Morgunblaðið - 28.04.2018, Page 21

Morgunblaðið - 28.04.2018, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Heilsugæslan á landsbyggðinni glímir við margþættan vanda, eins og þann hve illa heilbrigðisstofnun- um gengur að ráða til sín lækna með fasta búsetu á staðnum og í miklu vaktaálagi lækna sem leiðir af sér mikinn frítökurétt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisend- urskoðunar til Al- þingis um heilsu- gæsluna á landsbyggðinni. Því hafi víða reynst erfitt að tryggja almenn- ingi fastan heim- ilislækni og bið- tími eftir þjónustu heimilis- læknis á dagtíma geti orðið langur. Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að heilbrigðisráðherra leggi fram heildstæða heilbrigðisstefnu þar sem m.a. séu skilgreind viðmið heilsugæslunnar um þjónustu og mönnun heilbrigðisstétta með hlið- sjón af íbúafjölda, aldursdreifingu þeirra og þéttleika byggðar. Slík stefna er að mati Ríkisendurskoðun- ar grunnforsenda árangursríkrar heilsugæslu á landsbyggðinni. Margt bendir til gerviverktöku Ríkisendurskoðun telur kosti og galla fylgja verktöku lækna á lands- byggðinni, sem í vissum tilvikum geti verið óhjákvæmileg. Verktaka geti valdið hagsmunaárekstrum. „Margt bendir til þess að verktaka lækna geti í vissum tilvikum fallið undir svokallaða gerviverktöku, einkum þegar gerðir eru langtíma- samningar við lækna um fullt starf og fasta viðveru á tiltekinni starfs- stöð. Efni sumra þessara samninga gefur sterklega til kynna að um eig- inlegt launþegasamband sé að ræða, t.d. ákvæði um að heilbrigðisstofn- anir hafi boðvald yfir læknum og sömu ábyrgð gagnvart notendum þjónustunnar og ef launþegar eiga í hlut. Þá eru dæmi um að læknar á verktakasamningi fái greidd laun í veikindum, auk ferða- og dvalar- kostnaðar. Allt þetta vekur spurn- ingar um skattalega meðferð verk- takagreiðslnanna,“ segir orðrétt í skýrslunni. Þar segir ennfremur: „Að mati Ríkisendurskoðunar þurfa samning- ar sem ríkisstofnanir gera við lækna og aðra að vera annaðhvort verk- takasamningar eða launþegasamn- ingar. Verktakasamningur sem kveður á um launagreiðslur og fast- ráðningu skapar lagalega óvissu um hvort um sé að ræða verktakasamning eða laun- þegasamband.“ Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að það bregð- ist við mikilli verktöku lækna á landsbyggðinni til að koma í veg fyr- ir hagsmunaárekstra, gerviverktöku og að stofnanirnar yfirbjóði hver aðra. Mikilvægt sé að heilbrigðis- stofnanir afli sér faglegra leiðbein- inga um hvernig standa beri að verktakasamningum við lækna, séu slíkir samningar taldir nauðsynlegir. Skýrt þurfi að vera að samningar upp- fylli þær kröfur sem t.d. skattyfir- völd gera til þeirra. Viðbrögð ráðuneytisins við ofan- greindri ábendingu Ríkisendurskoð- unar eru þau að tekið er undir at- hugasemdirnar, án þess að ráðuneytið hyggist bregðast við. Orðrétt segir í viðbrögðum ráðu- neytisins: „Ráðuneytið ber ekki ábyrgð á mönnun einstakra heil- brigðisstétta á einstökum stofnunum og er ekki kaupandi að heilbrigðis- þjónustu. Hið síðarnefnda er hlut- verk Sjúkratrygginga Íslands. Ráðuneytið mun því ekki setja við- mið um verktöku lækna en hefur hvatt forstjóra heilbrigðisstofnan- anna til þess að þeir hafi samráð sín í milli um fyrirkomulag og greiðslur til þeirra lækna sem kjósa að sinna þjónustunni í verktöku fremur en sem launþegar.“ Gerviverktaka lækna er vandamál  Ríkisendurskoðun segir heilsugæsluna á landsbyggðinni eiga við margþættan vanda að stríða Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Heilsugæsla St. Fransiskusspítalinn í Stykkishólmi er hluti af Heilbrigð- isstofnun Vesturlands eftir að átta heilbrigðisstofnanir voru sameinaðar. Svandís Svavarsdóttir Ríkisendurskoðun fjallar nokk- uð ítarlega um meinta gervi- verktöku lækna á landsbyggð- inni og rekur nokkur dæmi: „Í maí 2016 gerði t.d. Heil- brigðisstofnun Vesturlands ótímabundna verktakasamn- inga við lækna eftir að læknar sem voru launþegar létu af störfum. Vaktir þeirra eru þær sömu og launþeganna, þeir hafa aðgang að mötuneyti eins og starfsmenn stofnunarinnar og fá læknisbústaði til afnota án endurgjalds.“ Og um verktakasamning sem Heilbrigðisstofnun Austurlands gerði við tiltekinn lækni árið 2015 með þriggja ára gild- istíma, segir Ríkisendurskoðun m.a. í skýrslu sinni: „ Á heima- síðu stofnunarinnar kemur fram að læknirinn sé fastráð- inn. Gerður var nýr ótímabund- inn samningur við hann 18. nóvember 2016 ... Í þessum samningi kemur m.a. fram að „heildar launagreiðslan“ fyrir hvern sólarhring sé alls 150 þús.kr.“ 150 þúsund á sólarhring VERKTAKI EÐA LAUNÞEGI VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Hjólastandar á bíla og í bílskúrinn. Hver standur er fyrir 2-3 hjól. Vönduð evrópsk framleiðsla. Dráttabeisli á allar gerðir bíla ásamt ásetningu. Fastar kúlur, smellukúlur og prófílbeisli. Ásetning á staðnum. nnanmál YFIR 30 ÁRA REYNSLA Í AÐ ÞJÓNUSTA VIÐSKIPAVINI - MIKIL ÞEKKINGOGVÖNDUÐVINNUBRÖGÐ - farangursbox á allar gerðir bíla.Stærðir 360 - 500 lítra Vönduð evrópsk framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.