur eru hvattar til
að mæta fyrir neðan Kópavogs-
hælið kl. 13 og skoða fugla með
sérfræðingum Náttúrufræðistofu.
Upplagt er að hafa sjónauka með-
ferðis en einnig verða nokkrir slíkir
á staðnum.
Viðburðurinn er liður í Fjölskyldu-
stundum Menningarhúsanna sem
fara fram á hverjum laugardegi
gestum að kostnaðarlausu.
Fjöruferð í Kópavogi í dag
Morgunblaðið/Ómar
Tjaldar Þessir tveir voru í felulitunum þar sem þeir kúrðu milli steina í fjörunni.
Börn og fullorðnir njóta þess
að kynnast fuglunum í fjörunni
AL
LT
SEM
ÞÚ
ÞA
RFT
TIL
AÐ
SM
ÍÐA
SU
MA
RH
ÚS
IÐ
EÐ
A P
AL
LIN
N!
Hjólsög HKS210L
19.799,-
Hleðsluborvél AKS45IND
24.541,-
39.420,-
Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is
VOR
Steypuhrærivél
Bútsög KAP305JL
52.500,-
SKOÐIÐ FLEIRI VORTILBOÐ FRÁ HOLZMANN Á
HEIMASÍÐU IÐNVÉLA: WWW.IDNVELAR.IS