Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 29

Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 29
»Markmið sam- vinnu okkar er að styrkja norrænt rannsóknarstarf og sameiginlega stefnu. Lilja Alfreðsdóttir Við getum verið stolt af mörgu á Norðurlöndum. Samfélagslegar áskoranir aukast ekki bara í öðrum heimshlutum heldur einnig í nær- umhverfi okkar og þörf er á meiri samvinnu og þekkingu til að takast á við þær. Á fundi norrænna mennta- og vísindaráðherra í Stokkhólmi á dögunum var lagður mikilvægur grunnur að áframhaldandi samvinnu á sviði menntamála á Norðurlönd- unum. Tengsl okkar hvíla á sterkri menningu lýðræðis og grasrótarafla; gildum jafnræðis, jafnréttis og sam- vinnu. Á óróleikatímum þurfum við að treysta þau og jafnframt efla það sem gerir Norðurlöndin og sjálf- stjórnarsvæðin bæði sterk og skap- andi. Við sjáum neikvæð teikn á lofti, ekki einungis í fjarlægum heims- hlutum heldur einnig hér heima, til dæmis með hatursorðræðu og dreif- ingu falsfrétta. Á slíkum tímum er mikilvægt að standa vörð um hlut- verk þekkingar og vísinda. Háskóla- og vísindakerfi Norðurlanda byggja á sterkum grunngildum þar sem akademískt frelsi er tryggt. Háskól- arnir eru gangverkið í þróun sam- félagsins að betri framtíð, aukinni velsæld og sterku lýðræði. Háskólasamfélagið Þekking veitir fólki öryggi. Við munum vinna áfram að því að styrkja menntun og rannsóknir þannig að þeir sem búa á Norð- urlöndunum geti menntað sig alla ævi. Norðurlandasamningur um að- gengi að háskólum hefur verið fram- lengdur til næstu þriggja ára og um- sækjendur um háskólavist í öðru norrænu landi geta áfram fengið skólavist á sömu forsendum og íbúar viðkomandi lands. Fyrr á þessu ári var einnig settur af stað hópur sem vinnur að samræmdri viðurkenningu háskólagráða á Norðurlöndum. Með þessum tveimur aðgerðum getum við tryggt aðgengi að háskóla- menntun fyrir alla á Norðurlöndum og aukið hreyfanleika innan land- anna, sem aftur leiðir að bættum sameiginlegum vinnumarkaði og betri menntun á svæðinu. Jafnframt þurfum við að sjá til þess að háskólar geti tekist á við áskoranir samtímans og halda í það sem hefur tryggt ár- angursríkan framgang norrænna samfélaga. Við eigum að varðveita það sem gerir okkur einstök án þess að hræðast framþróun. Þróttmikið og skapandi vísindastarf getur svar- að þeim miklu samfélagslegu áskor- unum sem við stöndum frammi fyrir, s.s. örri stafrænni þróun, breyttum þörfum innan heilbrigðisgeirans og loftslagsbreytingum svo fátt eitt sé nefnt. Tungumálið Kunnátta í tungumálum verður æ mikilvægari í hnattvæddu samfélagi og flest Norðurlönd eiga það sam- eiginlegt að vera með marga nem- endur sem fleiri en eitt tungumál. Tungumálakunnátta er auðlind sem ætti að nýta betur. Þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjöltyngdu samfélagi nútímans eru okkur sam- eiginlegar og við getum lært margt hvert af öðru, ekki síst um hvernig þróa megi það fjöltyngi sem er til staðar. Lykillinn er samvinna Markmið samvinnu okkar er að styrkja norrænt rannsóknarstarf og sameiginlega stefnu. Til að halda stöðu okkar sem leiðandi þekking- arsvæði þurfum við meta og þróa þá samvinnu í takt við tíðarandann. Markmið okkar er að Norðurlöndin verði áfram leiðandi á sviði þekk- ingar og hæfni. Til að ná því mark- miði þurfum við að vinna saman þvert á landamæri. Í sameiningu geta Norðurlöndin, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar haldið áfram að vera hnattræn fyrirmynd þekkingar og velferðar. Eftir norrænu mennta- og vísindaráðherrana Norðurlöndin mæta samfélagslegum áskorunum með þekkingu og samvinnu Søren Pind Jan Tore Sanner Iselin Nybø Helene Hellmark Knutsson Sanni Grahn-Laasone Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra Íslands. Helene Hellmark Knutsson er ráð- herra háskólamenntunar og rann- sókna í Svíþjóð. Sanni Grahn- Laasonen er menntamálaráðherra Finnlands. Søren Pind er ráðherra háskólamenntunar og rannsókna í Danmörku. Iselin Nybø er ráðherra háskólamenntunar og rannsókna í Noregi. Jan Tore Sanner er ráðherra menntamála og aðlögunar í Noregi 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Á toppnum Hvort félagana greini á um meistaraefnin í íslenska fótbolt- anum í haust skal ósagt látið en það breytir ekki stöðu þeirra í miðborginni. Eggert Jón Pétur Zimsen hefur náð frábærum árangri sem skólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík og nýtur virðingar meðal skóla- stjórnenda, kennara og foreldra. Á forsíðu Morgunblaðsins sl. mið- vikudag er greint frá því að Jón Pétur hafi ákveðið að hætta eftir tuttugu ára farsælt starf í skól- anum. Í viðtali Morgunblaðsins við Jón Pétur kveður hann skort á faglegu samtali og skeytingarleysi skólayfirvalda í Reykjavík í garð skólanna eiga þátt í því að hann ákvað að hætta sem skólastjóri. Ekki krafist grunnþekkingar Gagnrýni Jóns Péturs beinist meðal annars að því að í aðalnámskrá og menntastefnu Reykjavíkurborgar sé ekki minnst á hugtakið þekkingu: „Það er ekki talað um ákveðna grunnþekkingu í þessum plöggum, þannig að skólum er í sjálfsvald sett hvað þeir kenna og fyrir vikið koma námsbækurnar til með að stýra meira og minna því sem er kennt.“ Og Jón Pét- ur heldur áfram: „Í staðinn er alltaf verið að hamra á hugtökum eins og sköp- un, gagnrýnni hugsun og frum- kvæði en þau lifa ekki í tómarúmi. Til að vera með gagnrýna hugsun þarf að skilja hvað er verið að fjalla um og til þess þarf þekk- ingu.“ Jón Pétur kveðst hafa reynt að ræða þetta við Helga Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, og Skúla Helga- son, formann skóla- og frí- stundaráðs, og spurt hvort þeir héldu að hæfni byggðist ekki á undirliggjandi þekkingu. Hann hafi hins vegar afar fá svör fengið og engin frá pólitíkinni. „Misskilningur“ og „ofurtrú“ Þessi lýsing Jóns Péturs á samskiptum sínum við Helga Grímsson og Skúla Helgason kemur heim og saman við þau svör sem hann fékk frá Skúla á borgarafundi um skólamál sem fram fór 12. apríl sl. Á fundinum vék Jón Pétur að tregðu skólayfirvalda til að líta til niðurstaðna PISA- kannana, en borgin hefur sem kunnugt er reynt að koma í veg fyrir að greint sé opinberlega frá niðurstöðunum. Kvaðst Jón Pétur hafa þurft að ýta á að borgin aflaði upplýsinga um niðurstöð- urnar og sjálfur þurft að fara til Mennta- málastofnunar í því skyni. Svar Skúla var að þetta væri „misskilningur“ hjá Jóni Pétri. Jón Pétur benti jafnframt á að niðurstöð- urnar væru nauðsynlegar fyrir skólastjórn- endur til að þeir gætu áttað sig á því hvað væri gert vel og hvað mætti gera betur. Því miður væri rætt um niðurstöður PISA-kannana eins og „dægurmál“ í menntastefnu borgarinnar. Skúli kannaðist heldur ekki við þetta. Á fundi borgarstjórnar 8. mars 2017 töldu Dagur B. Eggertsson og Skúli engu að síður tilefni til að bóka að ástæðulaust væri að hafa „ofurtrú“ á gildi PISA-kannana. Engu virtist skipta þótt skólastjórnendur bendi á að 20% nemenda geti ekki lesið sér til gagns. Grátbeðið um samtal Viðbrögð skólayfirvalda við óskum skóla- stjórnenda eru þyngri en tárum taki. Það er ábyrgðarhluti að semja menntastefnu sem gerir ekki kröfu um grunnþekkingu. Það er líka ábyrgðarhluti að hlusta ekki þegar skólastjórn- endur óska eftir faglegu samtali um slíka menntastefnu. Og það er ábyrgðarhluti að hlusta ekki þegar skólastjórnendur óska eftir samtali til að finna betri lausnir á þeim við- fangsefnum sem eru til komin vegna stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Það er síðan kjark- leysi að hlusta ekki þegar skólastjórnendur óska eftir samtali til að ræða agavandamál í skólum og notkun nemenda á snjallsímum í skólastofum. Hvað má gera betur Það er hlutverk skólayfirvalda að hlusta á ábendingar skólastjórnenda og kennara og finna lausnir með þeim. Það er hins vegar ekki hlutverk skólayfirvalda að koma í veg fyrir að upplýsingar um árangur í einstökum greinum, sundurgreindar eftir skólum, séu birtar op- inberlega. Hlustum á skólastjórnendur. Skoð- um hvað er gert vel og hvað má gera betur. Og tökum síðan á notkun nemenda á snjallsímum í skólastofum. Tíminn sem börnin eru í skólanum kemur aldrei aftur. Það er ábyrgðarhluti að láta árin líða án þess að nokkuð sé að gert. Eftir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur »Því miður væri rætt um niðurstöður PISA-kannana eins og „dægurmál“ í mennta- stefnu borgarinnar. Skúli kann- aðist heldur ekki við þetta. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Að stinga höfðinu í sandinn Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.