Morgunblaðið - 28.04.2018, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Vélstjóri
Ertu jákvæður, skapgóður, félagslyndur,
skipulagður og skemmtilegur vélstjóri Sigur-
plasts ehf.? Við leitum að árangursdrifnum
og metnaðarfullum einstaklingi með mikla
færni í mannlegum samskiptum sem hefur
áhuga á krefjandi og spennandi framtíðar-
starfi í ört vaxandi umhverfi.
Sigurplast ehf. leitar að vélvirkja, vélstjóra
eða vönum vélamanni til að annast vélar í
verksmiðju í daglegum rekstri í fjölbreyti-
legu, krefjandi og spennandi umhverfi.
Vélstjóri verksmiðju
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af viðhaldi véla
Samskiptalipurð og aðlögunarhæfni
Hæfni til að vinna sjálfstætt og með
öðrum
Skipuleg og öguð vinnubrögð
Jákvæðni, vinnugleði og rík þjónustulund
Umsóknir og nánari upplýsingar:
Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2018
Ef þú heldur að þú sért sá eða sú sem hentar
í starfið sendu þá umsókn með mynd á net-
fangið bokhald@sigurplast.is
Sigurplast ehf. er framsækið fyrirtæki sem
sinnir framleiðslu á umbúðum fyrir fyrirtæki
og stofnanir í matvæla og lyfjaiðnaði.
Verkfræðingur eða tækni-
fræðingur á tæknideild
Norðursvæðis á Akureyri
Vegagerðin auglýsir eftir byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi á tæknideild
Norðursvæðis á Akureyri. Um er að ræða fullt starf við undirbúning framkvæmda; mælingar,
veghönnun og gerð útboðslýsinga.
Tæknideild Norðursvæðis annast undirbúning nýframkvæmda, viðhaldsverkefna og öryggis-
aðgerða og hefur umsjón með skipulags- og umferðaröryggismálum svæðisins. Umdæmi
Leitað er eftir verkfræðingi eða tæknifræðingi eða starfsmanni með sambærilega menntun
sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni á sviði undirbúnings
framkvæmda á svæðinu.
Starfssvið
Mælingar, gagnasöfnun og úrvinnsla
gagna fyrir nýbyggingar, öryggisaðgerðir
og viðhaldsverkefni. Umsjón með
fastmerkjaskrá svæðisins. Hönnun
vega. Vinna við kostnaðaráætlanir og
útboðslýsingar ásamt öðrum tilfallandi
verkefnum innan deildarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Byggingarverkfræðingur, byggingartæknifræðingur eða önnur
sambærileg menntun.
• Reynsla af mælingum er kostur.
• Reynsla af veghönnun er kostur.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu.
• Frumkvæði og faglegur metnaður.
• Góð íslenskukunnátta.
• Kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli er kostur.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með . maí 2018. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið
starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upp-
! " ! !# $ menntunar- og starfsferilsskrá.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
%
&
' ( ) *" ** (" **
Norðursvæðis (margret.s.thorkelsdottir@vegagerdin.is) í síma 522 1830.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfsmaður á verkstæði
Leitum að laghentum starfsmanni á
verkstæði.
Umsóknir sendist á ellert@alnabaer.is
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Gluggar og Garðhús hf. óskar eftir að ráða
vana smiði eða starfsmenn sem eru vanir
iðnframleiðslu í fullt starf við smíðar.
Laust starf
Vinsamlega sendið inn umsókn á
gluggar@solskalar.is fyrir
5. maí 2018.
Læknamóttökuritari
59% staða sem getur tímabundið krafist
hærra hlutfalls. Nauðsynlegt er að viðkom-
andi reyki ekki, sé sjálfstæður, vanur
tölvuvinnu, kassauppgjörsvinnu og helst
bókhaldi. Ferill sem greinir menntun, starfs-
reynslu og fjarvistir í tímaröð ásamt
upplýsingum um tölvureynslu, uppgjörs-
og/eða bókhaldsvinnu, persónu- og
fjölskylduhagi, launakröfur, hvers vegna
hlutastarf henti auk valupplýsinga eins og
um veikindi og meðmælendur óskast strax á
starfsumsokn@gmail.com.
Hjúkrunarfræðingar
athugið!
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa hjá
speglunarþjónustufyrirtækinu
Meltingarsetrinu ehf. Læknasetrinu Mjódd.
Um er að ræða hlutastarf í dagvinnu á
góðum og áhugaverðum vinnustað.
Umsókn með ferilskrá og/eða fyrirspurnir
sendið á: setrid@setrid.is
Talmeinafræðingur
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
auglýsir stöðu talmeinafræðings lausa til
umsóknar.
Umsækjandi hafi starfsbundin réttindi
talmeinafræðings.
Laun skv. kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags.
Skriflegar umsóknir er tilgreini nöfn 2ja
umsagnaraðila, menntun, fyrri störf og saka-
vottorð berist undirrituðum sem jafnframt
veitir frekari upplýsingar.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS)
annast félags- og skólaþjónustu og barna-
vernd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, þ.e.
Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundar-
fjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja-og
Miklaholtshrepps.
Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, skóla-
sálfræðingur, 2 félagsráðgjafar, 2 þroska-
þjálfar, náms- og starfsráðgjafi, talmeina-
fræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og
hæfingarstöðva, heimaþjónustu og annarra
þjónustuþátta fatlaðs fólks.
Umsóknarfrestur er til 31. maí
Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður
Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ
sveinn@fssf.is; s. 430 7800 og 861 7802
Vesturbyggð auglýsir lausar stöður í
skólum sveitarfélagsins
Patreksskóli:
Grunnskólakennarar á yngsta stigi
Grunnskólakennarar á miðstigi
Íþróttakennari
Stuðningsfulltrúar
Upplýsingar veitir Gústaf Gústafsson
skólastjóri gustaf@vesturbyggd.is.
s. 4502321
Bíldudalsskóli:
Grunnskólinn
Grunnskólakennarar á yngsta stigi
Grunnskólakennarar á miðstigi
Skólaliði
Íþróttakennari
Skólaliði
Leikskólinn
Þroskaþjálfi
Deildarstjóri
Leikskólakennarar
Upplýsingar veitir Ásdís Snót Guðmund.
Grunn- og leikskólastjóri
asdissnot@vesturbyggd.is, s. 4502333
Araklettur:
Leikskólakennarar
Deildarstjórar
Upplýsingar veitir Hallveig Ingimarsdóttir
leikskólastjóri halla@vesturbyggd.is,
s. 4502342
Tónlistarskóli Vesturbyggðar:
Tónlistarkennarar
Upplýsingar veitir Einar Bragi skólastjóri
tonlistarskoli@vesturbyggd.is s. 7851241
Umsóknarferstur er til 14. maí 2018
Nanna Sjöfn Pétursdóttir
Fræðslustjóri í Vesturbyggð