Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 37
Sigrún Olsen var listræn, and-
leg, frumkvöðull, leiðtogi, ljós-
beri, vinur vina sinna, bráð-
skemmtileg og með svo fallegt
bros.
Það er ekki oft á lífsleiðinni
sem maður kynnist manneskju/
sál sem er tært, skært ljós sem
lýsir upp allt og alla í kringum sig
en það gerði hún Sigrún.
Ég á margar yndislegar minn-
ingar um hana þessi rúmlega 25
ár sem við þekktumst en hún
hafði langvarandi áhrif á mína
lífssýn.
Móðir mín og stjúpfaðir kynnt-
ust henni á Reykhólum þegar
þau fóru á heilsunámskeið sem
hún og Þórir, eiginmaður hennar,
stóðu fyrir en upp úr því kviknaði
kær vinátta milli þeirra og okkar
í fjölskyldunni. Við áttum margar
yndislegar stundir saman, bæði á
Íslandi og í Bretlandi og ég finn
það núna hvað kynni okkar Sig-
rúnar ristu djúpt og voru mót-
andi.
Sigrún var myndlistarkona að
mennt og hún málaði myndir sem
höfðu þann tilgang að hefja
áhorfendur upp á andlegar víddir
ljóss, friðar og kærleika.
Ekki löngu eftir að við kynnt-
umst opnuðu þau Þórir Lótus-
hús, fyrstu Brama Kumaris-hug-
leiðslumiðstöðina á Íslandi, en
Sigrún vann ötult starf við að
leiðbeina öðrum að horfa í sólar-
átt og að ferðast inn á við, bæði á
Íslandi og á alþjóðavísu. Hún
vann líka ósérhlífið starf við að
aðstoða veikt og deyjandi fólk við
að finna frið og sátt, þar á meðal
móður mína og erum við henni
ævinlega þakklát fyrir.
Við sendum Þóri og fjölskyld-
um þeirra Sigrúnar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og
kveðjum Sigrúnu, okkar kæru
vinkonu, með orðunum hennar:
„Love and Light.“
Inga Lisa Middleton,
Michael Rose og
Sunneva Rose.
Kæra Sigrún.
Það er ekki nema ár síðan við
sátum saman og kvöddum hana
Lellu ömmu, þú greipst þétt í
höndina á mér og ég man hvað
mér þótti vænt um stuðninginn.
Þegar móðir mín lést þá komstu
til mín með heita máltíð og ég
man hvað mér þótti vænt um
hugulsemina. Þú hefur alltaf ver-
ið til staðar þegar ég hef þurft á
því að halda, en núna er komið að
kveðjustund í bili, og þó svo að
söknuðurinn sé mikill þá veit ég
að ferðalagið er rétt að byrja.
Þegar ég hugsa um okkar sam-
skipti kemur strax upp orðið
„kærleikur“, ég upplifði hann
alltaf svo sterkt frá þér, en þú
sýndir mér og mínum ávallt mik-
inn áhuga, hugulsemi og skilning.
Þó svo að það sé alltaf erfitt að
kveðja þá vil ég líka gleðjast og
fagna lífinu sem var lifað, því þú
fylgdir svo sannarlega hjartanu
þínu og lifðir þína köllun, það
þarf sjálfsöryggi og kraft til þess
sem ekki allir hafa. Ég lærði svo
margt af þér um andleg málefni
og ég er lánsöm að hafa fengið
svona vitra og kærleiksríka
stjúpmóður inn í lífið mitt.
Ég mun sakna þess ótrúlega
að geta ekki komið og spjallað við
þig um lífið og tilveruna og borð-
að alla þessu frábæru grænmet-
isrétti sem þú hristir fram úr
erminni frá hinu ótrúlegasta inni-
haldsefni. Mun fallega minningin
þín lifa áfram í gegnum listina,
boðskapinn sem þú boðaðir og í
hjörtum okkar sem fengum að
kynnast þér. Ég veit að „þú ljós-
ið“ munt halda áfram að skína í
nýju hlutverki og ég vona að við
munum hittast á ný. Kærleik-
skveðja, þín
Sara.
Elsku frænka.
Það var alltaf svo gaman hjá
okkur saman í búðarleik, mála
eða hvað sem við vorum að brasa.
Þú varst alltaf svo góð og
skemmtileg við mig. Ég vildi að
ég gæti spólað til baka svo ég
myndi alltaf muna eftir stundun-
um okkar saman. Það var svo
gaman þegar þú og Þórir fluttuð
á Álftanesið og ég gat bara hjólað
í næstu götu til ykkar.
Ég sakna þín og að vera með
þér.
Þegar ég verð stór mun ég
ennþá hugsa til þín og sakna þín.
Eins og þú sagðir mér þá veit
ég að við munum hittast aftur.
Þín besta vinkona,
Sigrún Sól Brjánsdóttir.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
inni með kaffibolla og bók í hendi.
Fjölskyldan var þér alltaf efst í
huga, ekki bara Geiri og stelpurn-
ar heldur við öll, stórfjölskyldan.
Það eru mörg jóla- og áramóta-
boðin sem við getum hugsað til og
yljað okkur við minningarnar.
Allra bestu stundirnar áttum
við þó við eldhúsborðið heima, að
drekka kaffi auðvitað, úr fallegum
bollum. Það eru hversdagslegu
stundirnar sem oft eru dýrmæt-
astar og við eigum eftir að sakna
mest. Við töluðum um heima og
geima og húmorinn aldrei langt
undan. Það er dásamlegt að rifja
upp þegar það hreinlega ískraði í
þér af kátínu yfir einhverju sem
við spjölluðum um.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku Iðunn.
Dísa Mjöll, Ágúst,
Sólrún og Hafdís.
Elsku hjartans Iðunn.
Margar ljúfar minningar eig-
um við um skemmtilegar
samverustundir.
Alla tíð vildir þú hafa fallegt í
kringum þig og eitt af því sem þú
gerðir svo vel var að rækta blóm
og kryddjurtir. Við hin fengum að
njóta góðs af því og prýða heimili
okkar. Þar standa fallegu sól-
blómin upp úr.
Eins var það í veislum þar sem
stórfjölskyldan kom saman hjá
ykkur að þið fjölskyldan lögðuð
svo mikla natni í undirbúning,
skreyttuð allt svo fallega og báruð
fram girnilega rétti.
Þið Geiri náðuð mömmu og
pabba út úr þægindarammanum
og fenguð þau með ykkur á sólar-
strönd í fyrsta sinn, mamma orðin
sjötug og pabbi kominn hálfa leið
á áttræðisaldur. Ekki það að þau
væru ekki vön að ferðast til út-
landa en sólarströnd höfðu þau
aldrei prófað.
Huggulegar stundir áttum við
stelpurnar þegar við hittumst í
nagladekri, settum á okkur hand-
maska og lökkuðum neglur eftir
kúnstarinnar reglum með kaffi-
bollann á kantinum.
Umhyggja og hlýja einkenndu
viðmót þitt sem meðal annars
kom svo vel fram í starfinu fyrir
Krabbameinsfélagið og Kraft.
Göngum saman er stór viðburður
hér á Reyðarfirði sem þú leiddir
af krafti og áhuga og þótti okkur
gaman að taka þátt í því verkefni
með þér. Skemmtilegt var að sjá
hversu margir mættu og sást það
best á skrautlegum brjóstabolum
sem fólkið klæddist á göngunni.
Æðruleysi þitt og jákvæðni
höldum við áfram að hafa í heiðri
um leið og við minnumst þín.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Takk fyrir allt.
Ásgeir og Inga,
Inga Lára og Dagbjört Li,
Ásta, Gunnar, Jökull,
Eyrún og Ingi.
✝ Haukur ÞórIngason fædd-
ist á Húsavík 24.
mars 1952. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu
Gaukshólum 2 í
Reykjavík 16. apríl
2018.
Foreldar Hauks
voru Anna Septíma
Þorsteinsdóttir
handavinnukennari
frá Götu á Árskógsströnd, f. 17.
október 1921, d. 22. mars 1986,
og Ingi Tryggvason, bóndi,
kennari og síðar alþingismaður
og ferðaþjónustubóndi frá
Laugbóli í Reykjadal, f. 14.
febrúar 1921. Ingi og Anna
bjuggu lengst af á Kárhóli í
Reykjadal og áttu auk Hauks,
hann vinnuvélastjóri og starf-
aði sem slíkur við mann-
virkjagerð víða. Haukur starf-
aði meðal annars á Grænlandi,
í Noregi og um nokkurra ára
bil með hléum í Færeyjum. Á
Íslandi starfaði Haukur við
mörg af stærstu mannvirkjum
síðustu áratuga. Síðustu mán-
uðina starfaði Haukur hjá J&K
Petersen við hafnargerð í Fær-
eyjum, en næst þar á undan um
langt skeið hjá Suðurverki, síð-
astliðið sumar við fram-
kvæmdir á mislægum gatna-
mótum sunnan Hafnarfjarðar
og auk þess á sínum tíma hjá
sama fyrirtæki við byggingu ál-
vers Alcoa og gerð Land-
eyjahafnar.
Haukur var ókvæntur og
barnlaus og bjó síðasta áratug-
inn í Gaukshólum í Reykjavík
og dvaldi þar frá áramótum
eftir heimkomu frá Færeyjum
vegna veikinda.
Útför Hauks fer fram frá
Einarsstaðakirkju í Reykjadal í
dag, 28. apríl 2018, klukkan 14.
sem var elstur,
fjóra aðra syni.
Tryggva bónda á
Kárhóli og Narfa-
stöðum, f. 18. októ-
ber 1953, d. 1.
ágúst 1984, Þor-
stein Helga, fyrr-
verandi útgerð-
armann og
fiskverkanda, f. 13.
október 1955,
Steingrím fram-
kvæmdastjóra, f. 3. mars 1960,
og Unnstein framkvæmda-
stjóra, f. 16. febrúar 1966.
Haukur ólst upp á Kárhóli
við öll almenn landbún-
aðarstörf og stundaði nám í
Litlulaugaskóla. Haukur var
ungur um nokkurra ára bil sjó-
maður á fraktskipum. Síðar var
Ég kynntist Hauki Ingasyni
veturinn 1969-70, þá nýbyrjuð að
kenna við Hússtjórnarskólann á
Laugum. Hann var einn af pilt-
unum í Reykjadal sem vildu
fylgjast með stúlkunum í skól-
anum. Þennan vetur varð hann
18 ára, með bílpróf og áhuga-
samur um að rúnta með félaga
sína og var alltaf tilbúinn að
keyra aðra, ekki síst á sveitaböll-
in.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Æskuárin á Kárhóli í Reykja-
dal mótuðu Hauk eflaust mikið.
Hann var elstur fimm sona Önnu
Þorsteinsdóttur og Inga
Tryggvasonar mágs míns frá
Laugabóli. Það var oft mann-
margt á Kárhóli og mikið að gera
á stóru búi. Synirnir byrjuðu
snemma að hjálpa til og því ekk-
ert tiltökumál að Haukur byrjaði
snemma að snúast í kringum vél-
ar og keyra dráttarvél. Þegar
hann fullorðnaðist gerðist hann
vinnuvélamaður og starfaði á
gröfum í áratugi, allt til dauða-
dags. Vinnan var ástríða hans,
grunar mig. Hann var hugfang-
inn og gat talað um tæki og bíla
af miklum ákafa. Haukur var
einstakur á svo margan hátt.
Fyrir nokkrum árum vorum
við hjónin í Rangárvallasýslu og
hittum þar mann sem hafði unnið
með Hauki hjá Suðurverki, m.a.
við Landeyjahöfn. Hann hældi
honum og sagði að hann væri
laginn vélamaður og duglegur til
vinnu. Okkur þótti vænt um
þessi ummæli.
Haustið 1971 fóru Anna og
Ingi til Reykjavíkur vegna starfa
hans við Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins og báðu okkur
hjónin að búa á Kárhóli um vet-
urinn með Tryggva syni þeirra,
þá 18 ára, sem sá um búið. Við
fluttum í Kárhól með nýfædda
dóttur okkar Heiðrúnu og vorum
þar til vors. Haukur var 19 ára
og vann í Kísiliðjunni í Mývatns-
sveit. Anna hafði áhyggjur af
Hauki sem nú átti að standa á
eigin fótum. Við sögðum hann
alltaf velkominn til okkar í fríum
sínum, sem hann þáði með þökk-
um. Anna lagði áherslu á það við
Hauk að hann yrði að vera mér
hjálplegur innandyra. Það stóð
ekki á því, þennan vetur sýndi
hann á sér nýja hlið. Var nær-
gætinn við mig, boðinn og búinn
að aðstoða við ýmislegt innan-
dyra.
Hann varð svo hrifinn af litlu
frænku sinni og hafði ótrúlega
gaman af að vera nærri henni.
Hann sinnti henni oft, sat með
hana í fanginu og passaði ef ég
þurfti að skreppa frá. Hann
hjálpaði líka Tryggva bróður sín-
um við útiverkin.
Haukur átti sína eigin íbúð í
Reykjavík þar sem hann dvaldi
þegar hann var ekki í vinnu ann-
ars staðar. Hann hélt tryggð við
sínar æskuslóðir og skrapp oft
norður í Reykjadal í heimsókn til
fjölskyldunnar.
Haukur var síðast að vinna á
gröfu við höfnina í Þórshöfn í
Færeyjum en kom til Reykjavík-
ur í febrúar, þá orðinn svo slæm-
ur af gigt að hann leitaði til
læknis. Við rannsókn kom í ljós
gúlpur við ósæð. Hann beið eftir
aðgerð þegar lífsklukkan stopp-
aði. Við krufningu kom í ljós að
gúlpurinn hafði sprungið.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
(Höf. ók.)
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin Hauki tryggð og vináttu.
Inga föður hans, bræðrum og
fjölskyldum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hjördís Stefánsdóttir.
Haukur Þór
Ingason
✝ Hulda Ingi-björg Magn-
úsdóttir fæddist á
Sauðárkróki 9. maí
1928. Hún lést á
Öldrunarheimilinu
Hlíð Akureyri 11.
nóvember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Konráðsson verka-
maður, f. 28.9.
1897, d. 25.3. 1982,
og Steinunn Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 30.6. 1904, d. 29.9.
1936. Systkini Huldu eru Valdi-
mar Líndal, f. 25.10. 1922, d. 2.4.
1988, Rósa Aðalheiður, f. 20.12.
1924, og Gunnhildur Abelína, f.
27.4. 1926, d. 28.4. 2012. Hálf-
systir samfeðra Guðrún, f. 10.1.
1942.
1954, maki Ólína Sigríður Jó-
hannsdóttir, þau eiga fjögur
börn og ellefu barnabörn. 5)
Ingþór, f. 17.9. 1959, ókvæntur
og barnlaus. 6) Hrafnhildur, f.
28.2. 1963, maki Sigurður H.
Bergþórsson, þau eiga tvo syni,
fyrir á Hrafnhildur einn son og
á hann einn son. 7) Haukur, f.
10.3. 1964, sambýliskona Marta
Sólrún Jónsdóttir, þau eiga tvö
börn, fyrir á Haukur fjögur
börn. Fyrir átti Hulda dóttur,
Margréti Halldórsdóttur, f. 2.2.
1946, d. 2.7. 1992, átti hún þrjú
börn.
Árið 1950 hófu Hulda og Ei-
ríkur búskap á Stóru-Reykjum í
Fljótum, fluttu þaðan í Haganes-
vík árið 1966. Bjuggu í Króks-
fjarðarnesi frá 1973-1980 og eft-
ir það á Svalbarðseyri. Hulda
vann ýmis störf utan heimilis
flest sín búskaparár, meðal ann-
ars ráku þau Eiríkur gistiheim-
ilið Hamraborg á árunum 1994-
2003.
Jarðarförin fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Hulda giftist
22.1. 1948 Eiríki
Ásmundssyni, f.
22.1. 1927, d. 5.8.
2004. Foreldrar
hans voru Ásmund-
ur Jósefsson, f. 6.2.
1899, d. 25.5. 1991,
og Arnbjörg Eiríks-
dóttir, f. 27.12.
1896, d. 1.9. 1988.
Börn Huldu og Ei-
ríks eru: 1) Stein-
unn Arnbjörg, f. 5.12. 1947, hún
á tvær dætur og þrjú barnabörn.
2) Ásmundur, f. 6.9. 1950, maki
Unnur Þorsteinsdóttir, þau eiga
tvö börn og sex barnabörn. 3)
Magnús, f. 17.11. 1951, maki
Guðrún Ólöf Pálsdóttir, þau
eiga þrjú börn og fimm barna-
börn. 4) Steinar Ingi, f. 21.4.
Elsku hjartans mamma mín.
Margs er að minnast og mikils að
sakna eftir að hún hefur yfirgefið
sviðið, 89 ára að aldri, og haldið á
fund almættisins og þeirra vina og
ættingja sem á undan henni eru
farnir. Veit ég að þar hafa orðið
fagnaðarfundir. Er ekki frá því að
elsku pabbi hafi blístrað hástöfum
á sinn alkunna hátt af gleði er þau
hittust á ný eftir rúmlega 13 ára
aðskilnað.
Hún mamma hafði sannarlega
lifað tímana tvenna og miklar þjóð-
félagsbreytingar á sinni löngu ævi.
Æskan hennar mömmu var nú
kapítuli út af fyrir sig, og ekki auð-
veld oft á tíðum. Alla hennar ævi
var æskan henni eftirminnileg og
ógleymanlegar verða sögurnar
hennar mömmu sem hún sagði
okkur börnum sínum, barnabörn-
um og öðrum frá þeim árum er
hún var að alast upp á Króknum
og veru sinni í Ytra-Vallholti.
Mamma kynntist og giftist flotta
gæjanum úr Fljótunum, honum
Eiríki Ás, bóndasyni frá Stóru-
Reykjum. Varð það þeirra beggja
stærsta lífsins heppni og ham-
ingja.
Mamma var alla tíð einstaklega
glaðlynd og hláturmild. Einnig
mátti hún ekkert aumt sjá og hlúði
að einstæðingum, gömlu fólki og
þeim er minna máttu sín hvar sem
hún bjó. Alla tíð fannst henni al-
gjör óþarfi að fyrir henni væri haft
eða stjanað við hana en fannst al-
veg sjálfsagt að hún sjálf þyrfti að
hafa mikið fyrir því að öllum í
kringum hana liði sem best.
Mamma var mjög músíkölsk og
kunni ótal lög og texta. Hún var
víkingur, hörkudugleg og gekk
rösklega til allra verka jafnt úti
sem inni. Einnig var hún kattþrif-
in og vildi hafa hreint og fínt í
kringum sig. Hún var alla tíð
mjög heilsuhraust þar til allra síð-
ustu árin er hún glímdi við heila-
bilun (alzheimer). Dvaldi hún af
þeim sökum á öldrunarheimilinu
Hlíð.
Ég kveð hjartans mömmu
mína með miklum söknuði og
hjartans þakklæti fyrir hennar
miklu ást, umhyggju og hjálp er
hún sýndi mér og mínum alla tíð,
ekki síst fyrir alla skemmtunina,
hlátursköstin og dýrmætar sam-
verustundir, sumarbústaða-
ferðirnar og allar ferðirnar okkar
í Fljótin og víðar. „Sjáið hvað
þetta er fallegt,“ sagði mamma oft
á ferðum sínum um landið. Alls
staðar sá hún fegurð landsins okk-
ar fagra. Ég veit að ég mæli fyrir
munn okkar allra barna hennar,
ættingja og vina er ég lýk þessum
minningabrotum um elsku
mömmu með þessu fallega ljóði.
Í bænum við lútum og höldumst í hendur,
hugsunum okkar við beinum til þín.
Að megir þú himinsins líða um lendur,
í ljósinu bjarta er í austrinu skín.
Ævinnar dagur er kominn að kveldi,
kær er þín minning hún lýsir um nótt.
Opnist þér hliðin að Alföður veldi,
ástríkis njóttu svo sofir þú rótt.
(Jón Hallur Ingólfsson)
Þín dóttir,
Steinunn A. Eiríksdóttir
(Addý).
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Takk fyrir allt elsku mamma
mín, mikið á ég eftir að sakna þín.
Þín dóttir
Hrafnhildur.
Hulda Ingibjörg
Magnúsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir