Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðeins nokkrirmánuðir erusíðan titring-
ur fór um heims-
byggðina vegna
kjarnorkubrölts
Norður-Kóreu og
hótana sem gengu á
víxl. Síðan hafa orðið alger um-
skipti og eftir sögulegan fund leið-
toga Norður- og Suður-Kóreu í
gær hefur óttinn vikið fyrir bjart-
sýni.
Fundur Kim Jong-un, leiðtoga
Norður-Kóreu, og Moon Jae-in,
forseta Suður-Kóreu, var mikið
sjónarspil. Frá því Kim komst til
valda í lok árs 2011 hafði hann
aldrei farið úr landi, ekki átt einn
einasta fund með erlendum
þjóðarleiðtoga og samskiptin við
umheiminn verið með stirðasta
móti, meira að segja við helsta
bandamann landsins, Kína. Í mars
breyttist allt. Hann hóf bein sam-
skipti við Suður-Kóreu, skipulagði
tvo leiðtogafundi, fundinn í gær og
fyrirhugaðan fund með Donald
Trump Bandaríkjaforseta, og
ferðaðist með leynd til Kína til að
ræða við Xi Jinping, forseta lands-
ins.
Á fundinum í gær hittust leið-
togarnir á markalínunni, sem
skiptir hlutlausa beltinu á landa-
mærum ríkjanna, og stigu saman
yfir hana. Kim varð þar með fyrst-
ur leiðtoga Norður-Kóreu til að
stíga fæti í Suður-Kóreu eftir
Kóreustríðið.
Í allri umgjörð fundarins var
lögð áhersla á að verið væri að
brúa bilið milli ríkjanna. Þar sem
fundurinn var haldinn héngu
myndir af Kumgang-fjalli, sem
liggur á landamærum ríkjanna og
þykir mikilvægt tákn. Heiðurs-
vörðurinn bar spjót og sverð í stað
skotvopna og var klæddur ein-
kennisbúningum frá 19. öld þegar
Kóreuskaginn laut einni stjórn.
Niðurstaða fundarins var að
stefnt skyldi að því að semja um
varanlegan frið og kjarnorku-
afvopnun á Kóreuskaganum.
Kóreustríðinu lauk með vopnahléi
fyrir 65 árum, en enn hefur ekki
verið gert friðarsamkomulag milli
ríkjanna.
Nokkrum sinnum hefur horft
friðlega í málefnum Norður-
Kóreu. Árið 1994 í valdatíð Bills
Clintons undirrituðu stjórnir
Bandaríkjanna og Norður-Kóreu
samkomulag um að norðurkóresk
stjórnvöld frystu og létu síðan af
kjarnorkuáætlun sinni. Þá var
Kim Jong-il, faðir núverandi leið-
toga landsins, við völd. Brátt
komu fram vandkvæði við að
framfylgja samkomulaginu og árið
2002 rann það endanlega út í sand-
inn.
Fundurinn í gær var þriðji
fundur leiðtoga Norður- og Suður-
Kóreu. Hinir tveir voru haldnir
2000 og 2007 í valdatíð Kim Jong-
il. Eftir þá voru einnig gefin fögur
fyrirheit, sem lítið varð úr. Það er
því ekki að furða að þrátt fyrir að
leiðtogar víða um heim hafi fagnað
niðurstöðu fundarins bendi marg-
ir á að enn sé langt í land.
Í yfirlýsingu leiðtoganna eftir
fundinn í gær er gengið lengra en
eftir fundina á fyrsta áratug
aldarinnar. Það er hins vegar eitt
að gefa yfirlýsingar,
annað að semja um
framkvæmd þeirra
og eftirlit.
Norður-Kórea hef-
ur verið lengi að
koma sér upp kjarn-
orkuvopnum. Nú hef-
ur landið vopnin og getuna til að
skjóta þeim langar leiðir.
Leitt hefur verið getum að því
að Kim sé nú tilbúinn að snúa við
blaðinu vegna þess að hann hafi
komið sér upp þeim búnaði, sem
stefnt hafi verið að. Það sé því
engu fórnað þótt kjarnorkutil-
raunum verði hætt. Norðurkóresk
stjórnvöld hafa meira að segja
gefið út yfirlýsingar í þá veru. Þá
hefur verið fullyrt að tómt mál sé
að tala um frekari kjarnorku-
tilraunir því að aðstaðan til að gera
þær hafi eyðilagst í síðustu
sprengingunni, sem gerð var. Aðr-
ir bera þó brigður á að það sé rétt.
Iðulega hefur mikið verið gert
úr furðulegheitum valdhafa í
Norður-Kóreu. Það er ekki að
ástæðulausu og nægir að rifja upp
samskipti Kims og bandaríska
körfuboltaleikmannsins fyrrver-
andi, Dennis Rodmans. Það væri
hins vegar glappaskot að afskrifa
Kim og aðra ráðamenn í Norður-
Kóreu sem trúða. Þeir vita sínu
viti og það fer ekki fram hjá þeim
að án kjarnorkuvopna væri samn-
ingsstaða þeirra engin.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa
haldið þjóðinni í fjötrum ógnar og
eymdar. Íbúar landsins hafa búið
við sáran skort og jafnvel sult og
tekið er á andófi með pyntingum,
fangelsunum og þrælkun. Frelsi er
ekkert og kúgunin með þeim hætti
að sambærileg dæmi er ekki að
finna á byggðu bóli.
Það er því til mikils að vinna að
bæta hlutskipti íbúa Norður-
Kóreu og samskipti grannríkjanna
á Kóreuskaga. Þegar Trump og
Kim koma til með að hittast, sem
sennilega verður í byrjun júní,
munu fleiri vísbendingar um hvað
er að marka stefnubreytinguna í
Norður-Kóreu koma fram.
Trump á stóran hlut í því að
hreyfing hefur komist á hlutina á
Kóreuskaganum. Hann hefur
notað herinn til að sýna að honum
er alvara og knúið fram hertar
refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Ekki er langt síðan hann kallaði
Kim brjálæðing og lýsti yfir að
hann hefði stærri kjarnorkuhnapp
en norðurkóreski leiðtoginn.
Trump var hins vegar fljótur að
taka Kim á orðinu þegar hann í
upphafi árs breytti um tón og lýsa
yfir að hann væri reiðubúinn til
funda.
Í gær fagnaði Trump fundi leið-
toga Kóreuríkjanna og sagði góða
hluti vera að gerast, en sló þann
varnagla að aðeins tíminn myndi
skera úr um hvernig úr rættist.
Um leið hét hann því að hann
myndi ekki láta Kim plata sig og
ítrekaði það nokkrum sinnum.
Trump hefur kannski haft í huga
kjarnorkusamkomulag forvera
síns við Íran, sem hann hefur
gagnrýnt harðlega. Hann veit líka
eins og aðrir að það eina sem er
víst þegar Norður-Kórea er ann-
ars vegar er að ekkert er víst.
Leiðtogafundurinn
á landamærum
Norður- og Suður-
Kóreu vekur vonir}
Sögulegur fundur
Á
fimmtudaginn var umræða um
viðbætur við siðareglur þing-
manna. Viðbæturnar snúast um
heilbrigt starfsumhverfi þar sem
kynferðislegu ofbeldi og áreitni er
hafnað. Nú eru sumir þingmenn líka ráðherrar
og ráðherrar eru einnig með siðareglur. Eins
nauðsynlegt og það er að þingmenn og ráð-
herrar setji sér siðareglur þá er einnig nauð-
synlegt að siðareglurnar séu ekki bara til
skrauts. Hversu mikil hræsni er það að þing-
menn og ráðherrar setji sér siðareglur en fara
svo ekkert eftir þeim? Nýleg dæmi um það eru
til dæmis þegar skýrslu um eignir í skatta-
skjólum var stungið undir stól rétt fyrir kosn-
ingar og þegar geðþóttaákvörðun réði ferð í
skipun dómara í Landsrétt. Fyrir utan að vera
augljós brot á siðareglum þá er stór spurning
um hvort þessi dæmi varði ekki lög um ráðherraábyrgð.
Í gær kom fram enn eitt málið sem varðar siðareglur
þingmanna, ráðherra og mögulega ráðherraábyrgð. Ráð-
herra sagði, gegn betri vitund, ósatt í ræðustól á Alþingi.
Tvisvar. Fyrst hinn 26. febrúar sl. þegar félags- og jafn-
réttismálaráðherra sagði: „niðurstöðurnar eru þær að
Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af
sér með neinum hætti“ og svo 9. apríl sl. með orðunum: „á
leiðinni er mál, ef það er ekki komið til þingsins er það á
leiðinni, til að gera breytingar á þessu og koma í veg fyrir
þá glufu sem þarna myndast“.
Fyrra málið er tvímælalaust miklu alvarlegra en seinna
málið þó að það sé alltaf alvarlegt ef ráðherra
fer með ósannindi af yfirlögðu ráði í ræðustól
Alþingis. Fyrra málið varðar óeðlileg afskipti
forstjóra Barnaverndarstofu af kynferð-
isbrotamáli. Það sem meira er þá viðurkennir
forstjórinn brotið sitt í viðtali við Stundina með
orðunum: „Ég vissi ekki hvort pabbinn í þessu
tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns
eða ekki.“ Samt hlutaðist forstjórinn til um í
málinu, þrátt fyrir að vita ekki neitt um það, í
þágu þess aðila sem grunaður var um brot.
Ráðherra vissi af þessum afskiptum en samt
er ríkisstjórnin að tilnefna þennan forstjóra til
embættis barnaréttarnefndar Sameinuðu
þjóðanna. Kerfið sér um sína. Ráðherra vissi af
þessum afskiptum en lauk samt rannsókn á
embættisfærslum forstjóra Barnavernd-
arstofu. Kerfið sér um sína.
Vissi dómsmálaráðherra líka af þessu? Gögn málsins
eru víst inni í því ráðuneyti líka. Vissi ríkisstjórnin líka af
þessu? Hvernig er annars hægt að útskýra mótþróa meiri-
hluta velferðarnefndar gegn því að fá gögn málsins til Al-
þingis? Hvernig stendur á því að þetta gerist þegar við er-
um að fjalla um breytingar á siðareglum þingmanna í
kjölfar ríkisstjórnarslita vegna yfirhylmingar á kynferð-
isbrotum? Af hverju er þetta að gerast #aftur? Leynd-
arhyggja, yfirhylming og valdníðsla. #Aftur.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Kerfið sér um sína, #aftur
Höfundur er þingmaður Pírata
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Mikið hefur verið fjallaðum notendastýrða per-sónulega aðstoð viðfatlaða (NPA) undan-
farin ár og í gangi hefur verið til-
raunaverkefni þess efnis frá árinu
2011. Alþingi samþykkti í fyrradag
einróma frumvarp félags- og jafn-
réttismálaráðherra um þjónustu við
fatlað fólk með langvarandi stuðn-
ingsþarfir og tekur það gildi 1. júní
nk.
– En hvaða þýðingu hefur lög-
festingin?
„Til langs tíma litið þá er NPA
orðin hluti af réttindum fatlaðs fólks
samkvæmt íslenskum lögum og
verður eitt af meginþjónustu-
formunum sem í boði eru fyrir þá
sem glíma við skerðingar,“ segir
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður
VG, í samtali við Morgunblaðið.
Annars vegar sé um að ræða
notendastýrða þjónustu handa fötl-
uðum sem þurfa aðstoð í 15 tíma eða
minna á viku, og hins vegar er um að
ræða NPA-samninga sem þeir sem
þurfa aðstoð í meira en 15 tíma á
viku geta sótt um – eftir að hafa
gengið í gegnum svokallað SIS-mat.
Þjónustan felur í sér notenda-
stýrða aðstoð við hluti sem ein-
staklingur þarf nauðsynlega að gera
í daglegu lífi, s.s. þrif, innkaup o.þ.h.
en jafnframt aðstoð við t.d. að
stunda nám, foreldrahlutverk,
vinnu, tómstundir og ferðalög.
Þjónustuskylda sveitarfélaga
Notendastýrð þjónusta sé sótt
til sveitarfélaga sem verður skylt að
veita hana og hafa eftirlit. Jafnframt
verður þeim skylt að bjóða upp á
NPA-samninga. Slíkir samningar
eru gerður við sveitarfélögin af ein-
staklingunum sjálfum. NPA-
samningur felur í sér að notandi
stjórnar þeirri aðstoð sem hann fær,
skipuleggur hana, ákveður hvenær
og hvar hún er veitt og velur sjálfur
aðstoðarfólk. NPA-samningur getur
verið í formi beingreiðslusamnings,
þar sem notandi sér alfarið um
starfsmannahald sjálfur, notenda-
stýrðrar persónulegrar aðstoðar eða
þjónustufyrirkomulags þar sem not-
andi stýrir sjálfur þjónustu við sig
þó að þeir sem aðstoði hann séu
starfsmenn sveitarfélags.
Sveitarfélagi eða sveitarfélög-
um sem standa saman að þjónustu-
svæði er heimilt að gera samninga
við félagasamtök, sjálfseignar-
stofnanir eða aðra einkaaðila á þjón-
ustusvæði sínu um að annast þjón-
ustuna, en slíkir aðilar munu þurfa
leyfi til að fá að annast þjónustuna.
Óheimilt er að binda þjónustu við
fatlað fólk því skilyrði að það búi í
tilteknu búsetuformi.
Kostnaðarskipting
Á innleiðingartímabilinu sem
verður til 2022 veitir ríkissjóður
framlag vegna samninga um NPA
sem skal ráðstafað í gegnum Jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga hlutdeild af
fjárhæð samninga, á grundvelli um-
sókna frá sveitarfélögum, á þessu ári
vegna allt að 80 samninga en mun
fjölga ár frá ári og enda í 172.
Kostnaður vegna þjónustunnar
mun skiptast þannig að 75% ber
sveitarfélagið og 25% eru greidd
af ríkinu. Sé um tilfelli að ræða
þar sem notandinn þarf heil-
brigðisþjónustu meðfram not-
endastýrðu þjónustunni, þá beri
ríkið þann kostnað, að sögn Ólafs
Þórs.
Árið 2016 voru 53
NPA-samningar virkir,
lægsti samningur var 1,3
milljónir kr. og hæsti
samningur 35 milljónir
kr. Hlutdeild ríkisins í
þeim var 188 milljónir kr.
Fá meira sjálfræði
með tilkomu NPA
Morgunblaðið/Eva Björk
Sjálfstætt líf Með notendastýrðri þjónustu munu fatlaðir m.a. eiga kost á
meira sjálfræði í athöfnum daglegs lífs en Alþingi samþykkti NPA.
Aldraðir geta fengið notenda-
stýrða þjónustu og gert NPA-
samninga, að gefnum skilyrðum,
hafi þeir notið þjónustu sam-
kvæmt þeim áður en þeir urðu
67 ára, nema verulegar breyt-
ingar verði á stuðningsþörfum
viðkomandi, að því er fram kem-
ur í lögunum.
Verði einstaklingur fyrir
skerðingu eftir 67 ára aldur, sem
jafna má til fötlunar, skulu að-
stæður hans metnar sérstaklega
og m.a. litið til þess hvort fötl-
un sé tilkomin vegna aldurs-
tengdra ástæðna þegar
tekin er afstaða til þess
hvort hann eigi rétt til
þjónustu.
Sé um að ræða skerð-
ingu sem rekja
má til aldurs
skal veita
þjónustu á
grundvelli
laga um mál-
efni aldraðra.
Lögin ná líka
til aldraðra
ALDURSTAKMÖRK VORU
AFNUMIN Í LÖGUNUM
Ólafur Þór
Gunnarsson