Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 60
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 118. DAGUR ÁRSINS 2018
Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Líkfundur í Kópavogi
2. Nafn nýja prinsins afhjúpað
3. Óþekkjanlegur John Travolta
4. Mótmæltu komu lamaðs manns
KÍTÓN, félag kvenna í tónlist,
stendur í fyrsta sinn fyrir tónleikaröð
þar sem lögð er áhersla á klassíska
tónlist og fara fyrstu tónleikar rað-
arinnar fram á morgun kl. 17 í Iðnó.
Þar verður sönglagaarfur Jórunnar
Viðar tónskálds tekinn fyrir af Erlu
Dóru Vogler messósópran og Evu Þyri
Hilmarsdóttur píanóleikara. Tón-
listarkonurnar fagna aldarafmæli
Jórunnar í ár með fjölda tónleika.
Fagna aldarafmæli
Jórunnar Viðar
Guðný Guð-
mundsdóttir
fiðluleikari heldur
upp á sjötugs-
afmæli sitt í ár
með tónleikaröð-
inni Mozart-
maraþon. Í henni
mun hún flytja öll
verk Mozarts fyrir
píanó og fiðlu með ýmsum píanóleik-
urum. Næstu tónleikar raðarinnar
fara fram á morgun kl. 12.15 í Hann-
esarholti og munu Guðný og Nína
Margrét Grímsdóttir flytja þrjár són-
ötur eftir Mozart.
Þrjár sónötur í
Mozart-maraþoni
Tveir íslenskir myndlistarmenn,
Ragnar Kjartansson og Ólafur Elías-
son, eru meðal sjö þekktra listmanna
sem taka þátt í samkeppni um úti-
listaverk á svokallaðri
Safnaeyju í miðborg
Óslóar. Verkið verð-
ur sett upp í
tengslum við hið
nýja Munch-safn
sem verður
opnað í júní
árið 2020.
Ragnar og Ólafur
keppa um verk í Ósló
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða stöku skúrir eða él,
einkum norðaustantil, en léttir til vestanlands þegar líður á daginn.
Á sunnudag Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða slydda, en þurrt norðaustanlands. Hiti
víða 3 til 8 stig.
Á mánudag Suðlæg átt, 3-8 m/s en hvassari austantil fram eftir degi. Rigning sunn-
anlands en él eða slydduél um landið vestanvert, annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig.
„Þetta er búið að vera skrýtið ár
hingað til,“ segir Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir, atvinnukylfingur úr GR,
sem féll í gær úr leik á Mediheal-
mótinu í Kaliforníu. Ólafía hefur ekki
náð sér á strik á LPGA-mótaröðinni í
ár, eftir frábæra frumraun á þessari
sterkustu mótaröð heims í fyrra, og
fer yfir hugsanlegar ástæður þess í
íþróttablaðinu í dag. »1
„Þetta er búið að vera
skrýtið ár hingað til“
Óhætt er að segja að Ís-
landsmót karla í knatt-
spyrnu hafi farið af stað
með látum í gærkvöld. Tobi-
as Thomsen svaraði fyrir
sig gegn gömlum félögum í
KR með sigurmarki Vals á
lokasekúndum Reykjavíkur-
slagsins, rétt eftir að KR
hafði jafnað í 1:1. Keflavík
náði í 2:2-jafntefli gegn
Stjörnunni þó að staðan
væri 2:0 á 83. mínútu. »2
Hádramatík í
fyrstu leikjunum
„Við lítum svo á að rimman sé í járn-
um og að möguleiki okkar til þess að
fara áfram í keppninni sé sannarlega
fyrir hendi,“ segir Arnar Pétursson,
þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik,
sem kom í gærkvöld til Turda í Rúm-
eníu og leikur þar í undanúrslitum
Áskorendabikars Evrópu á morgun.
Eyjamenn unnu fyrri leikinn á heima-
velli, 31:28, og freista þess að komast
í úrslitaleikina. »4
Möguleikinn er sann-
arlega fyrir hendi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ríflega 170 ungmenni alls staðar að
af landinu eru skráð til leiks á
Hængsmótinu sem haldið er nú um
helgina í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Mótið er meðal annars ætlað fólki
með þroska- eða hreyfihömlun, en
það kemur norður til þess að keppa í
botsía, borðtennis og lyftingum.
„Gleðin á þessu móti er mikil og fyr-
ir flesta sem hingað mæta er þátt-
takan aðalatriðið. Fögnuður fólks er
innilegur, alveg sama hver árangur
þess er. En auðvitað er þetta eins og
önnur mót, oft heilmikil dramatík.
Og í þessum töluðum orðum erum
við að kalla inn aðaldómarinn sem
sker úr um vafaatriði sem hér var að
koma upp,“ segir Jón Heiðar Árna-
son mótsstjóri í samtali við Morgun-
blaðið.
Í botsía sem er aðalgrein mótsins
gengur leikur tveggja keppenda út á
að kasta sex boltum, ýmist bláum
eða rauðum, sem næst hvítum mark-
bolta. Sá sem næst hittir markinu
fær flest stigin. „Krakkarnir eru
rosalega flinkir í þessu og mala mig
algjörlega ef þau skora mig á hólm.
Ég á marga góða vini í þessum hópi
enda hef ég verið viðloðandi þennan
viðburð sem Lionsklúbburinn
Hængur hefur haldið til fjölda ára.
Þetta er fyrir löngu orðið fastur lið-
ur í dagskrá ársins hjá mér,“ segir
Jón Heiðar um mótið sem sett var í
gær og lýkur síðdegis í dag. Í kvöld
er svo haldinn dansleikur.
Jafningjum raðað saman
„Auðvitað eru keppendurnir hér
mjög misjafnlega á vegi staddir hvað
getu og styrk áhærir. Við reynum að
raða fólki svolítið saman eftir styrk
þannig að jafningjar keppi sín í milli.
Þannig er sanngirni best gætt. Hér
er til dæmis fólk sem þarf stuðning
allan sólarhringinn en mætir og tek-
ur þátt af mikilli gleði. Þátttaka í
íþróttum gefur fólki með fötlun mik-
ið og það þarf sín tækifæri til að
keppa. Svo er þetta líka félagslegt
atriði. Margir keppendur mæta
hingað með foreldrum sínum eða
öðrum stuðningi og við búumst við
250 til 300 manns á lokahófið.“
Góð þátttaka og mikil gleði
Fjölmenni í botsía, borðtennis og
lyftingum á Hængsmóti á Akureyri
Tilþrif Í botsía kasta keppendur sex boltum, bláum eða rauðum, sem næst
markbolta. Hér sést Steinunn María Þorgeirsdóttir kasta bolta af nákvæmni.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Lið Alls taka um 170 manns þátt í mótinu en mun fleiri mæta þó á svæðið.