Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 50

Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Sigrún Elíasdóttir rithöfundur á 40 ára afmæli í dag. Hún er meðMA-próf í sagnfræði og ritlist og hefur aðallega verið að skrifafyrir börn, meðal annars fyrir Menntamálastofnun, bæði skáld- sögur og sagnfræðirit, meðal annars bók um Rómönsku Ameríku. Sigrún skrifaði einnig ævisögu afa síns, Jóhannesar Arasonar sem var frá Seljalandi í Gufudalssveit. Sú bók heitir Kallar hann mig kall- ar hann sig og kom út fyrir fimm árum. „Ég er í sumarbústað með vinkonum mínum á Vatni í Haukadal og fer ekki heim fyrr en á sunnudag. Við erum að gera hlaðvarp um ís- lenskt handverk sem verður hýst hjá Kjarnanum. Tíu þættir verða í fyrstu seríu sem byrjar í haust og af nógu er að taka.“ „Annars eru bara vorverkin framundan í sveitinni enda sauðburður handan við hornið.“ Sigrún og fjölskylda halda nokkrar kindur og hænur þar sem þau búa á Ferjubakka 4 í Borgarfirði, en Sigrún er þaðan. „Einhvern veginn var hugsunin hjá mér alltaf sú að hér ætti ég heima, þótt ég dveldi um tíma við nám í Reykjavík.“ Eiginmaður hennar er Ívar Örn Reynisson, framkvæmdastjóri hjá Garðar – best. Þau eiga synina Erni, f. 2016 og Orra, f. 2011. Rithöfundurinn Sigrún stödd heima á Ferjubakka í Borgarfirði. Vinnur að þáttum um íslenskt handverk Sigrún Elíasdóttir er fertug í dag A uður Hildur Hákonar- dóttir fæddist 28. apríl 1938 í Reykjavík og ólst þar upp við Bústaða- veginn. Hún lauk námi sem myndvefari frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1968, stundaði nám í sömu grein við Edinburgh College of Art 1969 og lauk vefn- aðarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1980. Hildur var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969-75, skólastjóri þar 1975-78 og stunda- kennari þar til 1981, var forstöðu- maður Byggða- og listasafns Árnes- inga á Selfossi 1986-93 er hún dró sig í hlé vegna slysfara en hefur svo ver- ið forstöðumaður Listasafns Árnes- inga í hlutastarfi frá 1.3. 1998 uns safnið flutti í Hveragerði. Hildur vann að myndvefnaði 1969- Hildur Hákonardóttir listakona – 80 ára Vefarinn „Textere er latneska orðið yfir að vefa og textíll er náskylt orðinu text sem táknar frásögn. Við ófum löngu áður en við fórum að skrifa og þess vegna er talað um söguþráð og uppstöðu ritverks,“ segir Hildur. Fjölbreyttur ferill mikillar baráttukonu 1. maí ganga Hildur er lengst til hægri í rauðri kápu. NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.