Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 23

Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 23
Helga Rós Indriðadóttir, Varmahlíð „Það þarf virkilega að huga að því að bæta heimaþjónustuna og ég veit það að það er að þrengj- ast á dvalarheimilinu, sem auð- vitað heyrir ekki undir sveit- arstjórn heldur ríkið, en sveitarstjórn getur einbeitt sér að heimaþjónustunni. Það mætti kannski færa þá þjónustu nær fólkinu. Við hérna í dreifbýlinu erum ekkert alveg kát með for- gangsröðun, það þarf að passa þetta. Það eru tækifæri í því fólgin líka.“ við getum kannski fengið eitthvað meira eða gert eitthvað meira, fjár- mögnun verði kannski auðveldari til þess að við getum gert eitthvað stórt,“ segir Lee Ann og minnist á hugmyndir um gagnaver, sem lengi hafa verið í umræðunni, sem dæmi um það hve hægt uppbygging gangi á svæðinu. Sporin hræða ef til vill „Ég hef ekki séð neitt sem segir af hverju við ættum að sameinast, en svo sem ekkert sem hefur útilokað það heldur,“ segir Reynir Lýðsson, útibús- stjóri hjá Fiskmarkaði Íslands á Skagaströnd. Hann segir þó marga vera að spá í þessum sameining- armálum. Reynir segir að sveitarfélögin á svæðinu vinni vel saman í mörgum málum og samstarf sé nauðsynlegt. „En erum við að fara að sameinast til að fækka kennurum og sameina skóla? Ef það verður allsherjar sameining, eigum við eftir að fækka störfum? Er það ekki oft þannig að þeir þjappi sam- an bekkjum? Sporin hræða ef til vill,“ segir Reynir og vísar til reynslu af öðr- um sameiningum sveitarfélaga víða um land. Hann segir að á Skagaströnd sé fyrirhugað að reisa smábátabryggju, sem verði mikil lyftistöng fyrir þá þarna á bryggjunni. „Það er mjög já- kvætt. Það er búið að taka svolítinn tíma og búið að taka það einu sinni eða tvisvar út af dagskrá. En nú skilst mér að það eigi að byrja þetta í vor. Það er nóg til að gleðja mig,“ segir Reynir. Að sögn Reynis er ekki slegist um það á Skagaströnd að taka sæti í sveit- arstjórn. „En maður verður bara að láta heyra í sér ef það eitthvað sem maður vill fá breytt.“ Lee Ann Maginnis, Blönduósi „Það er alveg fullt af góðum hlutum að gerast hérna og það er mikil uppbygging og fólki fjölg- ar eitthvað aðeins, en þetta er mesta láglauna- svæðið á Íslandi. Við er- um samt með sjúkrahús, grunnskóla og leikskóla, stóra sýslumanns- skrifstofu og Vinnu- málastofnun en það virð- ist ekki skila sér til að draga að menntað fólk.“ Reynir Lýðsson, Skagaströnd „Við verðum vel varir við samþjöppun á kvóta. Mjög mikið sko. En það hafa verið keyptir sex- átta bátar í staðinn á síðasta einu og hálfu árinu, svo við verðum að vera jákvæðir með það. Það er mjög flott, en þeir eru reyndar allir kvótalausir svo menn eru að treysta á strand- veiði og grásleppu.“ Pétur Björnsson, Sauðárkróki „Það vantar leiguíbúðir. Ég held að það sé aðalatriðið hér. Þeir voru nú að stofna eitthvert félag, leigufélag og það komst einhver skriður á að byggja í fyrra. Það vantar samt leigu- íbúðir. Maður verður var við það að þeir sem vilja koma hingað eiga í erfiðleikum með að finna húsnæði og atvinnurek- endur eiga erfitt með að finna húsnæði fyrir starfsfólk. Það er mín tilfinning.“ Morgunblaðið/Eggert „Fyrst og síðast eru það atvinnu- málin. Það eru þau sem brenna mest á okkur, að leita leiða til að fá fjölbreyttara atvinnulíf og styðja við það sem er. Svo eru það byggðamál, sem eru kannski í framhaldi af því,“ segir Auðunn Steinn Sigurðsson, útibússtjóri í Arion banka á Blönduósi. „Við erum nú hérna við þjóð- veginn, en við njótum kannski ekkert endilega alltaf góðs af því eins og við myndum vilja og fólk heldur. Vegurinn liggur svona beint í gegn um bæinn, en við hefðum kosið að ferðamaðurinn stoppaði meira hjá okkur. Það er meira hérna heldur en bara N1- sjoppan,“ segir Auðunn og nefnir sem dæmi að fjármagn hafi ný- lega fengist frá ríkinu til að bæta aðgengi ferðamanna að Þrístöp- um, þar sem síðasta aftakan hér- lendis fór fram, og laga aðgengi að Hrútey. „Byggðaþróun hefur verið nið- ur á við hjá okkur hérna und- anfarin ár. Reyndar hefur íbúum Blönduósbæjar fjölgað, fjölgaði á síðasta ári um rétt rúmlega þrjá- tíu. Við erum allavega komin yfir 900 núna, það er jákvæð þróun hvað það varðar. Við erum nokk- uð sátt við það.“ Í bankanum á Blönduósi Morgunblaðið/Eggert Brim Blanda ryður sér leið í gegn um öldurnar fyrir botni Húnaflóa. Njóta ekki góðs af þjóðvegi eitt Morgunblaðið/Eggert Útibússtjóri Auðunn Steinn. Kristín Lind er frá Sauðár- króki og hún segir að þar sé ekki skortur á atvinnutækifærum. Það virðist þó ekki duga til að halda unga fólkinu á staðnum. „Mér finnst svolítið margir vera að sækja í burtu í skóla,“ segir Krist- ín og er þá að tala um fólk á menntaskólaaldri, sem kýs frekar að fara til Akureyrar eða Reykja- víkur í framhaldsskóla. Aðgangur að námi er einmitt það mikilvæg- asta í huga Egils, en hann er úr Eyjafirði og valdi að koma á Sauð- árkrók í skóla vegna þess að þar er boðið upp á nám á hestabraut. FNV býður upp á dreifnám frá Blönduósi, Hvammstanga og Hólmavík, í þeirri viðleitni að bjóða ungmennunum á þeim stöð- um upp á að búa heima örlítið lengur, allavega eitt ár inn í fram- haldsskólann. Nína Guðbjörg segist hafa prófað þetta fyrirkomulag. „Þetta er mjög sniðugt fyrir þá sem vilja vera heima og læra í þessu, en í mínu tilfelli lærði ég ekkert á því að vera þarna. Ég tók eftir að ein- kunnirnar lækkuðu, því ég fékk ekki nægilega mikla athygli frá kennurunum. Þess vegna kom ég hingað,“ segir Nína Guðbjörg. „Það eru svona sögur á Blönduósi líka, fólk fellur þar al- veg bara trekk í trekk,“ bætir Gísli við. Gísli segist hafa heyrt af um- ræðum um sameiningu sveitarfé- laganna í Austur-Húnavatnssýslu. Hann telur ólíklegt að þar verði ráðist í sameiningu á næstunni. „Þetta er ekki að fara að gerast. Það eru sum sveitarfélög sem græða aðeins meira á því að hafa þetta aðskilið. Það er líka alveg hrikalegur rígur á milli Skaga- strandar og Blönduóss.“  Næst verður komið við á Vest- urlandi og fjallað um það sem brennur á íbúum svæðisins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Á fimmtudaginn 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.