Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 20
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Vegleg gjöf var afhent á
heilsugæslustöðinni á Þórshöfn ný-
verið og var gefandinn Ísfélag
Vestmannaeyja, sem gaf Styrkt-
arfélagi Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga stóra fjárhæð til tækja-
kaupa á heilsugæsluna á Þórshöfn,
rúmar 800.000 krónur. Lengi hafði
vantað sótthreinsunarofn á heilsu-
gæsluna til dauðhreinsunar á
áhöldum og var hann formlega af-
hentur á heilsugæslustöðinni að
viðstöddum fulltrúum Ísfélagsins
og Styrktarfélagsins. Félagið hef-
ur það markmið að styðja starfs-
stöðvar Heilbrigðisstofnunar
Norðurlands í Þingeyjarsýslum til
kaupa á tækjum og búnaði og því
er velvilji og stuðningur ein-
staklinga og fyrirtækja afar mik-
ilvægur en þetta er ekki fyrsta
stórgjöf Ísfélagsins sem heilsu-
gæslan á Þórshöfn nýtur góðs af.
Formaður Styrktarfélagsins,
Auður Gunnarsdóttir, flutti stutt
ágrip af sögu félagsins um leið og
hún þakkaði Ísfélaginu gjöfina.
Styrktarfélagið hefur í gegnum
tíðina stutt vel við heilbrigðismál í
Þingeyjarsýslum með fjáröflun og
kaupum á búnaði á starfsstöðvar
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
í Þingeyjarsýslum. Í máli Auðar
kom fram að helsti tilgangur fé-
lagsins væri að afla fjár en einnig
að halda málefnum heilbrigð-
isstofnana í Þingeyjarsýslum á
lofti. „Heilbrigðismál eru byggða-
mál og ein af þeim stóru málum
sem ráða miklu um búsetuval
fólk,“ sagði Auður að lokum.
Fimm bátar gera út á grá-
sleppu þetta vorið og var góð veiði
framan af þar til norðanáttin tók
við með tilheyrandi gæftaleysi síð-
ustu vikuna. „Það er bara kvika og
djöfulskapur, netin full af þara,“
segja grásleppusjómenn sem fengu
þó góðar fyrstu þrjár vikur veiði-
tímabilsins. Þeir sem fyrstir byrj-
uðu ljúka sínum dögum í byrjun
maí. Strandveiðar taka svo við um
mánaðamótin eftir þriggja mílna
stoppið.
Árshátíð og loðnuslútt
starfsfólks Ísfélagsins var haldið
um síðustu helgi í félagsheimilinu
Þórsveri og hafði starfsfólkið veg
og vanda af undirbúningi og
skemmtiatriðum. Fjölþjóðlegur
blær var yfir samkomunni sem fór
vel fram en forréttirnir voru frá
fimm þjóðlöndum; Búlgaríu, Eist-
landi, Íslandi, Póllandi og Þýska-
landi, en starfsfólk Ísfélagsins frá
þessum löndum útbjó réttina.
Vetrarvertíðin var góð, hún
stóð óvenjulengi og mesta unna
magn af frystum afurðum var
einnig á þessari vertíð, sagði Sig-
geir Stefánsson vinnslustjóri í há-
tíðarræðu sinni og þakkaði starfs-
fólki fyrir vel unnin störf, nú sem
fyrr.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Gjöfin afhent Anna L. Ómarsdóttir, Sigurður Halldórsson læknir, Rafn Jónsson frá Ísfélagi Vestmannaeyja, Auður
Gunnarsdóttir og Guðrún Guðbjartsdóttir frá Styrktarfélagi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.
Gáfu fé til tækjakaupa
hvergi getið um fluglest. Einnig sé
vert að benda á að ein af meginfor-
sendum fyrir fluglest eins og þær
hafi verið kynntar sé að innanlands-
flug verði áfram í Vatnsmýrinni.
„Með vísan til þessa og áherslu á
mikilvægi þess fyrir Hafnarfjörð að
uppbygging samgangna á höfuð-
borgarsvæðinu takist vel teljum við
ótímabært að gera samning vegna
fluglestar sem gæti skuldbundið
sveitarfélagið til aðgerða er gætu
gengið gegn hagsmunum þess í sam-
göngumálum,“ sagði Rósa.
Hún sagðist leggja áherslu á að
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður
bæjarráðs Hafnarfjarðar, bar upp
tillögu um að bæjarstjórn samþykki
ekki fyrirliggjandi samning um þró-
un hraðlestar (fluglestar), á bæjar-
stjórnarfundi í fyrrakvöld.
Að loknum umræðum um tillögu
Rósu, var samþykkt samhljóða að
bæjarstjórn frestaði málinu þar til
ný bæjarstjórn kæmi saman í júní.
Rósa var spurð hvers vegna hún
hefði borið upp ofangreinda tillögu á
bæjarstjórnarfundi. „Við teljum ekki
tímabært að afgreiða samninginn í
ljósi ýmissa óvissuþátta í samgöngu-
málum á höfuðborgarsvæðinu en
töldum á fundinum í gær sanngjarnt
að verða við óskum um að fresta af-
greiðslu málsins þar til ný bæjar-
stjórn hefði tekið við eftir kosning-
ar,“ sagði Rósa.
Rósa segir að miklir hagsmunir
séu í húfi fyrir Hafnarfjarðarbæ að
vel takist til við skipulagningu og
uppbyggingu samgangna innan höf-
uðborgarsvæðisins og þá sérstak-
lega varðandi samgöngur til og frá
Hafnarfirði. Unnið sé að samgöngu-
áætlun fyrir höfuðborgarsvæðið
fram til ársins 2030. Áætlunin nái yf-
ir stofnvegaframkvæmdir, borgar-
línuframkvæmdir, samgöngustíga
og forgangsakreinar. Í áætluninni sé
þeir aðilar, þ.m.t. Fluglest – þróun-
arfélag ehf., sem kæmi að sam-
göngumálum innan höfuðborgar-
svæðisins tækju upp samtal með það
að markmiði að ná fram sem bestri
heildstæðri lausn samgangna innan
höfuðborgarsvæðisins og á helstu
stofnvegum sem liggja að því. Auk
þess væri óljóst hver áhrif sam-
starfssamningsins á ákvarðanir
sveitarfélagsins í skipulagsmálum
væru á þeim tíma sem samningurinn
væri í gildi eins og fram kæmi í
minnisblaði lögmanns Hafnarfjarð-
arbæjar frá 20. febrúar 2018.
Ótímabært að semja um
fluglest til Keflavíkur
Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar vill hafna samningi
um þróun fluglestar Óvissuþættir uppi í samgöngumálum
Morgunblaðið/Golli
Hafnarfjörður „Við teljum ekki tímabært að afgreiða samninginn í ljósi ým-
issa óvissuþátta í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rósa.
citroen.is
KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C4 CACTUS
2.540.000KR.
VERÐ ÁÐUR 2.940.000 KR.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, S. 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, S. 515 7050
Í tilefni þess að nýr C4 Cactus verður kynntur í maí þá
seljum við síðustu bílana af núverandi gerð með
400.000 kr. afslætti! Keyrðu inn í vorið á nýjum,
sparneytnum Citroën C4 Cactus!
Citroën C4 Cactus er nettur en rúmgóður með opið og bjart innra
rými. Mælaborðið er stílhreint og 7” snertiskjárinn gerir allar
aðgerðir einfaldar og þægilegar. Citroën C4 Cactus er sparneytinn,
með skilvirkri vél og nýrri undurþýðri sjálfskiptingu.
CITROËN C4 CACTUS FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ