Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Neskirkja
Aðalsafnaðarfundur
Nessóknar
Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður
haldinn sunnudaginn 6. maí kl. 10.00
í safnaðarheimili kirkjunnar.
Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar.
Sóknarnefnd Neskirkju.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund sunnudag kl. 14.
Óskast til kaups í Ólafsvík
20754 - Ríkiskaup f.h. Ríkissjóðs Íslands
óskar eftir að kaupa 3. herbergja íbúð eða lítið
raðhús fyrir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
(HVE) í Ólafsvík.
Húseignin þarf að vera í viðhaldslitlu húsi, annað
hvort nýlegu eða uppgerðu, í góðu ástandi.
Í húsnæðinu þurfa að vera amk tvö svefnherbergi.
Húsnæðið þarf að vera tilbúið til afhendingar í
síðasta lagi 1. október 2018.
Við val á eigninni mun verð, ástand, innra skipu-
lag og staðsetning ráða mestu um val.
Tilboðseyðublað er aðgengilegt á heimasíðu
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c,
105 Reykjavík fyrir kl. 10:00 þann 8. maí nk. þar
sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess
óska.
Á opnunarfundi verða eingöngu lesin upp nöfn
bjóðenda og boðið húsnæði.
Óska eftir
Óskast til kaups á Grundarfirði
20755 - Ríkiskaup f.h. Ríkissjóðs Íslands
óskar eftir að kaupa 3ja herbergja íbúð eða lítið
raðhús fyrir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
(HVE) á Grundarfirði.
Húseignin þarf að vera í viðhaldslitlu húsi, annað
hvort nýlegu eða uppgerðu, í góðu ástandi.
Í húsnæðinu þurfa að vera a.m.k. tvö svefnher-
bergi.
Húsnæðið þarf að vera tilbúið til afhendingar í
síðasta lagi 1. október 2018.
Við val á eigninni mun verð, ástand, innra skipu-
lag og staðsetning ráða mestu um val.
Tilboðseyðublað er aðgengilegt á heimasíðu
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7c,
105 Reykjavík fyrir kl. 10:00 þann 8. maí nk. þar
sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess
óska.
Á opnunarfundi verða eingöngu lesin upp nöfn
bjóðenda og boðið húsnæði.
Tilboð óskast í Suðurgötu 14
í Hafnarfirði
20590 – Til sölu er Suðurgata 14 í Hafnarfirði, áður
húsnæði Ríkisskattstjóra.
Fasteignin skiptist í þrjár hæðir auk geymsluriss
undir súð þar sem lofthæð er allt að 2 metrar. Inn-
gangar að húsinu eru bæði að ofanverðu frá
Suðurgötunni og að neðanverðu frá Víkingastræti.
Fjöldi skrifstofuherbergja er í húsinu, auk opinna
vinnurýma, móttökurýmis og stórt eldhúsrými
fyrir mötuneyti er á 3. hæð hússins. Lyfta er í
húsinu sem gengur milli hæðanna þriggja.
Gólfefni eru flísar við inngang en annars lino-
leumdúkur. Húsið lítur vel út að utan þó svo að
þak þarfnist málunar og skemmdir eru á gólfefni
við svalahurð á annarri hæð. Seljanda er ekki
kunnugt um ástand hússins að öðru leyti og eru
bjóðendur hvattir til að kynna sér ástand þess vel.
Áætluð stærð hússins skv. Þjóðskrá Íslands – fast-
eignaskrá er 1279,6 m², byggt árið 1985, en
óstaðfestar mælingar gefa til kynna að húsnæðið
sé u.þ.b. 100 m² stærra.
Eignin verður til sýnis þriðjudaginn 4. júlí kl. 10:00
– 11:00, fimmtudaginn 6. júlí kl. 13:00 – 14:00 og
miðvikudaginn 12. júlí kl. 10 – 12:00.
Óskað er eftir tilboðum í eignina. Tekin verður af-
staða til móttekinna tilboða þann18. júlí 2017.
Innsend tilboð skulu gilda í 4 vikur frá þeim degi.
Varðandi hugsanlega starfsemi í húsinu og á lóð
er bjóðendum bent á að kynna sér nánar skipu-
lagsmál eignarinnar og svæðisins hjá bæjar-
yfirvöldum. Húsið og skipulag þess býður upp á
margvíslega nýtingamöguleika.
Eigendur fasteignarinnar er Ríkissjóður Íslands.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu
Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Tilboð skulu berast til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c,
105 Reykjavík, sími 530 1400. Skrifstofa Ríkiskaupa
er opin virka daga milli kl. 9:00 og 15:00.
Ath. ekki verður haldinn opnunarfundur vegna
skila á tilboðum.
Tilboð óskast
í ríkisjörðina Strönd-Rofabæ og
Rofabæ 1 ásamt Sandaseli
20745 - Um er að ræða ríkisjarðirnar Strönd-Rofa-
bæ, landnr. 163428 og Rofabæ 1, landnr. 163427.
Jarðirnar eru staðsettar í Meðallandi í Skaftár-
hreppi. Jarðirnar eru samliggjandi og óskiptar og
eru taldar vera samtals um 489 ha, en landamerkj-
um hefur ekki verið þinglýst þó þau liggi fyrir.
Jörðunum fylgja greiðslumark 226,9 ærgildi og
skráð hlunnindi skv. Þjóðskrá Íslands, sem eru
æðarvarp og reki ásamt lax og silungsveiði með
aðild að veiðifélagi Kúðafljóts. Jarðirnar eru taldar
henta ágætlega til akuryrkju.
Á jörðinni Strönd er íbúðarhús 125 m², byggt árið
1953. Húsakostur er í þokkalegu ástandi en þarfn-
ast einhvers viðhalds og endurbóta.
Jarðirnar seljast saman í núverandi ástandi og eru
áhugasamir tilboðsgjafar hvattir til að kynna sér
mjög vel ástand húsa og umhverfis þar sem ekki
hefur verið búið á jörðunum í nokkur ár.
Jarðirnar Strönd-Rofabær og Rofabær 1 eru seldar
með því skilyrði að nýr eigandi taki upp fasta
búsetu á jörðunum. Til að stuðla að búsetu og
nýtingu landsins verða jarðirnar einnig seldar
með kvöð um kauprétt ríkisins í tiltekinn tíma frá
sölu.
Samhliða sölu á Strönd-Rofabæ og Rofabæ 1
stendur til boða að bjóða í eyðijörðina Sandasel,
landnr. 163430, til að styrkja búsetu og nýtingu á
jörðunum.
Kvöð er um aðkomu að eyðijörðunum Sandar
og Sandasel um land Strönd-Rofabæjar og Rofa-
bæjar 1.
Leitað er eftir tilboðum í eignina en seljandi
áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Með tilboði skal fylgja stutt lýsing á áformum
kaupanda vegna fyrirhugðrar nýtingar og hvenær
áætlað er að búseta verði tekin upp á jörðinni.
Nánari upplýsingar veita:
Birgir Örn Birgisson í síma 530 1417
– birgiro@rikiskaup.is
Gísli Þór Gíslason í síma 530 1424
– gisli@rikiskaup.is
Aðalfundur
Landssambands
sumarhúsaeigenda
Verður haldinn, mánudaginn 30. apríl í
SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 , Reykjavík,
kl. 20:00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins; Fulltrúi frá nefnd um
gróðurelda-brunavarnri í sumarhúsabyggð.
Kaffi.
Stjórnin.
Félagslíf
Aðalsafnaðarfundur
Garðasóknar
Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður
haldinn miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 17.30
í safnaðarheimili Vídalínskirkju
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Safnaðarmeðlimir eru hvattir til þess
að sækja fundinn.
Sóknarnefnd Garðasóknar.
Til sölu
Fundir/Mannfagnaðir